Þjóðviljinn - 10.08.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.08.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Ósjálfráð skrift um vandræði íverslun Daginn fyrir Verslunarmannahelgina, sem er oröin að aukafrídegi fyrir alla nema helst afgreiðslufólk í ótal sölu- stöðum, birti Morgunblaðið leiðara um stöðu verslunarinnar í landinu. Þar var einkum rætt um áberandi samdrátt í versl- un og yfirvofandi gjaldþrot í greininni og leitað að sökudólgi eins og gengur. Hann fannst fljótt og auðveldlega. Fyrst var því fram slegið, að samdráttur í verslun stafaði af háu verðlagi sem ætti sér þá höfuðástæðu, að „hvergi á byggðu bóli eru ríkissjóöstekjur sóttar að stærri hluta í verð vöru og þjónustu og hér". M.ö.o. - hár söluskattur, segir þar, á sök á gjaldþrot- um verslana - og þá náttúrlega vegna þess, eins og segir síðar í leiðaranum, að „stefna ríkisstjórnarinnar í efnahags- og ríkisfjármálum hefur gjörsamlega gengið sér til húðar". Skrýtín tengsl að tarna! Víst ræður hár söluskattur miklu um hátt verðlag á Islandi. En enginn hefur mælt frekar með því en einmitt Morgunlaðið, að skattheimta fari á íslandi fram fyrst og fremst með óbeinum sköttum: alltaf er það talinn betri kostur en hærri skattar af hátekjum, af eignum, að ekki sé minnst á annan eins glæp og skatta á fyrirtæki og þeirra rekstur. Og það var reyndar ríkisstjórn Þorsteins Páls- sonar sem kom því á, að söluskattstig skyldi vera jafnhátt af matvælum og öðrum varningi og jók þar með við þá skatt- heimtu sem fylgir vöruverði. Það hafa engar þær breytingar orðið á söluskatti nýverið sem ráða samdrætti íverslun. Hinsvegarerkaupmátturnú á samdráttarskeiði svokölluðu minni en hann var á nýlega afstöðnu góðæri. En gáum að því, að Morgunblaðið eða þá atvinnurekendur hafa hingað til talið það eins og hverja aðra fjarstæðu að hægt væri að lyfta þessum kaupmætti (nema þá með því eina ráði að flytja inn matvæli í stórum stíl, sem er svo meira mál og afdrifaríkara en hér verði rætt). Leiðari Morgunblaðsins er dæmigerður fyrir þá ósjálfráðu skrift sem alltof algeng er þar á bæ: verslanir eru í vand- ræðum og það er ríkisstjórninni að kenna, enda sitja ekki í henni Sjálfstæðismenn. Vissulega eru verslanir margar í vandræðum - en ástæðurnar eru margar og af ólíku tagi reyndar. Ein ástæðan er blátt áfram sú, að í miklu góðæri og í kaupgleði skattlausa ársins hafa menn keypt meira af dýrri gripum til langtímanota en ella: það er um að ræða vissa mettun markaðarins á ýmsum sviðum. Önnur ástæða fyrir þrengingum í verslun er vitanlega tengt miklum fjárfesting- um í verslunarhúsnæði: Til dæmis að taka: hvernig getur nokkur maður búist við því að jafn mikil fjölgun verslana eins og sú sem átti sér stað með opnun Kringlunnar verði án þess að hún geri stórt strik í afkomumöguleika tuga annarra verslana annarsstaðar í Reykjavík? Nefnum eitt enn: hvað um þá milliliði milliliðanna, heildsal,- ana óteljandi? - sem ýmsir fulltrúar smásöluverslunarinnar hafa fátt gott um að segja, svo vægt sé til orða tekið og eru hvergi fjölmennari á byggðu bóli en einmitt á íslandi. Eða var ekki framkvæmdastjóri nýstofnaðra afsláttarverslana að lýsa því í sama helgarblaði Morgunblaðsins, hve dýr þáttur í kerfinu og þrútinn í yfirbyggingu heildsölubáknið væri? Hann bætti svo því við af yfirmáta kurteisi að: „þetta er ekki klókt fyrirkomulag með tilliti til vöruverðs". Gáum að þessu. ÁB Kúbumenn banna sovésk blöð Það mátti á dögunum