Þjóðviljinn - 12.07.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.07.1989, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Tekur Samstaða við stjóm í Póllandi? Eftir stríö var reynt aö koma á einu pólitísku mynstri í Austur-Evrópu og áttu hinir sovésku sigurvegarar yfir Hitler mikinn hlut aö máli eins og menn vita. Kommúnistaflokkar tóku sér allt vald sem máli skipti, innlimuðu leifarnar af sósíaldemókrataflokkum og leyfðu kannski einum eða tveim flokkum frá fyrri tíð, tengdum bændum eða smáborg- urum, að lifa skuggalífi með vissum fjölda sæta á valdalitlum þingum. Þetta pólitíska kerfi er að syngja sitt síðasta vers í Póllandi og Ungverjalandi. í Póllandi gekk valdaflokkurinn undir prófraun í kosningum og var léttvægur fundinn. Stjórnar- andstðan, sem saman kemur undir hatti verklýðssamtak- anna Samstöðu, vann í þeim kosningum jafnvel enn meiri sigur en hún kærði sig um, svo undarlega sem það kann að hljóma. Sigurinn setti Samstöðumönnum erfiða kosti: áttu þeir að keppa að því að taka á sig stjórnarábyrgð eða láta sér nægja hlutverk stjórnarandstöðu meðan allar líkur bentu til að pólsku efnahagslífi héldi áfram að hnigna og erlendar skuldir að vaxa? Nú berast þær fréttir að Samstaða hafi tekið undir tillögu sem einn helsti hugmyndafræðingur hins pólska andófs á liðnum árum, Adam Michnik, bar fram á dögunum. En hún er á þá leið, að Samstaða myndi stjórn, en styðji frambjóðanda Kommúnistaflokksins til hins valdamikla embættis forseta. Þetta eru merk tíðindi ef eftir ganga - tilhögun þessi væri í senn í anda vilja kjósenda, sem sýnt hafa Samstöðu ótvírætt traust, og þess raunsæis sem segir að með forsetaembætt- inu verði einhvernveginn að brúa bilið milli þess einsflokks- kerfis sem var og þess lýðræðis sem við taki. Það er og til marks um raunsæi Samstöðumanna að þeir vilja tryggja sér bæði samþykki Sovétmanna og mikla efnahagsaðstoð frá Vesturlöndum eigi þeir að reyna stjórnarmyndun. Það er svosem ekki undarlegt þótt Samstöðumenn hafi verið tvístígandi um það hvað þeir ættu að gera við kosn- ingasigra sína nýlega. Ekki aðeins vegna þess að það er ekki skemmtilegt að taka við lömuðum efnahag og nær fjörtíu miljarða dollara skuldum. Samstöðumenn eru vinsæl- ir fyrir kjarabaráttu og mannréttindabaráttu á liðnum árum, en þeir hafa vitanlega vitað miklu meira um það, á móti hverju þeir væru (valdseinokun, forréttindum, mannrétt- indabrotum) en að þeir hefðu komið sér upp stefnuskrá um það sem gera þarf. Á Vesturlöndum halda menn gjarna að Samstöðumenn vilji leysa efnahagsvandann með allsherj- areinkavæðingu og markaðsbúskap að vesturevrópskri fyr- irmynd. En í reynd munu þeir mjög ósammála um það hve langt skuli ganga í þessum efnum. Gleymum því ekki að Samstaða á sitt verkamannafylgi ekki síst í málmbræðslum, kolanámum og skipasmiðastöðvum: allt eru þetta fyrirtæki sem hafa verið rekin með tapi, þetta eru starfsgreinar sem standa höllum fæti jafnt í Póllandi sem Bretlandi - og ef nú á að „hreinsa til“ með því að beita ströngum aga arðseminnar, þá blasirekki annað við en fjöldaatvinnuleysi. Það verður því ekki auðvelt fyrir einmitt Samstöðu að standa fyrir því að loka fyrirtækjum eða koma á þeirri launafrystingu sem skuldahalinn við útlönd heimtar nú af Póllandi. Þess vegna er heldur ekki undarlegt þótt Samtöðumenn bindi vonir við erlenda fjárhagsaðstoð. Vandinn er sá, að þótt Bush forseti bjóði greiðslufrest og 100 miljónir dala í beina aðstoð, og þótt Evrópubandalagið geri