Þjóðviljinn - 10.08.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.08.1989, Blaðsíða 7
AÐ UTAN H elstu fiskistofnar á miðunum Ameríku eru í bráðri hættu af völdum ofveiði. Tugbúsundir fólks í BandaríkjunurrtSfPj* Kan- ada, sem á einn eða annan hátt hafa framfæri sitt af fiskveiðum og fiskvinnslu, sjá af þeim sökum fram á gjaldþrot og atvinnuleysi. Margt þessa fólks sakar stjórnvöld landa sinna um að þau séu sein í svifum fiskistofnunum til verndar, en af hálfu hlutað- eigandi yfirvalda er því gjarnan svarað til að útvegsmenn og fiski- menn geti sjálfum sér um kennt að miklu leyti, þar eð þeir kunni sér ekki hóf við veiðarnar. Alvarlegast er ástandiö í þess- um efnum á miðunum austan við meginlandið, sem sum hver hafa verið talin einhver þau auðugustu í heimi, allt frá því að Evrópu- menn byrjuðu að sækja þar sjó- inn undir lok 15. aldar. Jón Ca- bot, þekktur ítalskur sæfari í þjónustu Englendinga á þeim dögum, skýrði svo frá: „Sjórinn þarna er morandi af fiski. Það þarf ekki einu sinni að nota net til að veiða hann, heldur dugar að sökkva niður körfu, þyngdri með steini." Það er liðin tíð. Banda- rískur þingmaður, Gerry Studds frá Massachusetts, sem er for- maður undirnefndar um sjávar- útveg á vegum fulltrúadeildar- innar, segir að fiskimenn frá Nýja Englandi þurfi nú leggja helm- ingi harðar að sér til að ná úr sjó helmingi minni afla en þeir fengu í upphafi áratugsins. Og spár Bandarískt varðskip nálgast taívanskt fiskiskip, grunað um ólöglegar laxveiðar. Norður-Ameríka Ofveiði ógnar fiskistofnum Astandið alvarlegastAtlantshafsmegin. Kyrrahafsmegin eru lax ogalaskaufsi íhœttu afvöldum mengunar og hóflausrar reknetaveiði fiskifræðinga eru á þá Íeið að ástandið í þeim efnum muni fara versnandi. Markaðslögmál andstætt fiskistofnum Aðalástæðan er sem sagt talin vera ofveiði. „Lögmálið um framboð og eftirspurn er fiskin- um andstætt," segir forustumað- ur einn um náttúruvernd. Á Ge- orgesmiðum út af strönd Nýja Englands hefur svo hart verið sótt að helstu fiskistofnunum, þorski, ýsu og flyðru, að stofn- arnir hafa skroppið saman um 65 af hundraði síðan 1977, að sögn bandarískra embættismanna. Fyrr á árinu varð mikið uppistand í Kanada er þariendir fiskifræð- ingar lögðu fram skýrslur, sem bentu til þess að 45 af hundraði þorskstofnsins út af austur- ströndum landsins væri veitt ár- lega, en talið hefur verið að ekki megi veiða meira en 20 af hundr- aði stofnsins á ári til þess að hann haldist í horfinu. Fiskifræðing- arnir hvöttu til þess að þorsk- kvótar Kanadamanna yrðu minnkaðir um meira en helming, úr 293,000 smálestum 1988 í 137,500 smálestir þetta ár. En vegna ótta við andstöðu þeirra, sem eiga afkomu sína undir fisk- veiðum, þorði Kanadastjórn ekki að minnka kvótann nema niður í 258,000 smálestir. En jafnvel sá takmarkaði samdráttur kemur hart niður á atvinnu- og efna- hagslífi kanadísku austurfylkj- anna, þar sem atvinnuleysi var mikið fyrir. Á þessu ári er talið að um 8000 manns missi vinnuna að mestu eða öllu leyti í Nýfundna- landi og Nýja Skotlandi vegna lokunar eða samdráttar í rekstri fiskiðjuvera. Ofveiðin á miðunum austan meginlands er fyrst og fremst af völdum heimamanna, en fleiri eiga þar hlut að máli og það hefur valdið vissri þykkju milli Norður- Ameríkuríkja annarsvegar og annarra ríkja hinsvegar. Ný- fundnalendingar halda því fram, að áætlanir Kanadamanna um fiskivernd renni út í sandinn vegna sóknar spænskra og portú- garskra fiskiskipa á þann hluta miðanna, sem er utan 200 mílna efnahagslögsögu Kanada. Að sjálfsögðu er um sömu stofnana að ræða utan og innan línu. Kan- adískir fiskimenn eru og gramir stjórn sinni fyrir að hún í mars s.l. heimilaði Frökkum að tvöfalda þorskveiðikvóta sinn á Kanada- miðum. Minnkandi