Þjóðviljinn - 30.08.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.08.1989, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 30. ágúst 1989 148. tölublað 54. árgangur Ríkisstjórnin Fjáimagnstekjur skattlagðar Tillögur um skatt affjámagnstekjum kynntar ríkisstjórninni ígœr. Skilar ríkissjóði 1,5 miljörðum. Eignarskattur lœkkar. Már Guðmunds son: Lagt til að skattur affjármagnstekjum verði hluti afskattstofni tekju- og eignarskatts. Vextir afalmennum sparisjóðsbókum ekki skattlagðir. Fjármagnsskattur innheimtur í staðgreiðslu. Eignaskattur lœkkar Afundi ríkisstjórnarinnar í gær var lögð fram áfangaskýrsla fjármagnsskattanefndar um til- lögur að skattlagningu á vexti og aðrar tekjur af fjármagni. Er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af slíkri skattheimtu nemi um 1,5 miljörðum króna á ári. Verði tillögur nefndarinnar að frumvarpi er ríkisstjórnin að standa við eitt atriði stjórnar - sáttmálans en í honum er talað um að fjárinagnstekjur verði skatt- lagðar einsog aðrar tekjur. Tillögur nefndarinnar miðast annarsvegar við það að fjár- magnstekjur séu skattlagðar einsog tekjur af launum og hinsvegar er með þeim stefnt að samræmingu á sköttum á fjármagnstekjum og því m.a. lagt til að eignarskattur lækki verulega. Sú lækkun nemur um tekjuauka ríkisins af fjárm- agnsskattinum. Már Guðmundsson, efna- hagsráðgjafi fjármálaráðherra, er formaður nefndarinnar. Hann sagði 'við Þjóðviljann í gær að í skýrslunni væri stillt upp nokkr- um valkostum. Helstu tillögur nefndarinnar eru þær að skattur af fjármagns- tekjum verði innan ramma tekju- og eignarskatts, verði þannig hluti af skattstofni og allar tekjur því skattlagðar með svipuðum hætti. Vandamálið er hinsvegar að á- kveða hver skattstofninn á að vera, hvað eru raunvextir og hvað ekki. Af verðtryggðum skuldabréfum reiknast raunvext- ir beint en Iagt er til að hlut- deildaraðferð verði notuð við ó- verðtryggðar skuldbindingar. Þá Kvikmyndir Magnús gengur vel Rösklega lOþúsund hafa séð nýjustu kvik- myndÞráins Bertels- sonar Kvikmyndin Magnús hefur fengið mjög góða aðsókn það sem af er, eftir að hún var frumsýnd fyrir tæpum þremur vikuin. Að sögn Þráins Bertelssonar, höf- undar og framleiðanda myndar- innar, hafa yfir 10 þúsund manns þegar séð Magnús og sagði I»rá- inn það vera samkvæmt björtustu vonum. - Kvikmyndin þarf um 26-28 þúsund áhorfendur til að standa undir kostnaði en þetta eru allt saman menntaðar ágiskanir. Að- sóknin á myndina gefur manni til- efni til að vera bjartsýnn á fram- haldið og tel ég nokkuð líklegt að myndin standi undir kostnaði, sagði Þráinn í samtali við Þjóð- viljann í gær. _þ6m eru nafnvextir teknir og ákveðin hlutdeild af þeim notuð sem ræðst af verðbólgu m.a. Vextir af almennum spari- reikningum sem ná ekki rauná- vöxtun sem er meiri en rúmt 1%, einsog af tékkareikningum og al- mennum sparisjóðsbókum verða skattfrjálsir. Þá leggur nefndin til að fjárm- agnsskatturinn verði innheimtur í staðgreiðslu einsog tekjuskattur og muni þá bankar og aðrar fjármagnsstofnanir sjá um að innheimta staðgreiðsluna einsog fyrirtæki gera gagnvart tekju- skattinum.Vaxtatekjurnar verða svo taldar fram í upphafi næsta árs einsog aðrar tekjur og á að vera hægt að nota persónuafslátt- inn á vaxtatekjur einsog aðrar tekjur. Þá er nefndin með tillögur sem miða að því að jafna stöðu hlut- afjár og verðbréfa. í þeim til- lögum er lagt til að arður fyrir- tækja verði skattfrjáls en í dag er hann frádráttarbær að 10%. Þeir sem fá arð greiddan verða hins- vegar að borga skatt af honum, en með þessu er komið í veg fyrir tvísköttun á arði. Nefndin leggur einnig til að eignarskattur lækki. Áætlað er að fjármagnsskatt- urinn skili ríkissjóði um 1,5 milj- örðum króna á ári, en hluta af því á svo að nota til að mæta tekju - missi vegna lægri eignarskatts. Ríkisstjórnarflokkarnir eru nú