Þjóðviljinn - 26.07.1989, Blaðsíða 9
Guðrún
Guöjonsdottir
látin
Guðrún Guðjónsdóttir rithöf-
undur andaðist á Borgarspítalan-
um þann 25. júlí.
Guðrún fæddist í Reykjavík,
þann 24. desember 1903 og ólst
þar upp. Foreldrar hennar voru
Guðjón Brynjólfsson verkamað-
ur og Guðlaug Eyjólfsdóttir hús-
móðir. Árið 1926 giftist hún Stef-
áni Jakobssyni múrarameistara í
Reykjavík og áttu þau þrjá syni,
Hreggvið, Hrafnkel og Stefán
Má.
Guðrún var hugsjónakona og
lét sig samfélagsmál miklu varða.
Hún gekk snemma til liðs við só-
síalistahreyfinguna, starfaði með
Kvenfélagi sósíalista, Menning-
ar- og friðarsamtökum íslenskra
kvenna og MÍR. Aðalstarf henn-
ar á sviði félagsmála var þó innan
KRON en hún sat í stjórn félags-
ins 1945-1969.
Guðrún var listhneigð og
stundaði vefnað, bæði myndvefn-
að og nytjavefnað auk prjóna-
hönnunar. Hún hélt nokkrar sýn-
ingar á verkum sínum.
Guðrún stundaði ritstörf frá
fimmtugsaldri. Út komu eftir
hana tvær ljóðabækur, Opnir
gluggar árið 1976 og Gluggar mót
sól árið 1988. Aðrar bækursem út
hafa komið á prenti eftir Guð-
rúnu eru barna- og unglingabæk-
ur, bæði frumsamdar og þýddar.
FRETTIR
Húmanistar - Borgaralegar athafhir
Sunnudaginn 9. apríl sl. fór
fram fyrsta borgaralega ferm-
ingin á Islandi. Astæðan fyrir því
að efnt var til athafnar þessarar,
var áhugi hóps ungmenna og að-
standenda þeirra á að marka með
hátíðlegu sniði mót æskunnar og
fullorðinsáranna.
Þann 20. maí sl. var síðan hald-
inn opinn fundur fólks, sem
áhuga hefur á áframhaldandi
starfi í þessum anda, þ.e. að eiga
kost á borgaralegum athöfnum
við helstu tímamót mannlífsins,
og stofnun samtaka, sem m.a.
sæju um og veittu leiðbeiningar
við þau tilefni. Slík samtök
myndu vera með svipuðu sniði og
félög húmanista, sem víða eru til
erlendis.
Á fundinum í maí var stofnað
til tveggja starfshópa. Annar
hópurinn hefur aðallega með
höndum umræðu um hugmynda-
fræðilegan grundvöll væntan-
legra samtaka og mótun stefnu-
skrár þeirra, en hinn hópurinn
hugar að þeirri reynslu sem
fékkst af fyrstu borgaralegu
fermingunni og tekur saman
yfirlit yfir ýmis framkvæmdaatr-
iði. Síðarnefndi hópurinn fjallar
einnig um aðrar borgaralegar at-
hafnir, svo sem nafngift og greftr-
un.
Nú þegar hefur komið í ljós
talsverður áhugi á borgaralegri
fermingu á næsta vori, en þar sem
hún krefst mikils undirbúnings,
sérstaklega með tilliti til nám-
skeiðsins, sem er undanfari henn-
ar, er mikilvægt að þeir sem vilja
fá frekari upplýsingar og e.t.v.
verða þátttakendur hafi samband
við einhverja eftirtalinna sem
fyrst: Hope Knútsson, sími
73734, Ingibjörg Garðarsdóttir,
sími 675142, Sigríður Stefáns-
dóttir, sími 18841.
Ekki er síður mikilvægt að þeir
sem t.d. hafa áhuga á borgara-
legum greftrunum láti frá sér
heyra, þar sem þau tímamót hafa
ýmiss konar lagaleg áhrif, sem
þarf að kanna vandlega, en stefnt
er að útgáfu leiðbeiningarits um
þau mál með haustinu. Ofan-
greindir aðilar gefa allar nánari
upplýsingar.
(Fréttatilkynning)
Norrœn ráðstefna í Skálholti
Ný svör um útbreiðslu iökla á ísöld
Dagana 24.-30. júní síð-
astliðinn, var haldin norræn
ráðstefna í Skálholti, er bar yfir-
skriftina eðlisfrœði-jarðeðlis-
frœði-jarðfrœði þverfaglegar
rannsóknir. Ráðstefnuna sótti 31
erlendur aðili og 17 íslendingar.
Tilgangur ráðstefnunnar var
fyrst og fremst að efla samvinnu
milli norrænna eðlisfræðinga og
jarðvísindamanna. I þeim til-
gangi var safnað saman fuiltrúum
jarðvísindamanna og þeirra er
vinna við eðlisfræðilcgar rann-
sóknir nýtanlegar við lausn á
jarðeðlis- og jarðfræðilegum
vandamálum, sér í lagi á sviði
aldursgreininga, til að kynnast og
Tónlist
Samleikur á gítar
Verk eftir Robinson, Dowland,
Vivaldi, Torroba og Sor, auk
spænskra og suðuramerískra
þjóðlaga verða meðal efnis á gít-
artónleikum þeirra Símonar H.
