Þjóðviljinn - 25.07.1989, Side 6
ERLENDAR FRETTIR
Heildarupphæö vinninga
22.07 var 3.752.604,-.
Enginn hafði 5 rétta sem
var kr. 1.727.811,-.
Bónusvinninginn fengu 7
og fær hver kr. 42.910,-.
Fyrir 4 tölur réttar fær hver
4.585,- kr. og fyrir 3 réttar
tölur fær hver um sig 321,-'
kr.
Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir útdrátt í
Sjónvarpinu.
Sími 685111.
Upplýsingasímsvari 681511.
Lukkulína 99 1002
Sovétríkin
Verkföllin em örþrifaráð
Kommúnistaflokkurinn og verkalýðsfélögin hafa brugðist verkafólki
ogþvígrípurþað tilþess örþrifaráðs að leggja niður vinnu. Opinskáar
umrœður á neyðarfundiÆðsta ráðsins ígœr
Verkföll námamanna um ger-
völl Sovétríkin eru örþrifaráð
því Kommúnistaflokkurinn og
hin opinberu verkalýðsfélög hafa
brugðist þeirri skyldu sinni að
verja rétt verkamannna, sagði
einn fulltrúa í Æðsta ráði Sovét-
ríkjanna, löggjafarsamkomu
þeirra, á miklum hitafundi í gær
en til hans var boðað gagngert í
því augnamiði að fjalla um vinnu-
deilurnar þar eystra. Ekki sér
fyrir endann á þeim.
Umræðurnar þóttu óvenju op-
inskáar. Ýmsir þingmanna vöktu
athygli á hættunni á því að verk-
föll skyllu á í öðrum atvinnu-
greinum og sögðu mikla spennu
ríkja á kolanámusvæðum.
„Þetta er örþrifaráð," sagði
Júríj Golik, þingfulltrúi frá Kúz-
bass í Síberíu, en þar hófst verk-
fallið. „Fyrsta sprengjan er
sprungin og nú má búast við
keðju sprenginga,“ sagði Alexej
Bojko, fulltrúi frá Donbass í
Úkraínu þar sem fjölmargir
námamenn sitja auðum höndum.
„Það er ekki sápuskorturinn sem
veldur ókyrrð heldur hið algera
réttleysi. Námamenn í Dónetsk
treysta engum og trúa engu
lengur. Svona er nú komið fyrir
okkur...enginn snýst til varnar
verkamönnum, ekki vinnunefnd-
ir, ekki verkalýðsfélög, ekki
flokksdeildir. Enginn gætir
hagsmuna þeirra, þetta er kjarni
málsins."
Níkolaj Fjodorov, fulltrúi frá
borginni Tsjebokharíj við rætur
Úralfjalla, lagði þetta til mál-
anna: „Þetta eru ekki bara verka-
menn í verkfalli. Þetta er þjóðin
öll á barmi örvæntingar.“
Forseti Sovétríkjanna, Míkhaíl
Gorbatsjov, hlýddi alvarlegur í
bragði á þessa vitnisburði um ör-
væntingu verkamanna og ógnar-
mikla erfiðleika við framkvæmd
perestrojku, stefnu hans um ný-
sköpun í efnahagslífinu. Hann
kom fram í sjónvarpi á sunnudag
og hét á námamenn í þriðja skipti
að láta af verkföllum sínum og
snúa aftur til vinnu. Hermt er að
hann hafi verið áberandi þreytu-
legur í sjónvarpi og á köflum rek-
ið í vörðurnar.
Hann endurtók síðan áskoran-
ir sínar við upphaf neyðarfundar-
ins í Æðsta ráðinu í gær. Hann
ítrekaði fyrri ummæli um að
verkföllin væru þjóðarbúinu afar
þung í skauti og gætu hæglega
breiðst út.
Fréttir frá verkfallssvæðum í
gær hermdu að nám væri hafið á
ný í kolanámum Kúzbass í Síber-
íu og Karaganda í Mið-Asíu.
Hinsvegar væri ekkert unnið í
námunum í Petsjóru og við borg-
irnar Pavlovgrad og Voroshílov-
grad, vestan og norðan Dónetsk.
Námamenn í Kúzbass héldu til
vinnu um helgina eftir að sérstök
samninganefnd frá valdhöfum í
Moskvu féllst á obbann af kröf-
Georgía
Niður með
Rússaveldi!
Rúmlega 20.000 Georgíumenn
örkuðu um götur Tbílísí,
höfuðborgar lýðveldisins, í gær,
veifuðu fánum og hrópuðu
slagorð á borð við: Niður með
Rússaveldi! Meðan þessu fór
fram var allt athafnalíf borgar-
innar í lamasessi.
