Þjóðviljinn - 27.07.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.07.1989, Blaðsíða 4
þJÓDVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Að tekjulengja velferðina í nýlegu tölublaöi BSRB-tíðindaferfram athyglisverö um- ræöa um velferðarmál. Þar kennir margra grasa í greinum og viðtölum. Meö ýmsum hætti er aö því vikið, aö vitaskuld eru kjör fólks annað og meira en þeir peningar sem í launaumslög eru sett. Þaö er reynt aö meta þaö hvers viröi þeir „félagsmálapakkar" eru í kjarasamningum, sem of margir telja sig hafa ástæðu til aö gera lítið úr vegna þess aö svo margt sem í slíkum pökkum finnst er nú þegar orðið að sjálfsögðum hlut í vitund fólks. Það er rætt um nauðsynlegt átak í dagvistarmálum og hvernig beita mætti skattakerfinu betur til kjarajöfnuðar - ekki síst því sem bókhaldstungu- takið kallar „neikvæður tekjuskattur" - og á þá við greiðslur til þeirra launamanna sem hafa allra lægst laun og njóta í engu góðs af því þótt skattleysismörk væru hækkuð. í viðtali við formann BSRB, Ögmund Jónasson, er og komið inn á nauðsyn þess, að menn takmarki ekki sína umræðu um velferðarkerfið við það eitt að bera fram óska- lista langa sem segja að það vanti meiri peninga í þetta eða hitt. „Við verðum, segir þar, að hyggja að því hvernig við verjum okkar sameiginlegu sjóðum þannig að þeir nýtist sem best“. Og þá kemur Ögmundur að hugmyndum um að „tekjutengja velferðina" sem hann réttlætir m.a. á þessa leið hér: „Hvaða vit er í því til dæmis að greiða hátekjufólki barna- bætur, hinar sömu og þúsundirnar fá sem lifa undir fátækra- mörkum? Af hverju tvöföldum eða þreföldum við ekki þess í stað barnabótaaukann hjá einstæða foreldrinu, eða þeim sem eru tekjulágir? Peningarnir eiga að fara þangað sem þörfin er mest fyrir þá“. í þessum orðum eru sett fram ágæt markmið, sem ekki þarf um að deila. Hitt er svo Ijóst, að það er hægara sagt en gert að veita félagslega aðstoð eftir efnum og ástæðum. ögmundur sjálfur slær reyndar þann varnagla, að hann vilji alls ekki „tekjutengja ógæfuna" - m.ö.o. láta þá sem meiri fjárráð hafa borga að hluta fyrir læknisaðstoð. Hér kemur og fleira til - ekki síst það, að samfélagið hefur eins og gefist upp við að vita hvað alldrjúgir hópar þegnanna hafa í tekjur. Á pappírnum eru margir stóreignamenn með dýra lífshætti næsta tekjurýrir - eins og kom hlálega á daginn fyrir nokkr- um árum þegar sæmilega velviljuð ríkisstjórn vildi senda mönnum láglaunabætur. Málið er vissulega ekki einfalt. En það er gott lífsmark að menn í launþegahreyfingunni taka til alvarlegrar umræðu einmitt þetta: hvernig við getum betur nýtt okkar sameigin- legu sjóði. Þar kemur sannarlega margt til greina - ekki síst það, hvernig virkja megi skattkerfið betur til að jafna kjörin. Menn mega heldur ekki gleyma því, að í velferðarkerfinu sjálfu, ekki síst heilbrigðisþjónustunni, er bæði hægt að finna illkynjaða sparnaðarviðleitni og sparnaðarviðleitni sem ótvírætt er af hinu góða. Til dæmis verulegt átak til að draga úr lyfjakostnaði í landinu sem og úr sjálfvirkni á ýmis- konar dýrri sérfræðiþjónustu. Nytsamlegar hugmyndir sem fæðast í slíkri umræðu eru líka veigamikil rök gegn þeim hægriöflum, sem nota sér veilur og galla á velferðarkerfi til að reyna að grafa undan því í heild í nafni