Þjóðviljinn - 27.06.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.06.1989, Blaðsíða 10
VIÐ BENDUM Á Draumur margra kvenna fyrr og síðar, Gregory Peck fer með að- alhlutverkið í vestra á Stöð 2 í kvöld. Vesfri Stöð 2 kl. 23.45 I kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 gamall og góður vestri, þar sem aðalhlutverkið er í höndum sjarmörsins Gregory Peck. Vestri þessi heitir Einn á móti öllum, eða Only the Valiant, og er svart/hvítur. Myndin fjallar um Lance herforingja sem sætir harðri gagnrýni hermanna sinna þegar einn úr röðum þeirra fellur í bardaga við indíána. Auk Greg- orys leika Barbara Payton og Gig Young í myndinni, ásamt fleirum. Tveir gallar eru þó við sýningu þessa, sem eru þeir að dagskráin er læst og því ekki á allra færi að horfa og svo er hún ekki talin við hæfi barna. Lislmeðferðar- frœði Rás 1 kl. 21.00 í kvöld er þáttur, að vísu endurtekinn, á rás 1 um listmeð- ferðarfræði, eða Art therapy. í listmeðferðarfræði má segja að notuð sé list og önnur sjónræn skynjun í lækningar eða með- ferðarlegum tilgangi. Skilin milli listar annars vegar og listmeð- ferðarfræði hins vegar eru að þegar listaverk verður til hjá lærðum og viðurkenndum lista- manni er verkið sjálft miðpunkt- urinn og gildi þess fyrir listneytendur og þjóðfélag. í listmeðferðarfræðinni er mið- punkturinn þau tilfinningalegu áhrif sem það hefur á einstakling- inn að skapa. f þættinum verður rætt við Sigríði Björnsdóttur sem hefur starfað um tíma sem „art therapisti“. Umsjón hefur Sig- ríður Pétursdóttir. Schubert Sjónvarp kl. 21.25 Sjónvarpið sýnir í kvöld loka- þáttinn um Tónsnillinga í Vínar- borg og fjallar hann um Schu- bert. Þátturinn ber nafnið Ljúf- sárt líf og er Schubert þar kynntur, en hann var alla tíð mjög elskur að sveitalífi. Hann er langþekktastur fyrir sönglög sín, en stærri verk hans urðu ekki þekkt fyrr en að honum látnum. Þættir þessir hafa verið afar fróð- legir og skemmtilegir og eru ailir hvattir til að fylgjast með þessum síðasta. DAGSKRÁ ÚTVARPS OG SJÓNVARPS SJÓNVARPIÐ 17.50 Kos8aleiklr Tungekysset) Norsk sjónvarpsmynd um 12 ára stúlku sem veltir því fyrir sér hvernig þaö sé aö kyssa strák. 18.15 Freddi og félagar (17). Þýsk teikni- mynd. Þýöandi Oskar Ingimarsson. Leikraddir Sigrún Waage. 18.45 Táknmálsfréttir. 18.55 Fagrl-Blakkur Breskur framhalds- myndaflokkur. 19.20 Leðurblökumaðurinn Bateman) Bandarískur framhaldsmyndaflokkur. 19.50 Tomml og Jenni. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Tónsnillingar í Vínarborg (Man and Music - Classical Vienna) Loka- þáttur - Ljúfsárt líf. Breskur heimilda- flokkur í sex þáttum. I þessum þætti er fjallaö um Schubert en hann var alla tíð mjög elskur að sveitalífi. Hann er lang- þekktastur fyrir sönglög sín en viðameiri verk hans urðu ekki þekkt fyrr en aö honum látnum. 21.25 Blátt blóð (Blue Blood) Nýr spennu- myndaflokkurgeröur I samvinnu banda- rískra og evrópskra sjónvarpsstööva. Aöalhlutverk Albert Fortell, Ursula Kar- ven og Capucine. Ungur maður af aðal- sættum kemst að raun um það, er faðir hans deyr, að hann er nánast eignalaus maður. Hann verður að vinna fyrir sér og fyrsta starfið færir hann inn í vafa- saman heim einkaspæjarans þar sem auður og afbrot haldast í hendur. 22.20 Leiklist í fslandi Umræðuþáttur í umsjá Þorgeirs Ólafssonar. 23.00 Ellefufréttir og dagskráriok. STÖÐ 2 16.45 Santa Barbara. 17.30 Bylmingur. 18.00 Elsku Hobo. Hobo lendir í ótrúleg- ustu ævintýrum. 18.25 Islandsmótið í knattspyrnu. 19.19 19.19. 20.00 Alf á Melmac. Skondin og skemmtileg teiknimynd fyrir unga sem aldna. 20.30 Vlsa-sport. Blandaður þáttur með svipmyndum frá viðri veröld. 21.25 Lagt í'ann. Léttur og skemmtilegur ferðaþáttur. Umsjón: Guðjón Arngríms- son og Sigmundur Ernir Rúnarsson. 