Þjóðviljinn - 11.11.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.11.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRÉTTIR Búlgaría Zhivkov segir af sér Zhivkov (ávarpar hér miðnefnd flokks síns 1981) - hefur lofað glasnost en látið þar við sitja. Todor Zhivkov, aðalritari kommúnistaflokksins í Búlgaríu og forseti landsins, sagði af sér þeim embættum báðum í gær. Við af honum sem flokksleiðtogi hefur tekið Petar Miadenov, utanríkisráðherra. Zhivkov, sem nú er 78 ára að aldri, hefur ráðið löndum lengur en nokkur núver- andi ríkisleiðtogi austurbiakkar- innar, eða 35 ár. Þrátt fyrir háan aldur Zhivkovs urðu vestrænir stjórnarerindrek- ar í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu, hissa er þeir fréttu afsögn hans. Bollaleggja þeir um hvort at- burðir undanfarið í Austur- Pýskalandi, allt frá afsögn Hon- eckers til opnunar hliða á Berlín- armúr og vesturlandamærum, hafi ráðið úrslitum um að búlg- arski leiðtoginn ákvað að hætta. Einnig kom á óvart að Mladenov skyldi taka við stöðu flokksleið- toga, því að hann hefur hingað til ekki verið talinn líklegur eftir- maður Zhivkovs. Ekki liggur í augum uppi að útnefning Mlade- novs, sem er 53 ára, boði veru- legar breytingar, því að hann hef- ur verið talinn íhaldssamur líkt og fyrirrennarinn. Zhivkov lýsti að vísu yfir fögnuði sínum með nýmæli Gor- batsjovs Sovétríkjaforseta og kvað stjórn sína ráðna í að fylgja hans fordæmi. Hafa síðan verið gerðar vissar umbætur í efna- hagsmálum, en andófshópar, sem látið hafa á sér bæra þar- lendis síðustu ár, hafa mætt hörku af hálfu valdahafa og átt erfitt uppdráttar. Ýmislegt bend- ir þó til þess að þeir séu að magn- ast hægt og hægt, þannig söfnuð- ust um 4000 manns saman við þinghúsið í Sofíu í s.l. mánuði, er alþjóðleg ráðstefna um umhverf- isvernd var haldin þar, og kröfðust glasnosts og lýðræðis. Hugsanlegt er talið að leiðtog- askiptunum muni fylgja breyting- ar í frjálsræðisátt í efna- hagsmálum, en engan veginn víst að þær leiði til þess að stjórnar- andstæðingar verði teknir vægari tökum en áður. Zhivkov sagði auk annars lausu sæti sínu í stjórnmálaráði kommúnistaflokksins. Reuter/-dþ. A ustur-Pýskaland Miðnefnd vill frjálsar kosningar Miðnefnd Sósíalíska einingar- flokksins, ríkisflokks Austur- Þýskalands, lauk þriggja daga ráðstefnu sinni í gær með því að leggja fram margþættar tillögur um umbætur i stjórn- og efna- hagsmálum ríkisins. Er í tillögun- um m.a. gert ráð fyrir frjálsum kosningum og funda- og félaga- frelsi. Hlutverk miðnefndar er að marka stefnu flokksins. Ennfremur leggur miðnefndin til að öryggisþjónusta ríkisins og herinn verði sett undir eftirlit af hálfu þingsins, að dómstólar verði óháðir ríkisflokknum og að ný lög verði sett um fjölmiðla. Austurþýskir fjölmiðlar hafa raunar breyst svo í frjálsræðisátt síðustu örfáu vikurnar að þeir eru vart þekkjanlegir miðað við það sem áður var. Miðnefndin leggur einnig fram tillögur um umbætur í efna- hagsmálum. Framleiðsla á neysluvörum skuli hafa forgang, þörf sé nýrra laga um fjárfesting- ar og að hagskýrslur sýni ástandið eins og það raunveruíega sé. Fel- ur nefndin næstu ríkisstjórn að ganga frá nákvæmri áætlun um efnahagslegar umbætur. Forsæt- isráðherra þeirrar ríkisstjórnar verður væntanlega Hans