Þjóðviljinn - 18.07.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.07.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Stjómarskráin og málfrelsið Oft er talað um að hitta og þetta vanti í stjórnarskrána. Til dæmis er ekki minnst á mál- frelsi, nema það sem segir í 78. grein um rétt manna til að láta í Ijós hugsanir sínar á prenti og ábyrgð þeirra á því sem birt er. Ýmsum finnst þetta ekki nóg. Þó verðum við að hafa í huga og átta okkur á, að það sem birt er á prenti, eða á annan hátt í f jölmiðlum, er allt annars eðlis en það sem menn iáta fjúka sín á milli, augliti til aug- litis. Þetta er kjarni málsins. Það sem helst og alvarlegast vantar varðandi stjórnarskrána, er að menn þekki hana og viti hvað í henni felst. Fæstir virðast hafa lesið hana né hugleitt. Jafnvel alþingismenn, sem sverja þó eið að stjórnarskránni, tala þannig í sífellu, að maður hlýtur að verða sannfærður um að þeir hafi aldrei lesið hana í alvöru. Á síðustu vikum hafa orðið há- værar umræður um dóm yfir blaðamanni, fyrir skrif hans um staðarhaldarann í Viðey. Menn hafa haft stór orð um skerðingu á prentfrelsi og frelsi til að gagnrýna opinbera starfsmenn. Vitnað hefir verið í lagagrein nr. 108, en samkvæmt henni mun Helgi Jónsson skrifar hann er að gegna skyldustarfi sínu, eða við hann eða um hann út af því, skal sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að Allir hljóta að eiga rétt áþvíað um málþeirra séfjallað afháttvísi og virðingu, hvortsemer þjófur eða prestur, ríkissaksóknari eða sá sem þetta ritar dómurinn hafa verið. Blaðamenn og rithöfundar virðast einhuga í vanþóknun sinni. Lagagreinin felur það í sér, að menn sem hafa í frammi: „skammaryrði, aðrar móðgan- ir í orðum eða athöfnum eða ærumeiðandi aðdróttanir við opinberan starfsmann, þegar þremur árum. Aðdróttun þótt sönnuð sé, varðar sektum, ef hún er borin fram á ótilhlýði- legan hátt.“ Þetta er allt og sumt sem bann- að er. Ekki orð um gagnrýni. Blaðamaðurinn hefði getað borið fram ádeilu sína af meiri þunga, án þess að nokkurt tilefni væri til kæru, ef hann aðeins hefði gætt hófst og stillt sig um að blanda í mál sitt dylgjum og ásökunum sem ekki komu við því sem hann var að finna að. Mönnum hættir stundum til að eyðileggja málstað sinn með einhverskonar slagsmálastfl þar sem nauðsyn- legt sé að koma höggi á andstæð- inginn. Gæti það ekki verið ástæðan til þess hve umræður t.d. um stjórnmál eru oft á lágu stigi hjá okkur? Lagagreinin sem vitnað var til, hindrar engan í að gagnrýna op- inbera starfsmenn. Mig rekur óljóst minni til að hafa heyrt um- ræður um tilvist þessarar greinar, e.t.v. í tengslum við endur- skoðun stjórnarskrárinnar fyrir fjörutíu og fimm árum. Talað var þá um menn sem mættu ekki vegna þagnarskyldu, svara ásök- unum varðandi starf sitt. f þeim hópi eru t.d. lögreglumenn, sem oft hafa orðið fyrir óvægilegum ásökunum fyrir vanþakklátt starf. En hvernig stendur á þess- ari grein og hvaða gildi hefir hún? Ekki er ólíklegt að hún hafi upphaflega verið sett til að vernda embættismenn. Sú tíð er örugglega löngu liðin. í 78. grein stjórnarskrárinnar er kveðið fast að orði: „Sérréttindi, er bundin séu við aðal, nafnbætur og lögtign, má eigi í lög leiða.