Þjóðviljinn - 20.09.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.09.1989, Blaðsíða 7
MENNING Franskur gestaleikur Marivaux í Iðnó Théatre du Campagnol leikur og leikles þrjá einþáttunga eftir Mari- vaux, fyrirlestur um Marivaux á undan leiklestrinum Franski leikflokkurinn Théatre du Campagnol heimsækir Reykjavík í boði Alliancc Franca- ise í byrjun næstu viku. Hópurinn er á leið í leikför til Bandaríkj- anna með dagskrá, sem sett var saman í fyrra í tilefni af 300 ára fæðingarafmæli franska leik- skáldsins Marivaux, og stendur fyrir leiksýningum, leiklestri og fyrirlestri í Iðnó á mánudag og þriðjudag (25. og 26. september). Á mánudagskvöldið verða fluttir tveir einþáttungar eftir Marivaux: Prælaeyjan (LTle des Esclaves) og La Provinciale (Sveitastúlkan). Á þriðjudaginn kl. 17:30 flyturleikstjórinn, Jean- Claude Penchenat fyrirlestur ásamt leikurunum þar sem leikið verður úr nokkrum verka Mari- vaux, en kl. 20 verður leiklesinn einþáttungurinn Le Legs, eða Dánargjöfin. Pierre Carlet de Chamblain de Marivaux (1688-1763) var um- deildur höfundur á sínum tíma og þótti engan veginn ná upp í risana þrjá; Voltaire, Racine og Mo- liere. Mörgum þóttu gleðileikir hans um ástina lítils virði og hann var ásakaður um að fjalla um ein- falda hluti á uppskrúfaðan og óaðgengilegan hátt. Ekki er að sjá að skætingurinn hafi haft áhrif á verk Marivaux, hann hélt áfram að velta fyrir sér flækjum ástar- innar og þeim mótsagnakennda ruglingi sem upp getur komið þegar hjónaband er í bígerð. Hins vegar urðu „ofsóknirnar" til þess að oft á tíðum var nafn höf- undar ekki látið uppi fyrr en eftir nokkrar fyrstu sýningar á verkum hans og á fæstum af.fyrstu útgáf- um leikrita hans er höfundarins getið. Ástir, tryggð, hjónaband eru þemu sem koma fyrir í ýmsum myndum í öllum leikritum Mari- vaux, en auk þess bregður fyrir alvarlegri undirtóni móralistans, sem fyrirlítur þá sem vilja mis- nota aðra, níðast á minni máttar eða giftast til fjár. Þrælaeyjan (frumsýnd 1725) snýst til að mynda öðrum þræði um að kenna þeim ríku að koma almennilega fram við þá sem minna mega sín, en í Dánargjöfinni eru teknar fyrir þær flækjur sem upp koma þegar hagsmunir rekast á tilfinn- ingamál. Þrátt fyrir skoðanir ýmissa samtímamanna var Marivaux valinn í Frönsku akademíuna árið 1743 og þá tekinn fram yfir Voltaire, sem var einn hans hatr- ömmustu andstæðinga. Mari- vaux var höfundur mikils fjölda leikrita auk þess sem hann skrif- aði fáeinar skáldsögur, en var þó ekki í hópi vinnusömustu manna. Hann mun hafa látið þau orð falla á efri árum að hann óskaði þess að hafa slæpst meira og unnið minna, þá ætti hann fleiri minn- ingar um hamingjustundir en færri um bærilega tíma. Leikhópurinn Théatre du Campagnol varð til árið 1977 þegar leikarar úr nokkrum hóp- um, þar á meðal úr Sólarleikhúsi Ariane Mnouchkine tóku sig saman og settu upp leikrit byggt á David Copperfield eftir Dickens. Hópurinn hefur miðstöð sína í Chatenay-Malabry þar sem hann hefur séð um leikhúsmiðstöð fyrir suðurúthverfi Parísar frá ár- inu 1983. Tengslin við Chatenay- Malabry eru til komin vegna áhuga nokkurra kennara við menntaskóla þar á David Copp- erfield, en þeir báðu leikstjórann að setja upp leikrit með nemend- um skólans. Leikhópurinn fékk gamla sundlaug í bænum til af- nota og var hún fyrst í stað notuð sem búningageymsla og til æfinga en árið 1985 var ákveðið að endurbyggja hana með leiksýn- ingar í huga. Miðar á leiksýningar, leiklest- ur og fyrirlestur eru seldir í Franska bókasafninu og í Iðnó og gefst mönnum kostur á að velja hvort þeir vilji njóta einstakra þátta eða kaupa sig inn á allan pakkann. Léttur kvöldverður fylgir fyrir þá sem fara bæði á fyrirlestur og leiklestur. LG Ur Þrælaeyjunni, sem verður á fjölum Iðnó á mánudagskvöldið Tríó í Hafnarborg Birgir Andrésson heldur fyrsfu sýninguna í Galleríinu nýja. Gallerí 11 Nýr sýningarsalur Nýtt gallerí hefur verið stofnað að Skólavörðustíg 4 a þar sem Gallerí Grjót var áður til húsa. Heitir nýja galleríið