Þjóðviljinn - 27.07.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.07.1989, Blaðsíða 11
LESENDABRÉF Ekkert réttlæti í því að Þjóðviljinn fari á hausiim Blöðin bíða manns heima þeg- ar maður kemur úr ferðalögum. Sagnfræði samtímans. Og það verða fagnaðarfundir. Hér bíður mín t.d. Þjóðviljabunki. Og ég byrja að lesa. Mér dvelst lengst við helgarblöðin. Viðtal við He- lenu Caldicott. Minnst 100 ára af- mælis þeirra Þórbergs og Gunn- ars Gunnarssonar. Töfrar og galdrar á Jónsmessunótt. Engu af þessu hefði ég viljað missa af. Og Árni Bergmann er alltaf á sínum stað, einn af betri síritum samtímasögunnar. Hér er grein eftir hann um sjálft málgagnið. „Sendið okkur greinarkom,“ stendur þar, undir lokin. Um þetta hefur Árni Bergmann aldrei fyrr, svo ég muni, beðið okkur Iesendur Þjóðviljans. Mér brá svo mikið að ég greip strax pennann og byrjaði að skrifa. Um pólitíkina skyldi kornið vera til dæmis, eða menninguna, rétt- lætið. Það hlýtur að vera mikil gúrkutíð. Pólitíkin já. Það sem mér liggur mest á hjarta um hana er þetta: Mér finnst mjög mikilvægt að Ólafur Ragnar og samstarfs- menn hans fái frið og tækifæri til að halda áfram þeirri vinnu sem er í góðum gangi: að innheimta söluskatt, staðgreiðsluskatt sem fyrirtæki hafa óbeðin tekið í geymslu og önnur gjöld sem lögum samkvæmt ber að inn- heimta, okkur öllum í hag. Hvað sem Þorsteinn Pálsson segir. Og hvað sem niðurstöður mismark- tækra skoðanakannana gefa til kynna um vinsældir ríkisstjórnar- innar. Það getur verið „nauðsyn að hafa óvinsæla ríkisstjórn" tímabundið, segir Jón Baldvin. Ég er sammála honum hér, þótt ég sé það nú ekki ýkja oft. Menningin, hún blífur held ég. Ég var að lesa margar bækur enda kominn í sumarfrí. Á meðal þeirra bóka sem ég er nýbúinn að lesa er Vandratað í veröldinni eftir Franziscu Gunnarsdóttur, sonardóttur Gunnars Gunnars- sonar hins tíræða rithöfundar: bernskuminningar hennar frá Skriðuklaustri. Margir héldu víst þegar þessi bók var væntanleg að hún yrði einhliða lotningarfull lofrulla afastelpunnar um gamla manninnm En hún er það sem betur fer ekki. Þótt afi Gunnar sé víðast hvar greinanlegur í bak- grunni er það samt stelpan sjálf sem er í forgrunni bókarinnar, og allt, allur heimurinn, allt Fljóts- dalshérað, allur skáldskapur og þ.á m. sögurnar sem afi segir og þær sumar magnaðar, og allt dýraríkið og mannlífið með, Jón hrak, smalinn vondi, ljótir menn og þó góðir, sem sagt fallegir, hundar, hestar og Lagarfljóts- ormurinn, allt er séð með bernsk- um augum hennar, og margt verður skrítið og skemmtilegt út frá hennar sjónarhorni séð, ann- að átakanlega sorglegt eins og t.d. viðskilnaðurinn síðasti við Skriðuklaustur. Andi Gunnars gamla Gunnarssonar, andi Fjall- kirkjunnar svífur allan tímann yfir þessum vötnum, sem einn af- gerandi áhrifavaldur, og návist hans er góð í þessari bók. Er ekki þetta menning, og menningar- saga? Vonandi á Franzisca Gunnarsdóttir eftir að skrifa fleiri bækur. Réttlætið, hér vandast nú mál- ið. Það er freistandi að skrifa eitthvað um áfengiskaup hæsta- réttardómarans fyrrverandi og leggja út af þeim, eða hvalamálið og grænófriðunga, eða rándýrar, alltof mannmargar og hallæris- legar borðalagðar opinberar veislur í tengslum við þjóðhöfð- ingjaheimsóknir, en ég ætla að sleppa öllu þessu. í staðinn, og svo sem eins og til að ljúka hringnum, segi ég bara þetta: Það væri ekkert réttlæti í því að Þjóð- viljinn færi á hausinn, legðist af eða rynni saman við Alþýðublað- ið og Tímann; það yrði ljóti bast- arðurinn. Ég ætla ekkert að rök- styðja þessa skoðun nánar. Mér finnst einfaldlega að raddir Þjóð- viljans þurfi að fá að heyrast áfram, og þær helst sem fjöl- breytilegastar. Þess vegna þetta greinarkorn. í miðri gúrkutíð 1989 Trausti Steinsson MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ Lausar stöður við framhaldsskóla Framlengdur umsóknarfrestur: Við Menntaskólann á ísafirði eru lausar til umsóknar kennara- stöður í íslensku og þýsku. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 4. ágúst n.k. Háskólamenntaður starfsmaður óskast til w aðsinnamælingumá loftmengun Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur starfar í 2 deildum, heilbrigðis- og umhverfisdeild. f umhverfisdeild er einkum unnið að eftirliti með umhverfismengun, mengun frá fyrirtækjum og mengunarvörnum þeirra, sölu og notkun hættulegra efna og eiturefna. Búast má við að starfssemi deildarinnar aukist smátt og smátt á komandi árum, sérstaklega af lögbundnar reglur um mengun og mengunarvarnir verða gefnar út. f lok þessa árs hyggst heilbrigðiseftirlitið festa kaup á sérbúnum vagni með sjálfvirkum tölvustýrðum mælitækjum til stöðugra efnagreininga á köfnunarefnisoxíði (NOx), kolsýrlingi (CO) og svifryki ásamt mælingum á veðurþáttum. Vagninum er ætlað að fylgjast með loftmengun í Reykjavík og verður aðallega notaður til reglubundinna mælinga. Leitað er að starfsmanni til að annast þessar mælingar. Viðfangsefni: Starfsmanni þessum erætlað að sjá um rekstur og viðhald mælibúnaðarins, vinnslu og túlkun á mæliniðurstöðum, og sinna öðrum verkefnum eftir þörfum, aðallega tengdum loftmengun. Kröfur: Starfsmaðurinn þarf að vera fær um að vinna með flókin rafeindatæki og annast tölvuvinnslu gagna. Hann þarf að vera nákvæmur í vinnu- brögðum og eiga auðvelt með að tjá sig skrif- lega og munnlega. Viðkomandi þarf að vera háskólamenntaður og hafa góða undirstöðu- þekkingu í efnafræði. Starfið krefst ennfremur þekkingar á sviði tölfræði, mælitækni, umhverf- isheilsufræði og vistfræði. Umsækjendur þurfa að vera reiðubúnir til að afla sér heilbrigðisfull- trúaréttinda sbr. reglugerð nr. 150/1983 um menntun, réttindi og skyldur heilbrigðisfulltrúa. Starfið veitist frá 1. september nk. eða eftir nán- ara samkomulagi. Laun verða samkvæmt kjarasamningi borgar- innar við viðkomandi stéttarfélag. Nánari upplýsingar um starfið gefa fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eða deildarstjóri umhverfiseftirlitsdeildar þess, Drápuhlíð 14 í síma 623022. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu skal skilað til borgarlæknisins í Reykjavík, Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, Barónsstíg 47, fyrir 20. ágúst nk. Borgarlæknirinn í Reykjavík I DAG þlÓÐVIUINN 27. júlí FYRIR 50 ÁRUM „Það er fasisminn og þjónkunin við hann, sem nú ógnar menn- ingu, lýðræði og réttaröryggi vestrænna þjóða. Einnig hérá ís- VÍOburÖÍr landi vofir þessi hætta yfir. Ýmsir þeir atburðir hafa nú gerst hér sem sýna að þjóðinni erfull þörf á því að vera á verði“, segir í grein undirfyrirsögninni „Erfasisminn að festa rætur í íslenzku stjórn- arfari? Hve margar af ráðstöfun- fimmtudagur í15. viku sumar. 208. dagurársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 4.18 - sólarlag kl. 22.48. Fæddur George Bernard Shaw 1856. um ríkisstjórnarinnar benda ekki tilþess." DAGBÓK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöa vikuna 21 .