ívarssonar og Hinriks D. Bjarna-
sonar í austursal Kjarvalsstaða
kl. 18 á morgun.
Símon H. Ivarsson lauk kenn-
araprófi í gítarleik frá Tónskóla
Sigursveins D. Kristinssonar vor-
ið 1975, og einleikaraprófi frá
Tónlistarháskólanum í Vínar-
borg vorið 1980. Hann starfaði
eitt ár sem gítarkennari við Tón-
listarskólann í Luzern í Sviss, en
hefur frá 1981 kennt við Tón-
skóla Sigursveins. Hann hefur
farið í nokkrar námsferðir og hef-
ur haldið fjölda tónleika hér á
landi, í Austurríki og Svíþjóð
undanfarin ellefu ár. Enn fremur
hefur Símon komið fram í sjón-
varpi og útvarpi og stjórnað út-
varpsþáttum um gítar og gítar-
tónlist.
Símon heldur á næstunni til
Svíþjóðar þar sem hann mun
halda níu tónleika. f haust áætlar
hann að leika inn á aðra hljóm-
plötu sína með Orthulf Prunner,
og leika þeir í þetta sinn saman á
gítar og klavíkord. í vetur, eins
og oft áður, munu Símon og Sieg-
fried Kobliza frá Austurríki
halda gítartónleika víða um ís-
land.
Hinrik Daníel Bjarnason
stundaði gítarnám hjá Símoni við
Tónskóla Sigursveins og lauk
þaðan kennaraprófi og
fullnaðarprófi í gítarleik í vor.
Samhliða náminu hefur hann
starfað sem gítarleikari og kenn-
ari og meðal annars sótt nám-
skeið hjá José Luis Gonzáles, Si-
egfried Kobilza og Thorvald Nil-
son. Hann er á leiðinni í fram-
haldsnám hjá Per-Olof Johanson
í Malmö.
LG
öðlast skilning á faglegum vanda-
málum hvers annars.
Kveikjan að þessari ráðstefnu
voru tvö samvinnuverkefni sem
komust á árið 1987, annars vegar
milli Norrænu eldfjallastöðvar-
innar og háskólans í Lundi um
efnagreiningar (PIXE) og hins
vegar á milli Raunvísindastofn-
unar Háskólans og Eðlisfræði-
deildar Árósaháskóla um aldurs-
greiningar með geislakolsaðferð.
Hér er um að ræða nýja aðferð til
geislakolsmælinga sem byggist á
massagreiningu. Með þessari að-
ferð vinnst aðallega tvennt, þ.e.
mjög lítil sýni þarf til greining-
anna og mælingartími er tiltölu-
lega stuttur. Með fjárstyrk frá
Vísindasjóði og NOÁC hefur nú
verið komið upp sýnagerð fyrir
kolefnismælingar við Raunvís-
indastofnun og þegar hæfilegur
fjöldi sýna hefur verið undirbú-
inn er farið mcð þau til Árósa og
tekið þátt í mælingum á Tandem
hraðli eðlisfræöideildarinnar. Nú
þegar hafa fengist niðurstöður úr
þessu samvinnuverkefni sem
bylta hugmyndum manna um út-
breiðslu jökulsins á íslandi við
lok síðasta jökulskeiðs.
(IJr fréttatilkynningu)
Tónleikar
Söngur í Hlégarði
Olafur Árni Bjarnason tenór
heldur söngskemmtun í Hlé-
garði í Mosfellsbæ annað kvöld
kl. 21, og er undirleikari Ólafur
Vignir Albertsson. Á efnisskránni
verða íslensk sönglög eftir meðal
annarra Sigvalda Kaldalóns og
Sigurð Þórðarson, ítalskar antik
aríur og óperuaríur.
Þetta eru fyrstu sjálfstæðu tón-
leikar Ólafs, en hann nam söng
hjá Guðrúnu Tómasdóttur og
Sigurði Demetz Franzsyni, og
stundar nú framhaldsnám við
tónlistarháskólann í Blooming-
ton, Indiana. Aðgöngumiðar fást
við innganginn.
Tónleikarnir verða endurtekn-
ir í Húsavíkurkirkju miðvikudag-
inn 2. ágúst kl. 20:30.
ASKRIFEND UR!
Greiðið
áskriftargjaldið
með
greiðslukorti
Léttið
bhðberum störGn
Tileigendamuna
á lóð í landi
Smárahvamms í
Garðabæ
Bæjarstjórn Garðabæjar skorar á alla er eiga
lausafjármuni á lóð í landi Smárahvamms í
Garðabæ (áður lóð Hvammsvíkur) að fjarlægja
þá nú þegar og eigi síðar en 1. ágúst n.k.
Að liðnum ofangreindum tímafresti munu
bæjaryfirvöld í Garðabæ láta hreinsa svæðið og
verða allir lausafjármunir fjarlægðir á kostnað
eigenda.
Garðabæ 25. júlí 1989
Bæjarstjórinn í Garðabæ
Hafið samband við afgreiðslu
Þjóðviljans
ísíma 681333
milli kl. 9.00-17.00 virka daga, eða
blaðbera og umboðsmann okkar.
ATHUGIÐað
blaðberarnirfá
eftir sem áður
óskert laun