Þjóðviljinn - 18.07.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.07.1989, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 18. júlí 1989 123. tölublað 54. árgangur Velferðarkjóðfélagið Flugleiðir Tjaldað til einnar nætur 75 % öryrki á ekki íönnur hús að venda en að tjalda á víðavangi. Lögreglan íReykjavík: Ungum útigangsmönnumferfjölgandi Að sögn varðstjóra í Lögregl- unni í Kcykjavík hefur fjöldi útigangsmanna færst í vöxt á und- anförnum árum. - Þau ár sem ég Flugfreyjur Deilan snýst umsokka- buxur Flugleiðir neita að takaþátt íkostnaði flugfreyja vegna sokkabuxna. Erla Hatlemark: Útreikn- ingar Flugleiða ekki réttir Dáiítið furðuleg staða er komin upp í samningaviðræðum Flug- leiða og flugfreyja, því samkomu- lag hefur náðst um flest megin- atriði kjarabaráttunnar, en það strandar allt núna á sokkabux- um. Flugfreyjur fara fram á að Flugleiðir taki þátt í kostnaði þeirra vegna kaupa á sokkabux- um, en það vilja Flugleiðamenn ekki samþykkja. Flugleiðamenn telja að út- gjaldaaukning þeirra yrði 2-3 miljónir ef þeir samþykíctu þetta atriði, en Erna Hatlemark flug- freyja telur það vera af og frá. Flugfreyjum reiknast til að kostn- aður Flugleiða yrði um 95 þúsund krónur á mánuði vegna þessa. Töluverð stífni er komin í samningsaðila og hvorugir virð- ast ætla að gefa eftir. Flugfreyjur telja að þar sem þær eru skyldug- ar til að ganga í sokkabuxum, og hef verið í starfi, hefur aldrei ver- ið eins inikið um útigangsmenn í bókstaflegri merkingu - fólk sem á ekki í nein hús að venda, sagði varðstjóri í Reykjavíkurlögregl- unni við Þjóðviljann. Að sögn lögreglunnar er óvanalega mikið um það að ungir menn leggist hreinlega út og bæt- ist í hóp eldri manna sem af og til eru á götunni milli þess sem þeir fá inni á stofnunum og opinber- um heimilum. Einn þessara ungu manna er Valgeir Guðjónsson, 75% öryrki seni undanfarið hefur ekki átt annars úrkosta en að tjalda á víð- avangi. Fyrir síðustu helgi brá hann á það örþrifaráð að tjalda í Öskjuhlíð en var „úthýst" og hef- ur síðustu nætur verið á tjald- stæðinu í Laugardal. Þær upplýsingar fengust hjá Félagsmálastofnun að á þeim bæ væri allt gert til þess að útvega skjólstæðingum stofnunarinnar húsnæði ef með þyrfti. Valgeir hafi staðið til boða fyrir nokkru að fá inni til bráðabirgða í skipti- skýlinu að Þingholtsstræti 25 en haft það boð að engu. Valgeir segir að húsvörður hafi úthýst sér og telur því sig ekki hafa erindi sem erfiði með að leita þangað á ný. Sjá síðu 7 Trúnaðarráð Flugfreyjufólagsins var kallað saman til fundar seinni partinn í gær til að vera samninganefnd félagsins til skrafs og ráðagerða í samningagerðinni við forráðamenn Flugleiða. Mynd Jim Smart. þar að auki sérstökum tegundum og lit, ættu sokkabuxurnar að falla undir einkennisbúning sem Flugleiðir útvega. Flugfreyjur fara fram á að Flugleiðir greiði fyrir tvennar sokkabuxur á mán- uði, en þær þurfa að nota minnst 5 stykki á mánuði. Þegar blaðið fór í prentun í gær var enn allt í hnút og ekki annað séð en að flugfreyjur færu í verk- fall á miðnætti með þeim afleið- ingum að innanlands- og milli- landaflug félagsins stöðvast. ns. Háskólabíó Of dýrt aö velja íslenskt Byggingarnefnd viðbyggingar Háskólabíós íhugar kaup á 800 stólum erlendisfrá ístað innlendrarframleiðslu. Kristbjörn Arnason:Mjög slœmt. Innlend framleiðsla stenst ítrustu gœðakröfur Það hefur engin endanleg ákvörðun verið tekin um fyrirhuguð stólakaup í viðbygg- ingu Háskólabíós og er verið að bíða eftir sýnishonium frá þýsku fyrirtæki til að ganga úr skugga um hvort stólar frá þeim standist okkar kröfur. Það verður þvi míður að segjast eins og er að ís- lenskur iðnvarningur þykir of dýr miðað við það sem hægt er að fá