“ Lagagrein nr. 108 hlýtur því að vera eldri en 78. grein stjórnar- skrárinnar, annars hefði hún aldrei verið leidd í lög. Fyrst hún er enn í lögum, hlýtur hún ein- faldlega að eiga við um alla þegna þjóðfélagsins. Enginn getur átt rétt til að hafa í frammi skammaryrði eða aðrar móðganir, eða aðrar ærumeið- andi ásakanir í fjölmiðlum. Hvort slíkt fýkur á milli manna augliti til auglitis er allt annað mál. Allir hljóta að eiga rétt á því að um mál þeirra sé fjallað af hátt- vísi og virðingu, hvort sem er þjófur eða prestur, ríkissaksókn- ari eða sá sem þetta ritar. Helgi Jónsson starfar hjá Rarik Hver em viðhorf Islendinga til EBE? Á síðustu mánuðum hefur ver- ið nokkur umræða um að íslend- ingum sé nauðsynlegt að ná nýj- um viðskiptasamningum við EB, a.m.k. fyrir árið 1992. Ýmsir menn virðast vilja að ís- land gerist formlegur aðili að bandalaginu. Slíkar raddir heyrast einkum úr röðum stórat- vinnurekenda og verslunaraðila. Umræður um þeta mál í blöð- um, útvarpi og sjónvarpi hafa að því að ég best hef getað fundið, verið afar einhæfar. Ekki hefur verið neitt rætt um hverju þarf að fórna af stjórnar- farslegum réttindum og sjálfstæði í ákvarðanatöku til að ísland geti gengið í bandalagið. Vera má að upplýsingar um það efni séu í bæklingum sem gefnir hafa verið út af sérstakri starfsnefnd Alþingis, sem kann- að hefur mál þetta, en ég hef ekki séð þá bæklinga. Ég tel nauðsynlegt að almenn- ingur fái fræðslu um öll slík atriði áður en menn mynda sér skoðun á máli þessu. Sú kynskóð sem stóð að lýðveldisstofnuninni fyrir 45 árum á erfitt með að hugsa sér að þjóðin afsali sér sjálfstæði sínu fyrir baunadisk. Því þarf að ræða kvaðirnar sem fylgja inngöngu í bandalagið ekki síður en hugsan- legan ávinning sem gæti orðið að inngöngu. Ungt fólk, sem ætla má af skoðanakönnun að hafi áhuga á ingöngu íslands í banda- lagið, veit ef til vill ekki hvaða kvaðir fylgja inngöngunni og Gunnar Guðbjartsson skrifar hverjum stjórnarfarslegum rétt- indum þarf að fórna með inngöngu í bandalagið. Eg þykist vita að þeir menn séu til í landinu sem veitt geta fræðslu um málið. Því vil ég koma á fram- færi nokkrum spurningum og treysti því að þeim verði svarað af þeim þingmönnum eða öðrum, sem hafa kynnt sér málið. Spurningarnar eru þessar: 1. Hver eru helstu atriði í Rómarsáttmálanum sem fela í sér afsal eða takmörkun ein- stakara ríkja á ákvörðunar- rétti um einstök efnahagsleg og stjórnarfarsleg mál? 2. Hverjum breytingum hefur sáttmálinn tekið á undanförn- um árum? 3. Hvaða áhrif hefur yfirstjóm EBE á eftirtalin mál: a) Verðlagsmál einstakra vöruflokka innan svæðisins, t.d. landbúnaðarvara? b) Launamál. Hefur sam- eiginlegur vinnumarkaður áhrif á launakjör innan ein- stakra nkja bandalagsins? c) Skattamál. Eru sameigin- legar reglur um skatta innan bandalagsins? Þegar ég ræði um skatta á ég einnig við launatengd gjöld, sem eru hluti af kjarasamningum eða bundin af þeim, svo sem launaskattur, tryggingagjöld, orlofsfé og fleira þess háttar. d) Nýting náttúruauðlinda. Hverjar eru reglur um nýtingu náttúruauðlinda, svo sem veiðar sjávardýra, fallorku vatna, jarðhita, námur o.fl. Fáist ekki skýr svör við framangreindum spurn- ingum tel ég að óhreint mjöl sé í pokahorninu og verið sé að blekkja ís- lensku þjóðina til að af- sala sér mikilvægum sjálfsákvörðunarrétti og jafnvel sjálfstæði sínu Eru samræmdar reglur í bandalaginu um þessi mál? e) Bankamál. Hvaða reglur gilda um flutning fjár á milli einstakra ríkja og hafa einstök riki engan rétt til að takmarka eða setja reglur um innflutn- ing eða notkun erlends fjár og vaxtakjör þess innan sinna landamæra? 4. Þurfa einstök riki að hlýta öllum reglum, sem meirihluti ríkjanna samþykkir eða hafa þau neitunarvald? 5. Geta einstök ríki sagt sig úr bandalaginu? 6. Geta einstök riki gert við- skiptasmninga við ríki utan bandalagsins svo sem Sovét- ríkin eða Austur-Evrópuríki eða er eingöngu á sviði EBE að gera slíka samninga? 7. Hvaða reglur gilda í EBE um almanna tryggingar? Geta einstök ríki sett lög um al- manna tryggingar, sem gilda einungis fyrir þegna viðkom- andi ríkis, en t.d. ekki fyrir farandverkafólk, sem á heim- ili í öðrum ríkjum innan bandalagsins? 