Þjóðviljinn - 27.07.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.07.1989, Blaðsíða 9
Að velta sér uppúr lífsins lystisemdum ■■ wr 7>\/ 22. 03. ‘s^ g 200 þúsundum í lækniskostnað ír ’psta í þessu máli er að þeir | að útskrifast á fimmtudag- •• u viku en mjög tvísýnt um > var barinn nái þvi. Hann ’) alveg miður sín auk þess r á honum. Hann er illa ímeð skurð í andiiti og ■ hann sá ekkert með ^ystu dagana. Hann ykólanum og verður K'yrir funmtudaginn að vera á hreinu. sérfræðings í vik- ‘1 verður jiðgejð •akkt. Þá missir Ifnlannm KnA sjúkrahús- og lækniskostnaður beg- ar yfir þúsund dölum og mun likleg- ast ná 3-A þúsund dölum, 150-200 þúsund krónum, eftir sérfræðines- heimsókn og aðgerð á nefinu. Allt er í óvissu hvort árásarmaðurinn borgi þennan kostnað. En hefur hann verið kærður? Þorir ekki aðk***^ " ,,Maðmi;:»''' að kæv' inn }'* ski\ Mér hefur svo sannarlega blöskrað barlómurinn í mörgum forríkum íslendingnum að und- anförnu, vegna aukinna skatta. Virðist sem aukin skattaálagning fari fyrir brjóstið á mörgum stór- eignamanninum, og það sé mál málanna að fella stjórnina og fá gamla „góða“ íhaldsmenn til að taka við stjórn mála í landinu. Þar með væri allt orðið gott og engir skattar meir. Stóreignamenn, „betri borgar- ar“, auðmenn og menntamenn í hefðarstöðum gætu velt sér um í vellystingum, grætt á tá og fingri með því að einoka aðstöður sínar, arðrænt almenning og troðið á þeim er minna mega sín. Auðmennirnir réðu ríkjum, snobbið yrði sett hægt og hljótt til hliðar og það sem meira er, al- þýðan fengi þá fyrst að smakka á bikar hins íslenska auðvalds - hörmungum og dauðans örbirgð. Almenningur má til með að skilja það að velferð hins al- menna borgara er komin undir vinstri ríkisstjórn sem innheimtir skatta, svo hægt sé að standa undir félagslegri þjónustu og allir geti notið sömu menntunar, heilsugæslu, húsnæðis, fæðis og klæðnaðar, mannsæmandi launa, vinnu sem hentaði hverjum og einum og tómstunda eftir átta stunda vinnudag. Án skatta yrði hinn minnimátt- ar undir, en hinn sterki réði ríkj- um. Án skatta gæti mannmörg fjölskylda ekki lifað sæmandi lífi, ég get varla horft á það dæmi ef hún þyrfti að leita sér oft lækn- inga og kaupa dýr lyf. Læknis- kostnaður yrði óviðráðanlegur eins og dæmi frá Bandaríkjum N- Ameríku sýna. Læknismeðferð og sjúkrahúsvist skipta hundruð- um þúsunda íslenskra króna. Við megum ekki kalla yfir okkur slíka andstyggilega stjórnarfarshætti. Við megum til að skapa okkur öllum, hverjum og einum viðun- andi lífskjara. Þess vegna þarf okkur að skiljast að velferð al- mennings er undir skattainn- heimtu ríkisvaldsins komin. Slíkt ríkisvald er ekki skipað auð- mönnum sem vilja afnema skatta, heldur vinstri mönnum, sem vilja skattleggja fólk heildinni til heilla. Þeim mönnum getum við treyst. Mönnum sem bera afkomu og velferð almenn- ings fyrir brjósti. Einar Ingvi Magnússon Vestfirðir Styrkir til vestfirskra ungmenna Eins og undanfarin ár verða í ágúst veittir styrkir úr „Menning- arsjóði vestfirskrar æsku“ til vestfirskra ungmenna, til fram- haldsnáms, sem þau ekki geta stundað í heimabyggð sinni. For- gang um styrk úr sjóðnum að öðru jöfnu, hafa: 1) Ungmenni sem misst hafa fyrirvinnu sína (föður eða móður) og einstæðar mæður. 