eitthvað svip- að, þá dugar það skammt. Hagfræðingar Samstöðu hafa gert áætlun um alþjóðlega hjálparáætlun sem hressti pólskt efnahagslíf við á næstu þrem árum með tíu miljörðum doll- ara í lánum og fyrirgreiðslum. Er hægt að skrapa saman slíkar upphæðir nú þegar hrópað er á ný lán og afskrifun gamalla um alla heimsbyggð - nú síðast frá Argentínu, sem skuldar helmingi meira en Pólverjar, sé við fólksfjölda mið- (<*}■! ' *• -- 3 ■ Umbætur og stööugleiki Þegar George Bush Bandaríkj- aforseti hélt ræðu á pólska þing- inu í fyrradag sagði hann á þá leið, að umbæturnar sem orðið hefðu í landinu væru „Aðdáunar- verðar og að þær kynnu að marka upphaf stöðugleika í Evrópu þar eð lýðræðislegar umbætur í Austur-Evrópu hefðu í för með sér minni spennu og ykju mögu- leika á afvopnun“. Viðhorf af þessu tagi eru út- breidd í austri og vestri, enda ekki nema von. Lýðræðislegar umbætur draga úr þeim mun sem staðfestur hefur verið á milli austur- og vesturhluta Evrópu, samfélögin verða hvert öðru lík- ari - með kostum þeirrar þróunar jafnt sem göllum. Þar eftir er ó- líklegra að hægt sé að kynda undir vígbúnaðarkapphlaup með því að halda mjög á lofti óvinar- ímynd af „þeim hinum“, sem ætla að tortíma „okkur“, okkar skipu- lagi, okkar frelsi. Og því ætti að vera auðveidara en áður að semja um afvopnun og fleira gott. Hitt kynni að vera ofmælt hjá Bush og fleirum að láta að því liggja, að lýðræðislegar umbætur stuðli eins og sjálfkrafa að „stöðugleika“ yfir höfuð. Stöð- ugleiki er ekki alfarið blessunar- ríkt fyrirbæri: allra síst sá stöðug- ieiki sem einkennir steinrunnið íhald af ýmsu tagi og verður illkynjaðast í kringum aldraða einræðisherra. Óreiða lýðræðisins í þessu sambandi er fróðlegt að skoða þann ugg um „óstöðug- Ieika“ í Austur-Evrópu sem fram kemur um þessar mundir í ýms- um fréttaskýringum í landi Bush forseta sjálfs. Til dæmis að taka í samantekt í vikuritinu Time á dögunum, þar sem tíndir eru til margskonar erfiðleikar og vand- kvæði, sem kunni að fylgja lýð- ræðisframvindu til dæmis í Pól- landi og Ungverjalandi. í fyrsta lagi, segir biaðið, getur lýðræðið verið óreiðusamt. í löndum þar sem lýðræðishefð er takmörkuð, er erfitt að koma á snyrtilegri samkeppni milli hóf- samra vinstrimanna og hófsamra hægriafla. I stað þess gætu alls- konar lýðskrumshreyfingar risið, tengdar þjóðernissofstopa og jafnvel nýstalínisma. Hér á blaðið ekki síst við það, að landamæradeilur verða seint kveðnar niður í eitt skipti fyrir öll í Mið-Evrópu og að ekki er nú uppi meiri fjandskapur mili grannríkja í Evrópu en á milli Rúmeníu og Ungverjalands. Hvað um Pýskaland? t*á hefur Time áhyggjur nokkr- ar af því að ef nú tekst að yfirstíga tvískiptingu Evrópu í fjandsam- legar blakkir, kunni það að leiða til aukins þrýstings í þá veru að Þýskaland sé aftur sameinað. Þegar kalda stríðinu er lokið, segir blaðið hefur Þýskaland (hvort sem það er sameinað formlega eða ekki) yfirburði og forystu í Mið-Evrópu. í orðalagi þessarar klausu má vel greina þann skelk, sem Frakkar og Eng- ilsaxar hafa jafnan borið með sér við öflugt Þýskaland: Stundum finnst manni, að hvað sem líður hjali um sjálfsákvörðunarrétt þjóða, þá séu í rauninni allir (nema hluti Þjóðverja sjálfra) sameinaðir í því að þýsku ríkin skuli EKKI sameinast. Ríkir, fátækir, atvinnuleysi Time talar og um að lýðræðis- fögnuður muni ekki leysa efna- hagsleg vandamál. Þar er komið inn á það, sem fjallað er um í leiðaranum hér við hliðina: Geta verkalýðssamtök eins