Þjóðviljinn - 10.08.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.08.1989, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 10. ágúst 1989 136. tölublað 54. árgangur Landspjöll Herinn spillir gróðri Verksummerki eftir œfingar hersins: skotbyrgi, ókjör skothylkja og gróðurskemmdir. Upplýsingafulltrúi hersins: Herinn hefur umráðarétt á varnarsvœðunum - gegndi öðru máli ef gróðurskemmdir hefðu verið unnar utanþeirra. Landgrœðslan: Gildireinu hvortgróðurspjölleru unnin innan varnarsvœða eða utan Skotgrafir, hlaðin byrgi, upp- tættur mosi, ókjör skothylkja og sprengjupinna og umbúðir utan af ýmsum þarflegum hlutum sem hermenn þurfa að hafa með sér til að gera stærri sem smærri stykki, er meðal þess sem blasir við augum göngufólks sem leggur leið sína um annars lítt snortið umhverfi í nágrenni Þórðarfells sunnan Stapafells á Reykjanes- skaga. Svæðið sem hér um ræðir er innan sk. varnarsvæða og hef- ur verið notað sem æfingavöllur fyrir herinn, en um leið heyrir það undir landgræðslusvæði Landgræðslunnar á Reykjanes- skaga. Friðþór Eydal, upplýsingafull- trúi hersins, sagði í samtali við blaðið að þetta væri æfingarsvæði fyrir herinn en hinsvegar hefði heræfingin NV 89 ekki farið fram á þessu svæði. „Eðli málsins sam- kvæmt fer fram reglubundin þjálfun á ýmsum svæðum og á þessu svæði var síðast æft fyrir tveimur vikum. Svæðið verður skoðað og hreinsað á næstu dögum," sagði Friðþór. Þegar blaðamaður Þjóðviljans fór í vettvangskönnun um helgina í fylgd útivistarfólks sem gekk fram á ósómann fyrir nokkru, var ekki um að villast að í nágrenni Þórðarfells hefur farið fram tals-. verð liðssöfnun. Mosi og annar gróður er á stórum spildum svið- inn undan átroðningi og jarðveg- urinn ristur hjólförum þungra ökutækja. Hist og her eru skot- grafir sem ekki hefur verið hirt um að fylla upp í að æfingum loknum og skothylki liggja eins og hráviði út um allt, þar á meðal mikið magn ósprunginna púður- skota. Uppi á Klifinu, misgengi" sem liggur um fjallið, er röð byrgja sem byssumenn og útverð- ir æfinganna hafa hróflað upp. Aðspurður hvort ekki skyti skökku við að umgengni hersins við landið væri ekki betri en raun bæri vitni, ekki síst þar sem svæð- ið væri innan landgræðslugirðing- ar, sagði Friðþór, að hér væri um æfingasvæði að ræða sem herinn hefði umráð yfir. - Það gerir þessa frétt minni en ella. Það gilti öðru ef þetta væri utan varnar- svæðanna, sagði Friðþór. - Landgræðsluna varðar vitan- lega um öll gróðurspjöll á þessu svæði og þá gildir einu hvort um er að ræða svo nefnd varnarsvæði eða ekki, sagði Stefán H. Sigfús- son, fulltrúi landgræðslustjóra í samtali við blaðið. Stefán benti á að Reykjanes- skaginn að utanverðu væri land- græðslusvæði og girtur af fyrir ágangi búfjár. Umráðaréttur yfir landinu innan landgræðslugirð- ingarinnar væri þó í höndum landeigenda. - Það er þó ekki þar með sagt að okkur komi gróðurspjöll ekki við, sagði Stef- án, en að hans sögn græðslan ganga úr mun Land- gróðurskemmdirnar innan tíðar. skugga um -rk Steinþór Jóhannsson, ungur Suðumesjamaður, heldur hér á skothylkjum af ýmsum stærðum og gerðum í einu víginu sem útverðir hersins hafa hróflað upp uppi á Klifinu við Þórðarfell. Á grundunum fyrir neðan er gróðurþekjan illa farin eftir umferð þungra ökutækja. Á innfeldu myndinni má greina ýmislegt smádót sem hermennirnir hafa haft í pússi sínu, s.s. umbúðir utan af kaffi, mjólkudufti og sykri að ógleymdum salernispappír í handhægum umbúðum. Mynd Ragnar. Söluskattsundanþága Reglugerðardansinn dunar áfram Stuðmennþurfa líklega ekki aðgreiða söluskatt vegna útihátíðar íHúnaveri. Jón ísberg: Það á eftir að meta það Stuðmenn fengu undanþágu vegna söluskatts fyrir útihá- tíðina í Húnaveri um verslunar- mannahelgina, en að sögn Jóns ísbergs sýslumanns í Húnavatns- sýslu á eftir að skoða hvort þeir hafi uppfyllt þau skilyrði sem til þarf. Snorri Olsen deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu sagði í sam- tali við Þjóðviljann, að Stuð- menn hefðu sótt um undanþágu og það verið samþykkt með vísan til reglugerðar um undanþágu. Ef skilyrði sem þar eru tíunduð eru ekki uppfyllt, á viðkomandi inn- heimtumaður að innheimta sölu- skatt. í reglugerð þessari stendur m.a.: „...þvíaðeinsundanþeginn söluskatti að sýningin eða tón- leikarnir tengdust ekki öðru skemmtana- eða samkomuhaldi, svo sem dansleikjum eða úti- skemmtunum." Það er svo Jóns ísbergs að meta hvort útihátíðin í Húnaveri hafi verið dansleikur og útiskemmtun. Að sögn Jóns ísbergs mun hann snúa sér til mótshaldara, eða Húnavers, og þeir gefa upp það sem þeir telja söluskattskylt. Það væri ekki komið og því gæti hann ekki sagt um hvort sölu- skattur yrði innheimtur. Að- spurður um hvort útihátíðin hafi ekki verið útiskemmtun, sagði Jón að hann hafi ekki getað séð annað. Að vísu gæti hann ekki sagt til um hvort skilyrði fyrir undanþágu hafi verið uppfyllt, því hann væri hættur að sækja svona skemmtanir. Hins vegar kæmi það í ljós næstu daga hvort svo hafi verið. Þar sem um 24 miljónír komu inn í aðgangseyri á hátíðinni eru það tæpar 5 miljónir sem ættu að greiðast í söluskatt. Ef í ljós kem- ur að Stuðmenn þurfa ekki að greiða söluskattinn leggst upp- hæðin ofan á hreinan gróða. ns. Keflavíkurflugvöllur Óhapp í WK Flugvél af gerðinni Boeing 727- 200 frá Sterling flugfélaginu danska hlekktist á í flugtaki þegar vélin var að fara héðan til Kanada um hádegisbil í gær. Vélin var að koma frá Kaup- mannahöfn og millilenti á Kefla- víkurflugvelli til að taka elds- neyti. Þegar hún var í flugtaki náði hún sér ekki almennilega upp, þannig að flugstjórinn virð- ist hafa rifið hana upp, en við það rak hún stélið í brautina og gat kom á. Flugvélin komst á loft, flaug hring yfir brautinni og lenti aftur. Gekk lendingin að óskum. Með vélinni voru rúmlega 180 farþegar og 9 manna áhöfn. Þess má geta að Flugleiðavél af þessu tagi fer yfirleitt með 164 farþega, svo danska vélin hefur verið veí hlaðin. Flugleiðir nota vélar sem þessa einungis í Evrópuflug. -ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.