Mo- drow, flokksleiðtogi í Dresden og helsti leiðtogi frjálslyndari manna í flokknum. Undanfarna daga hefur fólk sem krafist hefur umbóta á fjöldafundum umfram allt annað lagt áherslu á að frjálsar kosning- ar verði innleiddar og benda til- lögur miðnefndar ríkisflokksins til þess að hún hafi tekið þann kost að ganga að þeim kröfum. Áður en tillögurnar verða sam- þykktar af stjórnvöldum er gert ráð fyrir að flokksmenn og al- menningur um allt land taki þær til umræðu. Reuter/-dþ. Skörð mdd í Berlínaimúr Austurþýskir landamæraverð- ir voru í gær byrjaðir á því að rjúfa skörð í Berlínarmúrinn í þeim tilgangi að opna í honum fleiri hlið til umferðar. Lustu áhorfendur upp fagnaðarópum er jarðýtu frá austurþýska hern- um var ekið á vettvang í þessu skyni og fólk sást hrífa með sér viðvörunarmerki sem minjagripi. Friedrich Dickel, innanríkisráð- herra Austur-Þýskalands, hafði áður tilkynnt að fleiri hlið yrðu opnuð til umferðar gegnum múr- inn og einnig á landamærunum að Vestur-Þýskalandi. Þannig er gert ráð fyrir að á morgun verði rofið skarð í múrinn á Potsdamer Platz, sem kvað hafa verið mesta umferðartorg í allri Evrópu fyrir heimsstyrjöldina síðari, en hefur verið að mestu autt síðan 1961 er Berlínarmúr var hlaðinn, þar eð hann sleit umferðaræðar er að því lágu. Hans Modrow Flokksforkólfur sem gekk í lið með alþingi göhiimar Talandi tákn um þær breyting- ar, sem óðum eru að verða í Austur-Þýskalandi, er útnefning Hans Modrow í stjórnmálaráð Sósíalíska einingarflokksins og embætti forsætisráðherra. Æðstu menn flokks og ríkis litu hann lengi hornauga sem of frjáls- lyndan og gagnrýninn, en nú er hann sjálfur kominn í röð helstu forustumanna. Modrow er 61 árs, en unglegur eftir aldri og sprækur að sjá. Hann fæddist 27. jan. 1928 í smá- borginni Ueckermúnde í Vestur- Pommern, skammt frá Stettiner Haff. Hann er þannig í þennan heim borinn á því svæði, sem nú er Austur-Þýskaland, gagnstætt Saarlendingnum Honecker og Krenz, sem fæddur er í Austur- Pommern, sem nú er hluti af Pól- landi. Undir lok heimsstyrjaldar- innar síðari hafði Modrow hafið verkfræðinám, en var kvaddur í Volkssturm, einskonar heima- varnarlið, í þann mund er hann fyllti seytjánda árið. Sovétmenn tóku hann til fanga í stríðslokin og var hann fjögur ár í fangabúð- um þeirra. Heim kom hann um svipað leyti og austurþýska ríkið var stofnað og gekk fljótlega í æskulýðssamtök ríkisflokksins, Freie Deutsche Jugend (FDJ), enda það þá vænlegast til frama fyrir unga menn þarlendis. Hann komst þar fljótt til áhrifa og varð deildarstjóri samtakanna í Austur-Berlín 1953, sama árið og uppreisn var gerð þar og í fleiri borgum ríkisins. Þeirri stöðu gegndi hann til 1961, árið sem Berlínarmúr var hlaðinn. Fyrirmyndar ungkommúnisti Á þeim árum var hann eftirlæti æðstu manna flokksins og í blöð- um var honum lýst sem fyrir- myndar ungum kommúnista, sem fór á fætur fyrir allar aldir til að synda og stjómaði fundum af röggsemi og innlifun. Hann varð aðalritari flokksins í Dresden 1973 og hefur gegnt þeirri stöðu síðan. Um þær mundir var líklegt talið að hann kæmist fljótt í innsta hring í PRQFÍL~ flokknum. Hann var skjólstæð- ingur Wemers Lamberz, sem þá var meðal valdamestu manna þarlendis og talinn hvað frjáls- lyndastur ráðamanna. Lamberz fórst í flugslysi