Þjóðviljinn - 12.07.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.07.1989, Blaðsíða 3
r Kartöflur A undanhaldi Aðalniðurstaða skoðanakönnunar sem Hagvangur gerðifyrir Ágœtihf. er að breyttar matarvenjur landsmanna séu höfuðorsök minnkandi kartöfluneyslu en hvorki verð négæði. Páll Guðbrandsson: Kemur ekki á óvart Svo virðist sem breytt matar- æði sé höfuðorsök minnkandi kartöfluneyslu landsmanna en hvorki verð né gæði. Þessar nið- urstöður komu fram í nýiegri skoðanakönnun sem Hagvangur gerði fyrir Ágæti hf. um miðjan síðasta mánuð og voru birtar op- inberlega í gær. Að sögn Gunnars Maacks framkvæmdastjóra Hagvangs var könnun gerð í gegnum síma á tímabilinu 8.-15. júní og voru 1000 manns í úrtakinu á aldrinum 18-67 ára. Af þeim svöruðu 762 eða 76,2%. Gunnar sagði það vera sína persónulegu skoðun, byggða á niðurstöðum könnunar- innar, að kartöflumarkaðurinn væri deyjandi markaður. í ljós kom að 27% aðspurðra borða minna af kartöflum en áður. Flestir nefna breytt matar- æði sem ástæðu en meðal annarra skýringa sem nefndar voru er stóraukið framboð af öðru með- læti en kartöflum á undanfömum árum. Um 17,1% aðspurðratelja hátt verð á kartöflum vera orsök samdráttar í neyslu, en hvorki fleiri né færri en 78,6% aðspurð- ra segjast ekki mundu kaupa meira af kartöflum þótt verð væri lægra. Um gæði og hollustu sögðust 92,3% aðspurðra telja kartöflur hollar og 64% að ís- lenskar kartöflur væm betri en- innfluttar. Hins vegar telja 16,4% minnkandi gæði kartaflna orsök samdráttar í neyslu. Formaður Landssambands kartöflubænda Páll Guðbrands- son sagði þessar niðurstöður í sjálfu sér ekki koma á óvart en á því hvað hægt væri að gera til að snúa vöm í sókn, sagðist Páll ekki hafa neinar handbærar lausnir. -grh Foldaskóli Annir framundan Kolbrún Ingólfsdóttir yfirkennari: Hefði talið œskilegra að ráða skólastjóra strax. Arnfinnur Jónsson skólastjóri: Mörgfordæmifyrir þessum r Eg sé fram á erfiðan vetur og neita því ekki að ég hefði talið æskilegra að deildirnar í Hamra- hverfi hefðu verið gerðar að sér- skóla og skólastjórinn ráðinn strax frá næsta hausti, sagði Kol- brún Ingólfsdóttir yfirkennari í Foldaskóla varðandi þá ákvörð- un skólamálanefndar að nýi skólinn f Hamrahverfi i Grafar- vogi muni heyra undir Foldaskóla næsta vetur. Arnfinnur Jónsson skólastjóri sagði að það væru til mörg for- dæmi fyrir því að kennsla í nýjum skólum hæfist með þessum hætti. - Það er í raun ekki verið að búa til nýjan skóla heldur setja upp nokkrar lausar kennslustofur fyrir yngstu börnin nær heimilum þeirra. Ég sé ekki muninn á því að hafa þessar kennslustofur á lóðinni hérna eða annars staðar og hef alltaf reiknað með því að Foidaskóli taki við öllum börnum úr Grafarvoginum þar til form- lega verður settur á fót nýr skóli, sagði Arnfinnur aðspurður um það hvort álagið væri ekki orðið of mikið á stjórnendur Folda- skóla með þessum viðbótarnem- endum. Arnfinnur sat fund fræðslustjórnar Reykjavíkur þegar tillögu um að sækja um heimild til að ráða skólastjóra var vísað frá og gerði ekki athuga- semdir við þá afgreiðslu málsins. Að sögn Guðrúnar Ágústs- dóttur, aðstoðarmanns mennta- málaráðherra, hefur þetta mál ekki komið inn á borð ráðuneyt- isins en hún sagðist telja líklegt að heimild til að ráða skólastjóra hefði fengist ef fram á það hefði verið farið. iÞ ísleik 1989 Þjóðháttamót í Reykjavík Þjóðdansafélag Reykjavíkur heldur norrœnt dansamót Rúmlega 200 dansarar og spil- arar frá öllum Norðurlöndum nema Færeyjum taka þátt í þjóð- háttamóti, sem Þjóðdansafélag Reykjavíkur heldur hér á landi dagana 15. til 23. júlí. Mótið, sem er þriðja þjóðháttamótið sem fé- lagið gengst fyrir, verður haldið undir nafninu Isleik, og hefst með setningarathöfn að Kjarvalsstöð- um á laugardaginn. Á sunnudaginn verður farið í skrúðgöngu frá Hagatorgi kl. 14:30, og haldið niður í miðbæ, þar sem hópar frá öllum löndun- um munu dansa nokkra dansa. Síðan liggur leiðin á nokkur vist- heimili í