Þjóðviljinn - 14.11.1989, Qupperneq 6
La Pasionaria látin
Á sunnudagsnótt lést Dolores
Gomez Ibarruri, betur þekkt
undir viðurnefninu La Pasionar-
ia, úr lungnabólgu, 93 ára að
aldri. í spænska borgarastríðinu
1936-39 varð hún fræg fyrir að
eggja lýðveldissinna til dáða gegn
herjum Francos með eldlegum
hvatningarræðum og varð þá
einskonar tákn fyrir baráttuvilja
lýðveldissinna. Éftir sigur Fra-
ncos í stríðinu dvaldist hún í So-
vétríkjunum í 38 ár og var á þeim
tíma helsti leiðtogi spænskra
kommúnista þar. Hún sneri heim
1977, tveimur árum eftir iát Fra-
ncos. Hún var heiðursforseti
spænska kommúnistaflokksins
og var sæmd Lenínorðunni,
æðsta heiðursmerki Sovétríkj-
anna sem veitt er öðrum en her-
mönnum, 1965. Lát hennar og
frásagnir af æviferli hennar voru
aðalefni spænskra fjölmiðla í
gær.
La Pasionaria - tákn baráttuvilja
lýðveldissinna.
Salvador
Barist í höfuðborginni
Bardagar, að sögn einhverjir
þeir hörðustu í öllu borgara-
stríðinu í Salvador, geisa nú víða
þarlendis eftir að skæruliðar Far-
abundo Martí-hreyfingarinnar
hófu árásir á stöðvar stjórnar-
hersins á iaugardagskvöld.
Fregnum um mannfall ber ekki
saman, en líklegt er að hátt á ann-
að hundrað manns hafí verið
drepnir og mörg hundruð særðir.
Farabundo Martí-hreyfingin
segist hafa hafið árásirnar til að
knýja stjórnina til friðarviðræðna
og til svars við hryðjuverkum
hægrimanna. Alfredo Cristiani,
hinn hægrisinnaði forseti lands-
ins, lýsti á sunnudag yfir umsát-
ursástandi. Hart er barist í höfuð-
borginni San Salvador og fleiri
borgum, þar sem skæruliðar hafa
náð fótfestu. Giskað er á að um
70.000 manns hafi verið drepnir í
salvadorska borgarastríðinu, sem
staðið hefur yfir í áratug, og er
meirihluti þeirra manndrápa
skrifaður á reikning morðsveita á
vegum hers og lögreglu.
Reuter/-dþ.
100.000 á kröfufundi í Leipzig
Um 100.000 manns að sögn söfnuðust í gærkvöldi saman á kröfu-
fund í Leipzig og var það áttunda mánudagskvöldið í röð, sem fjölda-
fundur var haldinn þar í borg. í Leipzig hefur andófsaldan gegn
austurþýskum valdhöfum verið magnaðri en í nokkurri annarri borg
þarlendis. Á fundinum í gærkvöldi var krafist frjálsra kosninga og
afnáms valdaeinokunar kommúnistaflokksins.
Enn stríð í Súdan
Suðursúdanskir uppreisnarmenn segjast í s.l. viku hafa hertekið
fjórar víggirtar smáborgir í Bláunflarfylki við landamæri Eþíópíu.
Bardagar uppreisnarmanna og stjórnarhersins þarlendis hófust á ný í
októberlok eftir sex mánaða hlé.
ERLENDAR FRETTIR
Þýskalandsmál
„Spark í kvið Gorbatsjovs“
Austurþýskir andófsmenn vísa á bug tali um endursameiningu. Erum
ekki einir um að ákveðaframtíð okkar, segir Kohl. Delors: Gœtum
opnað öllum Evrópuríkjum faðminn
Jens Reich, einn stofnenda
austurþýsku stjórnarand-
stöðusamtakanna Nýr vettvangur
(Neues Forum), sagði í gær að
endursameining Þýskalands yrði
„spark í kviðinn á Gorbatsjov og
Sovétríkjunum“ eins og nú stæðu
sakir. Telur Reich óhjákvæmilegt
að Austur-Þýskaland verði áfram
í austurblökkinni uns aðkallandi
evrópsk vandamál hafi verið leyst
með alþjóðlegu samkomulagi.
Reich kvaðst ennfremur telja
að meirihluti stuðningsmanna
Nýs vettvangs vildi endurbætur á
sósíalísku kerfi Austur-
Þýskalands en þeir væru á móti
því að það yrði kapítalískt. Aðrir
talsmenn samtakanna hafa látið í
ljós í fréttaviðtölum að þeir telji
stjórnarandstöðusamtökin ekki
reiðubúin fyrir frjálsar kosning-
ar. Samtökin þurfi a. m. k. ár til að
skipuleggja sig áður en það skref
yrði stigið.
