Þjóðviljinn - 14.11.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.11.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Fullveldi Nicaragua og riftun vopnahlés „Enginn okkar, hvorugur flokkanna, þvert á pólitíska lit- rófið, hefur hugsað sér að þola þetta hneyksli.” Sagði Robert Dole, öldunga- deildarþingmaður 31. október síðastliðinn eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt einróma að fordæma yfirlýsingu Daniels Ortega, forseta Nicarag- ua. Yfirlýsingin var þess efnis, að ríkisstjórnin hefði í hyggju að rifta vopnahlénu við kontrana, sem hefur ríkt frá því í mars 1988. Hinn 1. nóvember var svo vopnahléð numið úr gildi. í til- kynningu Nicaraguastjórnar segir m.a.: „Síðustu þrjár vikurn- ar hafa 1100 málaliðar farið inn á landsvæði okkar. Þeir hafa not- fært sér einhliða vopnahléð er Nicaraguastjórn lýsti yfir, og þeir ganga fyrir því sem kallað er „mannúðaraðstoð” Bandaríkja- þings.” I apríl síðastliðnum komu demókratar og rebúblikanar sér saman um að veita kontrunum 49 miljónir Bandaríkjadala í stuðn- ing fram að kosningunum í febrú- ar. Atkvæðagreiðsla öldunga- deildarinnar er nýjasta aðgerðin sem beinist að pólitískri einangr- un Nicaragua, áframhaldandi ár- ásum á efnahags- og hernaðar- sviðinu og eru ögrun við fullveldi landsins. Yfirlýsing Ortega var gefin á fundi þjóðhöfðingja Ameríku- ríkja í Costa Rica 27. október og kemur í kjölfar stigmagnandi á- rása kontranna í Nicaragua. Markmið kontranna er að hræða fylgismenn Sandinistaj-hreyfing- arinnar (FSLN) frá því að taka þátt í kosningunum 25. febrúar næstkomandi. f síðustu árás sinni af mörgum á óbreytta borgara, réðust kontr- arnir á fylgismenn FSLN úr laun- Gylfi Páll Hersir skrifar sátri, þar sem þeir voru á leiðinni að láta skrá sig á kjörskrá, og myrtu 19 þeirra. í friðarsamkomulaginu sem undirritað var af forsetum fimm Mið-Ameríkuríkja er kveðið á Viðskiptabannið er hluti af stríði Bandaríkjastjórnar gagn- vart Nicaragua. Bandaríska heimsvaldastefnan hefur drott- nað yfir Nicaragua í áratugi. Þess vegna hefur landið verið háð varnarmálaráðherra. Önnur „eftirlitsnefnd” er undir forystu James Carter, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þessar aðgerðir hafa notið stuðnings meirihluta beggja „Ísíðustu árás sinni afmörgum á óbreytta borgara, réðust kontrarnir áfylgismenn FSLN úr launsátri, þar sem þeir voru á leiðinni að láta skrá sig á kjörskrá, og myrtu 19þeirra“ um afvopnun kontranna og flutn- ing þeirra frá Hondúras til Nicaragua eða einhvers þriðja lands fyrir 5. desember. Samkomulagið kveður einnig á um að allri hernaðaraðstoð við „ólögmæta heri á svæðinu” verði hætt. Þvert á skilyrði samkomu- lagsins er afvopnun kontranna ekki enn hafin. Nefnd sem komið var á fót af Samtökum Ameríku- ríkja (OAS) og Sameinuðu þjóð- unum skipaði kontrunum afdráttarlaust að yfirgefa Hond- úras. Utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, James Baker og aðalrit- ari Sameinuðu þjóðanna (Sþ), Javier Pérez de Cuéllar gagnrýndu þessa yfirlýsingu. Báðir lögðu áherslu á að kontr- arnir ættu að afvopnast af fúsum og frjálsum vilja! Aðeins fáeinum dögum fyrir fundinn í Costa Rica framlengdri ríkisstjórn George