Þjóðviljinn - 24.10.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.10.1989, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Norðurland eystra Staðfestu í stóriðju málum Ríkisstjórnin hefur náð veru- legum árangri í stjórn efna- hagsmála að mati Kjördæmis- ráðs Alþýðubandalagsins í Norð- urlandi Eystra. I stjórnmála- ályktun frá aðalfundi þess er fyrri stefna flokksins í stóriðjumálum ítrekuð og fram kemur að fyrir- huguð uppbygging í stóriðju á suðvesturhorni landsins sam- ræmist „engan veginn þeim markmiðum um byggðastefnu sem þessi ríkisstjórn var ekki síst mynduð til að hafa í heiðri.“ Um kjaramál segir í ályktun- inni að á næstunni verði „að tak- ast að skapa skilyrði til aukins kaupmáttar allra almennra launa“; ennfremur að „við þær aðstæður sem nú eru uppi er brýnna en nokkru sinni fyrr að ná fram jöfnuði í launum og öllum lífskjörum. í utanríkismálum er bent á að „kynna þurfi fyrir landsmönnum miklu betur þær afdrifaríku ák- varðanir sem taka þurfi á næstu mánuðum vegna samskipta við Evrópubandalagslöndin." Pá er vakin athygli á að „batnandi sam- skipti stórveldanna og þíða í al- þjóðamálum veki vonir og bjartsýni um áframhaldanddi ár- angur í afvopnunarmálum. Bar- átta Alþýðubandalagsins fyrir herlausu og hlutlausu landi fái nú meðbyr og tengist vaxandi hreyf- ingu í heiminum öllum fyrir því að herstöövar ríkja á erlendri grund verði lagðar niður.“ Á opnum fundi með ráðherr- um Alþýðubandalagsins sem haldin var á sunnudaginn á Húsa- vík var meðal annars komið inn á flutning ríkisstofnana út á land. Stungið var upp á því að Náttúr- ufræðistofnun Islands verði flutt í Mývatnssveit. I framhaldi af því sagði Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins og fjármálaráðherra að fyrir því væri mikill vilji í ríkisstjórninni en Ólafur taldi að oft vantaði þrýsting heimamanna til að hægt væri að ná málum í gegn. Svanfríður Jónasdóttir aðstoð- armaður fjármálaráðherra sagði í erindi um stöðu sveitarfélaga á landsbyggðinni að nú væri „fólk í ráðuneytunum að setja sig í þær stellingar að átta sig á því að sveitarfélögin vilja ákveða meira“ og að verkefni Alþýðu- bandalagsins væri að „birta fólki þá framtíðarsýn sem bjóði upp á búsetu allsstaðar í þessu landi“. í máli Sigríðar Stefánsdóttur bæjarfulltrúa á Akureyri kom m.a. fram að slæm staða ýmissa sveitarfélaga í dag væri m.a. „fjandsamlegu ríkisvaldi að kenna og auka þyrfti skilning á því að sveitarstjórnarmál væru engin kompa sem kæmi ekki landsstjórninni við“. Það kom fram á aðalfundi kjördæmisráðsins að á fæstum stöðum er Alþýðubandalagið far- ið að huga alvarlega að sveitar- stjórnarkosningum næsta ár og eru félagar þess eindregið hvattir í ályktun fundarins að taka til hendi. fmg Opinn lundur kjördaemisráðs Alþýðubandalagsins í Norðurlandi eystra með ráðherrum flokksins á sunnu- dag. Frá vinstri Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og samgönguráðherra, Örlygur Hnefill Jónsson fundarstjóri, þá Guðmundur G. Halldórsson heildsali í ræðustól, síðan Svavar Gestsson menntamála ráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra. Sjóslys Hekla fékk á sig bratsjó Bátsmaður skipsins lést. Mikil mildi að ekki fór enn ver Strandferðaskipið Hekla fékk á sig brotsjó um klukkan tvö sl. laugardag er skipið var statt fyrir mynni Húnaflóa um 6 