Þjóðviljinn - 11.11.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.11.1989, Blaðsíða 10
VIÐ BENDUM Á DAGSKRÁ ÚTVARPS OG SJÓNVARPS Sport í beinni Sjónvarpið laugardag k]. 14.00 í fjögurra stunda íþróttaþætti laugardagsins verður byrjað í myndum frá stórmóti í golfi og Evrópumótum í knattspyrnu. Klukkan þrjú hefst bein útsend- ing frá Loftus Road í Lundúnum þarsem margfaldir meistarar Li- verpool etja kappi við QPR. Að því loknu verður sýnt beint frá 1. deild handboltans, þar á meðal uppgjöri toppliðanna Stjörnunn- ar og FH. HÚS ástarinnar Rás 2 sunnudag kl. 13.00 Enska rokkhljómsveitin House of Love er væntanleg hingað til lands í næstu viku og mun Skúli Helgason kynna grúppuna af því tilefni. Hljómsveitin þykir í fremstu röð gítarrokksveita og var á síðasta ári talin ein bjartasta von Breta. Skúli kynnir sýnis- horn af verkum House of Love, þar á meðal glænýtt efni, og hefur einnig viðtal við Guy Chadwick, forsprakka sveitarinnar. Hláturinn ermannsins megin Rás 1 sunnudag kl. 14.00 Upphaf evrópsku skáldsögunnar er oft rakið til tveggja manna: Miguel de Cervantes höfundar Don Kíkóta og Francois Rabelais höfundar skáldsögunnar Garg- antúa. í þessum þætti stiklar Friðrik Rafnsson á stóru í lífi Rabelais sem í senn var munkur, læknir og lögfræðingur og bjó yfir miklum hluta þeirrar þekkingar sem einn maður gat innbyrt á sex- tándu öldinni. Ennfremur verður fluttur lestur Baldvins Halldórs- sonar á sögunni Gargantúa þar- sem færi gefst á að kynnast hinni makalausu frásagnargleði Rabe- lais. Ævi Eisensteins Stöð 2 sunnudag kl. 16.25 Klukkustundar löng heimildar- mynd um Sergei Eisenstein sem óhætt er að telja einn allra áhrifa- mesta kvikmyndagerðarmann sögunnar. Hann fæddist rétt fyrir aldamót en lést aðeins fimmtugur að aldri. Eisenstein var ungur að árum þegar hann hóf að starfa við kvikmyndir og gerði sín frægustu verk áður en hann náði þrítugu. Hann þótti leggja grunninn að þeirri uppbyggingu myndmáls sem fylgt hefur kvikmyndum æ síðan. Heimildarmyndin er byggð á æviágripi hans sjálfs þar- sem hann lýsir lífí sínu á kald- hæðnislegan og litskrúðugan hátt. Sýnt verður úr nokkrum mynda hans og við sögu koma einnig listamenn á borð við Walt Disney, Charlie Chaplin, James Joyce, og jafnaldri hans Berthold Brecht. Þess má geta að Fjala- köttur Stöðvar 2 sýnir nokkrar mynda Eisensteins um þessar mundir og á mánudagskvöld verður Verkfallið á dagskrá, sem er gerð sama ár og Beitiskipið Potemkin. Dagskrá útvarps og sjónvarps fyr- Ir sunnudag og mánudag er I föstudagsblaðinu, Nýju helgar- blaðl Þjóðviljans. SJÓNVARPIÐ Laugardagur 14.00 íþróttaþáturinn kl. 14.00 Flug- leiðamótið i borðtennis - Bein út- sending. kl. 15 Enska knattspyrnan — Bein útsending frá QPR og Liverpool á Loftus Road jeikvanginum í Lundún- um. kl. 17.00 íslenski handboltinn - Bein útsending frá fslandsmótinu f handknattleik. 18.00 Dvergaríkið Spænskur teikni- myndaflokkur. 18.25 Bangsi bestaskinn Breskur teikni- myndaflokkur um Bangsa og vini hans. 