Þjóðviljinn - 27.06.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.06.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Kína Jiang Zemin - tæknikrati og málamaður. Stuðningur við Rauða kmera Vestræn ríki harðlega gagnrýnd Kambódískirflóttamenn sagðirþvingaðir tilþjónustu við skœruliða Bandarísk mannréttindasam- tök, sem konur standa að, halda því fram að flóttamenn þeir kambódískir, um 300,000 talsins, sem eru í búðum á landamæra- svæðum Taflands og Kambódíu, séu í raun fangar skæruliðasam- taka þeirra, er berjast gegn stjórninni í Phnompenh, sem Ví- etnamar styðja. Af skæruliðum þessum eru hinir alræmdu Rauðu kmerar langöflugastir. Talsmenn mannréttindasam- takanna, sem nefnast Womens Commission for Refugee Wom- en and Children, segja samtökin ætla að mælast til þess við Banda- ríkjaþing að það stuðli að því, að komið verði upp nýjum flótta- mannabúðum, sem skæruliðar hafi ekki aðgang að. Þangað geti þá leitað flóttamenn þeir kamb- ódískir, sem vilji vera lausir allra mála við skæruliðana. Núverandi flóttamannabúðir á þessum slóð- um, sem reknar eru fyrir fé frá Sameinuðu þjóðunum en eru undir stjórn skæruliða, væru í raun bækistöðvar þeirra. Væri þeim stjórnað af sjálfskipuðum foringjum, sem héldu flóttafólk- inu leiðitömu með ógnum og fals- upplýsingum. Umrædd samtök haída því fram að Bandaríkin og fleiri vestræn rfki, sem Ieggja S.þ. til fé til reksturs búðanna, beri í þessu sambandi þunga ábyrgð. Rauðir kmerar eigi þessum stuðningi það að þakka að her- styrkur þeirra sé enn öflugur. Rauðir kmerar fá það mesta af vopnum sínum frá Kínverjum, en að sögn téðra kvenna banda- rískra kaupa þeir einnig mikið af vopnum á „frjálsum markaði" í flóttamannabúðunum, þar sem þau fást á lágu verði. Konurnar halda því fram, að flóttamanna- búðir með um 100,000 manns innan landamæra Taílands séu í raun undir stjórn Rauðra kmera, og neyði þeir fólk í þeim til að vinna fyrir sig sem burðarmenn. Nýlega flýðu um 600 Kambódíu- menn flóttamannabúðir í Taí- landi til að sleppa við þvingunar- vinnu þessa. Skæruliðasamtök þau þrenn, sem berjast gegn Phnompenh- stjórninni, hafa á sínum snærum stjórn, er S.þ. viðurkenna enn sem hinu einu löglegu stjórn Kambódíu. Reuter/-dþ. Jiang fordæmir spillingu og launamismun Hinn nýi leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins var skjólstœðingur Zhaos, er tengdur „öldungaklíkunni"'', áhugamaður um tœkni og viðskipti en lítill hugmyndafrœðingur Iávarpi sem Jiang Zemin, ný- kjönnn aðalritari kínverska kommúnistaflokksins, birti í gær, lýsti hann yfir baráttu gegn spill- ingu og hvatti til þess að þeim, sem legðu stund á þesskonar at- hæfi, yrði harðlega refsað. Hann sagði einnig að mikið áhyggjuefni væri orðið hve launamunur væri orðinn mikill í Kína og hvatti til aukins jafnaðar í þeim efnum. Þessi ummæli flokksleiðtogans nýja, sem birtust í Sannleiksleit, tímariti flokksins um hugmynda- fræðileg efni, eru mjög á sömu lund og kröfur andófshreyfingar- innar, sem brotin var á bak aftur með miklum manndrápum 3.