Þjóðviljinn - 26.07.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.07.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar í miðjum vrtahring Þegar menn reyna aö svara því, hverníg standi á því aö efnahagslíf jafnólíkra samfélaga og hins pólska og hins argentínska er í kalda koli, þá nefna menn helst til altæka miðstýringu sem brást, ríkisrekstursem barsig ekki og fleira þessháttar. Og vitanlega skipta þessir þættir máli. En þegar skoöuö eru þessi og önnur dæmi um ríki, sem kannski eru ekki „vanþróuö" heldur misþróuð (eiga til dæmis allöflugt menntakerfi), og spurt hverja leiö þau eigi út úr stööu sinni og inn í klúbb hinna ríku og háþróuöu, þá verðurfátt um svör. Menn grunar nefnilega aö þaö væri ekki nóg, hvorki fyrir Argentínu né Pólland eða önnur skyld ríki, aö taka upp hinn eina „rétta“ markaðsbúskap. Kannski hafi þau misst af þró- unarlestinni fyrir fullt og allt. Svo mikiö er víst, aö margt bendir til þess aö hin fátækari lönd heimsins, þau sem stundum eru einu nafni kölluö „suöriö" í andstæöu viö hiö háþróaða og ríka „noröur", séu stödd í blindgötu. Vegna þess að hvaðeina sem gerist í efnahagslegri þróun kemur þeim ekki aö haldi, nema síður væri, heldur þeim ríku í noröri. Um langan aldur hafa iðnríkin í noröri haft mikla þörf fyrir „suörið", sem sá þeim fyrir matvælum til ört vaxandi borga og hráefnum til iönaöar. Nú getafátækari löndin miklu síður en áöur lifað á útflutningi matvæla vegna þess hve hátækni- landbúnaður í Evrópu og Norður-Ameríku er afkastamikill. Skýrt dæmi um þá þróun er t.d. það aö heimsmarkaðsverð á sykri er nú kannski aðeins sjöundi hluti af því sem var þegar best gekk. Hér viö bætist, aö hráefni úr suðri falla í verði vegna minnkandi eftirspurnar sem stafar af framförum í efnafræöi og líftækni í ríkustu löndunum. Það verður því æ erfiðara fyrir „suðrið" að borga fyrir það fjármagn sem átti aö lyfta þeim löndum úr vanþróun, já og fyrir þann iðnvarning sem þau geta ekki framleitt sjálf. Og þær smugur sem þau áttu þrengjast stööugt. Á sínum tíma gátu t.d. Tævan og Suður-Kórea byrjað umtalsverða iðn- væðingu á því að bjóða fram ódýrt vinnuafl. Það var þá að verulegur hluti vefnaðar- og fatasaums flutti til slíkra landa frá Bandaríkjunum og öðrum löndum tiltölulegra hárra launa. Slíkar og þvílíkar leiðir út úr vanþróun eru enn síður færar en þær áður voru. Aukin sjálfvirkni í framleiðslu dregur enn úr hlut vinnulauna í framleiðslukostnaði í háþróuðum löndum og gerir það því ekki eins hagstætt og áður að flytja vinnufreka framleiðslu eða framleiðsluþætti suður á bóginn. Og síðan er að nefna það, að hvað sem líður hjali um frjáls viðskipti eru hin öflugu iðnríki í vaxandi mæli að slá um sig verndarstefnumúr. Til dæmis er mikill hluti innflutnings til Bandaríkjanna háður kvótum (einna mest á sviði tilbúins fatnaðar) - og þessir kvótar bitna helst á fátækari viðskipta- löndum. Ennfremur ber mjög á vaxandi viðleitni til að nota einkaleyfarétt til að koma í veg fyrir að ýmiskonar hátækni nái fótfestu í þróunarlöndum. Að vísu gerist það enn að viss svæði í þróunarlöndum eru eins og innlimuð í heimsbúskap hinna tæknivæddu - þar sem saman kemur hentug lega, ódýrt vinnuafl og fleira. Dæmi eru þá tekin af eyjum í Karíbahafi, norðurhéruðum Mexíkó, strandhéruðum