meira en hæpinna einkavæðingarhugmynda. ÁB. KLIPPT OG SKORIÐ Ein hjörð og einn hirðir Davíð Oddsson borgarstjóri í Reykjavík er ekki sérlega líkur páfanum. En eitt eiga þeir þekktu og fjölmiðluðu menn sameiginlegt: helst vilja þeir hafa eina hjörð og einn hirði. Peir vilja ekki hafa úlfúð, sundrungu og gagnrýni, heldur samstillingu hjartnanna undir ráðríkum vilja. Að vísu er allmikill munur á því hvernig þeir Davíð og páfi fara með þessa sína óskhyggju, enda eru mennimir ólíkir og það vald sem þeim er fengið er sitt hvorrar náttúrunnar. Dæmi um það sáu menn þegar Davíð settist á beinið í Helgar- blaði Þjóðviljans á dögunum. Þá vísaði hann frá sér öllu hjali um gerræðisleg vinnubrögð í borgar- stjórn og hnykkti á með þessum orðum hér: „Staðreyndin er sú að fulltrúar minnihlutans (í borgarstjórn) eru venjulega afskaplega hrifnir af því sem ég er að gera“. Manni verður náttúrlega fyrst fyrir að skoða slíkt tal sem nokk- uð vel lukkaðan stráksskap hjá borgarstjóra: altént vora minni- hlutafulltrúarnir settir í þá klípu að þeir töldu sig neydda til að neita því að þeir væra í aðdáenda- klúbbi Davíðs. En það er heldur ekki út í hött að grilla á bak við hrekkinn í draum hins valdglaða um hjörðina einu, sem gengur spök í haga og veit að ganga skal af grasi þegar húsbóndinn kallar. Páfinn og hans menn En áfram með páfann. Það var lítil frétt aftan á Morgunblaðinu í gær þess efnis, að heimsóknin til islands hafi verið einna best lukk- uð af einstökum föngum í Norðurlandaheimsókn páfans. Og við skulum leyfa okkur að bera fram þá útskýringu á slíkri staðhæfingu, að hér hafí það farið saman, að páfi þurfti ekki að hafa áhyggjur af sínu fólki í hinu litla samfélagi kaþólskra, að íslensk söguvitund er jákvæð í garð hinna kaþólsku alda og svo það, að lútherska ríkiskirkjan reyndist mjög stillt inn á samkirkjulegan vinskap. Sannleikurinn er líka sá, að það rætist einatt á Rómarkirkj- unni sem og öðrum stofnunum sem menn hafa mótað, að sambúð innan hennar er einatt erfiðari en sambúð við aðrar kir- kjur. Urgur í andófsliði Af þessu eru mörg dæmi úr ný- legri sögu. Menn hafa til dæmis haft mjög hugann við þá viðleitni páfa að takmarka sem mest um- svif róttækra kaþólskra presta og biskupa í Rómönsku Ameríku, sem hafa reynt að taka virkan þátt í réttindabaráttu fátækra undir fánum frelsunarguðfræð- innar svonefndu. Nú síðast hefur djúpstæður ágreiningur komið upp á yfírborðið í óvenjulega sterku formi í Vestur-Evrópu. En þar er ágreiningur ekki í slíkum mæli tengdur afskiptum af stjórnmálum sem í Rómönsku Ameríku, heldur ágreiningi um starfshætti innan kirkjunnar, til- hneigingu páfa til að grípa frammi fyrir hendur kaþólskra samfélaga á hverjum stað við skipan í biskupsembætti, ósveigjanleika hans í viðleitni til að halda til streitu hefðbundum kaþólskum fyrirmælum í siðgæð- ismálum meðal fólks sem hefur í rauninni tekið upp allt aðra siði en krafist er. International Herald Tribune rekur þessa sögu alla á dögunum. Og þá það, hvernig uppsöfnuð gremja brýst út í tilefni þess að páfi skipaði nýlega samherja sinn íhaldssaman erkibiskup í Köln, og gekk þar með fram hjá þrem mönnum sem forystusveit kaþ- ólskra þar í héraði hafði mælt með. Sá bolti hlóð utan á sig þar til hann var orðinn að yfirlýsingu sem 485 