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Háskaslóðir Kanadískur mynda- flokkur. 19.30 Hringsjá Dagskrá frá fréttastofu sem hefst á fréttum kl. 19.30. 20.30 Lottó 20.35 ’89 á Stöðinni Æsifréttaþáttur í um- sjá Spaugstofunnar. 20.50 Stúfur Breskur gamanmyndaflokk- ur með Ronnie Corbett í aðalhlutverki. 21.20 Fólkið i landlnu - Var mikið sung- ið á þinu heimili? Fylgst með störtum tónlistarfjölskyldu úr Garðabænum einn dag í Skálholti. Umsjón: Ævar Kjartans- son. 21.40 Ofurmennið III (Superman 3) Bandarísk bíómynd frá 1983. Aðalhlut- verk Christopher Reeve, Richard Pryor, Jackie Cooper, Annette O'Toole, Ro- bert Vaughn og Margot Kidder. Tölvu- snillingur býr til tölvu sem virðist hafa í fullu tré við Ofurmennið. 23.45 Flagðið (Wicked Lady) Bresk bió- mynd frá 1983. Aðalhlutverk Fay Dun- away, Alan Bates, John Gielgud og Denhom Elliot. Ensk hefðarkona lifir tvöföldu lífi, sem auðmjúk eiginkona á daginn en harðsvíraður ræningi á nótt- unni. 01.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. STÖÐ 2 Laugardagur 9.00 Með afa 10.30 Júlli og töfraljósið Teiknimynd. 10.40 Denni dæmalausi Teiknimynd. 11.10 Jói hermaður Teiknimynd. 11.30 Henderson-krakkarnir Ástralskur framhaldsmyndaflokkur. 12.00 Sokkabönd f stfl Endurtekinn frá því i gær. 12.30 Fréttaágrip vikunnar Fréttir síð- astliðinnar viku frá f réttastofu Stöðvar 2. Þessar fréttir eru fluttar með táknmálsþul í hægra horni sjónvarps- skjásins. 12.50 Brids Úrslitaviðureign í bikarkeppni Kreditkorta hf. og Ferðaskrifstofunnar Útsýn/Úrval. 14.30 Tilkall til barns Endursýnd fram- haldskvikmynd í tveimur hlutum. Seinni hluti. 16.00 Falcon Crest 17.00 (þróttir á laugardegi 19.19 19.19 Fréttir og fréttatengt efni. 20.00 Heilsubaelið i Gervahverfi íslensk grænsápuópera. Lokaþáttur. 20.45 Kvikmynd vikunnar - Maðurinn sem bjó á Ritz Myndin hefst árið 1927 en þá sest ungur bandariskur listskóla- nemi að í Paris til að leggja stund á listmálun. Auðug frænka hans heldur honum uppi og sér til þess að hann geti búið í ágætis yfirlæti á Ritz hótelinu. Þar gengur lífið sinn vanagang þar til nasist- ar gera innrás I Frakkland og nota með- al annars Ritz. Aðalhlutverk: Perry King, Leslie Caron, Cherie Lunghi, David McCallum, Sophie Barjac Oatachou, David Robb, Mylene Domongeot og Joss Ackland. Seinni hluti verður á dag- skrá næstkomandi þriðjudagskvöld. 22.20 Undirheimar Miami Bandarískur sakamálaþættir. 23.10 Samningar aldarinnar Deal of the Country Hörkuspennumynd með gam- ansömu ívafi með Chevy Chase og Sig- ourney Weaver í aðalhlutverkum. 00.45 Tálsýn Ein ungeleiches Paar Vera er fatahönnuður í kringum fimmtugt og í tygjum við sér yngri mann, Carlo, sem er háður henni fjárhagslega. Aðalhlut- verk: Judy Winter, Diege Walraff, Karl Michael Vogler og Maja Maranow. 