Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 6
FERÐABLAÐ Fellitjöld og göngutjöld, m.a. Tjaldborgartjöldin vinsælu, sér- hönnuð fyrir íslenskar aðstæður. Sólbekkir.stólar og borð í sumarbústaðinn,tjaldiö ogá svalirnar. Vandaðir svefnpokar, dýnur, vindsængur og bakpokar i útileguna. Hagstætt verð. Ve9i 164 simi 'SIDHFi 219011 NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN SMYRIL-LINE ÍSLAND LAJJGAVEGUR 3 101 REYKJAVÍK SIMI 91-62 63 62 AUSTFAR HF. NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN FJ^RÐARGÖTU 710 SEYÐISFIRÐI SIMI 97-211 11 PU KIPI Það er notaleg tilbreyting að sigla með lúxusfleytu til Evrópu. Um borð í þægi- legri ferju með öllum ný- tísku þægindum geturðu slakað á og byrjað að njóta sumarleyfisins. Hreint sjávarloftið hressir ótrú- lega og streitan h verfur eins og dögg fyrir sólu á Atlants- hafsöldunni. Norræna er bílferja af fullkomnustu gerð, búin þeim þægindum sem kröfuharðir ferðamenn nútímans vilja. Um borð í Norrænu er að finna veitingastaði, frí- höfn, bari, diskótek og leikherbergi fyrir bömin. Fullkominn stöð- ugleikabúnaður gerir siglinguna að ljúfum leik Þannig eiga sumarfríin at vera. Hringdu eðí líttu inn og fáðu all ar upplýsingar un ferðir Norrænu ti Færeyja, Noregs Danmerkur oj Hjaltlands, því ve undirbúið sumarfrí ei vel heppnað sumarfrí llllllllllllllll--- '11111111111111111111 Húsavíkurkaupstaður býður ferðamenn velkomna til Húsavíkur Njótiö dvalarinnar Munið ora vorur S í Neskaupstaður Sólbjört afmælishátíð Norðfirðingar hlýddu kalli umfegrun Neskaupstaðar fyrir sextugsafmœlið, ruslið hvarf hús voru máluð og loks krýndu dagheimilisbörn bœinn sinn orðfirðingar héldu uppá 60 ára afmæli Neskaupstaðar í einmunablíðu helgina 16.-18. júní. Hátíðahöldin náðu hámarki með sérstakri afmælis- og þjóð- hátíðardagskrá laugardaginn 17. Viðstaddur hana var forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadótt- ir. Að sögn Guðmundar Bjarna- sonar heppnaðist afmælishátíðin með miklum ágætum. Þakkar hann það veðurguðum og fjöl- breytilegri og vel skipulagðri dag- skrá. Hátíðin hófst árla á föstu- dagsmorgni með sjóstangveiði- móti. Börn á dagheimili bæjarins gáfu honum afmæliskórónu og sitthvað fleira var gert til gamans. Á laugardegi var byrjað með þjóðhátíðarmessu en þvínæst fóru menn í skrúðgöngu. Klukk- an 2 hófst hátíðardagskráin í Lystigarðinum. Heiðursgestir voru auk forseta Jóhannes Stef- ánsson, fyrrum forseti bæjar- stjórnar Neskaupstaðar, og kona hans, frú Soffía Björgólfsdóttir, og Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra. Jóhannes og Frá Neskaupstað. Kristinn V. Jóhannsson, núver- andi forseti bæjarstiórnar, ávörp- uðu viðstadda og Olafur Ragnar afhenti eina miljón króna, gjöf ríkisstjórnarinnar til Náttúru- gripasafnsins í bænum. Hátíðarhöldum lauk ekki fyrr en aðfaranótt mánudags. Áð sögn Guðmundar tók á annað þúsund manns þátt í þeim enda fundu allir eitthvað við sitt hæfi. Hann segir að afmælishátíðin hafi verið tileinkuð átaki í umhverf- ismálum Neskaupstaðar og það hafi svo sannarlega skilað árangri. Fólk hafi látið hendur standa fram úr ermum við að þrífa og mála, fjarlægja bflflök og annan óþrifnað þannig að Nes- kaupstaður hafi aldrei verið feg- urri en á sextugsafmælinu. ks

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.