sjómílur austur af Óðinsboða, með þeim afleiðingum að einn maður lét lífið. Maðurinn sem lést hét Júlíus Skúlason, 41 árs að aldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Júlíus var bátsmaður á Heklunni og hafði starfað í sex ár á strandferðaskipunum. Hann bjó í Hveragerði. Sjóprófum vegna slyssins lauk á Hólmavík á sunnudag. Rík- harður Másson, sýslumaður á Hólmavík, sagði skipið hafa ver- ið á hefðbundinni siglingaleið þegar brotið reið yfir, beint fram- an á brú skipsins. Þá hefðu tveir menn verið þar á vakt, stýrimað- ur og háseti og hlutu þeir einhver meiðsl af völdum glerbrota, en allar rúður í brúnni splundruðust nema tvær og er brúin töluvert skemmd og flest siglingartæki ónýt. Talið er að brotið sem skall á Heklu hafi verið um 15 metra hátt. Þórir Sveinsson, framkvæmda- stjóri hjá Ríkisskipum, sagði mestu mildi að fleiri skuli ekki hafa slasast eða farist í slysinu. Snögg og ákveðin viðbrögð manna í brú hefðu vafalítið gert sitt til þess að afstýra frekari hörmungum. Þórir sagði ekki búið að meta skemmdir skipsins en það hélt frá Hólmavík í gær- kvöldi eftir bráðabirgða viðgerð þar. Brotið skall á brú Heklu með ógnarkrafti og olli miklum skemmdum í brú og vistarverum, fór í gegnum veggi og hurðir og braut allt sem fyrir varð. Öll tæki í brú duttu út og aðalvél skipsins drap á sér. Skipverjum tókst því ekki að senda frá sér neyðarkall nema í gegnum neyðartalstöð. Þeim tókst síðan að koma vélinni í gang og gera við lórantæki, þannig að Kyndill, sem staddur var skammt frá, gat miðað skipið út og komið því til aðstoðar. -hmp Á leið í síldina á Fagrafirði. Síldin í Færeyjum Sjónleikarfélag Klakksvíkur í Færeyjum frumsýndi leikritið Síldin kemur og sfldin fer eftir þær Iðunni og Kristínu Steinsdætur laugardag- inn 14. október. Frumsýningargestir tóku leiknum afbragðsvel og vakti það athygli íslenskra áhorfenda hve vandaður söngur og tónlist- arflutningur var. Gagnrýnandi Dimmalætting, útbreiddasta blaðs Fær- eyja, rómaði sýninguna hástöfum þrátt fyrir að tuttugu nýliðar tækju þátt í henni. Óskar Hermannsson þýddi leikritið en Sigurður Hallmarsson leikstýrði. Stóðu æfingar aðeins í sex vikur sem er met- tími að færeysku mati því fram til þessa hefur ekki þótt gerlegt að setja upp leikrit á skemmri tíma en tíu vikum í Færeyjum. Námsmenn reiðubúnir til samstarfs Samstarfsnend námsmanna- hreyfinganna hafa sent Svavari Gestssyni menntamálaráðherra bréf þar sem ítrekuð eru von- brigði námsmanna með fjárlag- afrumvarpið en því jafnframt lýst yfir að námsmannahreyfingarnar séu reiðubúnar til samstarfs í nefnd til að fjalla um námslánin. I bréfinu segir að samkvæmt fjár- lagafrumvarpinu sé ekki gert ráð fyrir 6,7% hækkun 1. janúar eins- og samkomulag hafði verið um en hinsvegar hafi námsmenn staðið við sinn hluta samkomu- lagsins að tekjutillit var hækkað úr 35% í 50% af tekjum. Þá segir að Ijóst sé að námsmanna- hreyfingarnar séu mótfallnar því að deila skertu framlagi milli sinna umbjóðenda og vara við þeim skerðingarhugmyndum sem ýjað er að í greinargerð með fjárlagafrumvarpinu. Að lokum er svo varað við því að LÍN sé fjármagnaður með lántökum og bent á að nú þegar fari fjórðung- ur ráðstöfunarfjár sjóðsins í af- borganir og vexti. I samstarfs- nefnd námsmannahreyfinganna eru Bandalag íslenskra sérskóla- nema, Iðnnemasamband