21.55 Sfðasta konan. The Last Woman. Frönsk mynd sem fjallar um líf ungs manns eftir að eiginkona hans hefur gengið til liðs við kvenfrelsishreyfingu. Hún skilur við hann og lætur hann einan um barn þeirra. Aðalhlutverk: Gerard Depardieu, Ornella Muti og Michele Piccoli. Leikstjóri: Marco Ferreri. Alls ekki við hæfi barna. 23.45 Einn á móti öllum. Only the Va- liant. Sígildur, svart/hvítur vestri með glæsimenninu Gregory Peck í hlutverki Lance herforingja. Hann sætir harðri gagnrýni hermanna sinna þegar einn úr röðum þeirra fellur í bardaga við indí- ána. Aðalhlutverk: Gregory Peck, Bar- bara Playton og Gig Young. Leikstjóri: Gordon Douglas. Ekkl við hæfl barna. RÁS 1 FM, 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Ólafur Jens Sigurðsson fiytur. 7.00 Fréttir. 7.03 I morgunsárið með Randveri Þor- lákssyni. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fréttir á ensku að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Lltli barnatíminn: „Músin f Sunnu- hlfð og vinir hennar" eftlr Margréti Jónsdóttur Sigurður Skúlason les (2). (Áður útvarpað 1984). 9.20 Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur. 9.30 Landpósturinn- Frá Vestfjörðum Umsjón: Finnbogi Hermannsson. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist. 13.05 (dagsins önn - Gengið um Suður- nes. Umsjón Steinunn Harðardóttir. 13.35 Miðdegisagan - „Að drepa hermf- kráku" eftir Harper Lee Sigurlína Da- víðsdóttir les þýðingu sína (8). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Setning prestastefnu 1989 í Safn- aðarheimili Garðakirkju, Kirkjuhvoli. 15.00 Fréttir. 15.03 Mannlífsmyndlr Umsjón Ragn- heiður Davfðsdóttir. (Endurt.) 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið Hvað eru alþjóð- legar sumarbúðir barna? Umsjón Kristín Helgadóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á sfðdegi - Smetana og Tsjækovsky - „Bæheimur" fjórði þátt- ur úr sinfóníska Ijóðaflokknum „Föður- land mitt" eftir Bedrich Smetana. La Su- isse Romande hljómsveitin leikur; Wolf- gang Sawallisch stjórnar. - Hljóm- sveitarsvíta nr. 3 í G-dúr op. 55 eftir Pjotr Tsjækovsky. Fílharmóníusveit Lundúna leikur; Sir Ádrian Boult stjórnar. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan Fréttaþáttur um erlend mál- efni. 18.10 Á vettvangl Umsjón Páll Heiðar Jónsson og Bjarni Sigtryggsson. Tón- list. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.32 Kviksjá Umsjón: Freyr Þormóðsson og Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. 20.00 Litll barnatfminn: „Músin f Sunnu- hlfð og vinir hennar" eftir Margréti Jónsdóttur Sigurður Skúlason les (2). (Endurt.) 20.15 Söngur og pfanó - Úr rómönsu op. 33 eftir Johannes Brahms. - „Légend- es“ Helgisagnir eftir Franz Liszt. - Schlagende Herzen op. 29 nr. 3 eftir Richard Strauss. 21.00 Listmeðferðarfræði (Endurt.) 21.30 Útvarpssagan: „Svarfdæla saga“ Gunnar Stefánsson les sögulok (6). 22.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur Frá útskriftartón- leikum Tónlistarskólans í Reykjavík: Iris Erlingsdóttir syngur óperuaríur. Um- sjón: Hanna G. Sigurðrdóttir. (Endurt.) 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. RÁS 2 FM 90,1 7.03 Morgunútvarpið Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. Fréttir kl. 8.00, veður- fregnir kl. 8.15 og leiðarar dagblaðanna kl. 8.30. 9.03 Morgunsyrpa Magnús Einarsson. Rugl dagsins kl. 9.25. Neytendahorn kl. 10.05. Afmæliskveðjur kl. 10.30. Sér- þarfaþing meö Jóhönnu Harðardóttur kl. 11.03. Gluggað i heimsblöðin kl. 11.55. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu með Gesti Einari Jónassyni sem leikur þrautreynda gullaldartónlist. 14.05 Milli mála Árni Magnússon á útkíkki og leikur nýju lögin. Rugl dagsins kl. 15.30 og veiðihornið rétt fyrir fjögur. 16.03 Dagskrá Dægurmálaútvarp. Sefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnarsdóttir Si- gurður Þór Salvarsson og Sigurður G. Tómasson. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00.