-4. þ.m., viðvíkjandi áminnstum vandamálum. Hinsvegar minntist Jiang í ávarpinu ekkert á kröfur hreyfingarinnar um tján- ingarfrelsi og lýðræði, enda hafði ekki verið við því búist. Ávarp þetta bendir eigi að síður til þess að flokksforustan hafi miklar áhyggjur af víðtækri óánægju mikils hluta landsmanna og hyggi á ráðstaf anir til úrbóta af því tilefni. Jiang þykir í ávarpinu hafa vikið að verulegu leyti frá línu Deng Xiaopings, hins aldna leiðtoga sem ráðið hefur mestu í landinu undanfarin ár. Deng sagði eitt sinn að það væri „dýr- legt að verða ríkur" og að enda þótt markmiðið væri að allir kæmust sæmilega í álnir, væri í lagi að sumir yrðu ríkir á undan öðrum. Miðnefnd flokksins vék Zhao Ziyang úr embætti aðalritara á fundi sínum á laugardag. Var hann jafnframt sviptur öllum öðrum stöðum á vegum flokks- ins, en ekki rekinn úr honum, enda þótt hann fengi ámæli fyrir „alvarleg mistök". Lengi hafði verið búist við að svona færi fyrir Zhao, þar eð hann var að dómi annarra ráðamanna of hlynntur mótmælahreyfingunni. Hann hefur ekki sést opinberiega frá því að hann 19. maí kom til fund- ar við stúdenta, sem voru í mótmælaföstu á Himinsfriðar- torgi, og bað þá tárfellandi að láta af föstunni. Nokkuð kom á óvart að Jiang Zemin skyldi verða fyrir valinu sem nýr flokksleiðtogi þar eð hann er tiltölulega lítt þekktur. Almennt hafði verið búist við að Qiao Shi, aðalráðamaður örygg- isþjónustunnar, yrði látinn taka við af Zhao. Má vera að Jiang, sem sagður er vera fyrst og fremst tæknikrati með takmarkaðan áhuga á hugmyndafræðilegum efnum, hafi þótt lfklegri til að lægja óánægjuöldurnar en harð- línumaðurinn Qiao. Jiang er 61 árs að aldri og því ungmenni mið- að við það sem gerist í kínversku forustunni. Hann fæddist í Yangzhou í Jiangsufylki 1927, gekk í kommúnistaflokkinn um tvítugt, er borgarastríðið við þjóðernissinna stóð enn yfir en náði ekki verulegum frama í flokknum fyrr en eftir dauða Maós formanns 1976. 1985 varð hann borgarstjóri í Sjanghaí, stærstu borg Kína, 1987 var hann tekinn í stjórnmálaráð flokksins og s.l. ár varð hann leiðtogi flokksins í Sjanghaí. Jiang var lengi náinn sam- starfsmaður Zhaos og skjólstæð- ingur hans, en úrslitum um frama hans nú mun hafa ráðið að hann varð fyrstur framámanna utan Peking til að lýsa yfir stuðningi við það að herlög voru sett í höf- uðborginni. Varla hefur það heldur spillt fyrir honum að hann er tengdasonur Li Xiannians, fyrrum forseta, sem er einn af oddvitum öldungaklíkunnar svokölluðu. Jiang er sagður mikill áhuga- maður um vísindi, tækni og við- skipti á alþjóðavettvangi og mik- ill málamaður. Samkvæmt opin- berri ævisögu hans er hann auk móðurmálsins mæltur á ensku og rússnesku og læs á rúmensku, frönsku og japönsku. Um feril hans áður en hann hófst til áhrifa í flokknum er það helst vitað, að hann vann í bílaverksmiðju í Moskvu um skeið á sjötta áratug og starfaði sem rafmagnsverk- fræðingur eftir heimkomuna. Ýmsir fréttaskýrendur telja, að jafnframt herferð þeirri gegn spillingu, sem Jiang hefur lýst yfir, verði stuðningsmenn Zhaos „hreinsaðir" úr flokknum, sem alls hefur um 47 miljónir félaga og er stærsti stjórnmálaflokkur heims. dþ. Varð undir sjálfsveganda og dó Maður nokkur réð sér bana í gær með því að fleygja sér ofan af Notre Dame-dómkirkju í París. Kom hann ofan á 13 ára gamla skólastúlku í hópi ferðafólks, er var að skoða kirkjuna. Bæði lét- ust samstundis. Lígatsjov - sagður áhrifalítill orð- inn en heldur áfram harðri gagnrýni á margt (stefnu forust- unnar. Sovétríkin Stjama Lígatsjovs lækkar ALÞYÐUBANDALAGIÐ Sumarferð Alþýðubandalagsins á Austurlandi: Um söguslóðir á Fljótsdalshéraði laugardaginn 8. júlf 1989. Farið verður í rútum kl. 9 frá Söiuskála KHB á Egilsstöðum og ekið um Skriðdal, Fljótsdal, Fell, Hróarstungu og austur yfir hjá Lagarfossi til baka í Egilsstaði kl. 19. - Bílferðir verða skipulagðar frá fjörðunum eflir þátttöku. Staldrað verður við á völdum sögustöðum, skoðaðar fornminjar á gömlum þingstöðum, kirkjur og bæir og fræðst um