Þjóðviljinn - 26.07.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.07.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Fiskvinnslan Þrýst á um gengisfellingu Arnar Sigurmundsson: Stefnir Í1300 miljóna tap hjá vinnslunni ef ekkert verður að gert. Tapið nœr helmingi minna en ífyrra. Jón Sveinsson, aðstoðarmaðurforsœtisráðherra: Gengisfelling ekki verið rœdd í ríkisstjórn Samvinnufélaganna, sagði Þjóð- hagsstofnun reikna launa- kostnað, fiskverð og aðra kostn- aðarliði með sama hætti og fisk- Arnar Sigurmundsson, for- maður Sambands flsk vinnslu- stöðva, segir að úttekt á 32 físk- vinnslufyrirtækjum sýni að útlit sé fyrir 1,3 miljarða tap á fisk- vinnslunni í ár, verði ekkert að gert. En tapið á fiskvinnslunni í fyrra er áætlað tæpir 3 miljarðar. Arnar telur að ekki verði hjá því komist að fella gengið, ætli ríkis- stjórnin sér að standa við gefin loforð í síðustu kjarasamningum, um viðunandi rekstrarskilyrði fiskvinnslunnar. Forystumenn Sambands fisk- vinnslustöðva hafa ekki fengið nein bein viðbrögð frá stjórnvöldum vegna þessarar niðurstöðu. Aðstoðarmaður Steingríms Hermannssonar, Jón Sveinsson, sagði Þjóðviljanum að gengisfelling hefði ekki verið til umræðu hjá ríkisstjórninni og bjóst ekki við því að hún yrði á dagskrá á fundi stjórnarinnar á morgun. Samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar er tap fisk- vinnslunnar um 2%. Fiskvinnslu- menn segja tapið hins vegar vera að meðaltali 4,2%. Þessi munur stafar af áragömlum ágreiningi þessara aðila um reikningsaðferð varðandi vaxtakostnað. Utreikn- ingar Þjóðhagsstofnunar fela það einnig í sér að gengistap sem verður vegna gengisfellingar er ekki reiknað til fulls á yfirstand- andi ár, heldur er því dreift í sam- ræmi við lengd lána. Arnar sagði vissulega jákvætt að vextir hefðu lækkað og vaxta- kjör Atvinnutryggingasjóðs væru hagstæð, þetta hjálpaði allt. Nú þyrfti að ná vöxtum enn frekar niður, leiðrétta gengið og svo þyrftu fyrirtæki að halda áfram að hagræða í eigin rekstri. Hafa yrði í huga að hvert prósentustig í tapi væri há upphæð af veltu fisk- vinnslunnar, eða rúmar 300 milj- ónir. Með sama áframhaldi myndi eigið fé fyrirtækjanna brenna upp. Enginn ágreiningur er á milli Þjóðhagsstofnunar og samtaka fiskvinnslunnar um meðferð ann- arra kostnaðarliða vinnslunnar en vaxta. Benedikt Árnason, for- maður Vinnumálasambands vinnslan. „En þetta er síðan ein- hver sjúkdómur varðandi vext- ina,“ sagði Benedikt. Fyrirtækin töpuðu eigin fé vegna þess að kostnaður þeirra væri ekki reiknaður eins og hann væri, heldur væri honum dreift á lengri tíma. Eina leiðin væri að fyrir- tækin fengju að hafa hagnað til uppbyggingar. Þótt það kynni að vera sársaukafullt, yrði ekki hjá því komist að auka tekjur þeirra umfram gjöld. -hmp Knattspyrna Siggi til Arsenal Sigurður Jónsson, knatts- pymumaðurinn knái frá Akra- nesi, hefur ákveðið að ganga til liðs við ensku meistarana Arse- nal og verður samningur þar að lútandi undirritaður á morgun. Sigurður er annar fslendingurinn sem gengur til Iiðs við þetta forn- fræga knattspyrnulið en á undan honum gerði Albert Guðmunds- son sendiherra garðinn frægan með Iiðinu. _grh Náttúrufegurð Hornstranda er stórbrotin og heillar æ fleiri sem þangað leita. Hornbjarg Logn og sól uppá hvem dag Ólafur Þ. Jónsson: Man ekki eftir annarri eins veðurblíðu með 17-18 stiga hita. Umgengniferðamanna með miklum ágœtum Eg man nú bara ekki eftir öðru eins blíðviðri og hér hefur ver- ið allan þennan mánuð með 17-18 stiga hita uppá hvem dag, logn og sól, sagði Ölafur Þ. Jónsson vita- vörður á Hornbjargsvita. Að sögn Ólafs er álíka mikið um ferðamenn á Hornströndum í sumar og verið hefur síðustu sumur, en þeim fer sífellt fjöl- gandi sem láta heillast af þeirri stórbrotnu náttúrufegurð sem þar er að sjá og finna. Þá verður það æ vinsælla að fara með áætl- unarbílnum norður til Ingólfs- fjarðar á Ströndum og ganga norður eftir og enda túrinn síðan með siglingu með Djúpbátnum frá Hornvík til ísafjarðar og/eða öfugt. Ólafur sagði umgengni ferðafólksins vera með ágætum og ekkert uppá það að klaga nema síður væri. Aðspurður hvort eitthvað hefði sést til landsins forna fjanda, hafíssins, sagði Ólafur svo ekki vera nema hvað einstak- ir jakar hefðu sést frá bjarginu. Að öðru leyti sæist ekkert til hans þótt hann væri skammt undan eða um 30 sjómílur norðvestur af Horni. Ólafur sagði of snemmt að segja nokkuð til um það hver berjasprettan yrði nyrðra í sumar þar sem hann heldur seint hefði vorað. En ef blíðan héldist eitthvað áfram