Þjóðviljinn - 24.10.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.10.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Umhverfisvemd og sósíalismi Sérstakur gestur og aöalræöumaöur dagsins á fjölsóttri ráðstefnu Lífs og lands um síðustu helgi var Tarzie Vittachi, frá Sri Lanka, heimskunnur blaöamaður og fræðimaður, sem á síðari árum hefur látið umhverfismál sérstaklega til sín taka. Vittachi er sósíalisti og boðskapur hans fól í sér merkar ábendingar um grundvallarhlutverk umhverfis- verndarhreyfinga og forsendu lausna, nefnilega jöfnuð á jörðinni. Baráttan gegn mengun og ofnýtingu auðlinda er gagnsminni en skyldi meðan hún takmarkast við lausn ein- stakra verkefna og fæst ekki við raunverulegan óvin: Hug- arfar græðginnar og kæruleysis um hag annarra. Umverfisvernd er eitt stærsta pólitíska málefni samtímans og því fer fjarri að hún sé takmörkuð innan landamæra iðnríkjanna. Það er líka hættulegur en útbreiddur misskiln- ingur að umhverfismál séu eitthvert sameiginlegt sanngirnis- og réttlætismál á sviði verklegra framkvæmda. Tarzie Vittachi lyfti með glöggum dæmum hulunni af þeirri blekkingu, að umhverfisvernd geti nokkurn tíma verið eins konar læknisþjónusta á þessu hóteli jarðar. Baráttumenn umhverfisverndar sem vilja reynast annað og meira en fag- urgalar í frístundum verða að sjá rætur meinsins og skilja þær forsendur sem um heim allan valda hugsunarleysi og grimmu miskunnarleysi í umgengni við náttúruna. Með þann skilning að vopni er hægt að hefja forvarnarstarf, koma í veg fyrir umhverfisslys, mengun og rányrkju auðlinda. Fjölmiðlar hafa tilhneigingu til að einfalda um of umhverf- isverndarmálin og leyna hinu rétta eðli þeirra, orsökunum undir yfirborðinu. Þessi einföldun býr í haginn fyrir það ódýra tískufyrirbæri sumra stjórnmálamanna að kaupa sér vin- sældir með því að boða einfaldar, tæknilegar lausnir á um- hverfisverndarmálum. Hin ytri mynd umhverfisvandamála, mengun og auðlinda- sóun, er í raun afleiðing hugsunarháttar, pólitískrar afstöðu, hvort sem hún er meðvituð eða ekki. Svo notuð séu orð Vittachi til að skýra þá mynd umhverfismála sem hann er svo gagnkunnugur úr uppruna sínum í þriðja heiminum: „Jafn mikilvæg ytri myndinni er önnur átakanlega þýðingar- mikil vídd, sem fjölmiðlar skilja hvorki né boða í nægilega ríkum mæli: Ofboðsleg fátækt og ofboðsleg vanþróun sem er hlutskipti þriggja fjórðu hluta af mannkyninu". íslenskir fyrirlesarar á ráðstefnu Lífs og lands nálguðust sumirhverjirviðfangsefni sitt með þeim hætti sem hérgrein- ir að ofan, leituðu að forsendum í persónulegri ákvörðun og hugsunarhætti. Að þessu leyti voru erindi tveggja heimspekinga, Mikaels Karlssonar og Páls Skúlasonar, staðgott nesti fyrir baráttufólk um umhverfisvernd. Of lítið hefur reynt á grundvallarspurningar í þeirri umræðu sem hérlendis hefur spunnist vegna umhverfismála. Mikilvægi heimspekinga og rithöfunda í þjóðmálaum- ræðu opinberaðist glöggt á ráðstefnu Lífs og lands. Atvinnu- lífið, hagstjórnin og þjónustustofnanir geta nýtt sér fordæmi Lífs og lands og virkjað afl hugvísinda og sköpunarmátt skálda til góðra verka. Skemmst er að minnast þess er Norræna mjólkuriðnaðarsambandið helgaði aðalfund sinn í sumar gæðastýringu í greininni og sýndi það athyglisverða frumkvæði að kalla til Pál Skúlason, prófessor í heimspeki við Háskóla íslands, sem einn aðalræðumann ráðstefnunn- ar. Forsenda umhverfisverndar er að líf einstaklingsins bygg- ist