Þjóðviljinn - 02.08.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 02.08.1989, Blaðsíða 11
LESANDI Sigurður Þór Guðjónsson, rithöfundur. Mynd Jim Smart. VIKUNNAR Hvernig myndirðu leysa efna- hagsvandann? „Eru einhver vandræði með efnahagsvandann? Ég var að vísu lengi í vandræðum með minn éfnahag, meðan ég var í sukkinu, en eftir að ég fór að lifa heilbrigðu og reglusömu Iífi hefur minn efnahagur farið batnandi dag frá degi. Þeir sem eiga að leysa þennan efnahagsvanda ættu því bara að taka mig til fyrir- myndar í einu og öllu.“ Hvaða kaffitegund notarðu? „Ég drekk yfirleitt ekki kaffi, nema við mjög hátíðleg tæki- færi.“ Hvað borðar þú aldrei? „Allt. Ég borða yfirleitt aldrei neitt. Ég lifi eingöngu á andlegri fæðu, andlegum kosti. Mérbýður við áti og öllu sem því tengist. Át er viðbjóðslegasta nautn mannkynsins, enda eru allir í því að éta sig á gat.“ Mér finnst svona viðtöl alveg síðasta sort Hvað ertu að gcra núna, Sig- urður? „Ég er ekkert að gera, ekki nokkurn skapaðan hlut.“ Hvað varstu að gera fyrir tíu árum? „Þá var ég aðallega að drekka brennivín og sukka og svalla. Svo hætti ég því, fékk nóg af því fyrir mörgum árum.“ Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú yrðir stór? „Ég ætlaði bara að verða stór. Mamma var alltaf að segja mér að borða svo ég yrði stór. Ég hef hins vegar aldrei orðið stór. Það er ekkert samræmi milli hugsana og veruleikans, því ég ætlaði að verða stórmenni, en verð að sætta mig við að vera lítilmenni." Hver er uppáhalds tónlistin þín? „Klassísk músík, auðvitað. Svo hef ég mjög gaman af ljóðamús- ík. Eitt af mínum aðaláhugamál- um í tónlistinni er ljóðamúsík því hún tengist svo bókmenntum. Og Schubert er þar fremstur í flokki.“ Hvaða frístundagaman hef- urðu? „Ég hugsa.“ Hvaða bók ertu að lesa núna? „Ég er ekki að lesa neina bók, aldrei þessu vant. Ég les ekki bókmenntir nema á nokkurra ára fresti, og þá les ég mjög mikið í einu. f vetur og fram á vor las ég prósa ungu höfundanna íslensku. Annars les ég almennilegar bók- menntir, eitthvað sem máli skiptir í lífinu.“ Hvað finnst þér þægilegast að lesa í rúminu? „Það kemur þér ekkert við.“ Hvaða bók myndirðu taka með þér á eyðiey? „Ætli ég tæki ekki með mér dagbókina svo ég gæti skrifað niður búskapinn á eynni.“ Hver var uppáhalds barnabók- in þín? „Heilsurækt og mannamein heitir hún. Eftir lesturinn var ég orðinn veikur af öllum sjúkdóm- unum í bókinni. Kominn með ginklofa, stjarfaklofa, geðklofa og hvað þetta allt heitir. Það var uppáhalds bókin mín þegar ég var barn.“ Hvaða dýr kanntu best við? „Katanesdýrið. Mér finnst það mjög fyndið og skemmtilegt dýr.“ Hvað óttastu mest? „Að þessi andskotans spurn- ingalisti taki aldrei enda.“ Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn? „Hver segir að ég hafi kosið einhvern flokk? Því miður hef ég að vísu kosið Alþýðubandalagið, en ég geri það ekki framar. Þetta eru algjörir aumingjar, þeir eru ekki til verri. Ætli ég kjósi ekki Borgaraflokkinn næst, eða Kon- urnar, þótt þær kjósi mig ekki.“ Hvaða stjórnmálamann langar þig mest til að skamma? „Mig langar ekki til að skamma neinn stjórnmálamann. Mamma sagði mér þegar ég var lítill að vera góður við smælingja.“ * Er eitthvað í bíó sem þú ætlar ekki að missa af? „Ég veit bara ekkert hvað er í bíó núna. Annars hef ég gaman af að fara í bíó og fer oft.“ Er eitthvað í sjónvarpi sem þú missir ekki af? „Nei, ég missi af því öllu.“ En í útvarpi? „Ég hlusta á veðurfréttir í út- varpinu." Hvar myndirðu vilja búa ann- ars staðar en á íslandi? „Allsstaðar. Ég er bara svo mikill aumingi að ég hef mig ekki út í að koma mér úr landi. Kann- ski ég færi til Grænlands, það hlýtur að vera skárra þar en hér. Til dæmis veðrið hérna, það er aldrei sumar og sól og þetta versnar með ári hverju.“ Hvernig finnst þér þægilegast að ferðast? „Allavega ekki með flugvél. Mér finnst óþægilegt að ferðast með flugvél. Ætli mér finnist ekki best að ferðast í bfl. Það er hættu- legast að vísu, skilst mér, en manni finnst maður samt vera ör- uggastur." Hverju myndirðu svara ef þú yrðir beðinn um að verða forsæt- isráðherra? „Það væri nú illa komið fyrir þjóðinni ef ég væri síðasta hálm- stráið.“ Hvernig sérðu framtíðarlandið fyrir þér? „Ég sé það ekki fyrir mér. Þetta á enga framtíð fyrir sér, hvorki ísland né önnur lönd, en það er ekki mín sök.“ Hvern telurðu merkastan at- burð mannkynssögunnar? „Fæðing mín í þennan heim. Vegna þess að ef ég hefði ekki fæðst gæti ég ekki gert mér grein fyrir gangi mannkynssögunnar á einn eða annan hátt.