2) Konur meðan ekki er fullt jafnrétti launa. Ef ekki berast umsóknir frá Vestfjörðum, koma eftir sömu reglum, umsóknir frá Vestfirðingum búsettum annars- staðar. Umsóknir þarf að senda fyrir lok júlí, og þurfa meðmæli að fylgja umsókn, frá skólastjóra eða öðrum, sem þekkja umsækj- andann, efni hans og aðstæður. Umsóknir skal senda til „Menningarsjóðs vestfirskrar æsku“, c/o Sigríður Valdemars- dóttir, Njálsgötu 20, jarðh., 101 Reykjavík. Á síðasta ári voru veittar 180 þúsund krónur til fjögurra ung- menna sem öll eru búsett á Vest- fjörðum. Risið Gamla góða ísland Steingrímur i Eden 67. einkasýning listamannsins í kvöld klukkan 21 opnar Steingrímur Sigurðsson listmálari 67. einkasýningu sína og þá 13. sem hann heldur í Eden í Hvera- gerði. Á sýningunni verða 49 myndir og þar af eru 42 til sölu en 7 myndir eru í einkaeigu. Sýning- unni lýkur um verslunarmanna- helgina. Steingrímur hefur ekki aðeins haldið málverkasýningar víðs vegar hér innanlands heldur og einnig erlendis. Þar af þrívegis í Svíþjóð og ennfremur í Kaup- mannahöfn og London. En fyrstu einkasýningu sína hélt listamað- urinn í desember árið 1966. - Ég læt mér ekki nægja að munda pentskúfinn heldur er ég og með tvær bækur í smíðum og hef alveg yfrið nóg að gera, góðu heilli“, sagði Steingrímur Sig- urðsson listmálari. -grh ^berj Hlíðar Fossvogur Þingholt GÓÐ HVERFI þlÓÐVIUINN Hafið samband við afgreiðslu Þjóðviljans í síma 681663/681333 Undanfarin sumur hafa verið haldin í Risinu, Hverfisgötu 105, Reykjavík, sérstök kvöld sem báru yfirskriftina „Old Iceland“. Þar var reynt að gera ferða- löngum kleyft að smakka sér- íslenskan mat. Ennfremur var þar boðið upp á tískusýningu og kynningu á íslenskum þjóðlögum frá ýmsum tíma. Undirtektir ferðamanna og svo þeirra sem hafa með ferðamál að gera hafa orðið til þess að nú í sumar bjóðum við upp á sams- konar kvöld á sama stað. Reynsla aðstandenda að þessu hefur orðið til þess að nú verður boðið upp á mun fjölbreyttari dagskrá en áður. Þungamiðja kvöldsins verður þó áfram ís- lenskur matur og matargerðar- list. Verkunaraðferðir við mat hið forna, geymsla hans og neysla. Auk þess er ætlunin að kynna eftirfarandi með dæmum, myndum og skyggnum: íslenska tónlist. Þjóðlagahefð á íslandi. íslenskan heimilisiðnað fyrr og nú og íslenska búninga, matar- gerð, forn áhöld o.fl. „Old Iceland“ er haldið í Ris- inu, Hverfisgötu 105, á föstu- dögum og sunnudögum í sumar og hefst dagskráin kl. 19.00. FLÓAMARKAÐURINN Til sölu stór Westinghouse kæliskápur á 5000 kr. Uppl. í síma 73829 e. kl. 17. Aukavinna óskast við ræstingar eða heimilishjálp á kvöldin og um helgar. Uppl. í síma 73829 e. kl. 17. Tll sölu stór, gamall ísskápur og eldavél í sæmilegu ástandi. Selst ódýrt. Uppl. í vs. 12174 og hs. 611423. Til sölu nýtt garðsett m/4 stólum, borði og sólhlíf. Uppl. í síma 24225. Bókband Tek bækur í band, stakar bækur og heil verk. Fagmaður. Sími 23237. Hanna og smíða skilrúm í stofur, forstofur o.fl. Kem og geri verðtilboð. Vinsamlega leggið síma- númer inn á símsvara 667655. Tll sölu efni í gluggakappa o.fl., spónlagt ma- hogany, lengd 2,5 metrar. Vinsam- lega leggið símanúmer ykkar inn á símsvara 667655. Rússneskar vörur í miklu úrvali til sölu í Kolaportinu alla laugardaga. Uppl. í síma 19239. Húsgagnasmiður tekur að sér alhliða innréttingasmíði Kem heim og geri verðtilboð ykkur að kostnaðarlausu. Ath. símsvari tekur á móti símanúmeri þínu og síminn er 667655. Náttúrulegar snyrtivörur frá Banana boat og GNC Engin gerviefni einungis heilsu- bótajurtir (Aloe Vera o.fl); Græðandi svitalyktaeyðir, græðandi varasalvi, hágæða sjampó og næring, öflug- asta sárasmyrslið á markaðnum, hreinasta en ódýrasta kollegengelið, sólkrem og olíur (9 teg) m.a. Sól- margfaldarinn. Milda barnasólvörnin og Brún án sólar. Biddu um ókeypis auglýsingabækling á íslensku. Póstsendum út á land. Sársaukalaus hárrækt og „akupunktur". Megrun, svæðanudd, hrukkumeðferðog reyk- ingameðferð. Biotronvítamingrein- ing. Hringdu og fáðu upplýsingar. HEILSUVAL Laugavegi 92 (við Stjörnubíóplanið). Símar 11275 og 62675. Útimarkaður Hlaðvarpans Tökum í umboðssölu handgerða muni, t.d. skartgripi, útskurð, kera- mik, föt, vefnað, leikföng og margt fleira. Til sölu 2 dekkjagangar undir Fiat 127 (vetrar og sumar). Uppl. í síma 34597 e. kl. 18, eða í síma 985-20325. Gólfið er kalt Á einhver gamla ofna mottu (tusku- mottu) til að gefa fótköldu fólki hjá Útideildinni í Kópavogi? Ef svo er, vinsamlega hringið í síma 42902 milli kl. 11 og 12.30 alla virka daga. Húsnæði óskast Ungt, barnlaust par, kennari og húsa- smiður, óskar eftir að taka á laigu 2-3 herbergja íbúð á höfuðborgarsvæð- inu frá og með 1. októbér. Mjög góðri umgengni, reglusemi og skilvísum greiðslum heitið. Meðmæli ef óskað er. Uppl. í síma 78883 e. kl. 19. Gefins Rauðbrúnn hægindastóll fæst gefins. Uppl. e. kl. 18 í síma 26907. Óska eftir að kaupa 4-5 manna tjald með himni frá Segla- gerðinni. Uppl. í síma 16505. Kerruvagn til sölu Verð kr. 8000.-. Uppl. í síma 37991. Gamalt og gott Óska eftir gömlum stólum/ hægingastólum ódýrt eða gefins. Nánari uppl. í síma 84093 á milli kl. 10 og 18. Gefins Er ekki einhver sem vantar góðan fjögurra sæta sófa og stól? Ef svo er þá máttu fá þetta fyrir ekkert ef þú nennir að sækja það til okkar. Uppl. í síma 84973 e. kl. 17 á daginn. Myndlistarkona óskar eftir 20-30 fm vinnustofu sem fyrst. Þarf ekki að vera í mjög góðu standi. Flest kemur til greina. Uppl. í síma 82539. Ingibjörg. Til sölu Ford Fiesta ’78. Uppl. í síma 19443 e. kl. 18. Gefins Trabant og ódýrt Suzuki Alto ’81. Báðir bílarnir tilvaldir í varahluti. Uppl. í síma 42787 e. kl. 18 eða í síma 40977. Til sölu mjög góð stór svampdýna (kubbur), 110x200x35 m/áklæði úr dökkbrúnu, riffluðu flaueli. Verð kr. 13.000.-. Uppl. í síma 98-34827 (Hveragerði) einungis í dag og í kvöld. Til sölu góð Yamaha þverflauta YFL 211-S svotil ónotuð. Verð kr. 24.000,- (kost- ar ný 29.000,-.) Uppl. í síma 98- 34827 (Hveragerði) einungis í dag og í kvöld. Gefins 2 svefnsófar og baðvaskur á virðu- legum aldri fást gefins. Uppl. í sima 25130. Bíll tll sölu Suzuki Alto ’81 ekinn 60 þús. km. Verð kr. 25.000,-. Uppl. í síma 21537 e. kl. 18. Tll sölu Lada 1600 árg. ’80, einnig Mazda 323 árg. ’78. Seljast til niðurrifs gegn vægu verði. Uppl. í síma 73829. Óska eftir að kaupa svart 3 gíra karlmannsreiðhjól. Uppl. í síma 10342. 2 svampdýnur eldhúsborð og fleiri húsgögn fást fyrir lítið. Á sama stað er hjól í góðu lagi fyrir 6-8 ára strák til sölu. Sími 17087. Húsnæði óskast Bráðvantar 2-3 herbergja íbúð til leigu á viðráðanlegu verði. Uppl. í síma 687816. Mímir og Kolbrún. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Vesturland Sumarferð í Flatey Sumarferð kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Vesturlandi verður far- in helgina 12. til 13. ágúst. Farið verður út í Flatey á Breiðafirði kl. 13 á laugardag frá Stykkishólmi og tjaldað þar. Möguleiki á svefnpokaplássi. Þátttaka tilkynnist fyrir 26. júlí til eftirtaldra aðila: Akranesi: Þorbjörg s. 11608, Borgamesi: Bima s. 71544, Grundarfirði: Ingi Hans s. 86811, Hellissandi: Skúli s. 66619. Stjórn kjördæmlsráðs ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.