Þjóðviljinn - 27.06.1989, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
Að byggja
framtíð ...
Framhald af bls. 5
og slumpreikningum. Hvað sem
kemur mönnum til að setja slíkar
ritsmíðar á þrykk er erfitt að
giska á, a.m.k. er faglegur metn-
aður ekki mikill.
Þó má segja höfundi til hróss
að hann tekur Þorvaldi Gylfasyni
prófessor fram að því leyti að
hann reynir að slumpa og giska á
hvaða afleiðingar frjáls innflutn-
ingur búvara hefði fyrir landbún-
aðinn og þjóðfélagið og hvernig
við því megi bregðast.
Að lokum
Það eru þó fáein atriði sem rétt
er að benda á að lokum.
Þar sem miðað er við mjólkur-
verð í Bandarikjunum er rétt að
velta því fyrir sér hvað mjólkin
yrði gömul þegar hún kæmi til
landsins. Er hálf úldin mjólk
nógu góð í neytendur bara ef hún
er nógu ódýr? Það er kannske
ekki áhyggjuefni.
í öðru lagi er verð á mjólk og
mjólkurvörum niðurgreitt í
Bandaríkjunum. Á þeim vörum
er ákveðið lágmarksverð, sem er
varið gegn innflutningi með toll-
um. Um innflutning gilda kvótar
sem takmarka innflutt magn.
Bandarísk stjórnvöld vilja með
þesu verja innlenda framleiðslu
og ríkjandi verðmyndun. Lifi við-
skiptafrelsið.
I þriðja lagi er álíka verðmunur
á kók og mjólk í Bandaríkjunum
og hérlendis. Ekki er verðmunur
á kók tilkominn vegna búvöru-
laganna.
Maturinn er frumþörf einstakl-
ingsins. Það er hverju þjóðfélagi
nauðsynlegt að vera sjálfbjarga
um öll helstu matvæli.
Málflutningur sem byggir á
lauslegu mati, ágiskunum og
slumpreikningum og stefnir að
því að leggja landbúnað niður
hérlendis og veikja þar með und-
irstöður þjóðfélagsins, er ekki
rökræða heldur trúarbrögð.
FLÓAMARKAÐURINN
Til sölu
2 dekkjagangar undir Fiat 127
(vetrar+sumar). Uppl. í síma 34597
e.kl. 18.
Óskast
Mig vantar dýnu eða dýnur, annað-
hvort eina 160 sm breiða eða tvær
80 sm breiðar. Upplýsingar í síma
36972.
örbylgjuofn
Til sölu nýlegur örbylgjuofn með
grilli, 650 W. Upplýsingar í síma
38984.
Svart/hvítt sjónvarp
fæst fyrir lítið. Upplýsingar í síma
20321.
fbúð til sölu í miðbænum
3ja herbergja íbúð í miðbænum til
sölu. Laus strax. Upplýsingar í síma
24610 á daginn og 623204 á kvöld-
in, Halldóra.
íbúð í New York
Lítil 3ja herbergja íbúð til leigu í New
York frá 24. júnt-30. september.
Upplýsingar gefur Elsa Guðmunds-
dóttir í síma 2126742953.
Ford Cortina '70
til sölu fyrir lítið. Gírkassi fylgir, dekk
og boddí gott. Upplýsingar í síma
45530.
Kettlingar
Fjórir 11/2 mánaða gamlir kettlingar
gást gefins. Upplýsingar í síma
616569, Nína.
Renault 16
Renault 16 árg. 71, heillegur, fæst
gefins. Upplýsingar í síma 37608.
Hjól fyrir 6-8 ára
fæstfyrir 1000 krónur. Sími 17087.
Húsgögn fást fyrir lítið
eða gefins
Kringlótt eldhúsborð, eldgamalt
einstaklingsrúm og sófasett. Upp-
lýsingar í síma 17087.
Tii sölu
Alda þvottavél, verð kr. 5.000 og
barnabílstóll fyrir 1-12 mánaða verð
kr. 2.000. Upplýsingar í síma
673517 ídag.
Varahlutir í Scout
til sölu. Upplýsingar í síma 33698.
Einbýlishús Greve Strand
við Kaupmannahöfn til leigu í júlí
eða eftir samkomulagi. Upplýsing-
ar í síma 91-12121 og 93-12824.