lesa þá frétt í blöðum að Kúbumenn vildu ekki lengur selja hjá sér sovéska vikublaðið Moskvufrétt- ir (sem kemur m.a. út á spænsku) og mánaðarritið Spútnik. Það var haft eftir stjórnarmálgagninu Gramma, að þessi sovésku blöð flyttu þá villukenningu að blandað hagkerfi með einkageira í atvinnurekstri væri nauðsyn, þau hrósuðu vestrænu lýðræði og fjölflokkakerfi og vildu erlendar fjárfestingar. Þetta og fleira taldi Gramma ekki henta hagsmunum að aðstæðum Kúbumanna sem vildu hvergi hvika í baráttu sinni fyrir sósíalisma og kommúnisma. Breytingar í Víetnam Um svipað leyti les Klippari grein frá Víetnam. Þar er í gangi sú perestrojka sem Víetnamar kalla Nýjar breytingar (Doi Moi). Hún er fólgin í því að ýta undir stofnun einkafyrirtækja, ekki bara í þjónustu heldur og framleiðslu. Um leið er hert að ríkisfyrirtækjum, teknir frá þeim styrkir og „óþarft" vinnuafl". Bændur fá aftur land fyrir sinn fjölskyldubúskap á láns- og leigukjörum. Og svo mikið vilja Vietnamar á sig leggja til að laða að erlent fjármagn, að þeir bjóða erlendum aðilum upp á það að eiga 100 % í fyrirtækjum í Víet- nam, flytja arð úr landi og stjórna framleiðslunni án afskipta Viet- nama. Víetnamar gera sér grein fyrir því, að þessar breytingar skapa ný vandamál: atvinnuleysi, vax- andi mun á ríkum og fátækum osfrv. En þeir telja sig ekki eiga aðra leið færa til að rífa iandið upp úr stöðnun, láta hjól efna- hagslífsins snúast hraðar. Og ef þörf krefur finna þeir eitthvað hjá Karli Marx sjálfum til að rétt- læta sínar „nýju breytingar" - þeir segja að Marx riafi miðað þróun til sósíalisma við háþróað- an kapítalisma - og Víetnömum vanti einmitt hinn kapítalíska hlekk í sína þróun. Góð ráð dýr Það sem er góð og gild pólitísk vara í Víetnam er, eins og þessi dæmi sýna, villukenning og bannvara í öðru byltingarríki í þriðjaheiminum, Kúbu. Þarvilja menn halda fast við áætlunarbú- skapinn miðstýrða, forystuhlut- verk flokksins og fleira úr hinum lenínska arfi. Þessi ríki tvö, sem bæði urðu til við „ekta byltingu" í þeim skiln- ingi að þar höfðu rauðir heima- menn forystu fyrir sigursælli þjóðfrelsisbaráttu, minna okkur ekki aðeins á það, hve margr breytilegur er orðinn sá „heims- kommúnismi" sem eitt sinn var talinn eitt skrýmsli með marga hausa. Dæmi þeirra segja einnig sitt af hverju um tvíbenta stöðu allra þeirra ríkja sem hófu göngu sína undir fána hins lenínska af- brigðis af marxismanum og ætl- uðu þar með að tryggja sér skemmri leið inn í nútíma og framfarir. Byltingarkappið ber menn vel af stað, það auðveldar kannski ýmsar mannfrekar stórfram- kvæmdir, fremur menningarbylt- ingu á ólæsi og skólaleysi og leggur grundvöll að vissu félags- legu öryggi. En eftir því sem á líður verður sjálf einokun valds- ins og sá ógjörningur að setja all- ar þarfir undir einn áætlunarhatt til þess að ríkin koðna niður í skrifræði, vöruskorti, mannrétt- indabrotum og mengunarslysum. Þegar stöðnunin er orðin þung- bærri en risið verði undir er svo fitjað upp á perestrojku (til dæm- is í Vietnam) - eins þótt menn viti ekki svo gjörla hvaða verð þeir eru tilbúnir að greiða fyrir þá framleiðsluaukningu, sem menn vonast til að blandaða hagkerfið og markaðsbúskapurinn tryggi þeim. Og það er þetta verð sem þeir óttast á Kúbu enn meir en þá stöðnun sem efnahagur þess lands er í. Eins og þar segir: góð ráð eru dýr. Eins og hjá okkur? Á Vesturlöndum er sú skoðun útbreidd, að Austurevrópulönd til dæmis þurfi ekki