Þjóðviljinn - 04.07.1989, Síða 12

Þjóðviljinn - 04.07.1989, Síða 12
'SPURNINGIN' Hyggstu kaupa lamba- kjöt á lækkuðu verði? Arthur Farestveit framkvæmdastjóri: Ég hef ekki velt því fyrir mér, ætli konan sjái ekki um slíka hluti. Herdís Hauksdóttir skrifstofumaður: Nei. Jóhanna Erlingsdóttir hjúkrunarfræðingur: Já, ef það selst ekki strax upp og ég næ í það með góðu móti. Colin Porter klæðskeri: Nei, mér dettur það ekki í hug. Þeir mega henda þessu á haugana mín vegna. Helga Bragadóttir arkitekt: Ég hef nú velt þessu svolítið fyrir mér og stefni að því að fá mér hálfan skrokk. þJÓOVIUINN Þriðjudagur 4. júlí 1989 115. tölublað 54. árgangur SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 AMERICAN EXPRE SS B A N K Opin leið á Bandaríkjamarkað Hefur þú hug á að koma vörum þínum á Bandaríkjamarkað? Ótal spurningar vakna í því sambandi sem þörf er á að fá svör við. Veistu hver staða vöru á borð við þína er á Bandaríkjamarkaði? Ertu vel að þér um lög og reglugerðir sem varða innflutning til Bandaríkjanna? Sérðu í hendi þér hve mikið kynningarstarf þyrfti að fara fram áður en þú getur boðið þína vöru á Bandaríkjamarkaði? Og hvað með dreifingu? Að afla grunnupplýsinga á borð við þessar er ekki aðeins tímafrekt heldur óhemju kostnaðarsamt. International Trade Consulting Group (ITC) er deild innan American Express Bank í New York sem hefúr sér- hæft sig á sviði upplýsinga- öflunar og ráðgjafar íýrir meðal- stór og smærri fyrirtæki sem ekki hafa bolmagn til að leggja út í dýrar markaðs- rannsóknir eða afla annarra nauðsynlegra upplýsinga. í gegnum Landsbankann er hægt að gerast áskrif- andi að fjölbreyttu safni nýjustu upplýsinga sem varða innflutning til Bandaríkjanna, sérhæfðra fyrir þitt fyrirtæki, jafnt sem almennra. Auk upplýsinga sem berast reglulega skipu- leggur ITC stutt námskeið og hefur milligöngu um viðskipta- fundi með hugsanlegum innflutningsfyrirtækjum í Bandaríkjun- um, svo dæmi sé nefnt. Allar nánari upplýsingar um þjónustu ITC fást á Markaðssviði Landsbankans og bæklinga er auk þess hægt að fá á öllum af- greiðslustöðum bankans. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.