Kína osfrv. Um leið er þá stórum þjóðfélagshópum, heilum borgum, stórum héruðum í sömu löndum, já og heilum ríkjum eins og kippt úr sambandi við alla þróun. Þar með eru miljarðar manna dæmdir til þess allsleysis, sem gerir allan bjartsýnissöng um meiri hagvöxt og meira ríkidæmi í „norðri“ meira en dapurlegan. KLIPPT OG SKORIÐ Ó mín bjórdollan blíða Áður en sterkur bjór fór að streyma hér úr krönum þann fyrsta mars deildu menn hart um væntanleg áhrif hans. Þeir sem glaðastir voru héldu að enginn vandi fylgdi drykknum, þvert á móti gerðu þeir sér vonir um að menn færu nú að stunda ein- hverja göfugmennsku sem kallast bjórmenning og ku vera fólgin í því að allir eru létthífaðir í góð- um, skemmtilegum og syngjandi félagsskap, og engum leiðist lengur í einmanaleikanum og firringunni. Slík sæla í bjór verður náttúr- lega hvorki sönnuð né afsönnuð, nema hvað við vitum að eitthvað hefur dregið úr því hjali að bjór sé sá gleðigjafi sem mikið um munar. Viðbót við annað En svo er það hin staðhæfingin sem andstæðingar bjórs höfðu talsvert á lofti. Þeir sögðu að sterkur bjór drægi ekki úr áfeng- isneyslu, heldur bættist hann við þá sem fyrir var. Og nú hafa menn fengið fyrstu tölurnar sem að þessari hlið málsins lúta og geta farið að rífast um þær í agúrkutíð á milli efnahagsráð- stafana ríkisstjórnarinnar. Tölurnar eru á þá leið, eins og menn hafa væntanlega séð í frétt- um, að áfengisneysla hefur aukist hér á landi um þrjátíu og sex prósent í alkóhóllítrum talið fyrstu sex mánuði ársins - miðað við fyrstu sex mánuði ársins í fyrra. Það fylgir fréttinni að sala á léttum vínum hafi dregist veru- lega saman á þessum tíma, sala á viskí og vodka hefur reyndar skroppið saman tölvert líka. En það munar svo mikið um bjórinn að áfengið í honum fer langt fram úr því að „bæta upp“ sölutap ÁTVR í öðrum tegundum. Hvernig túlkum við tölur? Og nú geta menn byrjað að ríf- ast. Til dæmis var skrifaður leiðari um bjórþambið í DV á mánudaginn og hann gekk allur út á það að gera sem minnst úr vandanum. Ifyrsta lagi var sagt sem svo, að þessar tölur geti ekki gefið rétta mynd af átsandinu. Samanburðurinn sé skakkur vegna þess að ÁTVR hafði engar tölur um það hve mikið af smyglbjór kom inn í landið í fyrra - en botninn hafi dottið úr slíku smygli eftir að sterkur bjór var leiddur í lög. Það er nokkuð til í þessu. Og þó skal á móti bent á það, að hin mikla aukning á inn- byrtu áfengismagni gerist öll á aðeins þriggja mánaða tíma - fyrstu þrjá mánuði ársins voru bjórsölumál nákvæmlega eins og þau höfðu verið í fyrra. Það fer semsagt varla milli mála að hér er um verulega aukningu á áfeng- isneyslu að ræða. Lætin og bölið Fleira er tínt til í leiðara DV (sem hefur dregið til sín ýmislegt af því sem sjá má einnig í lesenda- bréfum um bjór). í fyrsta lagi segir, að íslendingar fari að öllu með offorsi, þeir muni átta sig þegar nýjabrum fer af bjórnum og nota hann minna en núna. Svar við þessu: þetta vitum við ekki, eins getur verið að bjórinn skapi nýja og neyslufreka siði, eins og vikið skal að nánar síðar. í öðru lagi segir, að óttinn við að „áfengisvandamál, almenn ó- regla og vandræði vegna drykkju- láta mundu aukast“ hafi ekki reynst á rökum reistur. Eða eins og leiðarinn fullyrðir: „lögreglu, leigubifreiðastjórum og