annað en skrúfa frá einkaframtakinu, þá muni skuldir greiðast og vel- megun vaxa sem skjótþorska epli á hverju tré. Aðrir gera sér grein fyrir því að ekkert er auðvelt. Til dæmis er ekki nema von að Sam- staða í Póllandi sé hikandi við að fara í ríkisstjórn. Ekki aðeins vegna þess að hún vill ekki gera Kommúnistaflokknum þann greiða að deila með honum stjórnarábyrgð. Samstaða á - ekki síst ef hún færi ein með stjórn - afskaplega erfitt með að Iáta markaðsöflin „hreinsa til" í þeim fyrirtækjum þar sem hennar verklýðsfylgi er mest: í kolanám- um, stálbræðslum og skipasmíða- stöðvum. Mörgum þeim fyrir- tækjum mundu erlendir fjárfest- ingaraðilar hiklaust loka vegna arðsemisjónarmiða og stórfækka starfsfólki í öðrum. Þennan vanda skilur mætavel til dæmis John nokkur Lloyd sem skrifaði í Financial Times um við- leitni stjórnvalda í ríkjum sem kommúnistar ráða til að koma á markaðsbúskap. Þessi lönd, segir hann: „standa andspænis kapítalísk- um hörmungum atvinnuleysis, stórfelldra tilflutninga á fólki, vaxandi misrétti og mikilli verð- bólgu, sem þegnarnir kunna að neita að taka á sig upp á enn eitt loforðið um sæmilega velmegun í fjarlægri framtíð." Þetta er vegna þess, segir Flora Lewis, þegar hún leggur út af þessari grein í New York Times að „hugsjónir byltingarinnar um félagslegt réttlæti hafa enn sterk tök á fólkinu og vegna þess að þær voru framkvæmdar að vissu marki". Kerfið, segir hún, reynd- ist að vísu ófært um að husla kap- ítalismann eða jafnvel lyfta lífs- kjörum, en það sá fólki fyrir öryggi sem það ekki þekkti áður. Erfið sigling Það eru reyndar engar auðveldar leiðir til fyrir þá sem ætla sér upp velmegunarfjallið. Þeir sem vilja - eins og sjálfsagt er - losna undan valdeinokun, skrifræðisspillingu og vöruskorti, munu uppskera drjúgan skammt af þeim vandkvæðum sem þeir verst settu á Vesturlöndum stynja undan - og þá m.a. vax- andi kjaramun í þjóðfélaginu. Framvinda perestrojku eða „nýrra breytinga" fer að verulegu leyti eftir því, hvort hægt verður að tryggja það sterkt félagslegt öryggisnet á breytingaskeiðinu, að sjálf hin pólitíska reiði þeirra sem verst eru settir tæti ekki þjóðfélögin í sundur. ÁB a m r Jt ¦ ¦ ¦ R Þjoðviljmn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgofandl: Útgáfufélag Þjððviljans. BitstjórhÁrni Bergmann. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrlr blaðamenn: Oagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), KristðferSvavarsson, ÓlafurGíslasoaSigurðurÁ.Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Þorfinnur Omarsson (íþr.), ÞrösturHar- aldsson. Framkva»mdast|óri: Hallur Páll Jónsson. Skrlfstofustjðri: Sigrún Gunnarsdðttir. Skrlf stofa: Guðrún Geirsdóttír, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Slmavarsla:SigrlðurKristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bilstjóri: Jðna Sigurdórsdóttir. Húsmóðlr: Erla Lárusdðttir Útbrolðslu-ogafgrelðslustjórl:GuðrúnGisladðttir. Afgrelðsla: Bára Sigurðardðttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhelmtumaður: Katrín Bárðardðttir. Útkeyrsla, afgrelðsla, ritst|órn: Síðumúla 6, Reykjavík, simar: 681333 & 681663. Auglýslngar: Síðumúla 6, slmar 681331 og 681310. Umbrot og satning: Prentsmiðja ÞJððviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verðíiausasölu:90kr. NýttHelgarbla&:140kr. Áskrlftarverö á mánu ðl: 1000 kr. 4 SfÐA - WÓÐVIUINN' Fimmtudagur 10. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.