Þjóðviljinn - 04.11.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.11.1989, Blaðsíða 1
Laugardagur 4. nóvember 1989 187. tölublað 54. árgangur í Slippnum. Ekki vitum við hvort þessi starfsmaður Slippsins í Reykjavík er að gá til veðurs eða fylgjast með starfi félaga sinna. Aftur á móti er það staðreynd að óveðursskýin hafa verið að hrannast upp við sjóndeildarhringinn hjá skipasmíðastöðvum landsins og hátt í 300 starfsmönnum þeirra hefur verið sagt upp störfum það sem af er árinu. Mynd: Jim Smart. Stjórnarráðsnefnd Félagsmálaraðuneyti lagt niður Hugsanlegtaðdeilafélagsmálaráðherra og menntamálaráðherra sétil einskis háð. JóhannaSigurðardóttir:Ósáttviðþessarbreytingartillbgur. Svavar Gestsson: Til góðafyrir menntamálaráðuneytið Ef hugmyndir nefndar sem hef- ur það verkefni að endur- skoða lög umStjórnarráft ísiands verða að raunveruleika, er deila sú sem verið hefur á milli félags- málaráðherra og menntamála- ráðherra um undir hvaða ráðu- neyti dagvistarmál skuli heyra, sennilega til einskis háð, vegna þess að nefndin leggur til að fél- agsmálaráðuneytið verði lagt niður. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, segir að sér sýnist þetta vera sömu tillðgur og voru til umræðu í sumar. Þá hefði Alþýðuflokkurinn gert við þær athugasemdir og lagt fram breytingartillögur og hún væri ósátt við þær tillögur sem stjórn- arráðsnefnd gerði nú varðandi félagsmálaráðuneytið. Jóhanna sagðist ekkert geta um það sagt hvort tillögur stjórn- arráðsnefndar næðu fram að ganga. Þær ættu eftir að koma til meðferðar þingflokka og þings og hún vildi engu um þetta spá. Hún vildi ekki tjá sig um breytingartillögur Alþýðuflokks- ins fyrr en málið væri komið aftur til meðferðar þingflokks en hún persónulega gæti ekki fallist á þessa breytingu. Menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, hefur lagt á það áherslu að dagvistarmál skuli heyra undir menntamálaráðu- neytið, enda sé að því stefnt að dagvistarstofnanir verði í fram- tíðinni ákveðið skólastig. Ráðherrann hefur fengið stuðn- ing fyrir þessum hugmyndum hjá félagasamtökum fóstra. Félags- málaráðherra hefur verið á öðru máli og haft í bígerð frumvarp þar sem gert er ráð fyrir að dagvistar- stofnanir heyri undir hennar ráðuneyti. Jóhanna hefur lagt fram málamiðlunartillögu í deilunni sem hún hefur kynnt for- sætisráðherra. Hún sagði Þjóð- viljanum að forsætisráðherra myndi ætla að ræða málið við menntamálaráðherra, hún vissi ekki hvort hann hefði haft til þess tækifæri og meðan svo væri ætlaði hún ekki að ræða málið í fjölmiðl- um. Svavar sagði að hann myndi hitta forsætisráðherra einhvern næstu daga til að ræða þetta mál og fleiri, en honum væri enn ekki kunnugt um hver málamiðlunar- tillaga Jóhönnu væri. En auðvit- að fagnaði hann því ef hægt væri að finna málamiðlunarflöt í mál- inu. Að sögn menntamálaráðherra leggur stjórnarráðsnefnd til tölu- verða uppstokkun á verkefnum á milli ráðuneyta, sem væri til góða fyrir menntamálaráðuneytið. Hann vildi ekki svara því beint hvort deila hans og félagsmála- ráðherra væri tilgangslaus þar sem lagt væri til að félagsmála- ráðu-neytið verði lagt niður. Hins vegar væri talað um það í tillögum nefndarinnar að öll menntamál, skólamál og uppeld- ismál verði í menntamálaráðu- neytinu, ásamt því að öll félags- mál færu þaðan til þess ráðuneyt- is sem muni hafa með sveitarst- jórnarmálefni að gera. Hann teldi eðlilegt að barnaverndarmál og unglingaheimili flyttust frá menntamálaráðuneytinu. Þá væri menntamálaráðuneytið sennilega stærsta umhverfismála- ráðuneytið, með náttúruverndar- ráð, Geysi, dýravernd, fuglafrið- un og fleira á sinni könnu, og hann teldi eðlilegt að þau mál færu til væntanlegs umhverfis- málaráðuneytis og að skóiar sem ekki heyrðu undir ráðuneytið nú gerðu það. Tillögur stjórnarráðsnefndar varðandi félagsmálaráðuneytið snerta meðal annars hugmyndir hennar um fækkun deildarstjóra, sérstaklega þeirra sem hafa lítil eða engin mannaforráð. En í fé- lagsmálaráðuneytinu er einn ráðuneytisstjóri, 5 skrifstofu- stjórar, 8 deildarstjórar og 3 deildarlögfræðingar en ekki nema 2-4 almennir starfsmenn. Nefndin leggur til að verkefni fé- lagsmálaráðuneytis flytjist til tveggja annarra ráðuneyta; byggða- og samgönguráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis. -hmp Indlandskosningar Fæðingarstaður Rama helsta deilumál || elgistaður í Ayodhya, fornri borg í fylkinu Uttar Pradesh á Hindúasléttu, er orðinn eitt við- kvæmasta deiluatriðið í yfír- standandi kosningabaráttu í Ind- landi. Bæði hindúar og múslímar gera tilkall til staðarins og hafa yfír 200 manns verið drepnir í ill- indum þeirra á milli af þessu til- efni undanfarið. Þingkosningar fara fram í Indlandi undir lok mánaðarins. Tyrkjahöfðinginn Babúr, sem stofnaði veldi stórmógúla í Ind- landi, lét byggja þarna mosku á 16. öld, en hindúar fullyrða að áður hafi hann brjóta látið hof, helgað sagnahetjunni og guðnum Rama (Ram). Trúa hindúar því að Rama hafi fæðst í Ayodhya, sem þar af leiðandi er einn helg- ustu staða landsins í þeirra augum. Rama er eitt mest virtu goða hindúasiðar og meðan hinir íslömsku stórmógúlar drottnuðu þarlendis varð^hann einskonar tákn viðnáms hindúa gegn þeim. JJm hann og afrek hans er sagn- Ijóðabálkurinn Ramayana. Rajiv Gandhi forsætisráð- herra, höfðaði í gær ákaft til trú- artilfinninga hindúa og lofaði kjósendum því að flokkur hans myndi svikalaust endurreisa á jörðinni guðsríki Rama, bara ef hann fengi hreinan meirihluta í kosningunum. Reuter/-dþ. MUNIÐ *> byggingarhappdrætli Þjóðvílj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.