á virðingu fyrir gildum mannlífsins, helgi náttúrunnar og heild jarðarinnar. Spyrji einhverjar hvers vegna slíkar for- sendur séu kenndar við sósíalisma og jafnaðarstefnu felst svarið í því að benda á þá niðurlægingu, mengun og rán- yrkju sem er raunverulegt umhverfi og umhverfisvandamál meiri hluta jarðarbúa. Meðan aukinn jöfnuður næst ekki á þeim vettvangi er ekki hægt að tala um að leyst hafi verið nokkur þau umhverfisvandamál sem máli skipta. KLIPPT OG SKORIÐ Fáir sækja kirkjur Félagsvísindastofnun gerði könnun fyrir Biskupsstofu um kirkjusókn á íslandi og voru niðurstöðurnar kynntar á Kirkju- þingi í vikunni leið. í>ær eru í stuttu máli á þessa leið: Aðeins 4,3% þeirra sem spurðir voru sögðust sækja kirkju reglulega, 5,9% sögðust fara oft, 71,3% sögðust fara sjaldan og 17,9% aldrei. Nú vitum við ekki hvort kirkj- unnar menn höfðu áður í hönd- um jafngrimma vitneskju sem þessa. En það lætur að líkum að þeir hljóti að hafa áhyggjur af þessari kirkjusókn: um níutíu prósent þjóðarinnar fara sjaldan eða aldrei í kirkju. Og við vitum að aldraðir sækja meir kirkjur en þeir sem yngri eru: tölurnar þýða það meðal annars að ungt fólk er líklega afar lítill hluti kirkjugesta. Byggingagleöi, samanburður Tölurnar rekast líka dapurlega á það kapp sem menn hafa lagt á það á næstliðnum árum að reisa nýjar kirkjur, einnig í stað eldri og smærri kirkna, rétt sem menn væru að vona að vinsældir kirkj- unnar efldust ef „starfsaðstaða batnar“. Stundum líkjast söfnuð- ir einna helst strákahópi sem fyll- ist félagslegum krafti og kappi meðan hann er að koma sér upp húskofa þar sem liðið getur verið út af fyrir sig og gert margt merki- legt. En um leið og búið er að hengja lás á dyrnar á nýsmíðinni þá er eins og enginn viti lengur til hvers átti að nýta mannvirkið. Hér mætti mörgu við bæta. En það eitt skal þá fram tekið, að það er út í bláinn að bera saman t.d. kirkjusókn og svo vinsældir sjónvarps eða aðsókn að skemmtistöðum eins og menn reyna stundum. Skemtanaiðnað- ur hefur áhrif á alla tímanotkun, en hér er svo ólíku saman að, jafna að út úr samanburði kemur ekkert af viti. Nær væri að skoða kirkjusóknarskýrslur í samhengi við þátttöku manna í hinum ýmsu félögum þar sem menn eru ekki barasta að koma saman til að taka við afþreyingu. Hin lata velvild Ekki verður nú allt jafn svart fyrir kirkjunnar menn þegar lesn- ar eru áfram niðurstöður kirkju-' sóknarkönnunar. Þar var líka að því spurt, hvort viðkomandi gæti hugsað sér að fara oftar í kirkju en hann í raun gerði. Meira en 70% svöruðu því játandi eða nokkurnveginn jafnmargir þeim segjast fara „sjaldan“ í kirkju. Úr þessu lesa biskup og fleiri mikla velvild í garð kirkjunnar. Velvild sem svo strandar í reynd á hinu sígilda: það góða sem ég vil það gjöri ég ekki. Það er vafalaust rétt að íslend- ingar eru heldur velviljaðir í garð þjóðkirkjunnar. Þeir hafa heldur ekki ástæðu til annars. Hún hefur skírt þá og fermt og grafið afa þeirra og ömmur, hún leggur sitt til þess að hátíðir eru haldnar sem brjóta upp hvunndagsleikann. Þegnar landsins eru heldur ekk- ert reiðir við kirkjuna fyrir „af- skiptasemi“ - hún gerir ekki til manna strangar kröfur, skammar þá ekkert sem heitir fyrir fram- göngu þeirra í lífinu. Ef eitthvað er vikið að þeim hlutum er eins víst að það sé gert með svo al- mennum orðum, að hver og einn komist hjá því að taka það beint til sín. En í þessu er að líkindum ein- mitt fólgin sú þverstæðufulla