kaþólskir guðfræðingar og um 16 þúsundir leikra manna- þýskra, hollenskra, austurrískra og svissneskra skrifaði undir. Hliðstæðar yfirlýsingar og um- mæli frá frönskum, ítölskum og spænskum guðfræðingum bera því og vitni að um vaxandi spennu er að ræða milli þeirra strauma í kirkjunni sem menn kenna annarsvegar við frjáls- lyndi, hinsvegar við íhaldssemi og stjórnlyndi. Deilt á páfa Þeir sem skrifuðu undir Köln- aryfirlýsinguna segja meðal ann- ars að „Kirkjan verði að reisa rönd við þeirri eilífðarfreistingu að misnota fangaðarerindi Guðs réttlætis, miskunnar og trúfesti í þágu eigin valda með því að beita vafasömum stýrimeðulum.“ Þar er og tekið fram að skipun biskupa ( Jóhannes Páll páfi hef- ur reyndar valið sjálfur um 1400 af um 3000 kaþólskum biskupum sem nú starfa í heiminum) geti ekki verið „einkaval páfa“ heldur eigi að ráðgast við kirkjuna á hverjum stað um þau efni. f yfirlýsingunni er og vísað til dæma um það að guðfræðingum, sem höfðu haldið fram kenning- um sem páfagarður leit óhýra auga, hafi verið bannað að kenna við kaþólskar menntastofnanir og guðfræðiskóla. Segir þar að í sklíkum málum hafi Róm með „óþolandi hætti“ grafið undan vilja biskupa á hverjum stað. Einnig er því haldið fram í yfirlýs- ingunni að páfi hafi í viðleitni sinni við að halda því til streitu að „sannleikurinn er einn“ deyft háskalega mikið muninn á opin- beruðum sannleika trúarinnar og mannasetningum kirkjunnar. Til þessm.a. aðkveða niðurumræðu um viðkvæma hluti eins og getn- aðarvarnir. Hvergi skjól að finna Saga er sögð af leitandi sál í mótmælendasamfélagi sem var þreytt orðin á vingulshætti sem hún taldi sig finna bæði í sinni þjóðkirkju og svo veraldlegum hugsjónasamtökum. Hún leitaði sér athvarf í öraggum faðmi kaþ- ólsku kirkjunnar því „þar er viss- an“ eins og segir á einum stað í skáldsögu Halldórs Laxness, Ve- farinn mikli frá Kasmír. En því miður: ekki fyrr þangað kominn en kapólskir menn héldu sitt Vat- ikanþing árið 1965 og endur- skoðuðu þá marga hluti hjá sér, eins og marga rekur minni til. Og sálin leitandi var mjög miður sín: ekki var ég til þess komin um langan veg að lenda í svona óráðsíu. Hvar fæ ég höfði hallað? Það er nú svo. Vissunni er valt að treysta. Hún er ekki hlutskipti manna heldur efinn. Enginn fær sig lausan úr þeim bardaga. ÁB. Þjóðviljinn Síðumúla 6 - 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjóri: Árni Bergmann. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrirblaðamenn: Dagur Þorieifsson, ElíasMar(pr.),Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, Ólafur Gíslason. Sigurður Á. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Þorfinnur Ómarsson (íþr.), ÞrösturHar- aldsson. Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrlfstofustjórl: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bllstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erta Lárusdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísiadóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsia, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavfk, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Áskrfftarverð á mánuði: 1000 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN1 Fimmtudagur 27. júlí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.