Þjóðviljinn - 27.06.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.06.1989, Blaðsíða 3
Hallsmálib Atlaga að málfrelsi Rithöfundar og blaðamenn mótmœla Stjórn Blaðamannafélags ís- lands hefur sent frá sér ályktun vegna dómsniðurstöðu Sakadóms Reykjavíkur yflr Halli Magnús- syni blaðamanni. Einnig hafa tut- tugu rithöfundar sent frá sér yflr- lýsingu vegna þessa máls. f ályktun Bf segist stjórnin lýsa undrun sinni og furðu á dómin- um. Þá áréttar stjórn BÍ fyrri samþykkt sína í þessu máli þar sem varað er alvarlega við þeirri þróun í átt til ritskoðunar í landinu, að ríkissaksóknari höfði opinber sakamál á hendur ein- staklingum á grundvelli f08. gr. hegningarlaganna, vegna um- fjöllunar um opinbera embættis- menn í fjölmiðlum. „Ekki er hægt að líta á hinn harða dóm Sakadóms á annan hátt en alvarlega tilraun hins op- inbera til að hefta gagnrýna um- fjöllun um opinber málefni og opinbera starfsmenn, á grund- velli löngu úreltrar lagagreinar. Slíkir dómar eru tilræði við prentfrelsi og tjáningarrétt," segir í lok ályktunarinnar. Þá sendu tuttugu rithöfundar frá sér yfirlýsingu í gær vegna þessa máls. Þar segir að með þessum úrskurði hafi vararíkis- saksóknari boðað að f08. grein verði í framtíðinni beitt í ríkara mæli. „í tilefni af þessu viljum við undirritaðir íslenskir rithöfundar lýsa því yfir að við teljum þetta ákvæði hegningarlaganna vera hin verstu ólög, og alls ekki sam- rýmast nútímakröfum um mannréttindi og tjáningarfrelsi. Jafnframt því sem við mótmæl- um svo hættulegri atlögu að mál- frelsi sem téður dómur er, skorum við á Alþingismenn að sjá svo um að þessi lagagrein verði felld úr gildi.“ Undir þetta skrifa Álfrún Gunnlaugsdóttir, Birgir Sigurðs- son, Elías Mar, Einar Bragi, Ein- ar Már Guðmundsson, Einar Kárason, Fríða Á. Sigurðardótt- ir, Guðmundur Daníelsson, Guð- mundur Andri Thorsson, Gyrðir Elíasson, Halldór Laxness, Hann- es Sigfússon, Indriði G. Þor- steinsson, ísak Harðarson, Jón úr Vör, Kristín Ómarsdóttir, Krist- ján Árnason, Kristján frá Djúpa- læk, Ólafur Gunnarsson, Sigfús Daðason, Sigurður Pálsson, Sig- urður A. Magnússon, Sigurjón Birgir Sigurðsson (Sjón), Stefán Hörður Grímsson, Steinunn Sig- urðardóttir, Sveinbjörn I. Bald- vinsson, Thor Vilhjálmsson, Vig- dís Grímsdóttir, Þorsteinn frá Hamri og Þórarinn Eldjárn. -Sáf Landamæri ísiands og Bandaríkjanna, stríðs og friðar. Mynd: Jim Smart. Tvíeggjað vopn andstööunnar Stærstu heræfingu sem haldin hefur verið á vegum NATO hér á landi, lýkur á morgun. Ann- að kvöld hefst brottflutningur tæplega eitt þúsund hermanna úr fastaher og varaliði og líkur flutn- ingunum næst komandi sunnu- dag. Hernaðaráætlanir gera ráð fyrir að hermenn úr fastaher Bandaríkjanna verði sendir til ís- lands á óvissutímum. Sú herdeild fastahersins sem kom hingað í upphafl æfinganna, hefur aðsetur í Kaliforníu. Hún er mönnuð at- vinnuhermönnum sem meðal annars voru sendir til Honduras á síðasta ári, til að undirstrika af- stöðu bandarískra stjórnvalda i málefnum Suður-Ameriku. En ef óvissutímar koma upp verður það hlutskipti svo kallaðs varaliðs að verja herstöðina í Keflavík og aðra hemaðarlega