Þjóðviljinn - 04.11.1989, Blaðsíða 4
þlOÐVILIINN
Málgagn sósfalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar
HUSLYNDI
Tíu litlir
negrastrákar
Þegar liösmenn í pólitískum flokki þurfa aö gera upp hug
sinn um það, hverja þeir vilji helst senda á landsfund - hvað
er þá eðlilegt að mestu ráði um þeirra val? Að sjálfsögðu
getur enginn maður útilokað að persónuleg andúð eða sam-
úð ráðí nokkru í þeim efnum, enginn sleppur undan þeirri
erfðasynd. En ef allt er með felldu ættu slíkir hlutir ekki að
gera nema minniháttar strik í okkar reikning. Eðlilegast er að
sjálfsögðu, að liðsmenn sendi á landsfund flokks þá sem eru
helst í fyrirsvari fyrir hann á ýmsum vettvangi - í ráðum og
nefndum og bæjarstjórnum og á þingi, einnig þá menn sem
láta að sér kveða og með ábyrgð fara í almannasamtökum
eins og samtökum launafólks. I þriðja lagi er það vitanlega
æskilegt, að menn hafi við sitt val í huga, hverjir það eru sem
helst hafa nokkuð markvert til mála að leggja í pólitískri
umræðu dagsins.
Nú er á svo sjálfsagða hluti minnst, að nokkur fjölmiðla-
þytur hefur risið út af kosningu fulltrúa Alþýðubandalagsfé-
lags Reykjavíkur á fundi sem haldinn var fyrr í vikunni.
Vegna þess að þar hafa þessi sjónarmið vikið fyrir afleiðing-
um af innanfélagsátökum ýmislegum. Er þá sérstaklega til
þess tekið, sem vonlegt er, að einn af fulltrúum Alþýðu-
bandalagsins í borgarstjórn lendir nú á varamannabekk.
Það hefur heyrst í þessu sambandi, að þetta sé að sönnu
ekki nógu gott, en kannski eðlilegt framhald af því sem
gerðist fyrir næstsíðasta landsfund, þegar menn áttu von á
því að barist yrði hart um það hver yrði næsti formaður
Alþýðubandalagsins. En þá gerðist það reyndar líka - með
öðrum formerkjum eins og sagt er - að ýmsir ágætir félagar
voru felldir frá setu á landsfundi eða settir á varamanna-
bekkinn, hvað sem leið þeirra störfum í pólitík og að öðrum
félagsmálum.
Við ætlum okkur ekki þá heimsku að fara að rekja aftur í
tímann ásakanir og gagnásakanir sem risið hafa í Alþýðu-
bandalaginu út af slíkum málum. Það nægir í þessu sam-
hengi að slá því föstu, að þeir eru alltof margir sem sekir
verða fundnir um þessa höfuðsynd hér: Að gera sér
stjórnmál og flokksmál að einskonarsamsæri „hinna" gegn
„okkur". Að hugsa fyrst um það, í hvaða félagsskap einhver
er, hverja hann helst umgengst í hreyfingunni - en síður um
það hvað sá hinn sami hefur í raun og veru fram að færa.
Menn vita að eitthvað svipað gerist í öllum flokkum og öllum
hreyfingum, en það dregur ekki úr þeim raunverulega vanda^
sem Alþýðubandalaginu hefur í nokkrum hrinum misvond-
um stafað af þröngsýni og persónukífi af þvítagi sem nú var
nefnt.
í sjónvarpsfrétt af fyrrnefndri kosningu hjá Alþýðubanda-
lagsfélagi Reykjavíkurfórfram undarleg talning. Þarsagði a
þá leið að svo og svo margir tugir fullrúa væru í þessum armi
flokksins og einhver tiltekinn slatti í hinum. En tíu fulltrúar
voru taldir þess sinnis, að þeir „tækju afstöðu eftir málefnum
en ekki mönnum".
Ekki vitum við hvernig þessi tala er fengin - en leiðinlegt
er það ef satt væri, að ekki væru það nema tíu af um 70
fulltrúum ABR á landsfundi, sem vildu fyrst og fremst gefa:
því gaum, hvað menn hafa fram að færa, en ekki því hver
Italar í það og það skiptið. Þessir „tíu litlu negrastrákar"
sýnast óneitanlega varnarlausir í hörðum heimi. Þeim gæti
fækkað við minnsta óhapp - eins og gerðist í bamakvæðinu j
sem við erum að vitna til. Meðan það er mjög brýn þörf á því
fyrir styrk og möguleika þess samnefnara til vinstri sem.
Alþýðubandalagið vill vera, að þeim fjölgi sem allra mest.
AB
þJÓOVILJINN
Síöumúla 6 -108 Reykjavík
Sími: 681333
Kvöldsími:681348
Símfax:681935
Útgefandl: Útgáfufélag Þjððviljans.
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Rttstjórar: Ami Bergmann, Ólafur H. Torfason.
Fréttast|órf: SigurðurÁ. Friðþjófsson.
Aðrir blaðamonn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur
Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóftir (pr.), Jim
Smart (Ijósm), LiljaGunnarsdðttir.ÓlafurGlslason.ÞorfinnurÓmars-
son (íþr.), ÞrösturHaraldsson.
Skrlfstofust|órl: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Olga Clausen.
Auglýslngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi-
mundardóttir, Unnur Ágústsdóttir.
Slmavarsla:SigríðurKristjánsdóttir,ÞorgerðurSigurðardóttir.
Bllstjór i: Jóna Sigurdórsdóltir.
Crtt>ral6slu-ogafgraloslustJórl:GuðrúnGísladðttir.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardðttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna
Magnúsdðttir.
Innhelmtumaður: Katrín Bárðardðttir.
Útkeyrsla, afgrelðsla, ritstjórn:
Slðumúla 6, Reykjavfk, símar: 68 13 33 & 68 16 63.
Slmfax:68 19 35
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Uinbrot og setning: Prentsmiðja Þjððviljans hf.
Prantun:Blaðaprenthf.
Vorð i lausosöl u: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr.
Askriftarvorð á mánu ði: 1000 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. nóvember 1989