Þjóðviljinn - 12.07.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.07.1989, Blaðsíða 7
MENNING Litla leikhúsið Haldið vestur Regnbogastrákurinn leggur land undir fót, fyrsta sýning á Akranesi í kvöld Litla leikhúsið leggur nú land undir fót með barnaleikritið Regnbogastrákinn eftir Ólaf Gunnarsson. Leikritið er splunkunýtt, og var frumsýnt að Gerðubergi fyrir tæpum hálfum mánuði. Regnbogastrákurinn er ævin- týri sem segir frá tröllskessu, sem eftir margra alda svefn rankar við sér uppi á fjöllum, og er að von- um orðin svöng. Hún stelur þremur óskum af jöklasóleynni, breytir sér í regnbogastrák, furðuveru sem á að vera úr regn- boganum, og heldur til bæjarins að leita sér að óþekkum krökkum í soðið. í sandkassa hittir hún tvo stráka, annan feitan og hinn mjó- an, tekst að næla sér í þann feita og þá kemur til kasta þess mjóa að bjarga vini sínum úr trölla- höndum. Leikritið er ætlað börnum á aldrinum fjögurra ára og upp úr, „þau þurfa að vera orðin nógu gömul til að geta áttað sig á sam- hengi í sögu og vera vaxin upp úr Vinimir mjói og feiti komast í tæri við tröllskessuna; Alda Arnardóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Mynd: Eiríkur Guðjónsson. því að grenja þegar þau sjá tröll“ eins og leikstjórinn, Eyvindur Erlendsson, komst að orði í spjalli við Pjóðviljann fyrir frum- sýningu. Leikendur í Regnbogastrákn- um eru þau Alda Amardóttir, Emil Gunnar Guðmundsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Auk þess að leikstýra gerði Eyvindur Erlendsson leikmynd og bún- inga, lagahöfundur er Gunnar Þórðarson og höfundur söng- texta, Ólafur Haukur Símonar- son. Fyrsta sýning leikferðarinnar verður Akranesbíói kl. 20:30 í kvöld. Eftir það verða sýningar í félagsheimilum; annað kvöld á sama tíma í Borgarnesi, og á föstudagskvöldið á Hellissandi. Á laugardaginn sýnir Litla leikhúsið kl. 15 í Stykkishólmi, og á sama tíma daginn eftir í Búð- ardal. Næsta sýnirig verður mánudaginn 17. á Hvammstanga kl. 20:30, og leikferðinni lýkur á Hólmavík með sýningu á þriðju- dagskvöldið kl. 20:30. LG Perlan Listin á sér engin takmörk Perlunni ákaft fagnað á alþjóðlegri listahátíð fatlaðra Sólin og vindurinn sýnd í Kennedy Center. Rúna í Ferstiklu Rúna Gísladóttir listmálari sýnir þessa dagana akrýlmálverk af smærri gerðinni og nokkrar collagemyndir í Ferstikluskála í Hvalfirði. Rúna útskrifaðist úr málara- deild Myndlista- og handíða- skólans 1982, og hefur auk þess numið myndlist á námskeiðum, bæði hér á landi og í Noregi. Hún hefur tekið þátt í nokkrum sam- sýningum og haldið þrjár einka- sýningar; á Kjarvalsstöðum 1987, á Blönduósi 1988 og á Siglufirði síðastliðið vor. Rúna vinnur að list sinni í eigin vinnustofu að Selbraut 11, Sel- tjarnarnesi og heldur þar jafn- framt myndlistarnámskeið á vet- urna. Myndir hennar verða til sýnis og sölu á Ferstiklu næstu vikurnar. Smámyndir eftir Tryggva Sumarsýning á smámyndum eftir Tryggva Ólafsson, málara í Kaupmannahöfn, stendur nú yfir á Mokka-kaffi við Skólavörðu- stíg. Þetta er í þriðja sinn sem Tryggvi sýnir á Mokka. Hann er fæddur 1940 og hefur sýnt verk sín í öllum höfuðborgum Norður- landa, auk þess sem hann hefur sýnt í Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi og víðar. Nýlega sýndi hann grafík og teikningar í Svíþjóð, og seldi til listasafna þar í landi. Myndir Tryggva, sem eru gerð- ar með litblýöntum á pappír, verða til sýnis næstu vikurnar. Slunkaríki Halldór Ásgeirsson heldur nú myndlistarsýningu í Slunkaríki á ísafirði. Er sýningin opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 16- 18, og stendur til 20. júlí. Halldór er fæddur 1956, og nam myndlist í París á árunum 1977-80, og 1983-86. Frá því að hann tók til við myndlistina hefur hann gert víðreist um heiminn, haldið fjölda sýninga, framið gjörninga og málað veggmyndir. - Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar byrjað var að klappa. Ég skildi ekkert í því hvað fólkið væri að standa á fæt- ur, segir Sigríður Eyþórsdóttir, leikstjóri og leikhússtjóri Perl- unnar. Pétur Johnson blaðafulltrúi Perlunnar hafði samband við Þjóðviljann til að vekja athygli á leikför hópsins til Bandaríkj- anna, en þar var Perlunni ákaft fagnað á „Mjög sérstæðri Lista- hátíð“ (Very special Art‘s festiv- al), sem haldin var í júní. Þangað fór Perlan með tvær sýningar, Só- lina og vindinn, og Síðasta blóm- ið, og voru báðar sýningarnar leiknar á ensku. Sigríður segir það hafa verið bæði þroskandi og lærdómsríkt að taka þátt í Lista- hátíðinni, - þetta