mikilvæga staði í landinu. Vara- liðið er hins vegar ekki mannað atvinnuhermönnum eins og fast- aherinn og gæti því tekið tíma að smala því saman. Varaliðið leysir síðan fastaherinn af hólmi og alls gera áætlanir ráð fyrir því að um sjö þúsund hermenn komi til landsins. Silkihanskar lögreglunnar Heimavarnarliðið hefur farið reglulegar ferðir á hernámssvæð- in á Reykjanesi allt frá því að æf- ingarnar hófust þann 20. júní. Liðsmenn heimavarnarliðsins hafa að mestu verið látnir af- skiptalausir en þó verið undir vökulu auga íslensku lögreglunn- ar af vellinum. Síðast á sunnu- dagskvöld fór eftirlitssveit á svæðið og var þá stöðvuð af lög- reglunni rétt við Stafnes. Að venju tilkynnt lögreglan að fólkið væri á „lokuðu svæði“ og vildi aka liðinu út af svæðinu. Það vildi ekki þiggja bílferð lögreglunnar og var þá gefið í skyn að kallað yrði á annan bíl, „sem væri verri kostur“ en sá bfll sem fyrir var. Ekki fékkst skýring á því hvers í BRENNIDEPLI vegna annar lögreglubfll yrði „verri kostur". En heimavamar- liðsfólki var gefið sterklega til kynna, „að ekki væri endalaust hægt að taka á því með silki- hönskum og leyfa því að fara um auglýst bannsvæði". Þátttakendur í eftirlitsferðum heimavamarliðsins og mótmæl- um fyrir utan bandaríska sendi- ráðið, hafa ekki verið í neinum réttum hlutföllum við andstöðu þjóðarinnar við vem hersins hér á landi og andstöðuna við heræf- ingarnar. Fyrir utan sendiráðið mættu um 200 manns og í fjöl- mennustu könnunarferðum heimavarnarliðsins, á miðviku- dag og á laugardag í síðustu viku, mættu um 70 manns. Þetta þýðir þó ekki að mótmælin hafi farið fram hjá þeim sem þau beinast gegn. Þau era alla vega það mikið feimnismál fyrir herinn, að full- trúar hans voru ekkert að hafa fyrir því að greina þeim banda- rísku blaðamönnum, sem herinn bauð hingað í tilefni æfinganna, frá mótmælunum við Rockville og víðar. Bandarísku blaðamennirnir vissu ekki af mótmælunum fyrr en þeir komu til Reykjavíkur á föstudag og sáu íslensku blöðin. En það hindraði þá ekki í að leita eftir frekari upplýsingum. Hagsmunatogstreita Herstöðvarandstæðingar muna sinn fífil fegri hvað þátt- töku í mótmælum varðar. En vopn andstöðunnar getur verið og er tvíeggjað. Þegar herstöðvarandstæðingar eru áberandi og hafa sig mikið í fram- mi, geta valdamenn og þeir sem mata krókinn á veru hersins, beitt fyrir sig andstöðunni við herinn. En þegar herstöðvar- andstæðingar eru lítið áberandi fellur þetta vopn úr höndunum á þeim. Þannig sagði háttskrifaður maður í „hernaðarvélinni“ í mín eyra, að hann hefði áhyggjur af styrk herstöðvaandstæðinga, þeir væru besta svipan á íslenska aðal- verktaka. En undanlátssemi hersins gagnvart Aðalverktökum á líka rætur í andstöðunni við her- inn. Þannig bítur allt í skottið hvert á öðru. Þessi staða ætti að verða her- stöðvarandstæðingum íhugunar- efni og undirstrika nauðsyn þess að þeir „hagsmunir“ sem íslensk- ir aðilar hafa af hernum, verði dregnir fram í sviðsljósið. Það hlýtur einnig að hreyfa við her- stöðvaandstæðingum, að hingað skuli geta komið eitt þúsund her- menn til viðbótar við þá sem fyrir eru, án sýnilegrar andstöðu þeirra þúsunda