veitinga- húsamönnum ber saman um að ofdrykkja og ólæti hafi minnkað. Fólk neytir bjórs í stað sterkra drykkja og ölvun er áberandi minni og hófsamari." Vitanlega er ekki nema gott eitt um það að segja ef ölið nýja gerir menn heldur daufari til slagsmála en brennivín. En menn gái að því að „vandræði vegna drykkjuláta“ eru aðeins einn partur af áfengisvanda og alls ekki sá stærsti. Þó dragi úr drykkjulátum er þar með ekkert sagt um að „ofdrykkja hafi minnkað" - og enn síður er hægt að láta sem „áfengisvandamál" hafi eitthvað skroppið saman. Lúmskur drykkur Satt að segjaþarf ekki lengi að spyrja þá sem oest þekkja til á- fengisvandamála til að komast að því, að bjór hefur nú gert tölverð- an usla meðal þeirra sem ekki mega áfengi smakka án þess allt fari á hvolf. Alkóhólistar eru, eins og menn vita, miklir meistar- ar í að blekkja sjálfa sig og aðra - og ein blekkingin sem nú breiðir mjög úrsérer sú, að menn þoli þó andskotakornið að fá sér einsog einn bjór. Þar með er því ekki haldið fram, að allt eigi að miða við alk- óhólista þegar bjórpólitík er rek- in, þeir eru minnihluti og kæra sig vart um það sjálfir að fara að segja meirihlutanum bjórglaða fyrir verkum í þessum efnum. En sú afneitun á vandanum sem skýtur fljótlega upp kolli, hjá sumum alkóhólistum að minnsta kosti - hún er líka til úti um allt þjóðfélag. Og afneitunin er ein- mitt fólgin í því sem að ofan var rakið: að menn líti ekki á bjór sem áfengi. Bjór er í umtali allskonar eigin- lega allt annað: hann greiðir fyrir Iyst á kjöti og öðrum matvælum, hann svalar þorsta, hann leysir hnúta félagslífsins og ástalífsins, hann bætir svefn, hann er seðj- andi, hann hefur fagurfræðilegt gildi með sinni líflegu froðu í rétt hönnuðu glasi. Og þar fram eftir götum. Hann er einhvernveginn allt annað en áfengi í vitund manna - eða þá svo ómerkilegur sem áfengi að ekki tekur því að hafa áhyggjur af. Og í skjóli þessa Iéttúðarálits getur hann sótt fram sem nýr og neyslufrekur og fjár- frekur daglegur vani („þetta er allt í lagi, ég er bara að drekka bjór“). Því gæti sú spá að íslend- ingar ættu eftir að draga úr bjór- kaupum eftir hveitibrauðsdaga síns sambýlis við hann' reynst falsspá. Og því er meira en líklegt að sú spá rætist sem áður var í vitnað: að sterkur bjór sé viðbót við fyrri áfengisneyslu og auki á- fengisvandann - blátt áfram vegna þess að því meira sem inn- byrt er af áfengi þeim mun stærri er alkóhólvandinn. Hér er ekki verið að skera upp neina herör gegn bjór, maður guðs. En minnt á það, að það er óþarft og skaðlegt að telja sjálf- um sér trú um að bjór sé „ekkert mál“. ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6*108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjóri: Árni Bergmann. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrlr blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (ijósm.), Kristófer Svavarsson, ólafur Gíslason. SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Þorf innur Omarsson (íþr.), ÞrösturHar- aldsson. Framkvæmdostjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir Utbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Áskrlftarverð á mánuði: 1000 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 26. júlí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.