og Sam- staða hugsað sér að beita styrk sínum til að loka óarðbærum fyrirtækjum, þar sem stuðnings- menn þeirra vinna? (Vel á minnst: Sami vandi blasir við for- seta perónista í Argentínu, sem boðar nú harðar efna- hagsráðstafanir sem hljóta að koma illa við þann mikla fjölda verkamanna sem studdu hann til embættis.) Time sér jafnvel fram á að þró- unin leiði til endurvakins stétta- stríðs: þegar tímar líða fram gæti almenningur risið gegn þeim „öfgurn" sem fylgja jafnvel vel lukkuðum kapítalisma, með stofnun nýrra „öfgaflokka“. Þetta er merkileg athugasemd. Menn skrifa undir það vítt og breitt um heimsbyggðina að vald- einokun eins flokks og miðstýrð- ur altækur áætlanabúskapur hafi sungið sitt síðasta vers. En þegar menn nú í löndum eins og Pól- landi og Ungverjalandi virkja markaðslögmál og blandað hag- kerfi til að brjótast út úr vöru- skorti og stöðnun og forréttind- askrifræði, þá fá þeir önnur vandamál í staðinn. Meðal ann- ars verðbólgu og atvinnuleysi og aukinn kjaramun milli þeirra sem geta og kunna að njóta góðs af breytingunum og þeirra sem sam- keppnin dæmir úr leik (t.d. fyrir aldurs sakir eða vondrar stöðu heilla framleiðslugreina á heimsmarkaði). Þeir sem illa verða úti munu vafalaust leita sinni pólitískri gremju útrásar með einhverjum hætti. Nató kynni að leysast upp! Enn ein áhyggja Time og kem- ur kannski undarlega fyrir sjónir: „Þegar ógn stafar ekki lengur af Varsjárbandalaginu kann svo að fara að Nató leysist upp smám saman. Einnig gæti svo farið að næstum því öll kjarnorkuvopn verði lögð niður í Evrópu. Þetta kann að hafa aðlaðandi hljóm, en það gæti hnikað því vopnaða jafnvægi sem hefur tryggt friðinn síðan 1945.“ Þessar vangaveltur sjást stund- um hjá þeim sem hafa mjög bundið tryggð við Nató: það er engu líkara en þeir kjósi heldur að láta einhvern Brezhnev senda skriðdreka inn í Prag eða Varsjá en að eiga það á hættu að áhuginn á Nató dofni í aðildarríkjum þess. Svo undarlegar eru brautir hinna pólitísku og hemaðarlegu hagsmuna. Time tekur reyndar undir það viðhorf, að Bandaríkin og Sovétríkin eigi þá sameigin- lega hagsmuni að „skilgreina eiginlega öryggishagsmuni So- vétríkjanna og sjá til þess að þeir séu virtir". Ekki verður betur séð en þetta þýði að Bandaríkin eigi að hjálpa Sovétríkjunum til að viðhalda Varsjárbandalaginu - til þess að upplausn innan þess verði ekki til þess að Nató leggist í uppdráttarsýki. r „ Þjóðviljinn Síðumúla 6 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjóri: Árni Bergmann. Fróttastjóri: Lúövík Geirsson. Aörir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.). Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), KristóferSvavarsson, ÓlafurGislason. SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Þorfinnur Ómarsson (íþr.), ÞrösturHar- aldsson. Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofu8tjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýslngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Ðflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Hú8móðir: Erla Lárusdóttir Utbreiðslu- og afgreiðslustjórl: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Utkeyrsla, afgreiösla, ritstjórn: Síðumula 6, Reykjavfk, símar: 681333 & 681663. Auglýslngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 90 kr. NýttHelgarblað: 140kr. ■ Áskriftarverð á mánuði: 1000 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN' Miðvikudagur 12. júlí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.