Islendinga sem búa í túnfætinum við herstöðina á Miðnesheiði. Eru hagsmunir hersins og íbúa svæðisins orðnir svo samofnir, að hugsanleg mót- mæli íbúanna snúist í vopn gegn efnahagslegum hagsmunum þeirra sjálfra? Heimavarnarliðið er komið til að vera, að sögn Soffi'u Sigurðar- dóttur liðsmanns þess. Hún sagði ekki annað að heyra á starfs- mönnum varnarmálaskrifstofu, en að stefnt væri að frekari útþen- slu hersins hér á landi. Það væri því full þörf á heimavarnarliðinu í framtíðinni. Hingað til hefði liðið farið fram með „kurteisi“, en hún hlyti að þverra ef herinn þendi sig enn frekar. -hmp Pannig sagði háttskrifaður maður í „hernaðarvélinni“ ímín eyru, að hann hefði áhyggjur afstyrk herstöðvaandstæðinga, þeir vœru besta svipan á Islenska aðalverktaka Mývatn Lífríki vatnsins er ao deyja út Mý og lirfur drepast. Stefanía Þorgrímsdóttir: Rannsóknir á lífríkinu sveltar Astand lífríkisins við Mývatn er ekki beysið nú í sumar sam- kvæmt upplýsingum frá Árna Einarssyni starfsmanni Náttúru- rannsóknastððv-arinnar við Mý- vatn. Er ástandið talið verra en í fyrrasumar og þótti ekki gott þá. Þetta bágborna ástand er talið orsakast af átubresti, en áta hefur að mestu brugðist bæði í Mývatni og efri hluta Laxár. í fyrrasumar var einungis átubrestur í Mývatni sjálfu. Stofn flestra andategunda hefur minnkað undanfarin ár, en sérstaklega síðastliðin 2-3 ár. Að sögn Stefaníu Þorgríms- dóttur formanns Samtaka um verndun Mývatns, er ástand líf- ríkisins sífellt að versna, og að hennar áliti er alls ekki um að ræða eðlilega sveiflu í náttúranni, heldur byggðamengun. Ýmsir hefðu reynt að kenna kaldri veðr- áttu um, en sú skýring væri alls ekki rétt. Það hefðu áður komið köld vor og lífríkið þolað það. Það væri því fyrst og fremst þessi byggðamengun sem ylli slæmu ástandi lífríkisins. Þar kæmi til stækkun byggðar við Mývatn, gíf- urleg fjölgun ferðamanna á svæð- ið, svo og þau efni sem úr Kísil- iðjunni renna. Stefanía benti á að til að reyna að snúa þessari óheillavænlegu þróun við, væri fyrsta skrefið að rannsaka vatnið og umhverfi þess. Allar slíkar rannsóknir væru mjög ungar og þar að auki í svelti. Ein rannsókn hefði þó ver- ið gerð í fyrrasumar sem Hollust- uvernd stóð fyrir. Þar var verið að rannsaka mælingar á ryki í út- blæstri og efnainnihaldi í frá- rennsli frá Kísiliðjunni við Mý- vatn. f niðurstöðum þeirrar rann- sóknar segir að í vatninu sé mjög mikið magn af köfnunarefni og fosfór sem komi frá Kísiliðjunni. Þetta segir Stefanía geta komið til greina sem ein ástæða þessa slæma ástands við Mývatn. í upplýsingunum frá Árna Ein- arssyni segir að húsöndin, sem hefur verið einkennisfugl Mý- vatns, hafi hreinlega fallið úr hor undanfarnar vikur og í vor hafi henni fækkað um helming í sveitinni. Flestar hafi þær þó fært sig niður í Aðaldal, en það mun ekki hafa gerst í ein 15 ár. Ástæða þessara flutninga og dauða er sú að bitmý í Laxá hefur drepist unnvörpum í vor, en lirfur þess eru helsta fæða húsandarinnar. Árni segir frumorsök þess vera ókunna, en hún sé altént ekki kuldinn í vor. ns. Þriðjudagur 27. júnf 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.