Þjóðviljinn - 30.08.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.08.1989, Blaðsíða 11
LESANDI VIKUNNAR Rúnar Þór Pét- ursson tónlistar- maður. Þjóöfélagiö er eins og sætindi, sykur færður í búning Hvað ertu að gera núna, Rún- ar? „Nú er ég að spila á pöbbum og böllum með hljómsveit sem heitir H20. Svo er ég að vinna að hljómplötu sem á að koma út fljótlega með textum eftir sjálfan mig og nokkra eftir bróðir minn. Síðan er ég að þvælast þess á milli.“ Hvað varstu að gera fyrir tíu árum? „Fyrir tíu árum var ég mest að leika mér, þvælast um bæinn og reyna að skemmta mér. Sem tókst kannski á klukkutíma fresti.“ Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú yrðir stór? „Ég held að ég hafi ætlað að verða það sem ég er. Að þurfa aldrei að vakna fyrr en á hádegi og vinna ekki hjá neinum nema sjálfum mér. Gera það sem mér finnst réttast að gera og hafa lífið sem rólegast og afskiptaminnst af öðrum." Hver er uppáhalds tónlistin þín? „Það er náttúrlega mín eigin. Ég hlusta mest á sjálfan mig.“ Hvaða frístundagaman hef- urðu? „Mér finnst skemmtilegast að fara út í Hrísey og fara út í árabát, einn, og veiða þorsk, ýsu og ufsa. Og fara á hestbak í leiðinni hjá frænda mínum sem býr rétt hjá Húnaveri, á hest sem heitir Sarnrni." Hvaða bók ertu að lesa núna? „Ég hef aldrei lesið heila bók á ævinni." Hvað finnst þér þægilegast að lesa ■ rúminu? „Bíddu nú við, það er ein bók sem ég er að lesa í rúminu núna. Hún heitir Sannleikur sem leiðir til eilífs lífs.“ Hvaða bók myndirðu taka með þér á eyðiey? „Sannleikur sem leiðir til eilífs lífs.“ Hver var uppáhalds barnabók- in þín? „Ástríkur.“ Hvaða dýr kanntu best við? „Ég kann best við hesta, en annars kann ég vel við allar skepnur." Hvað óttastu mest? „Sjálfan mig.“ Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn? „Ég hef bara einu sinni kosið á ævinni og það var út af þrýstingi. “ Hvaða stjórnmálamann langar þig mest til að skamma? „Mér finnst enginn þeirra vera stjórnmáiamaður. Stjórnmála- maður er maður sem er sjálfum sér nógur og mér finnst enginn þeirra vera það.“ Er eitthvað í bíó sem þú ætlar ekki að missa af? „Nei, ekki neitt.“ Er eitthvað í sjónvarpi sem þú missir ekki af? „Nei. Ég horfi mikið á sjón- varp en ég má missa af því öllu.“ En i útvarpi? „Nei, ég má missa af því líka.“ Hvernig myndirðu leysa efna- hagsvandann? „Það þyrfti að fara tvö þúsund ár aftur í tímann til að það væri hægt. Eftir öll mistökin sem búið er að gera. Það þyrfti að vera miklu meiri náungakærleikur.“ Hvaða kaffitegund notarðu? „Ég drekk ekki kaffi.“ Hvað borðar þú aldrei? „Ég er alæta. Ég borða þó aldrei súkkulaði, eða sætindi. Mér finnst sætindi vera eins og þjóðfélagið, sykur sem er færður í búning.“ Hvar myndirðu vilja búa ann- ars staðar en á íslandi? „í Hrísey." Hvernig finnst þér þægilegast að ferðast? „Labbandi, eða á hesti.“ Hverju myndirðu svara ef þú yrðir beðinn um að verða forsæt- isráðherra? „Já.“ Hvernig sérðu framtíðarlandið fyrir þér? „Ég held að þetta gæti orðið mjög gott, ég held að þetta sé að lagast. Óskaframtíðarlandið er hins vegar Hrísey. Ég vil hafa litla sveitabæi með lágmark þrjátíu kílómetrum á milli.“ Hvern telurðu merkastan at- burð mannkynssögunnar? „Þegar ég fæddist.“ Hvaða spurningu langar þig til að svara að lokum? „Hvernig ég hafi það.“ Hvernig hefurðu það, Rúnar? „Ég hef það bara mjög gott og ég held að það sé því að þakka að ég trúi því sjálfur.“ ns. þJÖÐVILIINN Fyrir 50 árum 10 milj. manna undir vopnum í Evrópu. Allt á huldu um orðsend- ingar Chamberlains og Hitlers. Útflutningur á ýmsum nauðsynj- avörum bannaður af ríkisstjórn- inni. Bráðabirgðalög um það efni voru gefin út í gær. Sósíalistafé- lag Reykjavíkur krefst aðgerða vegna stríðshættunnar. í DAG 30. ágúst miðvikudagur í 19. viku sumars. 242. dagur ársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 6.04 - sólarlag kl. 20.51. Viðburðir Jón biskup Vídalín dáinn árið 1720. APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúðavikuna 25.