02.10 Hiti Steaming Nokkrar konur hittast reglulega í tyrknesku gufubaði í London og ræða leyndarmál sín, gleði og sorgir. Aöalhlutverk: Vanessa Redgrave, Sar- ah Miles, Diana Dors og Patti Love. 03.45 Dagskrárlok. RÁS 1 FM,92,4/93,5 Laugardagur 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Tómas Sveinsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur" Pétur Pétursson sór um þáttinn. Fréttir sagðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veourfregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum heldur Pétur Pétursson áfram að kynna morgunlögin. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn á laugardegl - „Þumallingur“ Grimmsævintýri í þýð- ingu Þorsteins frá Hamri. Umsjón: Kristín Helgadóttir. 9.20 Morguntónar Rómansa og scherzo eftir Gabriel Grovlez. Susan Milan leikur á flautu og lan Brown á pfanó. Sex tilbrigði um franska sönginn „ Við uppsprettuna" eftir Wolfgang Ama- deus Mozart. Arthur Grumiaux leikur á fiðlu og Walter Klien á píanó. „Báts- söngur" nr. 5 í fís-moll op. 66 eftir Gabri- el Fauré. Jean-Philippe Collard leikur á píanó. 9.40 Þingmál Umsjón: Arnar Páll Hauksson. 10.00 Fréttir. 10.03 Hlustendaþjónustan Sigrún Björnsdóttir svarar fyrirspurnum hlust- enda um dagskrá Rásar 1, Rásar 2 og Sjónvarpsins. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Vlkulok Umsjón: Einar Kristjáns- son og Valgerður Benediktsdóttir. 12.00 Tilkynningar. 12.10 Á dagskrá Litið yfir dagskrá laugar- dagsins í Útvarpinu. 12.20 Hádegisfróttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Hér og nú Fréttaþáttur í vikulokin. 14.00 LeslampinnÞátturumbókmenntir. Umsjón: Friðrik Rafnsson. 15.00 Tónelfur Brot úr hringiðu tónlistar- lífsins f umsjá starfsmanna tónlistar- deildar og samantekt Bergþóru Jóns- dóttur og Guðmundar Emilssonar. 16.00 Fróttir. 16.05 Islenskt mál Guðrún Kvaran flytur þáttinn. 16.15 Veðurfregnir. 16.30 Dagskrárstjóri f eina klukku- stund Markús Orn Antonsson útvarps- stjóri. 17.30 Stúdfó Sigurður Einarsson kynnir nýjar tónlistarupptökur Útvarpsins. 18.10 Gagn og gaman Þáttur um börn og bækur. Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir. 18.35 Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. 19.32 Ábætir Laurindo Almeida, Chariie Byrd, Bob Magnússon og Milt Holland leika nokkur lög frá Brasilíu. Burl Ives syngur þjóðlög fyrir börn. 20.00 Litli barnatíminn - „Þumallingur" Grimmsævintýri í þýðingu Þorsteins frá Hamri. Umsjón: Kristín Helgadóttir. 20.15 Vfsur og þjóðlög 21.00 Gestastofan Sigrfður Guðnadóttir tekur á móti gestum á Akureyri. 22.00 Fréttir. Orð kvöldsins. Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Dansað með harmonfkuunnend- um Saumastofudansleikur f Útvarps- húsinu. Kynnir: Hermann Ragnar Stef- ánsson. 23.00 Góðvinafundur Endurnýjuð kynni við gesti á góðvinafundum f fyrravetur. 24.00 Fréttir. 00.10 Um lágnættið Umsjón: Sigrfður Ásta Árnadóttir. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. RÁS 2 FM 90,1 Laugardagur 8.05 Á nýjum degl með Margréti Blöndal. 10.03 Nú er lag Gunnar Salvarsson leikur tónlist og kynnir dagskrá Rásar 1, Rásar 2 og Sjónvarpsins. 