Þjóðviljinn - 30.08.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.08.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Afganistan Najibullah styrkist Mujahideen berjast innbyrðis. Hvorugur aðila talinn geta unnið Erlendir stjórnarerindrekar í Afganistan eru yfirleitt sam- mála um, að Ijóst sé orðið að hvorugum stríðsaðila þar, stjórn Najibullah í Kabúl eða mujahide- en, skæruliðum er gegn henni berjast, geti orðið sigurs auðið í ófriðnum, er staðið hefur í tíu ár og valdið yfir miljón manns fjör- tjóni. Um langt skeið hefur hvorki gengið né rekið í ófriði þcssum, og á því ástandi hefur Najibullahstjórnin grætt. „Najibullah styrkir stöðu sína með því að tapa ekki og mujahi- deen fara halloka af því að þeir vinna ekki,“ segir afganskur stjórnmálamaður. Sex mánuðir eru nú liðnir frá því að sovéski herinn fór úr landi, en enn sér ekki fyrir endann á stríðinu, enda halda Sovétmenn áfram að birgja Najibullah upp að vopnum og Bandaríkjamenn mujahideen. Mujahideen eru sundurlyndari en nokkru sinni fyrr og má nú heita að skollið sé á borgarastríð innan borgarastríðsins, sem fyrir var, miili tvennra samtaka muja- hideen, Hezb-i-Islami og Jamiat. Hafa hundruð manna fallið í þeim átökum. Ýmsir mujahide- enforíngjar hafa að mestu látið af hernaði gegn Najibullahstjórn- inni og er jafnvel talið að ein- hverjir þeirra hafi gert vopnahlé við hana á laun. Mujahideen hafa að eigin sögn hafið meiriháttar sókn gegn Najibullahliðum í Khost, héraði austanlands við landamæri Pakistans, en ekki orðið mikið ágengt til þessa. Najibullah er talinn hafa um 250,000 manna liði á að skipa, en af því liði eru aðeins um 95,000 Afganskir skæruliðar - að sigra ekki er sama og að fara halloka. manns í reglulegum og vel vopn- uðum hersveitum. Reuter/-dþ. Kambódía Veríkir henni skipt á milli Taílands og Víetnams? Dauði hugprúðrar Enn um Mengele Sömdu Bandaríkja- menn við hann? Talsmenn samtaka fólks, sem lifði af „vísindalegar rannsóknir“ nasista í útrýmingarbúðunum í Auschwitz halda því fram að Jos- ef Mengele, alræmdastur lækna þeirra er þær „rannsóknir“ stunduðu, sé enn lífs og saka stjórnvöld Bandaríkjanna og ís- raeis um halda leyndum upplýs- ingum þar að lútandi. Fjölskylda Mengeles, sem talinn er ábyrgur fyrir dauða um 400,000 Gyðinga í Auschwitz, segir hann hafa drukknað 1979 og sérfræðingar þóttust vissir um að lík, sem tekið var upp úr gröf skammt frá Sao Paolo væri af Mengele. Samtökin sem hér um ræðir telja þetta ekki sannað og Vera Kriegel, formaður ísraelsdeildar samtakanna, sem sjálf er enn þjáð eftir „tilraunir“ Mengeles, hefur sakað Bandaríkjastjórn um að hafa gert samkomulag við Mengele 1946, eftir að hann var handtekinn. Hafi Bandaríkja- menn látið hann sleppa gegn því að hann léti þeim í té upplýsingar um niðurstöður sínar eftir rann- sóknir viðvíkjandi sýklahernaði. Bandarískir valdhafar vilji fyrir hvern mun að Mengele finnist ekki og verði ekki leiddur fyrir rétt, því að þá hljóti samkomulag hans og Bandaríkjamanna að komast upp og úr verða stór- hneyksli, Bandaríkjunum mjög óþægilegt. dþ. Sunthorn Kongsompong hers- höfðingi, herráðsformaður Taílands, hefur stungið upp á því að Kambódíu verði skipt í tvö ríki, annað austanvert í landinu undir núverandi stjórn landsins, er styðst við Víetnam, og hitt vest- anlands undir stjórn skæruliða- samtaka þeirra þrennra, er berj- ast gegn Víetnömum og Kambó- díustjórn og lúta að nafni til for- ustu Sihanouks fursta. Þessi upp- ástunga Kongsompongs vekur at- hygli, þar eð herinn ræður miklu í Taflandi. Uppástunga þessi er lögð fram með hliðsjón af því, að allar líkur eru á að ráðstefna sú um Kambó- díumál, sem staðið hefur yfir í París, muni fara út um þúfur. Helsta ágreiningsefnið er að Kambódíustjórn undir for- mennsku Hengs Samrin og Ví- etnamar taka ekki í mál að Rauð- ir kmerar fái neina hlutdeild í framtíðarstjórn landsins. Skæru- liðar sem og Bandaríkin og Kína, sem á bakvið þá standa, eru á öðru máli um það. Kongsom- pong gerir ráð fyrir að ef uppá- stunga hans nái fram að ganga muni austurríkið undir stjórn Hengs Samrin verða hallt undir Víetnam, en vesturríkið undir Taíland. Þetta væri á margan hátt eðlileg málamiðlun séð frá sjón- arhóli þessara ríkja, sem öldum saman hafa bitist um Kambódíu. Annað mál er svo það hvemig Taílendingum tækist til við að hemja Rauða kmera, ef á það skyldi reyna. Reuter/-dþ. Dauði hugpiúðrar skipshafnar Olíuskip, sem undanfarið hef- ur flutt olíu til hins umsetna yfir- ráðasvæðis kristinna manna í Lí- banon, varð fyrir sprengikúlum sýrlensks stórskotaliðs í gær- morgun og fuðraði upp. Níu af ellefu manna