Þjóðviljinn - 11.11.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.11.1989, Blaðsíða 4
þJÓOVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Berlínarniúrinn úr sögunni Þá er Berlínarmúrinn hruninn í reynd, nýir ráöamenn í DDR, Austur-Þýskalandi hafa afnumiö allar hömlur á ferða- frelsi þegna landsins. Þau tíðindi heföu þótt meö ólíkindum fyrir nokkrum mánuöum, en eru reyndar eðlilegt framhald bæöi af þeim tilslökunum um feröalög til Vestur-Þýskalands sem áöur voru gerðar og hinni voldugu og friösömu hreyf- ingu um pólitískar umbætur sem risið hefur á skömmum tíma í Austur-Þýskalandi. Þaö er fagnaðarefni aö gáttir allar opnast á múr, sem hefur veriö spennuvaldur í samskiptum austurs og vesturs, tilræöi viö mannréttindayfirlýsingar og í reynd tafiö fyrir nauösynlegri umbótaþróun í því ríki sem gerði tilkall til aö vera „sósíalískur valkostur" á þýskri grund. Hvaö gerist næst? Þegar í fyrradag lögðu margir leiö sína vestur á bóginn, sumir spá þvílíkum fólksstraumi til Vestur- Þýskalands aö þar komi til meiriháttar vandræöa í atvinnu- og húsnæöismiölun. Þó er ekki víst aö þær spár gangi eftir: ef menn vita fyrir víst aö þeir geta farið úr landi aö freista gæfunnar ef þeir vilja og fyrst búiö er aö boöa frjálsar kosn- ingar í landinu, þá má eins búast viö aö menn fari sér hægt og að þau öfl styrkist sem vilja spreyta sig á virkri þátttöku í umbótum heima fyrir. Og hver verður sú umbótaþróun? DDR leitaöi sér réttlæt- ingar sem ríki í því, aö þaö væri valkostur, eitthvað allt annaö en vesturþýskur kapítalismi byði upp á. Umbótasinnar þar í landi hafa reyndar talaö í þá veru margir hverjir, aö þeir vilji taka með sér inn í nýja tíma markaðskerfa ýmislegt þarflegt úr félagslegu öryggisneti sem DDR hefur státaö af. DDR, segja sumir þeirra, á aö vera „afkastaþjóðfélag en ekki þjóöfélag þar sem hver treður á öörum“. Hvaö svo verður, þaö veit enginn. Allt gerist meö mjög skjótum hætti - vel getur þaö verið, aö næst verði þeir ofan á í pólitískum vinsældaslag sem taka fyrirvaralausa trú á blessun frjáls- hyggju og einkavæðingar á öörum sviöum. Einstefna og valdeinokun ríkisflokks í fjörtíu ár kallar á sterka gagnsefjun: allt hlýtur aö vera gott sem „þeir“ kölluöu illt. Sem fyrr segir: áhrif slíkrar gagnsefjunar geta ráöið miklu á næstunni - eöa þar til menn reka sig á vandamál af „vestrænum" toga sem þeir hreppa í staö hinna „austrænu". Altént vita allir, að sú þróun sem hafin er mun draga mjög rækilega úr þeim mun sem hefur verið á þýsku ríkjunum tveim. Enda tala nú allir sig hása um það, hvort sameining þessara ríkja sé ekki á döfinni á næstunni, er ekki ástæöu- laust að þau séu tvö? Það hefur lengi verið siður við meira eða minna hátíðleg tækifæri að gjalda varaþjónustu þeirri hugmynd að vitanlega eigi Þýskaland að sameinast ein- hverntímann, en aðstæöur hafa í raun verið þær, aö fáir hafa litið á sameiningarmálin sem raunhæft verkefni. En þær spurningar sem nú vakna um þau mál draga strax upp langa keðju annarra spurninga bæði um tilverugrundvöll hernaö- arbandalaganna tveggja, um rótgróinn ótta bæði í austri og vestri við sterkt Þýskaland og svo um þaö, hvort sameining- arþróun í Þýskalandi hljóti ekki að setja stórt strik í reikninga Evrópubandalagsins. Allt verður þetta mjög til kappræöu á næstu misserum. Og þá verður ekki síst ástæöa til þess fyrir íslendinga að fylgjast vel meö einum þætti þessara mála: Ný tegund samskipta milli þýsku ríkjanna og hugsan- leg sameining þeirra hlýtur aö margfalda líkur á því aö sovéskir og bandarískir herir veröi sendir heim frá Miö- Evrópu og hernaðarbandalögin verði varla annað en skuggi af sjálfum sér. Slík þróun fæli í sér gott fordæmi sem við þurfum aö kunna aö færa okkur í nyt. ÁB Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síöumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33& 68 16 63. Símfax:68 19 35 Auglýsingar: Síöumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Áskriftarverö á mánuði: 1000 kr. þJÓÐVILJINN Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími: 681333 Kvöldsími: 681348 Símfax:681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, ólafur H. Torfason. Fróttastjórl: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrlrblaðamenn: Dagur Þorleifsson, ElíasMar(pr.),Guðmundur RúnarHeiðarsson, HeimirMár Pétursson, Hildur Finnsdóttir(pr.), Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.ÞorfinnurOmarsson (íþr.), ÞrösturHaraldsson. Skrif8tofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsinga8tjóri:0lgaClausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-ogafgreiðslustjóri:GuðrúnGísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.