í Líbýu í mars 1978 og síðan þá hefur Modrow „verið úti í kuldanum" að vissu marki, þangað til nú. Sagt er að Honeck- er gamla hafi verið í nöp við hann og meðvitað haldið honum kyrr- um í Dresden og haft hann út- undan við stöðuhækkanir og embættisveitingar. Það er ekki lengra síðan en í júní sem mið- nefnd flokksins veitti honum óbeint ofanígjöf fyrir að leyfa andófshópum að starfa og sakaði hann einnig um ódugnað við að ráða bót á efnahagsvandræðum umdæmis síns. Lítillátur, Ijúfur og kátur ... Þar er Modrow eigi að síður vinsæll. Honum tókst að koma því til leiðar að Dresden varð miðstöð rafeindatækni þarlendis og hann lagði kapp á að endur- gerðar yrðu frægar byggingar þessarar glæstu menningarborg- ar, sem lögð var í rúst í einni af hroðalegustu loftárásum heims- styrjaldarinnar síðari 1945. Hansi, eins og hann er gjarnan kallaður, er þar að auki ljúf- mannlegur og alþýðlegur í fram- komu og veitir sér ekki meiri lúx- us en gengur og gerist um sam- borgara hans. í Dresden býr hann þannig með fjölskyldu sinni í venjulegri íbúð en er sjaldan í embættisbústaðnum, sem er öllu íburðarmeiri. Eftir að glasnost og perest- rojka upphófust í Sovétríkjunum vænkaðist hagur Modrows en jafnframt bar meira á ergelsi Honeckers og mannanna kring- um hann í garð hins hressilega og gagnrýna flokksstjóra í Dresden. Frjálslyndari flokksmenn fengu augastað á honum, enda þótti hann falla með ágætum inn í stíl Gorbatsjovstímans. Athyglin á Modrow - (fararbroddi kröfugöngu. honum breiddist út fyrir landa- mæri ríkisins, hann hefur um skeið verið svo að segja daglega á síðum vesturþýskra blaða og allt síðan 1987 hafa stjórnarerindrek- ar og aðrir virðingamenn, so- véskir sem vestrænir, verið tíðir gestir hjá honum. Sovétmenn hefðu að líkindum viljað sjá hann fremst í forustunni nokkru fyrr en varð. Einhverntíma hefði það verið talið til tíðinda að menn kæmust í ónáð hjá austurþýskum vald- höfum íyrir að vera í náðinni í Moskvu, en þetta varð hlutskipti Modrows um skeið. Spartanskir lifnaðarhættir hans kváðu einnig hafa farið í taugar æðstu manna, sem búa ríkmannlega í sérstöku hverfi við Wandlitzvatn, norður af Berlín. Á sveif með sínu fólki Þungur straumur sögunnar ásamt með viðhorfum Modrows og vinsældum hans, innanlands sem utan, bar hann um síðir fram í fremstu röð forustunnar. Dres- den er meðal þeirra borga Austur-Þýskalands, þar sem andófsaldan hefur risið hæst. Borgarbúar, sem og aðrir Saxar, líta svo á að þeir búi að ýmsu leyti við verri hag en aðrir landsmenn og séu útundan hjá valdhöfum í Austur-Berlín. Fólksflóttinn vestur hefur verið meiri, að til- tölu við fólksfjölda, frá Dresden en nokkurri annarri austurþýskri borg. Modrow brást við þessu með því að gefa kröfugöngufólkinu í skyn, að margt af því sem það léti í ljós væri eins og talað út úr hans hjarta. Og á mánudagskvöldið gekk hann sjálfur í fararbroddi fjölmennrar göngu um aðalgötur borgar sinnar og tók undir kröfur þær um gagngerar umbætur, er þar voru fram bomar. Þar með hafði hann opinberlega skipað sér í lið með því alþingi götunnar, sem þessa dagana virðist vera að umhverfa Austur-Þýskalandi - og raunar Evrópu um leið. Kvæntur er Hans Modrow, á tvö börn og a.m.k. eitt bama- barn. dþ. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.