Þjóðviljinn - 14.11.1989, Síða 3
_________________FRETTIR__________________
ÆL
100 þúsund tonn í hafið
Kristján Óskarsson: Allt kvótanum að kenna. Veiðieftirlitið: Orðum
aukið. Erum aðeins 15 sem höfum eftirlitmeð velyfir 900fiskiskipum
Ameðan ekki verða færðar
sönnur á annað stend ég fast-
ur á minni fullyrðingu þess efnis
að á ári hverju sé hent um 100
þúsund tonnum af fiski í hafíð.
Miðað við að fyrir þennan afla
Samningamenn Sfldarútvegs-
nefndar þeir Gunnar Flóvenz og
Einar Benediktsson bíða enn
austur í Moskvu eftir að þarlend
stjórnvöld staðfesti þann sfldar-
sölusamning sem gerður var 4.
nóvember sl. Á meðan bíður hálf
ströndin í ofvæni eftir úrslitum
málsins því afkoma margra er í
húfí.
Að sögn Kristjáns Jóhannes-
sonar birgða- og söltunarstjóra
fáist um 45 - 60 krónur fyrir kflóið
á Englandsmarkaði fara í hafíð
verðmæti uppá 4,2 - 6 miljarða
króna,“ sagði Kristján Óskarsson
skipstjóri í Vestmannaeyjum.
Astæðu þessarar miklu verð-
Síldarútvegsnefndar var í gær
búið að salta í 62.700 tunnur sem
að mestu fara á markað á
Norðurlöndunum og er því að-
eins eftir að salta í um 12 þúsund
tunnur fyrir þann markað. Af
þeim 46 saltsíldarstöðvum sem
leyfi hafa til söltunar eru 15 búnar
að salta upp í kvóta sína.
Ágætis síldveiði hefur verið við
suðausturströndina út af Horna-
firði og hefði sú sfld að öllu jöfnu
mætasóunar segir Kristján vera
kvótakerfið, þar sem fiskimenn
hljóti að koma með verðmætasta
aflann að landi hverju sinni en
hirði ekki um annan afla sem fari
beint í hafið aftur. Kristján hefur
verið söltuð fyrir Rússa ef samn-
ingurinn væri í höfn. Þess í stað
fer mikið af henni til bræðslu og
greiða verksmiðjurnar að jafnaði
um 4,50 - 5 krónur fyrir kflóið.
Af einstökum saltsfldarpláss-
um er búið að salta í flestar tunn-
ur í Grindavík eða 10.400, þá
næst í 9.400 tunnur á Eskifirði og
í 7.500 tunnur á Fáskrúðsfirði.
-grh
nýlokið við gerð 10 mínútna ár-
óðurskvikmyndar um kvótann
þar sem þessar fullyrðingar koma
fram sviðsettar.
Allt frá því kvótinn kom fyrst
til framkvæmda árið 1984 hafa á
hverju ári heyrst þær raddir að
svo og svo miklu magni fisks sé
hent í hafið árlega. Engar sönnur
hafa þó verið færðar þessar full-
yrðingar enn sem komið er.
Að sögn Björns Jónssonar
veiðieftirlitsmanns í sjávarút-
vegsráðuneytinu er þessi fullyrð-
ing Kristjáns talin heldur orðum
aukin og gert meira úr þessu en
efni standa til. „Við erum að vísu
aðeins 15 sem sinnum veiðieftir-
liti með flota sem samanstendur
af vel yfir 900 fiskiskipum. Ef vel
ætti að vera þyrfti að fjölga veiði-
eftirlitsmönnum all verulega frá
því sem nú er til að við getum
fylgst með því sem fram fer um
borð í fiskiskipunum,“ sagði
Björn Jónsson.
-grh
Marmari
á gólfið
Stjórn Innkaupastofnunar
Reykjavíkur samþykkti sam-
hljóða á fundi sínum í gær að vísa
beiðni Hitaveitu Reykjavíkur um
kaup á gólfefni í veitingahúsið í
Öskjuhlíð til Borgarráðs en stofn-
unin tók ekki efnislega afstöðu til
beiðninnar.
Með beiðninni fylgdi tillaga
arkitekts byggingarinnar um við-
skipti við ákveðinn aðila en til-
lagan er studd verðsamanburði á
vörum þriggja innflutningsfyrir-
tækja sem flytja inn marmara,
sem er það efni sem fyrirhugað er
að leggja á gólf veitingahússins.
Stjóm Innkaupastofnunar telur
það vera í sínum verkahring að
ákveða með hvaða hætti leitað er
eftir hagkvæmustu innkaupunum
og gera verðkönnun ef sú leið
verður fyrir valinu.