var stórt tæki- færi fyrir okkur, og mikil hvatn- ing til þess að halda starfinu áfram, segir hún, en Sigríður hef- ur verið með Perluna frá árinu 1982. Listahátíðin var fyrsta alþjóð- lega listahátíð fatlaðra, haldin á vegum samtakanna Very special Art, eða Mjög sérstæð list, dag- ana 14. til 19. júní síðastliðna. Jean Smith Kennedy, systir for- setans fyrrverandi, stofnaði sam- tökin árið 1972, og breiddust þau ört út um Bandaríkin, og eru nú orðin alþjóðleg. Innan vébanda þeirra starfa fatlaðir listamenn, meðal annars listmálarar, tón- listarmenn og leikarar. Á þessari fyrstu listahátíð þeirra voru á annað þúsund þátttakendur frá 50 þjóðlöndum og yfir 50 fylkjum Bandaríkjanna, og voru stærstu hópamir frá íslandi og Kína. - Þarna vom margar sýningar mjög sterkar og vel gerðar, segir Sigríður. - Það sannaðist svo ekki verður um villst að listin á sér engin takmörk. Þrátt fyrir oft á tíðum mikla fötlun stendur þetta fólk fullkomlega jafnfætis heilbrigðum listamönnum. - Þarna vom til dæmis blindar stúlkur sem dönsuðu ballett sem alsjáandi væru, án nokkurrar að- stoðar sjáandi manneskju á leiksviðinu. Listmálarar sem máluðu með munninum og tán- um sýndu verk sín, mikið af blindum hljóðfæraleikumm kom fram, og lamaðir sýndu dans við rokktónlist. Svo var sýndur list- vefnaður, sem þroskaheftir hafa gert, til dæmis japanskur listvefn- aður sem var alveg óskaplega fal- legur og vel gerður. Og jafnhliða Ljóð eftir Schubert, Strauss og Beethoven, auk laga eftir spænska, ítalska og íslenska höf- unda verða á efnisskrá tónleika, sem þeir Gunnar Guðbjömsson og Jónas Ingimundarson halda í Norræna húsinu í kvöld kl. 20:30. Gunnar hefur undanfarin fjögur ár komið víða fram sem einsöngvari bæði hér á landi og erlendis. í fyrra söng hann sitt fýrsta óperuhlutverk, sem var Don Ottavíó í íslensku ópemnni, auk þess sem hann söng í ópe- mnni Aramide eftir Haydn á óp- eruhátíðinni í Buxton í Englandi. Gunnar leggur aftur leið sína á hátíðina nú í júlí, og heldur þá einsöngstónleika. Jónas Ingimundarson kom ný- lega úr tónleikaferð, sem hann fór um Norðurlönd ásamt Kristni Sigmundssyni. Jónas er íslend- ingum vel kunnur fyrir píanóleik sýningunum vom reknar leiksmiðjur, þar sem til dæmis var hægt að fá leiðbeiningar um hvernig kenna mætti fólki í hjóla- stól að dansa. - Þarna var mjög mikið um að sinn, bæði einleik og undirleik, en hann hefur unnið með öllum okkar bestu einsöngvumm auk þess sem hann hefur leikið með erlendum listamönnum, sem hafa sótt okkur heim. Samstarf þeirra Gunnars og Jónasar er ekki nýtt af nálinni. I vera, og verst að komast ekki yfir það að sjá allt sem fram fór. Við sýndum í Kennedy Center 17. júní og fengum alveg einstæðar móttökur. Fólk stoppaði okkur meira að segja á götu til að þakka okkur fyrir. Okkur var boðið í móttöku í Hvíta húsinu þar sem við hittum forsetann, auk fleiri bandarískraframámanna. I loka- hófínu hittum við svo Prúðu- leikarana, og þá kom í Ijós að sá sem ljáir Kermit rödd sína er fatl- aður. Þessa dagana hefur Perlan til athugunar boð um að taka þátt í leiklistarhátíð vangefinna sem haldin verður í Belgíu, en óvíst er hvort af henni getur orðið vegna fjárþurrðar eftir Bandaríkjaför- ina. Af fyrirhuguðum sýningum hér á landi má nefna leiksýningu sem verður í Kópavogi á þriðju- daginn í næstu viku. vetur unnu þeir meðal annars að tónleikaröð Gerðubergs, og nú síðast voru þeir með tónleika í Húsavíkurkirkju. Enn fremur komu þeir fram í veislu forseta íslands til heiðurs Spánarkon- ungi á dögunum. LG Miðvikudagur 12. júlí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 „Liv och litteratur“ Heimir Pálsson cand. mag. ræðir um íslenskar bókmenntir í Opnu húsi í Norræna húsinu ann- að kvöld kl. 20:30. Nefnir hann fyrirlesturinn Liv och litteratur i Island genom 1100 ár og flytur á sænsku, en dagskráin er einkum ætluð norrænum ferðamönnum. Að loknu kaffihléi verður sýnd kvikmyndin eldur í Heimaey, og er hún með norsku tali. Bókasafnið er opið til kl. 22 eins og venja er á fimmtudögum, eða svo lengi sem Opið hús verð- ur á dagskrá í sumar. í bókasafn- inu liggja frammi bækur um ís- land og þýðingar íslenskra bók- mennta á öðrum norrænum mál- um. Kaffistofa hússins er opin til kl. 22:30 á fimmtudagskvöldum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir í Norræna húsið. Tónleikar Ljóð og lög Gunnar Guðbjörnsson ogJónas Ingimundarson halda tónleika í Norræna húsinu í kvöld

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.