“ Hvaða spurningu langar þig til að svara að lokum? „Hvort mér finnist svona viðtöl ekki síðasta sort.“ Finnst þér ekki svona viðtöl síðasta sort, Sigurður? „Jú.“ ns. þlÓÐVIUINN FYRIR50ÁRUM „Hver islendingur, sem dvalið hefur í Þýskalandi eftir valdatöku Hitlers og kynnt sér uppeldið á æskulýðnum, segir þær fréttir að með uppeldisaðferðunum, sé 1 rauninni verið að heimska æsku- lýðinn. Hann kynnistengu nema kenningum nazismans, vaxi upp ítakmarkalausum sjálbyrgings- hætti, sem byggist á þeirri kenn- ingu að Þjóðverjar beri höfuð og herðar yfir allar þjóðir jarðarinn- ar.“ - Úr Hugleiðingum Örvar- odds. I DAG 2. ágúst miðvikudagur í 16. viku sumars. 214. dagur ársins. Sólarupprás í Reykjavíkkl. 4.37-sólarlag kl. 22.28. Viðburðir 7. þing Komintern- Alþjóðasam- bands kommúnista-1935 sam- þykkir samfylkingarstefnuna, þjóðfylkinguna gegn fasisman- um. FyrstflogiðyfirAtlantshaf 1921. APÓTEK Reykjavtk. Helgar- og kvöldvarsla lyfja- búða vikuna 28.-4. ágúst er í Vesturbæjar Apóteki og Háaleitis Apóteki. Fyrmetnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur...............sími 4 12 00 Seltj.nes...............sími 1 84 55 Hafnarfj................sími 5 11 66 Garðabær................sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík...............sími 1 11 00 Kópavogur...............simi 1 11 00 Seltj.nes...............simi 1 11 00 Hafnarfj................sími 5 11 00 Garðabær................sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fy rir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frákl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögumallan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vaktvirkadagakl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garöaflöts. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspftalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeiid Land- spítalansHátúni 10B. Alladaga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspitali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alladaga 15-16og 19-19.30. Klepps- spitalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. DAGBÓK Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 1t og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alLdaga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alladaga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjólparstöð RKl. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sólfræðistöðin. Ráógjöf i sálfræöilegum efnum. Simi 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 8-17. Síminn er 688620. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími 21500, símsvari. Sjálf shjálparhópar þeirra sem oröið hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500,símsvari. Upplýsingar um eyðni. Simi 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarf ræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsimafélags lesbiaog hommaá mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Félag eldri borgara. Opið hús i Goöheim- um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga ogsunnudaga kl. 14.00. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Simi 21260 alla virka daga kl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema.erveittísima 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmíudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 27. júlí 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar ... 58,21000 Sterlingspund ... 96,56200 Kanadadollar ... 49,24500 Dönsk króna ... 8,00690 Norsk króna ... 8,48170 Sænsk króna ... 9,10950 Finnsktmark 13,81020 Franskurfranki ... 9,18790 Belgiskurfranki 1,48620 Svissn.franki ... 36,12720 Holl. gyllini ... 27,58440 V.-þýsktrr.ark ... 31,12090 Itölsklíra ... 0,04323 Austurr.sch 4,42170 Portúg. escudo ... 0,37250 Spánskur peseti ... 0,49630 Japanskt yen ... 0,42227 (rsktpund ... 83,02200 KROSSGÁTA Lárétt: 1 sögn 4 harm- ur 6 léleg 7 tottaði 9 riki 12 umhyggja 14 loga 15 fataefni 16 krabba- dýr19skordýr20 kvæði21 kvabbi Lóðrétt: 2 reykja 3 ók- yrrð 4 Ijómar 5 sefa 7 skáli 8 furða 19 skrifaði 11 tæþri 13hald17 heiður18barn Lárétt: 1 ásum 4 bófi 7 lost9skír12kamar14 ger15ólm16ætlun19 sofi20nafn21 aldin Lóðrétt: 2 svo 3 móta 4 bisa5fri7lagast8 skræfa10krónan11 róminn13mál17til18 uni Miðvikudagur 2. águst 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.