-AuðurHaraldstalarfrá Róm. - Stórmál dagsins á sjötta tímanum. 18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsendingu. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Áfram Island Dægurlög með ís- lenskum flytjendum. 20.30 Útvarp unga fólksins Viö hljóð- nemann eru Sigrún Sigurðardóttir og Atli Rafn Sigurðsson. 22.07 Bláar nótur Pétur Grétarsson kynn- ir djass og blús. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. NÆTURÚTVARPIÐ 01.00 „Blftt og létt...“ Gyða Dröfn Tryggvadóttir. (Einnig útvarpað í bitið kl. 6.01). 02.00 Fréttir. 02.05 Ljúflingslög Endurt. 03.00 Rómantíski róbótinn. 04.00 Fréttir. 04.05 Glefsur úr dægurmálaútvarpl þriðju- dagsins. 04.30 Veðurfregnir. 04.35 Næturnótur. 05.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 05.01 Áfram fsland. 06.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 06.01 „Blftt og létt...“ (Endurt.) SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 Svæðisútvarp Norðurlands kl. 8.10-8.30 og 18.03-19.00. BYLGJAN FM 98,9 07.00-10.00 Þorgeir Ástvaldsson og Páll Þorsteinsson með morgunþátt fullan af fróðleik, fréttum og ýmsum gagnlegum upplýsingum fyrir hlustend- ur, í bland við góða morguntónlist. 10.00-14.00 Valdís Gunnarsdóttir Val- dís er með hlutina á hreinu og leikur góða blöndu af þægilegri og skemmti- legri tónlist eins og henni einni er lagið. 14.00-18.00 Bjarni Ólafur Guðmunds- son Óskalögin, kveðjurnar, nýjustu lög- in, gömlu góðu lögin - allt á sinum stað. 18.10-19.00 Reykjavfk sfðdegis/Hvað finnst þér? Hvað er efst á baugi? Þú getur tekið þátt í umræðunni og lagt þitt til málanna í síma 61 11 11. Steingrím- ur Ólafsson stýrir umræöunum. 19.00-20.00 Freymóður T. Sigurðsson Meiri tónlist - minna mas. 20.00-24.00 Sigursteinn Másson. Ný og góð tónlist, kveðjur og óskalög. 24.00-07.00 Næturdagskrá. Fréttir á Bylgjunni kl. 08,10,12,14,16 og 18. Fréttayfirlit kl. 09,11,13,15 og 17. STJARNAN FM 102,2 07.00-10.00 Þorgeir Ástvaldsson og Páll Þorsteinsson með morgunþátt fullan af fróðleik, fréttum og ýmsum gagnlegum upplýsingum fyrir hlustend- ur, í bland við góða morguntónlist. 10.00-14.00 Jón Axel Ólafsson Leikir, tónlist og ýmislegt létt sprell með hlust- endum. Jón Axel leikur nýjustu lögin og kemur kveðjum og óskalögum hlust- enda til skila. 14.00-18.00 Gunnlaugur Helgason Leikur hressa og skemmtilega tónlist við vinnuna. Gunnlaugur tekur hress viðtöl við hlustendur, leikur kveðjur og óskalög í bland við ýmsan fróðleik. 18.10-19.00 íslenskir tónar Gömul og góð íslensk lög leikin ókynnt í eina klukkustund. 19.00-20.00 Freymóður T. Sigurðsson Meiri tónlist - minna mas. 20.00-24.00 Sigursteinn Másson. Ný- og góð tónlist, kveðjur og óskalög. 24.00-07.00 Næturstjörnur. ÚTVARP RÓT FM 106,8 9.00 Rótartónar. 11.00 Poppmessa í G-dúr. E. 13.30 Mormónar. Kirkja Jesú Krists hinna siðari daga heilögu. 14.00 Við og umhverfið. E. 14.30 Elds er þörf. E. 15.30 Upp og ofan. E. 16.30 Umrót. Tónlist, fréttir og upplýsing- ar um félagslíf. 17.00 í hreinskilni sagt. Pétur Guðjóns- son. 18.00 Kvennaútvarpið. Ýmis kvenna- samtök. 19.00 Neðanjarðargöngin 7-9-13. Óháður vinsældarlisti. 21.00 Úrtakt. Tónlistarþáttur með Hafliða Skúlasyni og Arnari Gunnari Hjálmtýssyni. 22.00 Tvffarlnn. Tónlistarþáttur f umsjá Ásvalds Kristjánssonar. 23.30 Rótardraugar. Lesnar drauga- sögur fyrir háttinn. 24.00 Næturvakt. Nú veit ég, við köllum leynifélagið „ B.M.A.S.S., Burt með allar slímugar stelpur", þá getur Súsanna ekki gengið jfélagið^ Er hún siímug? ALLAR stelpur eru slímugar. Nú, fyrsta verk er að I kjósa foringja. Ég vil verða ' forseti, ég vil verða forseti. Nei, hey, ég held nú ekki. Leynifélagið var MÍN hugmynd þannig að ÉG verð forseti. Aiit i iagi. tg verð þá konungur og alger einvaldur. sem ég vil vera. Þú mátt vera forseti. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 27. júnf 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.