væri ekki loku fyrir það skotið að sprettan yrði góð, sem og annað frá náttúrunni við þessar frábæru aðstæður. Þrátt fyrir veðurblíðuna er ekkert lát á snjókomunni á skján- um hjá vitaverðinum á Hornb- jargi og hefur svo verið um ára- raðir. Til að bæta úr því þarf að setja upp sendi á Öxarfjall sem ekki aðeins mundi gagnast heimilsfólkinu í Látravík heldur mundi flotinn einnig njóta góðs af. -grh Lífeyrissjóður Vpsturlands Sex vikna frestur Forystumenn verkalýðsfélag- anna f Borgarnesi, Ólafsvík og Búðardai munu krefjast opin- berrar rannsóknar á starfsemi Lífeyrissjóðs Vesturlands eftir 10. september liggi þá ekki fyrir skýrsla frá þeim aðilum sem ráðuneytið hefur ráðið til að fylgjast með starfsemi sjóðsins, þar sem sérstaklega verði fjallað um ábyrgð stjórnar sjóðsins, banka og endurskoðanda hans. Að sögn Jóns A. Eggertssonar formanns verkalýðsfélagsins í Borgarnesi var þeim Gunnari Zoéga, löggiltum endurskoð- anda og Ara Edwald lögfræðingi í fjármálaráðuneytinu falið að fýlgjast með framgangi verkáætl- unar lífeyrissjóðsins og gera ráðuneytinu grein fyrir fram- vindu málsins. Jafnframt var Gunnari falið að athuga sérstak- lega og taka saman í skýrslu þær athugasemdir sem fram komu í bréfi verkalýðsfélaganna til ráðu- neytisins dagsettu 21. maí. Jón Agnar sagðist ekki vera sammála því að stjórn sjóðsins hefði þurft að samþykkja við- komandi aðila til starfans þegar þess er gætt að í upphafi var farið fram á hlutlausa rannsókn ráðu- neytisins á málinu. -grh Ríkissjóður 3,5 miljarðar á garðana Um næstu mánaðamót mun ríkissjóður greiða út í formi endurgreiðslna á staðgreiðslu- skatti, barnabóta, barnabóta- auka, húsnæðisbóta og vaxtaaf- sláttar upphæð sem nemur um þrem og hálfum miljarði króna. Það munu því margir bíða spenntir eftir póstinum þriðju- daginn 1. ágúst. Að sögn Snorra Ólsens deildarstjóra í fjármálaráðuneyt- inu eru þessar bætur í tvennu lagi, það er úrskurðaðar bætur til álagningar og það sem hins vegar kemur til útborgunar. í millitíð- inni er búið að skuldjafna hjá við- komandi hafi þess verið þörf. Við álagningu 1989 voru úrskurðaðir barnabótaaukar fyrir 840 miljón- ir og 434 þúsund krónur, húsnæð- isbætur fyrir 697 miljónir og 39 þúsund krónur og vaxtaafsláttur fyrir 862 miljónir og 898 þúsundir króna. Þá kemur jafnframt til út- borgunar 3. ársfjórðungsgreiðsla barnabóta sem nemur 727 milj- ónum og 666 þúsundum króna. -grh Atvinnuauglýsingar Nafnlaus fyrirtæki og engin svör Fyrirtœki hafa oftast ekkifyrirþvíað svaraþeim sem ekki fá vinnuna. - Kemur verst niður áfyrirtœkjunum sjálfum, segir Einar Páll Svavarsson hjáÁbendi Við verðum nokkuð mikið vör við að fólk kvarti undan því að fá engin viðbrögð við umsókn- um sem það sendir vegna nafn- lausra atvinnuauglýsinga í blöð- um, sagði Einar Páll Svavarsson starfsmaður hjá ráðningarstof- unni Ábendi. Það hefur tíðkast lengi að fyrirtæki auglýsa lausar stöður án þess að upplýsa hvert fyrirtækið er, heldur óska eftir að fólk sendi inn umsóknir ásamt ýmsum persónulegum upplýsing- um á auglýsingadeildir blaða. Þeir sem ekki eru boðaðir í viðtal heyra sjaldnast meira frá þessum fyrirtækum. Jafnvel þó að það sé tekið fram í augiýsingu að öllum umsóknum verði svarað. - Við skiptum okkur ekki af því hvernig fyrirtæki standa að starfs- auglýsingum en gagnvart þeim höfum við heitið nafnleynd og því gefum við aldrei upp hvaða fyrir- tæki eru að auglýsa, sagði Anna Haraldsdóttir á auglýsingadeild Morgunblaðsins. Hún sagði að það kæmi fyrir að fólk hringdi og kvartaði yfir því að engin svör hefðu borist vegna atvinnu- auglýsinga. Við vitum í flestum tilfellum hvaða fyrirtæki stendur á bak við auglýsinguna og bjóð- umst þá til að koma kvörtunum á framfæri. - Ég held að þetta komi verst niður á auglýsendunum sjálfum því þetta kemur í veg fyrir að á- kveðinn hópur fólks sæki um starfið. Til dæmis veigra þeir sem eru í föstu starfi sér við að senda inn umsóknir vegna nafnlausra auglýsinga, því þeir gætu m.a. átt það á hættu að vera að sækja um hjá fyrirtækinu sem þeir eru að vinna hjá, sagði Einar Páll. - Mér finnst það óþolandi ó- kurteisi að fyrirtæki skuli ekki geta látið svo lítið að svara um- sóknum sem maður hefur fyrir að senda og bíður spenntur eftir að fá viðbrögð við, sagði kona sem sent hefur inn fjölda umsókna eftir auglýsingum úr Morgun- blaðinu en hún segir að svör ber- ist við um það bil einni af hverj- um tuttugu. iþ 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 26. júlí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.