Drengjareiðhjól
22“ til sölu. Á sama stað fæst gefins
ungbarnastóll. Sími 12068.
VW Golf '82
til sölu. Er í góðu ásigkomulagi.
Greiðsla samkvæmt samkomulagi.
Upplýsingar í síma 39616.
Gólfteppi
vel með farið, fæst fyrir lítið sem
ekkert. Upplýsingar í síma 41639.
Til söiu
varahlutir í Gas ’69 rússajeppa.
Upplýsingar í síma 611447.
Mig vantar
ritvél og hægindastól ódýrt eða gef-
ins. Upplýsingar í síma 622919.
Vantar barngóðan ungling
til að passa 2ja ára barn nokkur
kvöld í viku. Verður að búa nálægt
Hverfisgötu. Upplýsingar í síma
622919.
Til sölu
hjónarúm úr Ijósu birki. Vandað
rúm, mjög ódýrt. Upplýsingar í síma
33373.
Myndlistarmenn
Gefins fæst vinnuborð sem gæti
nýst myndlistarmanni vel. Upplýs-
ingar í síma 616399 síðdegis.
Leikfélög - kvikmyndaleikstjórar
Vanti ykkur nokkur héugögn, fást
nú gefins gamlir bókaskápar, vélrit-
unarborð er gæti nýst sem skrif-
borð, vinnuborð og 2 stólar. Upp-
lýsingar í síma 616399 síðdegis.
Kettlingar fást gefins
Upplýsingar í síma 666719 eftir kl.
16.00.
Ódýru, þýsku vinnustígvélin
komin. Stærðir 39-46, verð kr. 990.
Upplýsingar í síma 29907.
Ódýru, þýsku stígvélin
komin. Stærðir 23-40,3 litir, verð kr.
490. Upplýsingar í síma 29907.
Sófasett til sölu
mjög vel með farið, selst ódýrt.
Upplýsingar í síma 30085.
Bíll til sölu
Lada station ’86 til sölu. Sími
84319.
Kettlingar gefins
2 bröndóttir fresskettir og 1 læða
fást gefins. 9 vikna og vel vandir.
Upplýsingar í síma 24176.
Frystikista til sölu
5-600 lítra frystikista til sölu. Upp-
lýsingar í síma 39844.
Stór örbylgjuofn
til sölu. Verð kr. 18.000. Upplýsing-
ar í síma 687816.
Óskast keypt
Lítið eldhúsborð úr viði sem má
stækka, gjarnan með stólum, ósk-
ast keypt. Upplýsingar í síma
10242.
Til sölu
20" Orion litsjónvarpstæki með fjar-
stýringu, 3ja ára gamalt, til sölu á kr.
20.000. Upplýsingar í síma 11096
eftir kl. 17.00.
Atvinna óskast - óskast keypt
Óska eftir almennri skrifstofuvinnu.
Margra ára reynsla við tölvustörf.
Fleira kemur til greina. Á sama stað
óskast svefnbekkur og kommóða
ódýrt eða gefins. Upplýsingar í
síma 83837 og 23806.
Ódýrt í sumarbústaöi
svefnbekkir, kojur, allskonar stólar
o.fl. Einnig til sölu: sófasett, sófa-
borð, borðstofuborð og stólar,
kommóður, hjónarúm, tvíbreiður
svefnsófi (2ja mannasófi ádaginn),
eldhúsborð og stólar, ryksuga o.fl.
Uppl. Langholtsvegi 126, kjallara,
sími 688116 kl. 18.00-20.00.
Til sölu
Barnabílstóll, barnarúm, göngu-
grind, burðarrúm, skiptiborð, fata-
skápurog lítil frystikista. Upplýsing-
ar í síma 46169.
BMX-rei&hjól
tii sölu á 1000 kr. Upplýsingar í síma
20045.
Náttúrlegar snyrtivörur
frá Banana boat og GNC
Engin gen/iefni, einungis heilsubót-
arjurtir (Aloe Vera o.fl.): Græðandi
svitalyktaeyðir, græðandi vara-
salvi, hágaeða sjampó og næring,
öflugasta sárasmyrslið á markaðn-
um, hreinasta en ódýrasta kolleg-
engelið, sólkrem og olíur (9 teg.)
m.a. Sól-margfaldarinn. Milda
bama-sólvömin og Brún án sólar.