með skýrslu nefndarinnar til at- hugunar og ræðst framhaldið af því hvort samstaða verður innan ríkisstjórnarinnar um málið. Verði niðurstaðan jákvæð mun nefndin vinna frumvarp á nótum áfangaskýrslunnar sem lagt verð- ur fyrir alþingi í haust. _sáf Iðnó Áfram leikhus við Tjömina? Alþýðuleikhúsiðfrumsýnir ílðnó um miðjan september Alþýðuleikhúsið flytur í Iðnó: Ólafía Hrönn, Halldór, Gerla, sem gerir leikmyndir fyrir ísaðar gellur, Hávar og Erla B. Skúladóttir fram- kvæmdastjóri sýningarinnar. Mynd - Kristinn. Alþýðuleikhúsið hcfur fengið inni í Iðnó með sína næstu sýningu og allar líkur eru á að tveir aðrir leikflokkar fylgi i kjölfarið með sýningar þar fyrir áramót. Formlegir samningar um afnot leikhópanna af húsinu hafa pó ekki verið gerðir, en vonandi verður þessi sýning Alþýðuleik- hússins til þess að skréfið verði stigið til fulls og það tryggt að Iðnó haldi áfram að vera leikhús. Æfingar á leikritinu Northern Lights eftir Frederick Harrison eru þegar hafnar. Gengur leikrit- ið undir vinnuheitinu ísaðar gell- ur og fjallar um þrjár farandverk- akonur frá Hull, sem ráða sig í fiskvinnu til íslands. Leikritið á sér víst einhverja fyrirmynd í raunveruleikanum og ein kvenn- anna mun vera hér ennþá, á Suðureyri við Súgandafjörð, en þar er leikritið talið gerast. Leikarar eru þau Ingrid Jónsdótt- ir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ása Hrönn Svavarsdóttir og Halldór Björnsson, og leikstjóri Hávar Sigurjónsson. Frumsýning er fyrirhuguð um miðjan septemb- er. Sem fyrr sagði eru uppi hug- myndir um tvær aðrar sýningar í Iðnó fyrir áramót. Eru það sýn- ing danshópsins Pars pro toto og eins hefur heyrst að þeir, sem á síðasta leikári stóðu að barna- leikritinu Ferðin á heimsenda og sýndu í Iðnó á vegum Leikfélags Reykjavíkur, vilji taka sýninguna upp aftur á sama stað. LG Stjórnarmyndunin Borgaraf lokkurinn á leiö í ríkisstjomina Júlíus Sólnes einnþingmannaBorgaraflokksins tvístígandi. Vilja skoða verð á matvœlum og vexti betur. Niðurstaða fœst í dag eða á morgun Allir nema einn þingmanna Borgaraflokksins vilja taka tilboði rikisstjórnarinnar um að- ild að stjórninni. Það er formað- ur flokksins, Júlíus Sólnes, sem enn er tvístígandi í málinu. Þykir honum sem hlutur borgara í stjórninni verði ekki nægur. „Ég get ekkert fullyrt um það hvort við erum sáttir við þetta til- boð Steingríms Hermannssonar, sem umræðugrundvöll," sagði Júlíus við blaðamann Þjóðviljans í gær skömmu áður en hann og aðrir þingmenn Borgaraflokksins héldu á fund formanna ríkis- stj órnarflokkanna. Júlíus sagði að enn væru mörg atriði tilboðsins óljós og vildu borgaraflokksmenn fá tíma til þess að skoða þau, en hann vildi ekki fara nánar út í hvaða atriði það væru. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans er það einkum verð á mat- vælum og hvernig ná á niður vöx- tunum sem borgarar vilja fá nán- ari skýringu á. Ekki er þó talið að útskýringar á því skipti sköpum um það hvort flokkurinn gerist aðili að ríkisstjórninni. „Meirihlutinn ræður þessu og hann vill ganga að þessu tilboði, " sagði einn þingmanna Borgara- flokksins við Þjóðviljann í gær. Hann sagði að þessi mál myndu skýrast í dag, en þingflokkurinn ætlar að funda um málið nú í bít- ið. „Það var talað um að við hefð- um tvo til þrjá daga á okkur þegar við fengum tilboðið og því verð- um við að svara í síðasta lagi á fimmtudag." Borgaraflokkurinn hefur ekki enn ákveðið ráðherraefhi sín formlega, það verður gert með atkvæðagreiðslu hjá þingflokkn- um. Samt er talið nær fullvíst að þeir Júlíus og Óli Þ. Guðbjarts- son skipti stólunum á milli sín. Guðmundur Ágústsson mun hinsvegar hafa reifað þá hug- mynd að hann verði gerður að dómsmálaráðherra þar sem hann er lögfræðingur að mennt. Aðrir þingmenn flokksins hafa hinsveg- ar ekki ljáð því eyra. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.