12.20 Hádeglsfréttir 12.45 Tónlist. Auglýsingar. 13.00 fstoppurinn Óskar Páll Sveinsson kynnir. 14.00 íþróttafréttir Iþróttafréttamenn kynna þaö helsta á íþróttasviðinu og greina frá úrslitum. 14.03 Klukkan tvö á tvö Ragnhildur Arn- Ijótsdóttir og Rósa Ingólfsdóttir. 16.05 Söngur villiandarlnnar Einar Kárason leikur fslensk dægurlög frá fyrri tíð. 17.00 íþróttafréttir Iþróttafréttamenn kynna það helsta á iþróttasviðinu og greina frá úrslitum. 17.03 Fyrirmyndarfólk Heyrnarlaust fólk Iftur inn hjá Þorsteini J. Vilhjálmssyni. 19.00 Kvöldfréttfr 19.31 Blágresið blfða Þáttur meö banda- rískri sveita- og þjóölagatónlist, einkum „bluegrass"- og sveitarokk. Umsjón: Halldór Halldórsson. 20.30 Úr smiðjunni Halldór Bragason kynnjr nokkra blúshrópara. 21.30 Áfram fsland Dægurlög flutt af ís- lenskum tónlistarmönnum. 22.07 Bitið aftan hægra Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. 02.00 Fréttir 02.05 fstoppurinn Óskar Páll Sveinsson kynnir. 03.00 Rokksmiðjan Sigurður Sverris- son. 04.00 Fréttir. 04.05 Undir værðarvoð Ljúf lög undir morgun. Veðurfregnir kl. 4.30. 05.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 05.01 Afram l'sland Dægurlög flutt af fs- lenskum tónlistarmönnum. 06.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 06.01 Af gömlum listum Lög af vin- sældalistum 1950-1989. 07.00 Tengja Kristján Sigurjónsson teng- ir saman lög úr ýmsum áttum. 08.05 Söngur villiandarinnar Einar Kárason kynnir fslensk dægurlög frá fyrri tíð. BYLGJAN FM 98,9 07.00-10.00 Páll Þorsteinsson. Alls kyns upplýsingar fyrir hlustendur sem vilja fylgjast með, fréttir og veður á sín- um stað. 10.00-14.00 Valdis Gunnarsdóttir Sér- staklega vel valin og þægileg tónlist sem heldur öllum í góðu skapi. 14.00-18.00 Bjarni Ólafur Guðmunds- son Leitaðu ekki langt yfir skammt. Allt á sfnum stað, tónlist og af mæliskveðjur. 18.00-19.00 Arnþrúður Karlsdóttir - Reykjavík sfðdegis. Finnst þér að eitthvað mætti betur fara í þjóðfélaginu í dag, þín skoðun kemst til skila. Síminn er 61 11 11. 19.00-20.00 Snjólfur Teitsson. Afslapp- andi tónlist í klukkustund. 20.00-24.00 Haraldur Gfslason. Halli er með óskalögin í pokahorninu og ávallt í sambandi við fþróttadeildina þegar við á. 24.00-07.00 Næturvakt Bylgjunnar. ÚTVARP RÓT FM 106,8 09.00 Rótartónar. 10.00 Poppmessa í G-dúr E. 12.00 Tónafljót. 13.00 Sagan. 13.30 Mormónar Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu. 15.30 hanagal E. 15.30 Umrót Tónlist, fréttir og upplýsingar um félagslíf. 17.00 f hreinskilni sagt. Pétur Guðjóns- son. 18.00 Kvennaútvarpið Ýms kvenna- samtök. 19.00 Fimmtudagur til fagnaðar Gunn- laugur og Þór. 20.00 Fés Unglingaþáttur. 21.00 Úr takt Tónlistarþáttur með Hafliða Skúlasyni og Arnari Gunnari Hjálmtýssyni. 22.00 Tvffarinn Tónlistarþáttur í umsjá Ásvalds Kristjánssonar. 23.30 Rótardraugar Lesnar draugasögur fyrir háttinn. 24.00 Næturvakt. 10 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.