fiskigengd hefur einnig valdið spennu milli Banda- ríkjanna og Kanada. Mörkin milli þeirra á Georgesmiðum voru t.d. ekki ákveðin fyrr en með úrskurði Alþjóðadómstóls- ins 1984. Kanadamenn fiska Um borð í sovéskum togara á Alaskamiðum aðgangshörku útlondinga við fiskistofnana. heimamenn kvarta yfir innan ramma kvótakerfis, en Bandaríkjamenn hafa enga kvóta Atlantshafsmegin. Ofveiðin er því meiri af þeirra hálfu. Vegna fiskileysis á bandarísku miðunum gerast æ meiri brögð að því að bandarískir fiskiskipstjórar láti freistast til ólöglegra veiða á kan- adísku miðunum. í s.l. mánuði dæmdi kanadískur dómstóll Manuel Vieira, togaraskipstjóra frá Massachusetts, til að greiða 170,000 dollara sekt fyrir þess- konar brot, og er þetta þyngsti dómurinn af slíku tilefni hingað til í Kanada. En annar bandarísk- ur sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar frá New Bedford í Massachusetts í næstum fjóra áratugi, hefur ekki trú á því að þetta dugi til að hræða banda- ríska fiskimenn frá ólöglegri sókn á Kanadamið. „Okkar fiskur er að verða búinn," segir hann. „Menn hafa veðsett húsin sín og bátana; eitthvað verða þeir að gera." Kanadísku varðskipin, sem gæta fiskimiða lands síns, eru vopnuð vélbyssum, en ekki hefur verið gripið til þeirra nema í einu tilfelli, og þá hlaust ekki af mann- skaði. En margir óttast að til þess komi fyrr eða síðar, að kanadísk- ir varðskipsmenn beiti byssum gegn bandarískum veiðiþjófum með alvarlegum afleiðingúm. „Ef svona heldur áfram endar það með því að einhver verður drepinn," segir Studds þingmað- ur. Kyrrahafslaxinn í hættu Kyrrahafsmegin er ástandið í þessum efnum ekki eins slæmt, en þó ískyggilegt um sumt. T.d. bendir margt til að laxastofnar þar séu í hættu. Sacramentofljót er mikilvægasta hrygningará chinooklaxins í Kaliforníu, og fyrir um tveimur áratugum lögðu um 120,000 laxar árlega leið sína upp í ána til að hrygna. S.l. vetur voru þeir ekki nema um 600. Mengun í ám og fljótum er kennt um, en einnig ofveiði og fleiru. Laxeldismenn í Alaska kvarta yfir því að lítið skili sér af þeim fiski, sem þeir sleppa. Fiskimenn þar í ríki telja að skip frá Japan, Suður-Kóreu, Taívan og austan- tjaldslöndum sæki svo mjög i aí- askaufsann á miðum þar í grennd að stofninum sé hætta búin. Að- allega fiska skip þessara ríkja utan bandarískrar efnahagslög- sögu á þessum slóðum, en allveruleg brögð kváðu vera að því að þau bregði sér inn fyrir lögsögulínuna. Alaskamenn segja að s.l. ár hafi erlend skip veitt þrettán sinnum meira af al- askaufsa -1,4 miljón smálestir - á miðunum norður af Aleútaeyjum en þau gerðu 1984. Bandarískir og kanadískir fiskimenn Kyrrahafsmegin eru þó reiðastir erlendum keppinaut- um um fiskinn vegna rekneta- veiða þeirra, en það eru einkum skip frá Asíulöndum sem þær stunda. í reknetin veiða Asíu- menn ólöglega mikið af laxi sem ekki hefur náð fullum þroska. Þetta mun vera ein af ástæðunum til laxaþurrðarinnar í ánum. Bandaríska utanríkisráðuneytið telur, að bandarískur lax að verð- mæti 400 miljónir dollara sé veiddur árlega í reknet. í s.l. mánuði gerðu Bandaríkin og Jap- an með sér samning um aukið eft- irlít með japanska reknetaflotan- um í Norður-Kyrrahafi, og svip- aður samningur Bandarfkjanna við Taívan er á döfinni. Norðuramerískir fiskimenn telja þó að stjórnvöld landa þeirra sinni hagsmunum þeirra of lítið og láti aðra pólitíska og efna- hagslega hagsmuni ganga fyrir. Fiskimaður einn í Gig Harbor í Washingtonríki, sem stundað hefur sjóinn á Alaskamiðum síð- an 1953, lét hafa eftir sér: „Þeir eru fleiri, sem hugsa helst um toj- ótabfla og níkonmyndavélar en hinir, sem hafa áhyggjur af fiski- stofnunum." Time/-dþ. Flmmtudagur 10. ágúst 1989 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.