umhverfið, m.a. væntanleg skógræktarsvæði á Héraði. Meðal leiðsögumanna verða Guðrún Kristinsdóttir minjavörður, Helgi Hallgrimsson náttúrufræðingur, Jón Lottsson skógarvörður, Páll Páls- son fræðimaður frá Aðalbóli og Skarphéðinn Þórisson líffræðingur. Far- arstjóri: Hjörleifur Guttormsson. Tllkynnið þátttöku sem fyrst til Ferðamiðstöðvar Austurlands, Egils- stöðum, sfml (97)1 20 00. Öllum heimil þátttaka. - Alþýðubandalagið - kjördaemlsráð. Alþýðubandalagið á Suðurlandi Sumarferð Sumarferð Ab. Suðurlandi verður f arin til Vestmannaeyja dagana 30. júní til 2. júli nk. Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi á fimmtudag 29. júni til Sígurðar Randvers í síma 21714. Fólagar fjölmennum til Eyja. Ferða- og undirbúningsnefnd Kjördæmísráðs Ab. Suðuriandl Ekki lengur talinn skæður keppinautur Gorbatsjovs. Jeltsín krefst afsagnar hans úr stjórnmálaráði Sagt er að margtalað sé nú með- al sovéskra stjórnmálamanna og menntamanna að Jegor K. Lígatsjov, sem lengi var talinn helsti oddviti íhaldsmanna í so- véska kommúnistaflokknum og skæðasti keppinautur Gorbat- sjovs forseta um völd og áhrif þar, hafi glatað völdum sínum að miklu leyti og stafí nú frjáls- lyndari mðnnum í flokknum lítil hætta af honum. Að sumra mati hefur það öllu öðru fremur orðið Lfgatsjov til álitshnekkis að Boris N. Jeltsin, harður andstæðingur hans, hefur undanfarið átt miklu gengi að fagna í stjórnmálum. Jeltsín, sem áður var leiðtogi kommúnistaflokksins í Moskvu, varð að láta af þeirri stöðu og hverfa úr flokksforustunni eftir að hafa látið frá sér fara harða gagnrýni, sem beindist ekki síst að Lígatsjov. í kosningabarátt- unni fyrir kosningarnar til fulltrú- aþingsins í mars s.l. hélt Jeltsín áfram að gagnrýna Lígatsjov og náði kjöri í einu kjördæmanna í Moskvu með 90 af hundraði at- kvæða. Jeltsín á nú sæti í hinu nýja æðsta ráði Sovétríkjanna, sem er löggjafarþing með veruleg völd, er gamla æðsta ráðið ekki hafði. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar á vegum tíma- ritsins Argumentíj í Faktíj er Jeltsín nú annar vinsælasti stjórnmálamaður Sovétríkjanna. Gorbatsjov er sá eini, sem. slær honum við í vinsældum, sam- kvæmt niðurstöðum þessum. Pað er ekki lengra síðan en fyrir ári, að Lígatsjov var enn valdamikill. Þegar jafnt innlend sem erlend blöð tóku að fjalla um ágreining milli þeirra Gorbat- sjovs fyrir um tveimur árum, mótmæítu þeir því báðir að þá greindi á um nokkuð. En á síð- ustu mánuðum hefur forusta so- véska kommúnistaflokksins að mestu hætt að láta sem hún sé einhuga. Deilunum innan forust- unnar er að vísu enn í hóf stillt opinberlega, en Ijóst er eigi að síður að frjálslyndari menn for- ustunnar, Gorbatsjov þar á með- al, reyna ekki lengur að láta sem þeir líti á Lígatsjov sem sálufé- laga. Lígatsjov sjálfur lætur ekki deigan síga og gagnrýnir margt, sem Gorbatsjov stendur fyrir eða lætur gott heita, til dæmis stefn- una nýju í utanríkismálum og hreinskilni í sovéskri söguritun. Hann hefur einnig gagnrýnt ráð- stafanir til aukins einkareksturs í landbúnaði og leggur áherslu á að samyrkjubúskapur sé rétta form- ið á þeirri atvinnugrein. í sept. 8.1. var hann settur yfir flokks- nefnd þá, er hefur yfirumsjón með landbúnaði, og var sú út- nefning túlkuð svo, að hann hefði verið verulega lækkaður í forust- unni. Hann er þó enn í stjórnmálaráði flokksins, en Jeltsín hefur þegar krafist þess að hann láti af stöðu sinni þar. IHTAdþ. 6 SÍÐA - WÓÐVILJINN Þrlðjudagur 27. Júní 1989 Þriðjudai

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.