Þjóðviljinn - 26.07.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.07.1989, Blaðsíða 12
Sigríður Sæmundsdóttir ræstitæknir: Það eru 50 þúsund krónur á mánuði fyrir fjögurra herbergja íbúð sem mér finnst vera glæpsamlega há upphæð. Þessu þarf auðvitað að breyta en hvernig veit ég ekki. Guðrún Agnarsdóttir þingmaður: Ég kann ekki að nefna ákveðna upp- hæð en þær tölur sem ég hef heyrt al- mennt nefndar eru yfirleitt ekki í sam- ræmi við laun fólks. Þær eru alltof háar og stafa ma. af skorti á félagslegum íbúðum sem verður að bæta úr. P^SPURNINGIN’" Hvað er hæsta húsa- leiga sem þú hefur heyrt um? þiómnuiNN Miðvikudagur 26. jglf 1989 128. fölublað 54. örgangur SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Þórunn Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur: Ætli það sé ekki rúmar 50 þúsund krón- ur á mánuði fyrir fimm herbergja íbúð og svo virðist sem lítill munur sé á leigu stórra sem lítilla íbúða. Ég hef ekki lausn á reiðum höndum en þessu þarf að breyta hið fyrsta með einhverjum ráðum. „Eg keppi til að sigia“ segir Sigurbjörn Bárðarson, stigahæsti knapinn á íslandsmótinu Rögnvaldur Pétursson viðskiptafræðingur: Það mesta sem ég hef heyrt um eru 45 þúsund krónur á mánuði fyrir þriggja herbergja íbúð. Lausnin á þessu er ma. fólgin I því að hraða byggingu kaupleiguíbúða auk þess að fjölga stú- dentagörðum hér í höfuðborginni. Rúnar Þór Pétursson tónlistarmaður: Það hæsta sem ég hef heyrt um eru 45 þúsund krónur á mánuði fyrir tvö lítil herbergi og eldhús. Til lausnar gæti ver- ið að byggja margar kaupleiguíbúðir. Islandsmótið í hestaíþróttum, hið tólfta í röðinni, var haldið í Vindási við Borgarnes um helg- ina. Mót hestamanna eru núorðið haldin til muna oftar en áður var, enda eru hestamenn farnir að kunna vel til verka við skipulagn- ingu - bæði móta og aðstöðu við kcppnissvæði. „Þetta var vel heppnað mót,“ sagði Sigurbjörn Bárðarson, sem hlaut margan sigur á þessu móti sem oft áður. „Tímasetningar standast núorðið í aðalatriðum og mótssvæðið hjá Borgnesingun- um var frábærlega gott. Það er kominn á þetta stórmótsbragur, menn taka þetta alvarlega. Þetta var hörkuvelskipulagt.“ Sigurbjörn var ekki einn um að ríða hrossum sínum upp í verð- launasæti, enda fjölgar stöðugt keppnis- knöpum á íslandi. Rúna Einarsdóttir tamningamaður var áberandi á mótinu, sigraði í tölti á glæsihryssunni Dimmu frá Gunn- arsholti á Rangárvöllum. „Það er gaman að keppa á móti þessu unga fólki,“ sagði Sigurbjörn. „Þau taka starf sitt alvarlega. Þau eru vel til fara, hrossin þeirra eins vel hirt og kostur er - þetta eru atvinnumenn, hörkufólk sem hefur jafnframt mikla reynslu. Hún Rúna var nú ekki að byrja á þessu í gær. Hún er reyndur knapi, öguð og einbeitt og þannig hugarfar, þannig vinnubrögð skila sér.“ Margt býr í hestinum Blaðamaður hafði það á til- finningunni mótsdagana í Borg- arnesi að fslenskir hestar væru gerbreyttir, orðnir allir aðrir en fyrrum þegar smalamenn riðu til fjalls vor og haust. „Það er rétt,“ sagði Sigur- björn. „Ræktunin hefur skilað okkur betri hestum. Breiddin er orðin miklu meiri en fyrrum. Og ræktunin hefur einnig laðað bet- ur fram á eiginleika sem auðvitað hafa alla tíð búið í hrossinu." Börnin áberandi Daníel Jónsson, ungur meist- araknapi úr Reykjavík sigraði í barnaflokki í tölti á hesti sínum, Geisla. Daníel sigraði einnig í skeiði í unglingaflokki, reið þá hryssunni Glettu. Hjörný Snorradóttir varð stigahæst knapa í unglingaflokki. Sigurbjörn Bárðarson sigraði í fjórgangi fullorðinna og varð jafnframt stigahæstur allra knapa á mótinu. „Ég berst eins og ljón í hverri keppni," sagði Sigurbjörn, þegar blaðamaður spurði hvort unglið- unum í hestaíþróttinni myndi ekki bráðum takast að þoka hon- um til hliðar. „Unga fólkið stend- ur sig vel og það er heiður að því að keppa við það. En ég fer ekki í keppni til annars en að sigra. Svo spyr maður bara að leikslokum." Evropumót næst Næsta stórmót hestamanna verður á Hellu um næstu helgi. Þar verða eflaust margir þeirra sem kepptu í Borgarnesi. Sigur- björn hefur hinsvegar sett stefn- una á Jótland, þar verður haldið Evrópumeistaramót í hestaí- þróttum þeirra sem eiga íslenska hesta og Sigurbjörn er f íslenska landsliðshópnum. Að sjálfsögðu. „Ég er hvergi banginn,“ sagði Sigurbjörn. „Ég ætla mér að vinna. Eins og jafnan áður. Svo sjáum við bara til.“ -GG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.