Bush viðskipt- abann Bandaríkjanna á Nicara- gua. Bandarfkjunum hvað varðar verslun, lyf, vélar, varahluti allt frá bílum til iðnaðar- og land- búnaðartækja, auk fjölda ann- arra félagslegra og efnahagslegra nauðsynja. Þá hefur Bandaríkjastjórn staðið fyrir umfangsmikilli her- ferð sem felur í sér beina íhlutun í kosningarnar í Nicaragua. Hinn 22. október skrifaði Bush undir löggjöf, með stuðningi bæði demókrata og repúblíkana, þar sem veittar eru 9 miljónir Bandaríkjadala til kosninganna í Nicaragua. Þar af fara 4 beint til Sameinuðu þjóðarandstöðunnar (UNO), aðalandstæðinga FSLN í kosningunum. Hundruð alþjóðlegra fulltrúa frá Sþ og OAS hafa farið til Nic- aragua til þess að fylgjast með kosningaundirbúningnum. Leið- togi sendinefndar Sþ er Elliot Richardson, en hann hefur oft gegnt ríkisstjórnar- og sendi- herrastöðum á vegum þriggja forseta, þar á meðal embætti MINNING Agústa Jónsdóttir w Fædd 11. 5. 1906 - Dáin 1. 11. 1989 Fœdd 11 „Hafðu engar áhyggjur Guðný mín, ég tek bara aðfangadaginn og þú tekur jóladaginn. Ara- mótunum björgum við líka.“ Mamma vann úti og kom heim á hádegi á aðfangadag og átti þá allt eftir að gera eins og gengur. Þannig að hún kveið svolítið fyrir hátíðunum, enda orðin ekkja með okkur systkinin. Þessi lausnarorð komu frá verðandi tengdamóður eldri systur minnar, Ágústu, og þarf ekki að orðlengja það, að svona fóru há- tíðahöldin fram næstu áratugi. Ágústa er einn heilsteyptasti og traustasti persónuleiki sem ég hef kynnst á ævinni. Aldrei datt af henni né draup, en þegar hún kvað upp úr með eitthvað, sáu allir á augabragði að einmitt svona átti málið að vera. Góð- mennskan, höfðingsskapurinn og hlýjan sem ljómaði af þessari konu var einstök. Hún hafði sér- stakt lag á börnum og ól upp barnabörn sín öll meira eða minna og barnabarnabörnin áttu visst skjól hjá henni líka. Ágústa var gift Skarphéðni Helgasyni togaraskipstjóra, sem reyndist mér og systur minni eins og besti faðir. Oll áramót upp frá þessu, þegar Héðinn var í landi, sátum við að spili, og rifumst svo glæsilega um pólitík, að öllum hurðum var lokað á okkur. Þegar ég varð svo háseti hjá Héðni, varð nú minni tími hjá yfirvaldinu í spil, en þegar talið barst að nótt hinna löngu hnífa, stóðst hann ekki mátið. Hvað var líka eitt Sovéttrúboð, uppá það að ná kapteininum í rússa. Ágústa og Héðinn áttu yndis- legt heimili að Suðurgötu 83 í Hafnarfirði. Þetta varð nú annað heimili mitt. Eitt sinn smíðaði ég mér kajak og reri útá Hafnar- fjarðarhöfn. Farkosturinn sökk, en ég náði landi. Þá var ekki „Hótel Sheraton" komið á nýju bryggjuna í Firðinum, en veiting- ar Agústu gáfu því ekkert eftir. Ef mig vantaði vinnu í skólafrí- um, þá var bara hringt í Fjörðinn. Togari var við bryggju og nóg að gera og síðan veisla fyrir ungan verkamann hjá Ágústu. Þegar systir mín og mágur byggðu í „Allsleysunni” uppá Mosabarði árið 1956 færðist vettvangurinn ofar í Fjörðinn, hjónakornin unnu úti, en Ágústa passaði heimilið og börnin. Ágústa er ein sautján systkina, barna þeirra mætu hjóna Jóns Guðmundssonar og Ingibjargar Jónsdóttur á Gamla-Hrauni í Árnesþingi. Hún var skírð 11. 