Þjóðviljinn - 18.07.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.07.1989, Blaðsíða 7
hitaveitutönkunum. Mynd: Jim Smart. Þversögn velferðarþjóðfélagsins Húsnæðislaus 75% öryrki í tjaldi Valgeir Gunnarsson: Nýkominn út afgeðdeild Landspítalans og hefur ekkifengið neina fyrirgreiðslu opinberra aðila um húsnœði. Fjölskyldan tvístruð og hahn á engan að. Eg er 75% öryrki eftir bflslys og á þar að auki við andleg vandamál að stríða. Síðasta hálfa mánuðinn var ég á Geðdeild Landspítalans og er nýkominn þaðan. Síðan þá hef ég verið húsnæðislaus og ekki fengið neina fyrirgreiðslu hjá opinberum aðil- um þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um. Ég varð því að leigja mér tjald og tjalda hér í Öskjuhlíð þar (þrjá daga hírðist Valgeir Gunnarsson í leigutjaldi í öskjuhlíð. Stuttu eftir viðtalið við Þjóðviljann kom lögreglan og bað hann áð hafa sig á brott þar sem bannað væri að tjalda þar. Þá lá leiðin inn í Laugardal en þar var honum vísað frá á þeirri forsendu að hann ætti lögheimili í borginni. Ekki er vitað hvar Valgeir er núna niðurkominn. Mynd: Jim Smart. til úr rætist, sagði Valgeir Gunn- arsson 24 ára. Að sögn Valgeirs bjó hann til skamms tíma í húsnæði Fé- lagsmálastofnunar Kópavogs að Dalbrekku 6 með tveim einstak- lingum öðrum. Síðan var húsið rifið og var þá Valgeiri neitað um fyrirgreiðslu á meðan sambýlis- menn hans fengu inni hjá stofn- uninni í öðru húsnæði. Éftir það hefur hann verið í húsnæðishraki og að eigin sögn hefur það leitt hann út í slæman félagsskap, en til skamms tíma fékk bjó hann að Hverfisgötu 72 og á lögheimili þar. Þá hafa kunningjar hans skotið yfir hann skjólshúsi endr- um og eins eftir því sem það hefur verið hægt. Hafði samband fyrir 1-2 mánuðum Að sögn Birgis Ottóssonar for- stöðumanns húsnæðisdeildar Félagsmálastofnunar Reykjavík- ur hafði Valgeir samband við stofnunina fyrir einum - tveimur mánuðum og þá stóð honum til boða að fá inni til bráðabirgða í gistiskýlinu að Þingholtsstræti 25 sem stendur enn, en síðan þá hef- ur hann ekkert samband haft við hlutaðeigandi. Birgir sagði þá gera allt sem í þeirra valdi stæði til að koma skjólstæðingum sín- um í hús og sagðist hann ekkert skilja í Valgeiri að hafa ekki haft samband við þá áður en hann tók upp á því að tjalda í Öskjuhlíð- inni. Birgir sagði einnig að bið - listar eftir húsnæði væru álíka og verið hefði en þó ekki meiri en svo að til neinna vandræða væri. Birgir lagði áherslu á að stofnun- in gerði allt sem í hennar valdi stæði til að útvega þeim sem til hennar leituðu húsnæði til bráða- birgða í stað þess að þurfa að tjalda í Öskjuhlíðinni eða annars- staðar. Viðlegubúnaður Valgeirs í tjaldinu samanstóð aðeins af svefnpoka og matvælum af skornum skammti: Mynd: Jim Smart. Valgeir mótmælir því að hann hafi ekki haft samband við hús- næðisdeild Félagsmálastofnunar á umræddum tíma. Staðreyndin sé hins vegar sú að hann hafi notfært sé aðstöðuna í gistiskýlinu einu sinni en verið síðan meinaður að- gangur af húsverði. Eftir það hafi hann ekki séð neina ástæðu til að koma þangað til þess eins að láta vísa sér á dyr. Einn og yfirgefinn Valgeir segir erfiðleika sína stafa einkum af slæmum félags- skap sem hann hefur lent í auk þess sem bágbornar heimilisað- stæður hafi einnig átt þar stóran hlut að máli. Faðir hans og móðir skildu þegar hann var ungur og frá þeim tíma hefur hann verið hér og þar. Sjálfur segir hann móður sína vera drykkjusjúka og eiga jafnframt við geðræn vanda- mál að stríða og samband þeirra lítið sem ekkert. Faðir hans býr austur á fjörðum þar sem einn af bræðrum hans býr einnig. Sam- band Valgeirs við þá hefur nánast ekkert verið sem og við aðra ætt - ingja sem hann á.Þó dvaldi hann um tíma hjá föður sínum eystra en líkaði ekki vistin og hvarf aftur suður. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Valgeir oft verið til meðferðar á Vogi og einnig Hlaðgerðarkoti auk geðdeildar Landspítalans. Þá hefur hann hlotið tveggja ára skilorðsbundinn dóm sem hann segir mest vera út af uppsöfnuð- um brennivínssektum. Sér til framfærslu fær Valgeir .tæpar 40 þúsund krónur sökum örorku sinnar og til viðbótar um 1500 krónur á viku í framfærslustyrk frá Félagsmálastofnun Reykja- víkur. Hann hefur verið atvinnu- laus í langan tíma og að eigin sögn ekki fundið vinnu við sitt hæfi. - Ég er búinn að vera hér í Öskjuhlíðinni í tjaldi í þrjá daga og sé ekki að það muni breytast neitt á næstunni nema einhver geti skotið yfir mig skjólshúsi til bráðabirgða. Kerfið virðist alveg vera vonlaust til bjargar hvað mig snertir og ég tel mig vera leiksopp þess án þess að hafa unnið nokk- uð til þess ama, sagði Valgeir Gunnarsson. -grh Þridjudagur 18. júlf 1989 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.