-27. júlf er (Árbæjarapóteki og Laugarnesapóteki. Fyrmefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnef nda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu tyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur............simi 4 12 00 Seltj.nes............sími 1 84 55 Hafnarfj.............sími 5 11 66 Garðabær.............sfmi 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík............sími 1 11 00 Kópavogur............sími 1 11 00 Seltj.nes............sími 1 11 00 Hafnarfj............sfmi 5 11 00 Garðabær.............sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavfk, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heflsu- verndarstöð Reykjavfkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tfma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sfm- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrii þá sem ekki hafa heimilis- læknf eða ná ekki til hans. Landspft- alinn: Göngudeildin eropin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna simi 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöts. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamiö- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítallnn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspftalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spftalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdelld Borgarspítala:virkadaga 16-19, helgar 14-19.30. Hellsuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspftali: alla daga15-16og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspftali Hafnarfiröi: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spftalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alia virka daga 15- H og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alL daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavfk: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Sfmi: 622266, opið allansólarhringinn. Sálf ræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 8-17. Sfminn er 688620. KvennaráðgjöfIn Hlaðvarpanum Vestur- > götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími 21500, símsvari. Sjálf shjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500,simsvari. Upplýsingar um eyðnf. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarf ræðing ámiðvikudögumkl. 18-19, annarssím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin ’78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsima félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- ' 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Félag eldri borgara. Opiö hús í Goðheim- um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14.00. Bilanavakt rafmagns-og hitaveitu:s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sifjaspellamál. Sími 21260allavirkadagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt f sima 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í sfma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 26. júlí 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar........... 58,34000 Sterlingspund.............. 95,44700 Kanadadollar............... 49,15100 Dönsk króna................ 7,96720 Norskkróna................. 8,43310 Sænsk króna................ 9,05760 Finnsktmark................ 13,74970 Franskurfranki............. 9,13560 Belgískur franki....... 1,48000 Svissn.franki.............. 36,05690 Holl. gyllini.............. 27,46250 V.-þýskt mark.............. 30,98250 Itölsklíra................. 0,04293 Austurr.sch................ 4,39970 Portúg. escudo............. 0,37030 Spánskurpeseti............. 0,49410 Japansktyen................ 0,41421 (rsktpund.................. 82,69700 KROSSGATA Lárétt: 1 prjál 4 óhljóðs 6 umdæmi 7 lútur 9 prik 12 hyggir 14 amboð 15 gára16nabbinn 19 ástsæla20mjúku21 beitan Lóðrétt: 2 fugl 3 eyðing 4 svari 5 mánuður 7 'gangi8farmann10 'nefið 11 metnaðargjarn 13 fiskilfna 17 nöldur 18 fóðri Lausn á sfðustu krossgátu Lárétt: 1 elta4vfst6 núi7stig9káls12latar 14 ske 15 æpa 16 trauð 19 atti 20 nift 21 aflar :Lóðrétt:2lúi3anga4 Vika5sál7sýslan8 I gletta 10 áraéðir 11 skatta 13 tía 17 rif 18 uni Flmmtudagur 27. júli 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.