Reykjavík þar sem dans- ar verða sýndir. Að kvöldi 15., 16. og 18. júlí verða samkomur í Hagaskóla þar sem dansinn mun duna og verða þær opnar öllum áhugasömum dönsurum á meðan húsrúm leyfir. Á mánudag og þriðjudag verða haldin námskeið í þjóðdönsum og þjóðlagaspili, en á miðviku- deginum halda þátttakendur í Þórsmörk. Föstudaginn 21. verð- ur sýning og dansleikur á Hótel Selfossi. Mótinu verður slitið sunnudaginn 23. júlí, með loka- hófi á Hótel Sögu. LG Endurspeglun á fjárfestingarbruðli í engu nágrannalandi okkar kemst stígandi vísitölu fram- færslukostnaðar í hálfkvisti við hækkun framfærsluvístölunnar hér á landi. Á árunum 1985 til 1988 urðu verðlagsbreytingar til þess að vísitala framfærsluk- ostnaðar rúmlega tvöfaldaðist hér heima meðan hækkun í öðr- um aðildarríkjum Fríverslunar- bandalags Evrópu, EFTA, og Evrópubandalagslöndum, EB, var snöggtum minni. Þannig hækkaði framfærsluvísitalan hér á landi um 122% frá janúar 1985 til desember 1988. Aftur á móti ef miðað er við ársmeðaltal fram- færsluvísitölu var hækkunin 80,7 af hundraði, meðan meðaltals- breytingar á framfærslukostnaði í nágrannaríkjunum var víðast frá um einum af hundraði upp í um 25 af hundraði. Einungis í Port- úgal og Grikklandi urðu breytingar á vísitölunni meiri þótt ekki væru þær nándar nærri eins miklar og hér á landi. Þannig hækkaði framfærslu- vísitalan hér á landi á fjögurra ára tímabili - 1985-1988 - um 80,7 stig, meðan vísitalan hækkaði að meðaltali í EFTA-löndunum öllum um 23,65 stig og ef ísland er undanskilið var meðaltals- hækkunin ekki nema 12,4. í ein- staka aðildarríkjum EFTA var hækkun framfærsluvísitölu sem hér segir: í Noregi 24,3 stig, Sví- þjóð 14,9 stig, Finnlandi 12,7 stig, Austurríki 5,1 stig og Sviss 4,2 stig. Verðlagsbreytingar í EB- löndunum á umræddu tímabili voru að meðaltali nokkru minni en í EFTA-ríkjunum, eða 13 af hundraði. Minnstar urðu verð- breytingar í Hollandi eða 0,6 af hundraði. Mestar urðu verð- lagsbreytingarnar í Grikklandi eða 62,5 og næst mestar í Port- úgal 33,9. Önnur EB-lönd eru all nokkru lægri. ... og enn hækkar hún helvísk Það sem af er árinu hefur vísi- tala framfærslukostnaðar haldið áfram að stíga. Frá janúar til júní hækkaði vísitalan um 11,8%. Þess má geta að á öllu árinu í fyrra nam hækkunin 16,28%. Af hækkunum á einstökum lið- um í vísitölugrunninum má nefna að á þeim tíma sem liðinn er af árinu hækkaði matvara um 4%, drykkjarvörur og tóbak um 17,3%, föt og skófatnaður 7,2%, húsnæði, rafmagn og hiti 10,3% húsgögn og húsbúnaður 10,5%, heilsuvemd 16,5%, ferðir og flutningar 15,2%, tómstundir og menntun 9,5%, aðrar vömr og þjónusta 13,4% og önnur ótalin útgjöld 10,3%. Fjárfestingarbruðl í skjóli pilsfalda- kapítalisma í sjálfu sér er flug framfærslu- vísitölunnar á undanfömum árum ekki ný sannindi fyrir neinum. En gefur þróun vísitölu framfærslukostnaðar tilefni til frekari ályktana en um verð- lagsbreytingar einar? Það er allavega álit þeirra Björns Amórssonar, hagfræð- ings BSRB, og Birgis Björns Sig- urjónssonar, hagfræðings BHMR. Báðir telja þeir að hækkun framfærsluvísitölunnar segi margt um stjóm efnahags- mála síðustu árin. - Ástæðurnar númer eitt, tvö og þrjú eru að mínu mati fjárfest- ingarbruðlið sem hefur verið mikið að magni og þar á ofan út í loftið oft á tíðum, sagði Björn Amórsson. - Það er fágætt í þeim löndum sem við emm að bera okkur sam- an við að til staðar sé þessi sjálf- stæði verðbólguvaldur sem er í íslenska hagkerfinu. í öllum þess- um vísitölum og tekjutrygging- arkerfi eins og í landbúnaði og víðar er þessi sjálfvirki verðbólg- umælir sem fer af stað við minnsta titring. Þetta þekkist ekki annarsstaðar, sagði Birgir Björn. Hann sagði þó fleira koma til sem réði því hversu mikill munur væri á verðbólgutölum hér og í nágrannalöndunum. - Við höf- um haft umtalsverðan viðskipta- halla og talsverðan halla á ríkis- fjármálum sem eykur spennuna í hagkerfinu og rekja má til fjár- festingabrasks þar sem