Þjóðviljinn - 27.07.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.07.1989, Blaðsíða 7
Þú skalt ekki éta svín.. Fœðubönn eiga rœtursínar íþvísem eittsinn var „skynsamlegt“ ísambýli manns og náttúru Heilög kýr í Bombay: búskapar- skynsemi varð að trúaratriði. Manneskjan er eiginlega alæta frá náttúrunnar hendi en samfé- lög og trúfélög eiga sér mörg fæðubönn. Gyðingar og múslim- ar éta ekki svfnakjöt. Hindúar ekki nautakjöt. íslendingar fengu bann við hrossakjötsáti með kristninni. Hvernig stendur á þvi að slík bönn verða til, hvað felst á bak við þau? Ráðgátan við fæðubönn er ekki síst sú, að þau sýnast svo háð duttlungum og smekk. Hvemig stendur til dæmis á því, að Róm- verjar og Grikkir til forna töldu skorkvikindi ýmiskonar, ekki síst engisprettur, hið mesta sælgæti, meðan flestum afkomendum þeirra í nútímanum býður við slíku fóðri? Hvað hefur gerst? Eða svo annað dæmi sé nefnt: hvemig stendur á því að i okkar heimshluta er það talinn einhver mesti viðbjóður sem hugsast get- ur að éta rottur - þó em rottur étnar með bestu lyst í meira en fjörtíu samfélögum heimsins? Leitin að ástæðunum Marvin Harris heitir banda- rískur mannfræðingur sem hefur um langt skeið verið á höttunum eftir skýringu á fæðubönnum.Og hann hefur, í stuttu máli sagt, komist að þeirri niðurstöðu, að hér sé um að ræða „þvinganir um- hverfisins“, eitthvað gerist í sam- býli manns og náttúm sem gerir tiltekið át óheppilegt - síðan er sú afstaða gerð að siðaboði einskon- ar, jafnvel trúaratriði. Marvin tekur dæmi af skor- kvikindum, sem hafa til skamms tíma í sögunni verið mikill þáttur í mataræði flestra þjóða. Enda engin ástæða til annars - bæði em þessar ósjálegu lífverur margar hverjar prýðilegar á bragðið og standa sig ágætlega líka frá nær- ingarfræðilegu sjónarmiði. Hundrað grömm af afrískum termítum innihalda til dæmis fleiri hitaeiningar en jafnþungur hamborgari. En smám saman kom á daginn að húsdýr og veiðidýr (sem bætt veiðitækni gerði auðveldara að ná til) voru fljótteknari upp- spretta eggjahvítuefna heldur en tínsla smárra skorkvikinda. Skordýr urðu því „gagnslaus“ miðað við annað - og þar með var auðveldara að yfirfæra á þau alls- konar fordóma, gera þau jafnvel að tákni hins illa. (Heitir and- skotinn ekki Flugnahöfðingi meðal annars?). Heilagar kýr Annað dæmi: heilagar kýr Ind- lands. Marvin segir, að á síðasta árþúsundi fyrir Krists burð hafi nautpeningur - vegna skorts á bithögum á norðanverðu Ind- landi - orðið of dýr til að hægt væri eða skynsamlegt að notast við hann til kjötframleiðslu. Þá hafi menn hætt að slátra nautpen- ingi sér til matar. Önnur not af þeim fénaði voru meira virði: hann dró plóginn, hann sá rýrum Hvemig stendur á því að flestum býður við rottum, þótt þær séu étnar í meira en 40 samfélögum? ökrum fyrir áburði og þurr mykja var og í vaxandi mæli eldsneyti á skóglausum svæðum. Trúarsetningin um bann við að slátra kúm var mjög nytsamleg við slíkar aðstæður. Hún kom í veg fyrir að kúm og uxum væri fargað á erfiðum þurrkatímum - en þá hefðu miljónir smábænda staðið uppi án síns þarfasta þjóns. Með svipuðum hætti komust menn að því á búsetusvæði Gyð- inga að svínið væri óhagkvæmt húsdýr - það kom bara að notum til kjötframleiðslu, en gaf hvorki mjólk né dráttarkraft. Og var þar með orðið tiltölulega „gagns- laust“. Svona má áfram halda. Harris segir t.d. að mannát hafi jafnan verið sjaldgæft af þeirri einföldu og praktísku ástæðu, að maðurinn er stórhættulegt veiði- dýr - jafn gáfað og vart um sig og veiðimaðurinn! Hinsvegar hafi það verið „skynsamleg næringar- pólitík“ að éta fallna andstæðinga í stríði eða stríðsfanga - eins og einatt var tíðkað. Með því móti komumst menn hjá því að hafa Það var alltof hættulegt að veiða menn sér til matar. miklar matarbirgðir með sér í hemaði. áb tók saman. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Fimmtudagur 27. júlí 1989 Magnús Gestsson skrifar um Ijóðabœkur: Ólgar af hamslausri reiði Björn Þorsteinsson Kver sem er Útg. höfundur Kver sem er til einskis, er titill bókarinnar og tileinkun höfund- ar; til einskis eru settar undir einn hatt. Líklega hefur höfundinum verið spaug í huga þegar hann valdi þessi orð. En hvort sem svo er eða ekki er þessi bók á núllpunkti. Ég líki henni við hita- mæli sem hvorki mælir hita né frost. Því miður, þó höfundinum virðist liggja margt á heila. Þessi sígildu vandamál æskufólks: At- ómbombur. Almætti atómaldar, óréttlæti og stríð eða: í fréttum var þetta helst árið 1995 Á fimmtugsafmœli óskabarns síns komu krónsprinsar gereyðingar- hœttunnar saman á skemmti- ferðaskipi á miðju Atlantshafi. Brosmildir og léttir í skapi klöpp- uðu þeir hvor öðrum á öxlina og þökkuðu samstarfið á liðnum árum. En einmittþegar gleðskap- urinn stóð sem hœst sáust fyrir- bceri þau á himni sem urðu tilþess að hinum miklu leiðtogum svelgdist á kampavíninu og vökn- aði um augu; litu svo hvor á ann- an með sauðarlegum skelfingar- svip og sögðu í einum kór, hvor á sinni tungu: Ég sver að þetta eru mistök. Ég yppti öxlum, ekki vegna þess að mér sé sama um kjarn- orkuógn. Heldur vegna þess að lesendur eiga heimtingu á betri Ijóðum eða skárri blaðagrein um þetta mál. Þarna er t.d. kvæðið Kveðju- orð um kviksetta ást og geymir það þessar klisjur: Einmanaleiki fjölmennisins/flæðir um huga minn, eða þetta: Þegar beisk tár þín/féllu eins og dögg á hörund mitt. í bókinni bregður líka fyrir þeim gamalkunna frumleika að rita x í stað ks og gs svo hugsa verður huxa og andartaks verður andartax. Ljóðið Fréttaskot úr sálar- kimu flytur okkur þessa fornu viðlíkingu: Hugsanir mínar / em eins og laufblöð að hausti / fyrir utan gluggann minn. Ég spyr bara. Eru skáldin komin í þrot með frumleika? Þrátt fyrir allt virðist höfundur- inn hafa all góð tök á íslensku. Ég tók hvergi eftir áberandi málvill- um. Að lokum óska ég Birni þess að hann læri meira um kenjar ljóðs- ins. Es. Eftir nákvæma íhugun tel ég eftirfarandi Ijóð þarfa hug- vekju fyrir neyslutröll og unn- endur yfirborðsmennsku: Umbúið innihald Allan ársins hring veður plastfólkið eld og brennistein tilað mega öðlast súkkulaðihjúp vinnur uns glóran tapast tilað geta klcett sig að utan með boss og tvinkam svo alltíeinu síðla árs þegar umbúðafólkið hefur ráfað um búðir svo dögum skiptir og hcegfara dauðdagi barrtrjánna gengur í garð eru umbúðirnar ofsóttar rifnar á hol og kastað á glce á óskiljanlegri hátíð innihaldsins í heimi umbúðanna. Þessi orð ná því að vera skáld- leg: og hægfara dauðdagi / barr- trjánna gengur í garð. Es. nr. 2. Atómbomban er ekkert einkamál æskufólks eins og látið er liggja að héma framar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.