Gallerí 11 eða Gallerí einn einn. Tvenns konar fyrirkomulag verður á sýn- ingum í galleríinu, annars vegar verður listamönnum gefinn kost- ur á að leigja salinn undir sýning- ar tvær til þrjár vikur í senn, eða að eigandinn Hannes Lárusson býður mönnum að sýna af sér- stöku tilefni. Verður þá gerður sérstakur samningur og öll lista- verk á ábyrgð gallerísins. Fyrsti boðsgestur salarins er Birgir Andrésson, sem nú sýnir verk sín að Skólavörðustíg 4 a. Fyrir Birgi gilda engar sérstakar reglur, form eða áhrif í listsköpun heldur er list hans honum trúar- játning. Sýning Birgis stendur til 24. september og er opin daglega Tríó Reykjavíkur heldur tón- leika í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar annað kvöld. Guðný Guðmunds- dóttir fiðluleikari, Gunnar Kvar- Myndlistarsýning Gunnars R. Bjarnasonar stendur nú yfir í Hafnarborg, og sýnir Gunnar um 50 pastelmyndir. Gunnar lærði leiktjaldamálun við Þjóðleikhúsið og sótti jafn- framt námskeið í Myndlista- og handíðaskólanum á árunum 1953-56. Hann stundaði nám við Konstfackskolan í Stokkhólmi 1957 auk þess sem hann hefur far- ið í námsferðir til fjölda landa. Frá árinu 1958 var Gunnar leikmyndateiknari hjá Þjóðleik- Páll Guðmundsson frá Húsa- felli sýnir málverk af fólki og höggmyndir unnar í grjót úr Húsafelli í Nýhöfn, Hafnarstræti 18. Harpa Björnsdóttir opnar mál- verkasýningu í Gallerí Borg á morgun kl. 17. Harpa lauk námi frá Nýlistadeild Myndlista- og Björg Sveinsdóttir sýnir olíu- málverk unnin undanfarin tvö ár í Ásmundarsal við Freyjugötu. Myndirnar eru gjarnan náttúru- stemmningar þar sem koma fyrir táknrænir hlutir. Þetta er fyrsta an sellóleikari og Halldór Har- aldsson píanóleikari flytja verk eftir Joseph Haydn, Vagn Holm- boe og Schubert, og hefjast tón- leikarnir kl. 20:30. húsinu. Hann starfaði síðan sjálf- stætt á eigin vinnustofu frá 1974 en var ráðinn yfirleikmynda- teiknari Þjóðleikhússins í fyrra. Gunnar hefur gert fjölda leik- mynda og hannað margar iðnsýn- ingar. Hann heldur nú sína þriðju einkasýningu en hefur auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga myndlistarmanna og leikmynda- teiknara í Reykjavík og Kaup- mannahöfn. Sýningin stendur til 1. október. Páll er fæddur í Reykjavík 1959. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann og við Listaháskólann í Köln. Sýn- ingin stendur til 4. október. handíðaskóla íslands 1981 og hélt síðast einkasýningu árið 1988, í Gallerí Borg. Sýningin stendur til 3. október. einkasýning Bjargar en hún út- skrifaðist úr Málunardeild Myndlista- og handíðaskólans árið 1987. Sýningin stendur til 1. október. kl. 14-18. LG Gunnar sýnir Málverk og höggmyndir Harpa í Borg Stemmningar Miðvikudagur 20. september 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Samkeppni um íslenskt nafn!, Eins og kunnugt er hefur Reykjavíkurborg keypt veitingahúsið „Broadway" við Álfabakka í Reykjavík. W. íþrótta- og tómstundaráð mun taka við rekstri t hússins frá og með 1. nóvember n.k. % Hér með er auglýst eftir tillögum um íslenskt nafn á staðinn. Tillögum skal skila á skrifstofu íþrótta- og tómstundaráðs Fríkirkjuvegi 11 fyrir 15. október n.k. merkt (TR - hugmyndasamkeppni. Tillögur afhendist í lokuðu umslagi undir dulnefni og með fylgi annað umslag með nafni höfundar. íþrótta- og tómstundaráð skipar fimm manna dómnefnd með fulltrúum frá ÍTR og unglingum. Veitt verða ein verðlaun kr. 50.000,-fyrir bestu tillöguna. Ef fleiri en ein tillaga með sama nafni berst verður dregið á milli höfunda um 1. verðlaunin. Niðurstöður í samkeppninni verða kynntar í nóvember. íþrótta- og tómstundaráð óskar einnig eftir tillögum og hugmyndum barna, unglinga og foreldra um starfsemi í Jiúsinu fyrir börn og unglinga. ^ Tillögur sendist fTR Fríkirkjuvegi 11 merkt - starfsemi- fyrir 15. október. Þeir aðilar sem óska eftir afnotum af húsnæðinu fyrir fundi, ráðstefnur og skemmtanir er bent á að hafa samband við skrifstofu ÍTR í síma 622215. REYKJAVlKUR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.