ekki er í BRENNIDEPLI gætt nógrar arðsemi og ákveðinn- ar ofneyslu hjá tiltölulega litlum hluta þjóðarinnar sem hefur úr alltof miklu að spiia. Björn Arnórsson sagði að ljóst væri að allur sá kostnaður sem hlytist af fjárfestingum sem ekki skiluðu arði skilaði sér aftur til baka út í verðlagið og kæmi þann- ig í bakið á launafólki. - Menn hafa valið að fjárfesta í nánast hverju sem er óháð arðs- emismöguleikanum. Þannigvirð- ist hátt vaxtastig hér á landi á undanförnum árum ekki hafa haft þau áhrif sem til var ætlast til að draga úr eftirspurn eftir fjár- magni og þannig koma í veg fýrir frekari þenslu heldur þveröfugt, sagði Björn. - Mér sýnist að fyrirtækin taki ekki alltof mikið mark á hækk- andi raunvöxtum heldur ætli sér að fleyta þeim út í verðlagið. Það er ekki einungis við ofneysluna að sakast heldur einnig þau stór- kostlegu vanskil á fjármagni sem sannanlega lenda einhvers staðar og framkalla umframeftirspum. Ég var sammála því að þyrfti að snúa við blaðinu í vaxtamálum á sínum tíma og fara úr neikvæðum raunvöxtum. Þá reiknaði maður með því að eðlilegum kröfum um skil á fjármagni yrði haldið uppi. Stjórnvöld hafa ekki gert eðlilegar kröfur um arð- semifjárfestinga. Ekki að undra að fjárfestingarbruðl síðustu ára skili sér íflugi framfœrsluvísitölunnar En svo virðist sem haldist hafi í hendur hækkandi raunvextir og vanskil. Þær auknu tekjur og sá aukni sparnaður sem átti að fást í hagkerfinu með hækkandi raun- vöxtum hefur einkum komið nið- ur á heimilum hins almenna launafólks. Fyrirtækin í landinu hafa með vaxandi vanskilum í reynd reynt að halda uppi lægra vaxtastigi en í raun er. Því miður hefur verið gífurleg sóun af þess- um sökum, sagði Birgir Bjöm. Björn Arnórsson sagði háa vexti ekki þurfa að vera vanda- mál í sjálfu sér. Vandamálið fæl- ist í því að menn tækju lán á þess- um háu vöxtum og notuðu lánsféð til fjárfestinga sem ekki skiluðu sér aftur. - Menn hafa einfaldlega getað treyst því að þegar allt væri kom- ið í óefni þá væri þeim bjargað úr súpunni, sagði Björn en hann sagði það sína skoðun að háir vextir undanfarið hefðu ekki ver- ið vandamál atvinnulífsins, held- ur það að menn hafi haldið áfram að taka lán á háum vöxtum. Við atvinnulífið að sakast Birgir Björn sagði að lengi hefði verið um að ræða umfram- eyðslu í hagkerfinu, - bæði í gó- ðærum og eins þegar hallar undan fæti og slíkt gengur ekki til lengdar. Þar held ég að sök at- vinnulífsins sé allra stærst. Það hefur ekki axlað þessa raunvaxta- stefnu. Það sorglegasta við þessar fjárfestingar er að fjármagnið í frumframleiðslugreinunum ávax- tar sig ekki nógsamlega og svo erum við með greinilegar offjárf- estingar í verslun og þjónustu. Þetta eru staðreyndir sem allir virðast vita en draga ekki af þeim réttar ályktanir. Það verður að búa sjávarút- vegnum þau rekstrarskilyrði að hann geti borið sig. En um leið verður líka að gera þá kröfu til hans að hann skili þjóðarbúinu eðlilegum afköstum. Menn hafa verið alltof uppteknir af því að braska með kvóta og almannafé í stundargróðaskyni og ekki hugað að því að byggja upp atvinnuveg sem stendur undir sínu og vel það. Þetta er kjarni málsins. Allt sem gerist í sjávarútvegi hefur í raun fordæmisgildi fyrir aðrar atvinnugreinar. Meðan allt leikur lausum hala í sjávarútveg- inum eigum við ekki von á neinu betra annarsstaðar frá, sagði Birgir Björn. - Ég sé engin batamerki því miður - öðru nær. Það þarf miklu harðari efnahagsstjóm og aðhald með fjármagnsmarkaðnum og meiri arðsemiskröfur en gerðar em. Það skilar sér ekki endilega með hærri vöxtum heldur með stífari kröfum um arðsemi og aga með þeim sem fara með fjár- magnið. - Þetta segir vitanlega mjög mikið til um það hvemig hefur til tekist með hagstjómina á þessu tímabili, sagði Bjöm - og þar er ekki einungis við stjómvöld að sakast heldur einnig atvinnurek- endur og þá sem ráða fjármagn- inu. -rk Mlðvikudagur 12. júlí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.