Mannfjöldinn hélt sem leið lá
að torginu þar sem herinn framdi
fjöldamorð á Tbílísíbúum fyrir
þremur og hálfum mánuði.
Gangan lagði aðalstræti borgar-
innar, Prospekt Rustaveli, alveg
undir sig en þegar að torginu kom
dóu slagorðin út og grafarþögn
ríkti í mínútu meðan mótmæl-
endur minntust 20 landa sinna
sem hermenn myrtu með eitur-
gasi, kylfum og hvesstum skóflu-
blöðum þann 9. apríl.
Áður var skollið á allsherjar-
verkfall í borginni, sögðust þátt-
takendur krefjast sjálfstæðis lýð-
veldisins og ennfremur vera að
mótmæla framkomu stjórnvalda í
Moskvu í róstunum í Abkhasíu,
sjálfstjórnarhéraði í Georgíu.
Þar hafa Georgíumenn og
Abkhasar borist á banaspjót að
undanförnu og a.m.k. 20 menn
fallið í valinn.
Um þær deilur sagði ung mót-
mælakona í Tbílísí: „Þetta er
okkar land en þeir lögðu það
undir sig og stjórnin í Moskvu
hlýðir aðeins á þeirra fulltrúa.“
Reuter kom einnig að máli við
þekktan þjóðernissinna í Georg-
íu, Zviad Kaltaradze, sem út-
skýrði markmið mótmælenda:
„Við krefjumst frelsis. Og með
frelsi á ég við algjört sjálfstæði til
handa Georgíu. Við erum
sannfærð um að við getum öðlast
það. Við munum sigra!“
Reuter/ks
Gorbatsjov stýrir þingfundi. Enn syrtir í álinn.
um þeirra, þar á meðal um aukið
úrval neysluvarnings og matvæla,
vaktaálag og að heimamenn
fengju að hafa hönd í bagga með
ráðstöfun ágóðans af vinnslu
námanna.
Bæði Gorbatsjov og Níkolaj
Ryzhkov forsætisráðherra hafa
lýst yfir að öllum kolanáma-
mönnum standi til boða ávinn-
ingar Kúzbass-samningsins en
ýmsir hagfræðinga fullyrða að
slíkt gæti haft ófyrirsjáanlegar af-
leiðingar og jafnvel riðið sovésku
efnahagslífi að fullu.
En varaforsætisráðherrann og
umbótahagfræðingurinn Leóníd
Abalkín varði stefnu stjórnvalda
með svofelldum orðum á þing-
fundi í gær: „Það er algjört for-
gangsverkefni að reyna að
tryggja pólitískan stöðugleika og
stemma stigu við frekari vinnu-
deilum." Reuter/ks
Japan
Þáttaskil í þingkosningum
Sosuke Uno, forsætisráðherra
Japans, lýsti í gær ábyrgð á
hendur sér eftir ósigur Frjáls-
lynda lýðræðisflokksins í þing-
kjöri á sunnudag og kvaðst hafa í
hyggju að víkja úr embætti. Hann
lýsti yfir að söluskattshækkun og
fjármálaspilling ættu sök á óför-
um flokks síns en vék ekki orði að
eigin fjöllyndi. Hermt er að það
hafi ekki síður stuðlað að því að
stjórnarflokkurinn galt afhroð í
kosningunum til efri deildar
þingsins og hefur ekki lengur á að
skipa meirihluta fulltrúa. Annað
eins hefur ekki gerst í Japan frá
því Frjálslyndi lýðræðisflokkur-
inn var stofnaður 1955.
„Ég ber höfuðábyrgð á óförun-
um. Þjóðin hefur kveðið upp
dóm og við verðum að beygja
okkur undir hann,“ sagði forsæt-
isráðherrann á fréttamannafundi
í gær.
Uno sagðist ætla að gegna
embætti uns arftaki fyndist. Það
getur tekið drjúgan tíma því
reyndir forystumenn með
hreinan skjöld virðast ekki liggja
á lausu í öflugasta stjórnmála-
flokki Japans.
Reuter/ks
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd
Vatnsveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboöum í
framkvæmdir viö efnisskipti í lagerplani á lóö
Vatnsveitu Reykjavíkur.
Uppgröftur og brottflutt efni er áætlaö 12000 m3
og fylling (Bögglaberg) er áætlað 5000 m3.
Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri aö Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 10.000,- skila-
tryggingu. Tilboðin veröa opnuö á sama staö
þriöjudaginn 1. ágúst 1989 kl. 11.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Friklrkjuvegi 3 - Simi 25800
Stór hverf i í
Þingholtunum
þiÓDVILIINN
Hafið samband viö afgreiðslu
Þjóöviljans í síma 681663/681333