Þjóðviljinn - 11.11.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.11.1989, Blaðsíða 7
ÞJÓÐMÁL Félagsvísindi Tækniþróun og verkmenntun Metnaðarfullt tímarit um þjóðmálfrá sjónar- hólifélagsvísinda hefur göngu sína. Gestur Guðmundsson: Háskóli íslands ermeira þjónustustofnun er rannsóknastofnun ÞeirGesturGuð mundsson og ívar Jónsson, hata mikinnáhugaáað eflaumræðuum félagsvísindi í landinu. Mynd: Kristinn. Nýtt tímarit, Þjóðmál - árbók um samfélagsmál, hefur hafið göngu sína. Tímaritið er mjög stórt í sniðum, einar 352 blað- síður og í formála þess segir að með bókinni verði leitast við að fullnægja brýnni þörf fyrir vett- vang gagnrýnnar fræðilegrar umræðu um málefni íslensks samfélags og vinna slíkri umræðu þegnrétt. í tímaritinu er einnig sett fram þung gagnrýni á núver- andi ástand íslenskra samfélags- rannsókna. Þeir Gestur Guð- mundsson og Ivar Jónsson, þjóðfélagsfræðingar, eru í rit- nefnd tímaritsins og skrifa í fyrsta tölublað þess nokkrar greinar. Þjóðviljinn hitti þá félaga og spurði þá út í tímaritið, sem í þetta sinn hefur meginþemað „Tækniþróun og verkmenntun“. Hver er aðdragandi þess að þetta rit kemur núna út? ívar: Það er hópur af fólki sem tekur sig saman um að gefa þetta út á grundvelli styrks sem við fengum frá norræna Sumarhá- skólanum. Þetta efni hefur legið fyrir í nokkurn tíma, en það var fyrst með styrknum sem hægt var að gefa það út. Gestur: Þetta var búið að vera tvö ár í burðarliðnum, en menn treystu sér ekki til að steypa sér í skuldir til að koma því út. ívar: Einstök tölublöð munu fjalla um ákveðinn þemu. Næsta hefti mun td. fjalla um sósíaldem- okratismann og þróun hans, sér- staklega með tilliti til þróunar hans á íslandi. Svo er meiningin að ritið hafi fastan kafla sem við köllum „í deiglunni“ og er hugs- aður sem viðbót við þá umræðu sem fer fram í fréttaskýringum tímaritanna og dagblaðanna. Þar verða málin skoðuð dýpra og í víðara samhengi. Strax í inngangi komið þið fram með gagnrýnispunkta á það hvernig félagsvísindum er fyrir komið í þjóðfélaginu, og þá full- yrðingu að „bókvitið verði ekki í askana látið“. Er tilgangur tíma- ritsins að ráðast gegn þessu? ívar: Við sjáum tfmaritið sem framlag til þróunar félagsvísinda og þá á ég við félags- og hagvís- indi. Hér á landi er mjög lítið fjármagn lagt í rannsóknir, innan við 1% af þjóðartekjum sem er innan við helmingur af því sem tíðkast á Norðurlöndunum. Hlutur félagsvísinda er síðan enn minni af þessari summu. Þetta er vandamál hér á landi. Háskóli íslands stundar til að mynda mjög litlar rannsóknir, þó til séu undantekningar á því. Al- mennt séð er háskólinn fyrst og fremst kennslustofnun sem kenn- ir þar að auki aðeins inn- gangsnámskeið. Þó kennarar eigi að eyða um 20% af sínum tíma í rannsóknir, er það alls ekki þann- ig í raun. Það eru heilu deildimar þar sem nánast engar rannsóknir eru stundaðar, td. í viðskipta- fræði og lögfræði. Þróunin hefur verið sú að háskólarannsóknir hafa færst yfir á þjónusturann- sóknir sem eru ekki samkvæmt skilgreiningu, grunnrannsóknir. Með þessu tapar háskólinn miklu af sjálfræði sínu. Félagsvísindadeild er mjög ung, 20 ára gömul. Margir sögðu í upphafi að félagsvísindi