-31. ágúst er í Apóteki Austurbæjar og Breiðholts Apóteki. Fyrrnefnda apótekið er opiö um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Siðarnef nda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur...............sími 4 12 00 Seltj.nes...............sími 1 84 55 Hafnarfj................sími 5 11 66 Garðabær................simi 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík...............sími 1 11 00 Kópavogur...............sími 1 11 00 Seltj.nes...............sími 1 11 00 Hafnarfj................simi 5 11 00 Garðabær................sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavfk, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspftalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspft- alinn: Göngudeildin eropin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garöaflöts. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinnis. 23222, hjáslökkviliðinus. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartimar: Landspftallnn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspftalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlæknfngadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdefld Borgarspitala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin viö Barónsstígopinalladaga 15-16og 18.30-19.30. Landakotsspftali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldrakl. 16-17 daglega. St. Jósefsspitali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spftalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. DAGBÓK Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavik: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf I sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 8-17. Siminn er 688620. Kvennaráðgjötin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 ogkl. 20-22, Sími21500, símsvari. Sjálf sh jálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Úpplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarlræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, simi 21205. Húsaskjól og aöstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin ’78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsima félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari áöðrum tímum. Síminn er 91-28539. Bilanavakt rafmagns-oghitaveitu:s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Simi 21260 alla virka daga kl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyriralla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áh'ugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið i síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 29. ágúst 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar.......... 61,09000 Sterlingspund............. 95,95100 Kanadadollar.............. 52,16200 Dönsk króna................ 8,03290 Norskkróna................. 8,57280 Sænsk króna................ 9,24070 Finnsktmark............... 13,82750 Franskurfranki............. 9,26060 Belgískurfranki............ 1,49410 Svissn. franki............ 36,25520 Holl. gyllini............. 27,69270 V.-þýsktmark.............. 31,22010 Itölsklíra................. 0,04352 Austurr. sch............... 4,43500 Portúg. escudo............ 0,37410 Spánskur peseti............ 0,49940 Japanskt yen............... 0,42366 írsktpund................. 83,37300 KROSSGÁTA Lárétt: 1 kjána4æddi 6eðja7ámæli9loga 12fisk14hreyfast15 gljúfur 16 ráfa 19 fjöri 20fugl21 nef Lóðrétt: 2 fugl 3 orð- róm4þjark5sár7 sokkur8hvasst10 bætti 11 aflífa13sefi 17 málmur18slóttug Lausnásfðustu krossgátu Lárétt: 1 ásar4ultu6 oft7lofs9alls 12linna 14fri 15urt 16kámug 19 raun 20 niði 21 rifan Lóðrétt: 2 svo 3 rosi 4 utan 5 tól 7 loforð 8 flík- urlOlaugin 11 sættir 13nám 17áni 19una Miðvikudagur 30. ágúst 1989 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.