íslands, Samband íslenskra námsmanna erlendis og Stúdentaráð Háskóla íslands. Nyjungar í áltækni Fyrirlestur um ál og áltækni verð- ur haldinn í Tækniskóla íslands á morgun, miðvikudaginn 25. okt- óber. Fyrirlesari verður dr. Hans Kr. Guðmundsson forstöðumað- ur efnistæknisviðs Iðntæknistofn- unar íslands. Fyrirlesturinn verð- ur í sal skólans að Höfðabakka 9 og hefst kl. 17.15. Þetta er annar fyrirlesturinn í flokki fyrirlestra sem efnt er til í Tækniskólanum vegna 25 ára afmælis skólans og er hann opinn almenningi. Jðss á Haskólatonleikum Fyrstu Háskólatónleikarnir í vet- ur eru helgaðir jassi, en þetta mun í fyrsta skipti sem það gerist. Þeir verða haldnir á morgun, miðvikudag í Norræna húsinu og hefjast kl. 12.30 og eru öllum opnir. Það verður nýskipaður jasskvartett sem leikur lög eftir gítarleikarann Pat Metheny, pí- anóleikarann Carla Bley og sax- afónleikarann Joe Farrell. Kvart- ettinn skipa þeir Friðrik Karlsson gítar, Kjartan Valdimarsson pí- anó, Richard Korn kontrabassa og Maarten van der Valk tromm- ur. Þetta eru fyrstu tónleikarnir af sjö sem ákveðnir hafa verið í vetur, en Háskólatónleikarnir verða á miðvikudögum kl. 12.30- 13.00. Umræður um fyrirlestra I dag kl. 16.30 verður umræðu- fundur um efni fyrirlestra Gunn- hildar Óskarsdóttur æfinga- kennara og Hafþórs Guðjóns- sonar framhaldsskólakennara í Kennaraskólahúsinu við Lauf- ásveg. Umræðustjóri verður Jón Torfi Jónasson dósent. Umræð- ufundurinn er opinn öllum. Kynning á móðurmáli heyrnarlausra Móðurmálsvika er í skólum landsins þessa vikuna og í tilefni þess verður í Heyrnleysingjaskól- anum málræktarátak með sér- stakri kynningu á móðurmáli heyrnarlausra, táknmálinu. Heyrnarskert börn sem eru að hluta til í almennu grunnskólun- um munu koma með bekkjarfé- laga sína í heimsókn og nemend- ur Heyrnleysingjaskólans munu kynna táknmálið fyrir þeim. Þá munu heyrnarlaus börn fara í heimaskóla sína og kynna táknmálið. Einnig verður eftnt til kynningar fyrir almenning á táknmáli með opnum fyrirlestri í Heyrnleysingjaskólanum fimmtudagskvöldið 26. október kl. 20.30 sem nefnist: Hvað er táknmál? Fréttamenn mótmæla Útvarpsráði Stjórn Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu sendi Ingu Jónu Þórðardóttur formanni Utvarps- ráðs bréf í gær þar sem mótmælt er afskiptum ráðsins af störfum Ingimars Ingimarssonar þing- fréttaritara Sjónvarpsins. í bréf- inu segir orðrétt: „Stjórnin telur það ekki í verkahring Útvarps- ráðs að hlutast til um verkstjórn á einstökum deildum Ríkisút- varpsins. Stjórn FF mótmælir framgöngu Útvarpsráðs í þessu máli og varar við fordæmi sem með henni er sett.“ Vernd og varðveisla byggingararfs í Finnlandi Kaija Santaholma arkitekt frá Helsinki talar um vernd og varð- veislu byggingararfs í Finnlandi í Þjóðminjasafninu á morgun, miðvikudag, kl. 17.15. Fyrirlest- urinn er á vegum minningarsjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright og er fluttur á ensku. Öllum heimill aðgangur. Lánskjaravísitalan hækkar um 2% Lánskjaravísitalan hækkar um 2,01% í nóvember. Það þýðir að hún hefur hækkað um 26,9% á milli mánaða. Hækkunin síðustu þrjá mánuði er 23%, síðasta hálfa árið 22,5% og siðustu 12 mánuði 18,5%. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlftjudagur 24. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.