erlendis frá, sagði Friðbert Pálsson forstjóri Háskólabíós. Á sama tíma og byggingar- nefnd viðbyggingar Háskólabíós gælir við að kaupa 800 erlenda stóla í þrjá nýja bíósali hefur framleiðsla í íslenskum húsgagn- aiðnaði dregist saman á undan- förnum árum og minna um hefð- bundin verkefni en áður var. Að sögn Kristbjörns Árnasonar for- manns Félags starfsfólks í hús- gagnaiðnaði hafa það sem af er árinu verið greiddar um 2,5 milj- ónir króna í atvinnuleysisbætur til félagsmanna. í félaginu eru um 400 manns en um 300 starfandi. - Það er því mjög slæmt að á sama tíma skuli Háskólabíó sem og aðrir þurfa að leita hófanna erlendis frá í stað þess að kaupa innlenda framleiðslu sem stenst ítrustu gæðakröfur. Félagið hefur margítrekað skorað á forráða- menn opinberra stofnana að kaupa íslensk húsgögn og undir þetta hefur verið tekið í orði en ekki á borði, sagði Kristbjörn Árnason. Að sögn forstjóra Háskólabíós var gerð almenn verðkönnun í mars hvað þessir 800 stólar myndu kosta og komu verðtilboð frá 10 fyrirtækjum. Fimm þeirra voru innlend, en aðeins eitt af þeim ætlaði sér að smíða þá en hin fjögur að flytja þá inn. Til- boðin voru frá 11 og uppí 21 milj- ón króna og það næstdýrasta var innlent. í kostnaðaráætlun bygg- ingarnefndar var gert ráð fyrir 10 -12 miljónum króna í stólakaup. Aðspurður um þá gagnrýni að tilboð þýska fyrirtækisins hafi komið fram eftir að tilboð hinna fyrirtækjanna hafi verið opnuð sagði Friðbert Pálsson það ekki vera rétt. -grh Afgreiðslu- fólk enn í verkfalli Enn situr allt fast í deilu Flug- leiða og Verslunarmannafélags Suðurnesja vegna ráðningar af- greiðslufólks í hlutastörf á álags- tímuni. Afgreiðslufólk Flugleiða á Keflavíkurflugvelli er því enn í yfirvinnuverkfalli, sem staðið hefur frá því fyrir helgi, vegna ráðninganna sem það meinar að hafí þýtt verulegt tekjutap. Samningafundur deiluaðila er boðaður í dag klukkan þrjú og verður þar látið reyna á vilja til samkomulags. Að mati Verslunarmannafé- lagsins hafa Flugleiðir með ráðn- ingunni sniðgengið samkomulag um að félagið sé haft með í ráðum ef um frávik f rá samningum er að ræða við ráðningar. Þær upplýsingar fengust í gær hjá Verslunarmannafélagi Suðurnesja að félagið líti svo á að samkvæmt gildandi samningum væri gert ráð fyrir 12 tíma vöktum, en ráðning afleysinga- fólks á styttri vaktir væri ekki heimil samkvæmt sérkjarasamn- ingi nema að fengnu samþykki félagsins, sem aldrei þessu vant var ekki leitað eftir í sumar. -rk Ríkisfjármálin II I l'HI upp í f jár- Ríkisstjórnin og fjárveitinga- nefnd hafa nú til umræðu hugmyndir fjármálaráðherra um leiðir til þess að stoppa upp í fjög- urra til fimm miljarða gat í fjár- lögum. Samkvæmt endurskoð- aðri áætlun fjármálaráðuneytis- ins um afkomu ríkissjóðs á árinu stefnir í að óbreyttu að útgjöld ríkisins verði um sex miljarðar iimfram fjárlög eða rúmir 82 mUjarðar króna. Að sögn Svanfriðar Jónasdótt- ur, aðstoðarmanns fjármálaráð- herra, er von til þess að það skýrist á morgun á ríkisstjórnar- fundi með hvaða hætti reynt verði að sporna við og draga úr fjárlagahallanum. Þá mun fjármálaráðherra hafa boðað fjárveitinganefnd að hann muni leggja fram frumvarp til fjáraukalaga við upphaf þings í haust fyrir yfirstandandi fjárlaga- ár og ríkisreikning 1988, en á síð- asta þingi var harðlega gagnrýnt að Alþingi afgreiddi fjáraukalög allt aftur til ársins 1979. " Þess má að lokum geta að í málefnasáttmála ríkisstjórnar- innar er kveðið svo á að fjárlög fyrir þetta ár skyldu samþykkt með 1% tekjuafgangi og útgjöld ríkisins yrðu ekki hækkuð að raungildi. Eins og kunnugt er voru fjárlög samþykkt af Alþingi með 600 miljón króna tekjuaf- gangi. -rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.