8. Eru í bandalaginu sameigin- legar reglur um heilbrigðis- þjónustu eða er hverju riki frjálst að setja lög og reglur um það efni, sem gildi einung- is fyrir þegna viðkomandi ríkis? 9. Hvaða reglur gilda um sigl- ingar bæði á sjó og í lofti innan bandalagsins eða gilda ein- ungis alþjóðareglur og al- þjóðasamningar um þau svið? 10. Gilda samræmdar reglur varðandi notkun lyfja og aukaefna við matvælafram- leiðslu innan EB? Gilda sam- ræmdar reglur um eftirlit með mengun vatnsbóla og loftmengun og hafa einhverj- ir aðilar eftirlit með að slíkar reglur séu haldnar? 11. Nýlega hefur verið sagt frá umræðum um sameiginlegan gjaldmiðil fyrir allt banda- lagssvæðið. Ekki varð af samkomulagi nú um slíka lausn. En er hverju ríki þá heimilt að breyta gengi síns gjaldmiðils, án samþykkis yfirstjórnar EBE eða er slík ákvörðun háð samþykki þess? Ég hef ástæðu til að spyrja fleiri spuminga um þetta mikilvæga mál. Ég vil sj á hvort ég fæ svör við þessum spurningum. Fáist ekki skýr svör við framangreindum spumingum tel ég að óhreint mjöl sé í pokahorninu og verið sé að blekkja íslensku þjóðina til að afsala sér mikilsværðum sjálfs- ákvörðunarrétti og jafnvel sjálf- stæði sínu. Og þetta sé gert annað hvort af vanþekkingu þeirra, sem um málin fjalla, ellegar af ímynd- uðum ávinningi af inngöngu í bandalagið. Ýmisiegt í umræðu fjölmiðla í vetur og vor bendir til þeirra áttar. Gunnar Guðbjartsson er fyrrum framkvæmdastj óri Framleiðsluráðs landbúnaðarins. MINNING í efstu bekkjum Mennta- skólans í Reykjavík 1944-46 urð- um við Ingimar Jónasson miklir mátar. Bápir körpuðum við á málfundum, báðir vorum við kunningjar Aðalsteins Jóns- sonar, síðar efnafræðings. Báðir lögðum við síðan stund á hag- fræði, hann hér heima, ég í grannlandi, og prófi lukum við sama ár, 1951. Ari síðar hóf Ing- imar störf á Hagstofu íslands. Þar var hann fulltrúi Þjóðskrár frá 1953 og deildarstjóri frá 1964. Landsmál ræddum við Ingimar að staðaldri í hálfan fimmta ára- Ingimar Jónasson tug. Sjaldan vorum við á einu máli, þótt sjaldan bæri okkur mikið á milli. í stríðslok snerist Ingimar eindregið gegn herstöðv- akröfunum, og losnuðu þá tengsl hans við Álþýðuflokkinn, sem hann hafði áður stutt dyggilega. Hann gekk í Þjóðvamarflokkinn við stofnun hans. Sat hann í mið- stjórn flokksins 1953-63, og var formaður flokksfélagsins í Reykjavík 1956-57. Síðar var Ingimar í Samtökum frjálslyndra og vinstri manna og sat í mið- stjórn þeirra 1972-79. Á vegum þeirra var hann í framtalsnefnd Kópavogs 1970-78. Ingimar Jónasson var í lægra meðallagi á hæð, fremur þéttvax- inn, brúnhærður, brúneygður, •vel máli farinn og hafði næmt skopskyn. Hann átti traust sam- starfsmanna sinna og kunningja, sem fólu honum ýmis trúnaðar- störf. Þannig var hann í stjórn Fé- lags viðskiptafræðinga 1956-57 og í fulltrúaráði BHM 1962-66, formaður Félags starfsmanna stjórnarráðsins 1965-66 og vara- formaður þess næstu tvö ár. í tómstundum sínum las hann bækur, einkum um innlend efni, að mér virtist, og varð hann mjög vel að sér í sögu landins frá ofan- verðri síðustu öld. Á mig sótti stundum sú hugsun, að í honum sæi ég kynslóð okkar, eins og mótast hefði, ef landið hefði ekki orðið vettvangur alþjóðlegra átaka og samskipta, heldur hald- ist innan skandinavisks menning- arsvæðis. Þannig verða minning- ar um gengna vini, áður en varir, að broti úr sjálfsævisögu, því að þeir voru hluti úr lífi okkar, sem með þeim hverfur, jafnvel þótt maður komi í manns stað. Reykjavík, 14. júlí 1989 Haraldur Jóhannsson Þriðjudagur 18. júlí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.