- Með því að vísa málinu til
Borgarráðs er fyrst og fremst ver-
ið að biðja um úrskurð um það
hvaða vinnubrögðum beita eigi
við innkaup á vegum borgarinn-
ar. Það er mjög óvenjulegt að
Innkaupastofnun berist beiðni af
þessu tagi þar sem arkitekt gerir
tillögu um kaup á tilteknu efni,
en venjan er sú að
Innkaupastofnun annist þennan
þátt, sagði Marinó Þorsteinsson,
skrifstofustjóri hjá Innkaupa-
stofnun Reykjavíkur. iþ
Síld
Enn beðið staöfestingar
Búið að salta í 62.700 tunnur. 15 stöðvar af 46 búnar með kvóta sína
Verkalýðshreyfing á nýni öld
Verkalýðshreyfing á nýrri öld,
var yfíiskrift málþíngs sem
Trésmiðafélag Reykjavíkur
gekkst fyrir á laugardag, í tilefni
90 ára afmælis félagsins. Ás-
mundur Stefánsson, forseti Al-
þýðusambands íslands, dró upp i
framsögu sinni mynd af stöðu
verkalýðshreyfíngarinnar í dag
og var nokkuð myrkur í máli.
Hann spáði síðan aðeins í það
hvert þróunin myndi leiða
hreyfínguna á næstu áratugum.
Hann sagði það hafa áhrif á störf
og áhrif verkalýðshreyfingarinn-
ar, hve einstaklingshyggja hefði
vaxið í þjóðfélaginu og hvernig
einstaklingar löguðu sig minna að
þörfum og aðstæðum annarra en
áður. Nú sæi fjölskyldan ekki
lengur um aðhlynningu þeirra
sem erfítt ættu uppdráttar í
samfélaginu, heldur hefði því ver-
ið komið yfír á þjóðféiagið í heiid
sinni. Hóphagsmunir hefðuvikið
fyrir hagsmunum einstaklingsins.
í fróðlegu erindi heimfærði Ás-
mundur þessa tilhneigingu upp á
verkalýðshreyfinguna. Samhliða
aukinni einstaklingshyggju hefði
verkaskipting aukist þar sem
hver einstaklingur sinnti fyrst og
fremst sínu starfi og blandaði sér
ekki í störf annarra. í félagsstörf-
um ýtti þetta undir sjónarmið
sem undirstrikuðu að þeir sem
hefðu valist til forystustarfa væru
ráðnir til að sjá um málin og það
væri því ekki hinna almennu fé-
lagsmanna að blanda sér í
ákvarðanatökuna. Verkalýðs-
hreyfingin hefði einnig orðið
sundurleitari, hópar sérhæfðust
og vissu minna hver af öðrum.
Öreigum fækkar
Þá dró Ásmundur upp mynd af
því hvernig „öreigunum" hefði
fækkað á meðan menntuðu fólki
á vinnumarkaði fjölgaði. Hann
vísaði til þróunarinnar í Dan-
mörku, þar sem ófaglært verka-
fólk hefði í raun verið hinn mikli
fjöldi í kring um 1960 en hefði
dregist mikið saman og allt benti
til að yrði alger minnihluti um
aldamótin. Á íslandi hefði ófag-
lært og faglært verkafólk verið
72% vinnuafls 1960 en í ár fylltu
þessir hópar aðeins 53% af vinn-
uaflinu. Forseti ASÍ vakti einnig
athygli á þeirri þróun að meðlim-
um verkalýðsfélaga færi fækk-
andi í löndunum í kring um okk-
ur. í Bretlandi væru nú aðeins
28% vinnuafls félagsbundin, í
Vestur-Þýskalandi 43%, á Ítalíu
45% og ekki nema 10% í Frakk-
landi.
Sigurður Líndal, lagaprófess-
or, ræddi á málþinginu, stöðu
verkalýðshreyfingarinnar í
stjórnkerfinu. Hann sagði það
staðreynd að hún væri hluti
stjórnkerfisins og hún þyrfti að
gera það upp við sig að hve mikl-
um hluta hún vildi vera það í
framtíðinni. Með því að vera svo
samofin stjórnkerfinu yrði hrey-
fingin að taka afleiðingunum,
bæði vondum og góðum. Verka-
lýðshreyfingin þyrfti að gera það
upp við sig í framtíðinni, hvort
ekki gæti hentað henni betur að
þrengja hlutverk sitt.