staða sem skoðanakönnunin bendir til: annarsvegar drjúgar vinsældir, hinsvegar lítil hollusta. Kirkjan gengur í daglegum boð- skap sínum ekki nærri mönnum og glatar þar með ekki velvilja. En hún er svo lítið ágeng, að mönnum þykir kannski ekki miklu varða hverju hún heldur fram. Óvininn vantar Á dögunum bar þessa hluti á góma í spjalli við ágætan kirkj- unnar mann. Hann minntist ein- mitt á velvildina, sem hann las af þeim fjölda sem gæti vel hugsað sér að sækja oftar kirkju. Og bætti því við, að ef kirkjan lenti í þrengingum þá mundi þessi vel- vilji vafalaust brjótast fram með sterkari hætti. Það er mjög líklegt. Menn koma enn og aftur að þessari dap- urlegu staðreynd (hvort sem þeir eru í kirkju, pólitískri hreyfingu, eða menningarfélagi) að þeir þurfa á óvini að halda. Til að halda mönnum við efnið. Hin pólska reynsla Svo skrýtið sem það er, þá hefi ég oft orðið var við vissa öfund kirkjunnar manna hér í næsta ná- grenni í garð pólsku kirkjunnar. Pólska kirkjan hefur lifað mikla gullöld á næstliðnum árum og áratugum. Hvergi var kirkjusókn meiri og innilegri. Meðan kaþ- ólskar kirkjur á Vesturlöndum stundu þungan undan brott- hlaupi sóknarbarna og svo því að enginn fékkst lengur í klaustur eða til prestnáms, þá sprungu pólskar kirkjur utan af bænarfús- um, Pólland gat flutt út unga klerka í stórum stíl - og svo settist pólskur kardínáli á páfastól. Þessi staða pólsku kirkjunnar á sér rætur í sögunni: þegar pólska ríkinu hafði verið skipt upp milli Prússa, Rússa og Áusturríkis- manna gat kirkjan komið með sínum hætti í staðinn fyrir ríkið í þjóðarvitundinni. Eftir stríð var komið á kommúnísku og guð- lausu einsflokkskerfi að sovéskri fyrirmynd, kirkjan átti undir högg að sækja: og hvað sem öllum erfiðleikum leið, þá var ekkert í rauninni betri trygging fyrir virkri hollustu Pólverja við kirkjuna. Sjálf kirkjusóknin varð einskonar þjóðhollt ogvirðulegt andóf án ofbeldis. Það verður svo fróðlegt að vita hvernig kirkjunni reiðir af þegar Kommúnistaflokkurinn hefur gefið valdaeinokun sína upp á bátinn og gengið í samsteypu- stjórn með Samtöðumönnum undir kaþólskri forystu. Nú verð- ur hinn kirkjurækni Pólverji að bíta í það súra epli, þegar ein- hverjar erfiðar pólitískar ákvarð- anir eða efnahagsráðstafanir eru gerðar, að þær eru ekki barasta Hinum að kenna: Óvininum guð- lausa. „Okkar menn“ eru í valda- stólum til góðs og til ills, hrein- leikinn er farinn, við tekur grá- mullulegt bullumsull hvunndags- legrar stjórnsýslu. Og samt, og samt var það einmitt þetta sem menn vildu, ekki satt? AB þJÓDVILJINN Síöumúla 6-108 Reykjavík Sími:681333 Kvöldsími: 681348 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fróttastjóri: SiguröurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, ElíasMar (pr.).Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pótursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart(ljósm.), LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.ÞorfinnurÓmars- son (íþr.), ÞrösturHaraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Augiýsingastjóri: OlgaClausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreíðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Símfax:68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og sotning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1000 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN1 Þrlðjudagur 24. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.