áhöfn skipsins, flestir Líbanar, munu hafa farist í bálinu. Áhöfn skipsins, sem hét Sólarskjöldur, hafði lengi sýnt mikla hugprýði við að koma olíu til kristna liðsins í Líbanon og margsinnis munað mjóu að það yrði fyrir skotum frá stórskota- virkjum og fallbyssubátum Sýrl- endinga. Stórlax í fólkssmygli Hefur komið 20,000 írönum til Svíþjóðar Segist sjálfur vera hjartahreinn hugsjónamaður. Sænskyfirvöld telja hann stórgróðamann - en geta ekkert sannað Heidari - brýtur lög og reynir ekki einu sinni að leyna því. Amir Heidari heitir maður, ír- anskur Kúrdi, 36 ára. Hann býr í Svíþjóð og hefur á s.I. tíu árum hjálpað um 20,000 írönum til að komast til þess lands á ólög- legan hátt, að eigin sögn. Sjálfur segist hann vera hjartahreinn hugsjónamaður, en sænsk yfir- völd segja hann græða stórfé á mannasmyglinu. Fyrst yfirvöldin líta svo á er eðlilegt að spurt sé, hversvegna þau láti manninum haldast þetta uppi ár eftir ár. En sænsk lög um ólöglegan innflutning á fólki eru ekki ströng, og er þá vægt að orði komist. Það telst að vísu stríða gegn lögum og rétti að hjálpa fólki til að komast inn í landið á ólöglegan hátt, en það er ekki refsivert. Refsingar koma því að- eins til greina í þessu sambandi ef sannað er, að menn geri sér ólög- legan innflutning fólks að féþúfu. Og í því efni er mjög eindreginna sannana krafist. Hefur lög að leiksoppi Þetta gerir að verkum að Heidari og fleiri slíkir leika sér að því að fara í kringum sænsk lög um þetta efni. Hann leynir því ekki að hann brjóti lög og taki við greiðslum frá því fólki, sem hann hjálpar inn í Svíþjóð. Hann segir greiðslurnar fara nokkuð eftir efnahag írana þeirra, sem hann hjálpar inn í landið, og allir segj- ast vera flóttamenn undan ógnar- stjórn klerkanna heimafyrir. Þeir efnuðu séu látnir borga meira en þeir fátæku. Heidari kveður al- gengast að íranir þeir, sem fái hjálp hans til að komast ólöglega til Svíþjóðar alla leið frá föður- landinu borgi fyrir það sem svar- ar 360,000-450,000 ísl. kr en greiðslurnar geti farið upp fyrir 700,000 kr. Sjálfur segist Heidari ekki nota grænan eyri af þessu fé til eigin þarfa, heldur lifi hann af sósíal- hjálp er móðir hans fær, en hún býr í Uppsölum. Hann kveðst þurfa að gæta ýtrustu sparneytni til að komast af og varla eiga fyrir fötum. Peningana sem hann fái frá löndum sínum, er hann hjálp- ar inn í landið, noti hann til að fjármagna starfsemina, kaupa flugmiða, borga hótelreikninga og að múta embættismönnum í íran og Tyrklandi. Það sem af- gangs verði fái andófsöfl í fran til baráttu sinnar. Gott land Svíþjóð Heidari, sem segist njóta stuðnings nokkurra hugsjóna- manna við starfsemi sína, er af- kastamestur af þeim, sem stunda mannasmygl til Norðurlanda. Þegar allt var á tjá og tundri í íran kringum valdatöku Khomeinis, gerðist hann að eigin sögn liðs- maður í baráttusamtökum frans- Kúrda og særðist í viðureign við svokallaða byltingarvarðliða Khomeinis. Segist hann þá hafa séð fram á, að vonlaust væri að berjast gegn klerkastjórninni heima fyrir og flýði til Svíþjóðar, sem á þeim árum auðsýndi ótak- markaða gestristni gagnvart þeim, sem flýðu Khomeinistjóm- ina. Mannasmyglið segir hann baráttu gegn þeirri stjórn og kveður hann öll þau lönd, er hafi einhver viðskipti við fran, samá- byrga fyrir ógnarstjórninni þar, þar á meðal Svíþjóð. „En hvað um það, Svíþjóð er gott land og ég vil endilega hjálpa sem flestum til að komast þang- að,“ segir hann sakleysislega. Ágœtis flóttamannalög Vestur-Pjóðverja Honum hefur þrásinnis verið stefnt fyrir rétt í Svíþjóð út af mannasmyglinu, en aldrei hefur sænskum yfirvöldum tekist að fá fram gegn honum sannanir er nægi til sakfellingar, samkvæmt núgildandi réttareglum þar. Því fer fjarri að afskipti sænskra yfir- valda af honum hafi stöðvað starfsemi hans, en hinsvegar viðurkennir hann að þetta eilífa rex í lögregluyfirheyrslum og fyrir dómstólum taki ærinn tíma, og það valdi vissri truflun á starfi hans fyrir hugsjónina. Mjög mörgum þessara meintu eða raunverulegu flóttamanna smyglar Heidari til Svíþjóðar frá Vestur-Þýskalandi gegnum Dan- mörku. Hann segir að nú sé svo komið að aðalbækistöðvar „stofnunar" hans séu í Vestur- Þýskalandi. „Þeir hafa ágætis flóttamannalög þar,“ segir Kúrdi þessi, sem staðráðinn er í því að halda þessari staifsemi sinni áfram. Og hann hefur ekki á- stæðu til annars en að horfa með vongleði til framtíðarinnar - eng- ar líkur eru enn sem komið er á því að Svíar herði á lögum sínum gegn ólöglegum innflutningi fólks. dþ. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 30. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.