Trésmiðafélagið fékk Víglund
Þorsteinsson iðnrekanda til að
ræða framtíðina fyrir hönd at-
vinnurekenda. Hann sagði
verkalýðshreyfinguna oft hafa
siglt undur fölsku flaggi, þegar
hún færi fram undir slagorðum
launajafnréttis og talaði í því
sambandi um „láglaunalygina“,
sem hann að vísu viðurkenndi að
atvinnurekendur ættu nokkurn
í BRENNIDEPLI
Trésmiðafélag
Reykjavíkur gekkst
fyrir fróðlegu mál-
þingi um verkalýðs-
hreyfingu á nýrri öld í
tilefni 90 ára afmœlis
félagsins. Forystu-
mennASÍ og BSRB
misjafnlega bjartsýnir
áframtíðina og Víg-
lundur Þorsteinsson
iðnrekandi sagði
verkalýðshreyf-
inguna skorta vett-
vang
þátt i. Víglundur talaði einnig um
að verkalýðshreyfinguna skorti
vettvang, þar sem hún hefði náð
fram öllu því helsta af markmið-
um sínum, en væri furðu íeimin
við að játa það. Sagði Víglundur
að verkalýðshreyfingin ætti að
horfa meira til starfsmannafélag-
anna, sem hrópuðu á meiri verk-
efni.
Island og
Evrópubandalagið
Vilborg Þorsteinsdóttir hug-
leiddi í sínu erindi hvernig hægt
væri að virkja grasrótina til nýrra
hugmynda í atvinnulífinu. Fram-
leiðslan og skipan hennar réðu
þróuninni en nýjar hugmyndir á
þeim vettvangi lægju ekki á
lausun. íslendingar hefðu misst
mikið af sínum hugmyndasmið-
um til annarra landa. Hún lét
einnig í ljós nokkrar áhyggjur af
stöðu smáþjóðar eins og íslands í
samstarfi við stóra einingu eins
og Evrópubandalgið og hvatti
fólk til að hugleiða menningar-
stöðu okkar hvað þetta varðaði
ekki síður en efnahagsstöðu.
Ögmundur Jónasson, formað-
ur BSRB, var heldur bjartsýnn í
sinni framsögu. Hann ávarpaði
fundarmenn svona: „Góðir fé-
lagar og aðrir gestir“, og vísaði
þar með til þess að Víglundur
Þorsteinsson væri ekki „félagi"
verkalýðsins. Ögmundur sagði
rangt að verkalýðshreyfinguna
skorti vettvang. Hún hefði nóg að
gera og mikið starf færi fram
innan BSRB. Formaðurinn sagð-
ist vissulega gera sér grein fyrir
því að hópar innan hreyfingar-
innar byggju við mismunandi
stöðu. Fjörtíu þúsunda maðurinn
ætti tam. fátt sameiginlegt með
400 þúsunda manninum. Hann
gagnrýndi viðhorf Víglundar al-
mennt mjög harkalega og sagði
fólk í verkalýðshreyfingunni vera
orðið þreytt á fullyrðingum at-
vinnurekenda um að verkalýðs-
hreyfingin berðist ekki fyrir hags-
munum láglaunafólks.
Almennt voru forsvarsmenn
samtaka launafólks á málþinginu
nokkuð pirraðir út í Víglund.
Svanhildur Kaaber, formaður
Kennarafélags íslands, sagði
hlutverk verkalýðshreyfingarinn-
ar í framtíðinni ekki hvað síst
verða að gæta hagsmuna þeirra
sem einhverra hluta vegna yrðu
undir í lífsbaráttunni. Hún ræddi
einnig þá þróun sem Ásmundur
kom inn á, um að það færi vax-
andi að fólk skráði sig ekki í
verkalýðsfélög. Hún sagði at-
vinnurekendur erlendis hvetja
stíft til þessa, með því að lofa
fólki vinnu, með þeim fyrirvara
að þeir vildu ekki láta neitt verka-
lýðsfélag segja sér fyrir verkum.
Hún sagði atvinnurekendur
vinna skipulega að því að reka
fleyg í raðir launafólks.
Hér hefur auðvitað aðeins ver-
ið stiklað á stóru í erindum þeim
sem flutt voru á málþinginu. Á
eftir framsögum fóru fram pall-
borðsumræður sem voru mjög
fjörugar á köflum. að er ef til vill
táknrænt fyrir stöðu verkalýðs-
hreyfingarinnar í dag, en vonandi
ekki fyrir stöðu hennar í framtíð-
inni, hve fáir sáu sér fært að
mæta. Fundargestir voru á bilinu
30-50, þrátt fyrir ágæta auglýs-
ingu á málþinginu.
-hmp
Þriöjudagur 14. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
V
\