Þjóðviljinn - 02.11.1989, Page 12
"SPURNINGIN™
Hvaö dugar þér best
gegn kvefi?
Sigurbjörn Bárðarson
tamningamaður:
Hvítlaukur og C-vítamín. Það
heldur manni gangandi í skamm-
deginu og kemur heilsunni í lag.
Guðrún Konráðsdótir
ellilífeyrisþegi:
Ég fæ að vísu aldrei kvef en
fyrir þá sem það fá ráðlegg ég
hunang, kandís og heitt vatn.
Þessi blanda hrífur sé hún tekin
inn strax.
Margrét Árnadóttir
leiðbeinandi:
Drekka heita mjólk með hun-
angi. Þá er einnig gott að hita upp
vatn og setja handklæði yfir höf-
uðið og anda að sér sjóðheitri gu-
funni ásamt því að taka inn C-
vítamín. Þetta hefur reynst mér
afar vel.
Hulda Jónsdóttir
nuddari:
Taka inn lýsi og alhliða vítamín
ásamt því að borða hollan mat.
Þetta hefur reynst mér mjög vel
því ég hef ekki fengið kvef í mörg
herrans ár.
Skúli Helgason
prentari:
Við kvefi er best að fá sér vel
heitt rommtoddý, skríða upp í
rúm með sængina upp fyrir haus
og bíða eftir að kvefið fari.
þiómnuiNN
Flmmtudaour 2. nóvember 1989 185. tölublað 54. óroangur
SÍMI 681333
Á KVÖLDIN
681348
SÍMFAX
681935
Alþýðulist
Ustrænar hendur trésmiða
Trésmiðafélag Reykjavíkur 90 ára. 18 trésmiðir sýna listaverk ogsöfn í
húsifélagsins að Suðurlandsbraut30. Sólveig Georgsdóttir: Kemur
gestum á óvart hve viðfangsefnin eru fjölbreytt
Pá er að finna á sýningunni
mjög frumlega tréskúlptúra eftir
Lambert Samson. Hann er Fil-
ippseyingur að uppruna en hefur
búið á íslandi í hartnær tvo ára-
tugi að sögn Sólveigar. Lambert
lærði trésmíði á íslandi en hefur
aldrei lært útskurð eða skúlptúr-
gerð. Konan og lífshlaup hennar
er aðalyrkisefni Lamberts og
meðal gripa eru skúlptúrar sem
heita „Einstæð móðir“, „Ævi
konu“ og „Móðurást.
Þegar Trésmiðafélag Reykja-
víkur sem framan af hét reyndar
„Hið íslenska trésmiðafélag",
var stofnað 1899, voru félags-
menn 51. Sólveig sagði að það
hefði verið um helmingur starf-
andi smiða í Reykjavík á þeim
tíma. Vegna útþenslu borgarinn-
ar og mikilla framkvæmda hefu
smiðir þjappað sér saman, þar
sem verðlagning vinnu þeirra var
mjög mismunandi. Félagið hefði
lengi verið stærsta stéttarfélag
landsins. Fyrst hefðu sveinar og
meistarar verið saman í félaginu
en eftir að kjarasamningar voru
gerðir á svipaðan hátt og þekktist
í dag, hefðu meistarar stofnað sitt
eigið félag um 1950, þar sem ekki
hefði þótt eðlilegt að meistarar
væru að semja einhliða um kaup
og kjör sveina.
í tilefni 90 ára afmælisins ætlar
Trésmiðaféiagið ma. að efna til
málþings laugardaginn 11. nóv-
ember þar sem umræðuefnið
verður „verkalýðshreyfing á
nýrri öld“. Þar munu 8-10 fyrir-
lesarar úr verkalýðshreyfingu,
atvinnulífi, háskóla og
stjórnmálum lýsa sinni framtíðar-
sýn hvað varðar störf og stefnu
verkalýðshreyfingarinnar. Fé-
lagið heldur síðan afmælishátíð
laugardaginn 9. desember klukk-
an 19 í Víkingasal Hótel Loft-
leiða. Þar verður boðið upp á
fjölbreytta dagskrá sem áhersla
verður lögð á að verði að mestu
heimatilbúin. -hmp
Einstæð móðir, tréskúlptúr eftir Lambert Samson.
Trésrniúafélag Reykjavíkur
verður 90 ara þann 10. des-
ember nk. Að því tilefni hefur
verið sett upp sýning á listaverk-
um og ýmsu því sem félagsmenn
hafa tekið sér fyrir hendur í frí-
stundum. A sýningunni, sem
haldin er í salarkynnum félagsins
við Suðurlandsbraut 30, er að
finna málverk, útskurð, Ijós-
myndir, glerlist, bókband og söfn
ýmis konar. Sólveig Georgsdóttir
sem sá um uppsetningu sýningar-
innar, sagði það hafa komið
mörgum gestum sýningarinnar á
óvart hvað smiðir eigi við fjöl-
breytt viðfangsefni I frístundum,
flestir hefðu búist við að sjá smíð-
agripi úr tré á sýningunni og ekk-
ert annað.
Alls eiga 18 félagsmenn
Trésmiðafélagsins, á aldrinum 36
til rúmlega áttræðs, listaverk og
söfn á sýningunni. Sólveig sagði
sýninguna sýna fjölbreytt áhuga-
mál smiða. Á sýningunni væri
eitthvað á þriðja hundrað gripa
og af þeim hefðu vakið sérstaka
athygli sýningargesta söfn Ólafs
Jónssonar sem virtist safna öllu á
milli himins og jarðar, merkjum,
eggjum, steinum og umbúðamið-
um. Þar má meðal annars finna
merkimiða af súkkulaði sem hét
„Eldgamla ísafold“ og selt var á
Þingvöllum á þjóðhátíðinni 1874.
Glerlist eftir Ríkharð Ingibergs-
son.
Málverk eftir Gest Magnússon.
Ævi konu, tréskúlptúr eftir Lambert Samson.