Biddu um ókeypis auglýsingabæk-
ling á íslensku. Póstsendum út á
land. Sársaukalaus hárrækt með
He-Ne-leyser, rafnuddi og „akap-
unktur". Megrun, svæðanudd,
hrukkumeðferð og reykingameð-
ferð. Biotronvítamíngreining.
Hringdu og fáðu upplýsingar.
HEILSUVAL, Laugavegi 92 (við
Stjömubíóplanið). Símar 11275 og
626275.
Colt 85 GLX til sölu
sjálfskiptur, mjög vel útlítandi og i
góðu standi á allan hátt. Útvarp og
vetrardekk fylgja. Verðhugmynd
370 þús. kr., góð staðgreiðslukjör.
Uppl. í síma 618871 og 611517
e.kl. 19.
Útlmarka&ur Hla&varpans
Tökum í umboðssölu handgerða
muni, t.d. skartgripi, útskurð, ker-
amik, föt, vefnað, leikföng og margt
fleira. Upplýsingar í síma 19055.
Tllvallð fyrlr námsfólk
4ra herbergja íbúð með húsgögn-
um til leigu í Breiðholti. Laus um
miðjan júlí. Upplýsingar í síma
78312.
Rússneskar vörur
í miklu úrvali til sölu í Kolaportinu
alla laugardaga. Uppl. í síma
19239.
Hafirðu
\ smakkað víu
- láttu þér þá AUDREI
detta í hug
að keyra! |r|
| UMFERÐAR
>RÁÐ
AUGLÝSINGAR
AUGLÝSINGAR
Þriðjudagstónleikar
í Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar
í kvöld kl. 20.30
Friðrik Karlsson, Maarten van der Valk, Reynir Sigurðsson
og Richard Korn verða með djass prógramm.
Kaffistofan verður opin. Aðgöngumiðar á kr. 350,- fást við
innganginn.
FÉLAG3MÁLASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Fjölskyldudeild
Yfirfélagsráðgjafi
Laus er staða yfirfélagsráðgjafa við eina af
hverfaskrifstofum Fjölskyldudeildar (hverfi III).
Yfirfélagsráðgjafi sér m.a. um faglega stjórnun
hverfaskrifstofu, sem einkum annast barna-
vernd og framfærslumál.
Umsóknarfrestur er framlengdur til 6. júlí.
Umsóknum skal skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
Upplýsingar gefur yfirmaður Fjölskyldudeildar í
síma 25500.
Hjúkrunarfræðingar
Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsu-
gæslustöðvum eru lausar til umsóknar nú þeg-
ar:
1. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu-
stöðina í Hólmavík.
2. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu-
stöðina á Þórshöfn.
3. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu-
stöðina í Neskaupstað.
4. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu-
stöðina á Egilsstöðum
5. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu-
stöðina á Hvammstanga frá 1. júlí 1989 til
tveggja ára.
6. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu-
stöðina á Djúpavogi.
7. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu-
stöðina á Bíldudal.
8. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu-
stöðina á Flateyri frá 1. ágúst 1989.
9. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu-
stöðvarnar á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri
störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150
Reykjavík.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytiö
22. júní 1989
KJARVALSSTAÐIR
Laus er til umsóknar staða safnvarðar við lista-
söfn Reykjavíkurborgar. Upplýsingar veitir for-
stöðumaður Listasafna Reykjavíkurborgar í
síma 26131.
Umsókn ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf sendist Kjarvalsstöðum v/Flókagötu,
105 Reykjavík á eyðublöðum sem þar fást. Um-
sóknarfrestur er til 5. júlí 1989.
Matsmaður
Matsmann vantar í rækjuvinnslu Hafnarfells hf.
á Siglufirði. Upplýsingar í síma 96-71970.
Afgreiðslustjóri
Laust er starf afgreiðslustjóra Þjóðviljans. Af-
greiðslustjóri sér meðal annars um dreifingar-
og útbreiðslumál.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem
fyrst.
Skriflegar umsóknir, er tilgreini aldur, menntun
og fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra blaðs-
ins fyrir 30. júní n.k.
þlÓÐVIUINN