væru engin vísindi. Hefur þetta viðhorf breyst? ívar: Já það held ég tvímæla- laust. Innan félagsvísindadeildar er stundað mikið af rannsóknum eða vinnu sem gæti orðið grunnur að rannsóknum. Eins og þær eru í dag eru þær fyrst og fremst gagn- aöflun. Kenningarleg vinna hefur verið mjög lítil. Gestur: Það er ráðandi þröngt hagnýtissjónarmið í vísindum á íslandi. Þetta kemur fram í þess- um þjónusturannsóknum. Fé- lagsvísindin hafa verið að reyna að vinna sér þegnrétt og hafa kannski gert það með því að viðurkenna þennan hugsunar- hátt. Félagsvísindi séu eitthvað sem geti aflað gagna sem td. síð- an stjómmálamenn geti notað. En sá hluti félagslegrar umræðu, sem felst í því að skoða mál frá nýjum sjónarhornum, koma fram með gagnrýni og einhverja íhlutun í pólitískt ferli, er ekki til staðar. í flestum löndum sem við ber- um okkur saman við, fær skipan samfélagsins miklu æðri sess. Meðal annars er víða til þess ætl- ast að fræðimenn veiti stjóm- málamönnum eitthvert mótspil í því hvemig eigi að hugsa vand- amálin. Þetta þekkist ekki hér nema mjög þröngt, í sambandi við tæknilegar leiðir. Félagsvís- indadeild hefur viðurkennt þetta með því að fara inn á þjónustu- rannsóknir og viðhorfakannanir sem eftirspurn er eftir. En ekki reynt að brjóta öðrum hugsunar- hætti braut. Hlutverk mennta- manna hlýtur hins vegar að felast í því að setja fram gagnrýni. Með tímaritinu emm við að leggja okkar af mörkum til þess. Getur orsakanna verið að leita í því hvað lýðveldið er ungt og íslendingar ttl. nýbúnir að fá sjálfstæði? ívar: Að nokkm leyti. Ef við skoðum það fjármagn sem fer til vísinda, er hefð fyrir því að mikið af því fari til íslenskurannsókna og rannsókna tengdum þeim. Þetta er mjög í takt við þá hug- myndafræði sem hefur verið mjög sterk hér á landi, þe. þjóð- ernishyggja sem er arfleifð sjálf- stæðisbaráttunnar. Gestur: Við erum bók- menntaþjóð og andleg umræða hefur verið bókmenntalegs eðlis fyrst og fremst. Vísindaleg um- ræða hefur ekki náð þegnrétti. í þessu fyrsta hefti Þjóðmála eru margar forvitnilegar greinar. Gestur Guðmundsson skrifar um æskulýðsrannsóknir og um verk- menntun tslendinga. ívar Jóns- son fjallar um félagseignaform gegn einkavæðingu og birtir einn- ig kafla úr doktorsritgerð sinni og heitir kaflinn „Hegemonic Polit- ics and Capitalist Restructuring". Þá er grein eftir Cynthiu Cock- burn, Stéttaátök, hagsmunaátök og viðhald karlaveldis og önnur eftir Jane Barker og Hazel Downing, Ritvinnsla og breytingar á karlveldisstjórn skrifstofunnar. Þjóðmál er hægt að fá í öllum helstu bókaverslunum en einnig er hægt að nálgast ritið hjá útgef- endum, þar sem það kostar 1250 krónur að viðbættum sending- arkostnaði. Gestur Guðmunds- son tekur við pöntunum í síma 91-621161. Bókin ætti að geta verið gott innlegg í þjóðmálaum- ræðuna og notast bæði fræði- mönnum, námsmönnum og al- menningi, sem vilja setja víðari vinkil á þjóðmálaumræðuna al- mennt. -hmp EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15, hvers mán- aðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. Gerið skil tímanlega RSK RlKlSSKATTSTJÓRI Laugardagur 11. nóvember 1989 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.