1989 Ágústína en jafnan kölluð Ágústa. Hún fæddist að Framnesi, en fór fimm ára gömul til Þórðar bróður síns að Bergi í Vestmannaeyjum og þaðan til Gíslínu móðursystur sinnar og Árna manns hennar í Ásgarði í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Árið 1927 giftist hún Einari Guðbjartssyni loftskeyta- manni í Reykjavík, en hann fórst með e/s Brúarfossi þá um sumar- ið. Síðan bjó hún með Karli Rós- enkjær verslunarmanni í Vest- mannaeyjum og er Árni sonur þeirra. Karl dó árið 1939 og skömmu seinna kynntist hún Skarphéðni, en þau eignuðust sitt heimili í Hafnarfirði. Að Ágústu standa ýmsir glæsi- legustu ættbogar landsins og er skemmst að minnast Bergsættar- innar, sem Guðni prófessor bróðir hennar skrifaði um. Ég naut þess í æsku að fá að kynnast sumu þessu fólki og sonur fátækr- ar ekkju baðaði sig óspart í birt- unni og gleðinni, sem fylgdi þess- ari fjölskyldu. Einn bróðir Ág- ústu var Lúðvík bakari á Selfossi, en dóttir hans er Ásta gift Geir Gunnarssyni alþingismanni. Þau byggðu líka í „Allsleysunni" á Börðunum og með fleiri vinum og kunningjum af Holtsgötunni og víðar í Firðinum má segja, að þetta hafi verið ein stór fjöl- skylda, sem deildi öllum hátíðum og uppákomum saman. Að leiðarlokum þakka ég öðl- ingi barngæskuna, styrkinn og gleðina. Eg votta Skarphéðni, Árna og öllum ættingjum og vin- um mína dýpstu samúð. Kær- leikans Guðs hefur lagt barn sitt sér að hjarta. Guðíaugur Tryggvi Karlsson flokka á Bandaríkjaþingi. Og þar eru engin merki þess að andstaða sé við að halda kontraaðstoðinni áfram eftir nóvemberlok þegar á að endurskoða hana, að viðskiptabannið verði framlengt eða afVopnun kontranna frestað. Bandaríkjastjórn heldur fast í þá skoðun, að hún hafi rétt til þess að lýsa því yfir hvort kosn- ingarnar séu „frjálsar og heiðar- legar” á sama tíma og hún íhlut- ast beint, pólitískt sem hernaðar- lega, í rétt fullvalda ríkis. Talið er að sex til tíu þúsund málaliðar séu í Hondúras núna og segir Nicaraguastjórn að sex hundruð hafi farið inn í Nicarag- ua síðasta mánuðinn. Alls séu þar nú 2.500 málaliðar. George Buch var svo hneykslaður á því að Nicaragua- menn hygðust verjast auknum árásum konstranna, að hann gat ekki haldið aftur af kynþáttafor- dómunum. Hann kallaði Ortega „smávaxna manninn” og líkti honum við „skepnu í garðveislu”. Ortega svaraði þessu í ræðu sem hann hélt þann 29. október í borginni Rivas í syðri hluta Nic- aragua: „Það er rétt að Buch er maður hár. Hann þjáist af Gulli- ver meinloku og ætti ekki að gleyma því að dvergarnir bundu Gulliver. Það má vel vera að Buch forseti með Gulliver meinlokuna líti svo á, að í róm- önsku Ameríku séu dvergar, (en) hann ætti ekki að gleyma því að þjóðir okkar eru stoltar og vand- ar að virðingu sinni. Ég er stoltur af að vera smávaxinn maður hinnar miklu (nicaraguönsku) al- þýðu. Ég myndi skammast mín fyrir að vera Gulliver Buch, sem kúgar smærri þjóðir og veldur þeim tjóni.” Þessum hrokafullu og herskáu aðgerðum Bandaríkjastjórnar verða allir að mótmæla, sem láta sig varða stuðning við rétt íbúa Nicaragua til að stjórna eigin landi. Kröfurnar á hendur Bandaríkjastjórnar eru því: Hættið öllum stuðningi við kontrana Nemið viðskiptabannið úr gildi Hættið allri íhlutun í kosning- arnar í Nicaragua. Gylfi Páll Hersir dvaldi í Nicarag- ua um tveggja mánaða skeið, haustið 1987. Hann skrifaði for- mála að bókinni „Byltingin í Nicaragua, ræður og rit sandin- ista”. Ekki hugsað um fólkið Þar sem nafni mínu er blandað í skrif um bílastæðismál og svok- allaða vettvangskönnun á bak- lóðum húsanna við Skúlagötu og Rauðarárstíg í Þjóðviljanum í dag, fimmtudaginn 9. nóvember, vil ég leggja nokkur orð í belg. Varðandi vettvangskönnun þessa sem gatnamálastjóri vitnar í, þá vil ég geta þess að ég er uppalinn í hverfinu, auk þess sem ég hef rekið fyrirtæki þar um fjölda ára. Hef ég því fylgst náið með málefnum hverfisbúa um ár- abil. Þegar ég frétti um að setja ætti upp hlið fyrir frímúraralóðina hafði ég samband við Inga Ú. Magnússon gatnamálastjóra og spurði hann hvað hann hygðist gera við bfla fólks í hverfinu og þeirra fjölmörgu sem þar starfa. Á þessari lóð hefur fólk lagt bfl- um sínum frá því að hús fóru að rísa í hverfinu. Varð heldur fátt um svör hjá gatnamálastjóra, nema hvað hann sagði að þetta væri mikið vandamál í borginni. Það vissi ég reyndar. Einn morguninn sá ég Inga Ú. ásamt fleira fólki vera að skoða og ræða saman við hið umrædda hlið. Gekk ég til fólksins og spurði Inga Ú. hvort hann væri búinn að leysa vandamál þau sem sköpuðust í hverfinu með því að loka frímúraraportinu. Talaði Ingi þá um að setja bílana út á leikvöll og gekk ég með honum og fylgdarliði hans út á leikvöll- inn. Meðan fólk var að virða fyrir sér leikvöllinn spurði ég hvað meiningin væri að gera við krakk- ana. Svarið sem ég fékk var að í hverfinu væru fáir eða engir krakkar. Ég lét í ljós efasemdir um að þetta væri rétt, en sá að lítt mundi duga að deila við höfð- ingja þessa. Fáir vita þó betur en hárskerinn í hverfinu sem hefur mikil tengsl við hverfisbúa, að þarna býr aragrúi af ungu fólki sem á börn. Lokaorð mín til gatnamála- stjórans voru þau að það væri greinilega ekki verið að hugsa um fólkið. Hann sagði hinsvegar að hann væri að fara milliveginn. Þetta bréf er skrifað til að fyrir- byggja þann misskilning að ég hafi átt einhvern þátt í því að bfl- astæði var opnað á leikvelli barn- anna í hverfinu. Öðru nær, ég tel öllu nær að leikvöllurinn verði lagfærður, og bflarnir gerðir út- lægir úr húsagarðinum og af leikvellinum. Ef það væri í mínu valdi eða verkahring að ákveða staðsetningu bflastæða í borg- inni, þá mundi hið umrædda hlið á frímúraraplaninu aldrei hafa verið sett upp. Með vinsemd og virðingu, Pétur Melsteð ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Leiðréttingar í grein um umhverfismál í laugardagsblaði Þjóðviljans urðu þau pennaglöp í frásögn af ráð- stefnu Lífs og lands að Jón Óttar Ragnarsson, fyrsti formaður samtakanna var ranglega sagður hafa verið fyrsti formaður Land- verndar. f sömu grein var frásögn af ráð- stefnu Landverndar um umhverf- isráðuneyti á föstudaginn og Auður Sveinsdóttir þar titluð for- maður Landverndar. Hið rétta er að Auður var ekki kosin formað- ur fyrr en á laugardaginn, en gegndi varaformannsstöðu fram að þeim tíma. Þorleifur Einars- son hefur verið formaður Land- verndar undanfarin 10 ár. ÓHT

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.