Helmut Kohl, sambandskansl-
ari Vestur-Þýskalands, sem tek-
inn er til þar sem frá var horfið við
opinbera heimsókn sína í Pól-
landi, sagði í gær í ræðu í ka-
þólska háskólanum í Lublin að
skipting Þýskalands í tvö ríki væri
óeðlilegt ástand, en kvað Þjóð-
verjum vera ljóst að þeir yrðu að
ákveða framtfð sína í samráði við
granna sína. Á sunnudag sagði
Dick Cheney, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, að opnun
hliða á Berlínarmúr gerði að
verkum að sameining Þýskalands
yrði nálægari veruleiki en fyrr. 1
Brussel sagði Jacques Delors,
forseti stjórnarnefndar Evrópu-
bandalagsins, viðvíkjandi þróun
mála í Austur-Þýskalandi að
bandalagið væri nógu „sterkt,
kraftmikið og traust til að geta
opnað faðminn öllum sem eru í
Evrópufjölskyldunni.“ Frans
Andriessen, utanríkismálafull-
trúi í stjórnarnefndinni, sem
staddur er á ráðstefnu í Japan, lét
í ljós þá skoðun að ekki væri úti-
lokað að Austur-Þýskaland gengi
um síðir í Evrópubandalagið, en
taldi að enn væri of snemmt að
bollaleggja um það.
Reuter/-dþ.
A ustur-Þýskaland
Dregurúr
flóttamannastraumi
Austurþýsk stjórnvöld afnámu
í gær hömlur á ferðum um
nokkur hundruð metra breið
belti meðfram landamærum sín-
um að Vestur-Þýskalandi og Berl-
ínarmúrnum. Sama dag var fellt
úr gildi bann við bátsferðum út á
Eystrasalt.
Um þrjár miljónir Austur-
Þjóðverja hafa brugðið sér vestur
yfir landamærin og Berlínarmúr-
inn frá því að hliðum á hindrun-
um þessum var upplokið á
fimmtudagskvöld, þar af hafa um
tvær miljónir farið til Vestur-
Berlínar. Allur þorri þessa fólks
snýr aftur. Tala þeirra Austur-
Þjóðverja, sem flust hafa eða
flúið til Vestur-Þýskalands á
þessu ári, er nú komin upp í um
250.000, en svo er að sjá að sú
ráðstöfun austurþýskra stjórn-
valda að opna vesturlandamæri
og Berlínarmúr ætli að bera til-
ætlaðan árangur að einhverju
marki, því að þess sjást merki að
farið sé að draga úr flóttamanna-
straumnuin vestur.
Auk þess fjölda Austur-
Þjóðverja, sem brá sér til Vestur-
Þýskalands um helgina, notuðu
nokkur hundruð þeirra aukið
ferðafrelsi til að skreppa með
ferjunni frá Warnemúnde til
Gedser í Danmörku.
Reuter/-dþ.
Eistland
Eigin mynt á döfinni
Ríkisstjórn Eistlands ákvað á
laugardag að lýðveldið skyldi
láta slá og prenta eigin mynt, sem
að öllum líkindum verður Iátin
heita krone (króna), líkt og mynt
hins sjálfstæða Eistlands 1918-40.
Er Eistland fyrsta sovétlýðveldið,
sem tilkynnir þesskonar ráðstöf-
un.
Ekki hefur enn verið ákveðið
hvenær ráðstöfun þessari verður
hrundið í framkvæmd, en þegar
hún er orðin að veruleika verða
aðkomumenn frá öðrum hlutum
Sovétríkjanna líkt og aðrir út-
lendingar að skipta peningum í
eistneskar krónur til að geta
verslað í landinu. Nýja myntin
verður ekki einungis áhrifamikið
táknrænt skref í átt til víðtækrar
sjálfstjómar, heldur er henni ætl-
að að draga úr stórfelldum inn-
kaupum ferðamanna frá öðrum
hlutum Sovétríkjanna í Eistlandi,
þar sem vöruframboð í verslun-
um er mikið á sovéskan mæli-
kvarða. Um næstu áramót fær
Eistland sjálfstjóm í efna-
hagsmálum.
Reuter/-dþ.
Bókmenntakvöld Máls og menningar
Mál og menning býður til bók-
menntakvölds þriðjudaginn
14. nóvember klukkan 2100 á
Hótel Borg, til að kynna nýjar
útgáfubtekur sínar Jýrir þessi
jól. Eftirfarandi höfundar munu
lesa úr frumsömdum verkum:
Unnur Jökulsdóttir og
Þorbjörn Magnússon
Kristín Ómarsdóttir
Sjón
Sigfús Bjartmarsson
Björn Th. Björnsson
Dagur
Ingibjörg Haraldsdóttir
Thor Vilhjálmsson
Einar Kárason
Stefán Hörður Grímsson
Gyrðir Elíasson
Nýjar jólabækur á þriðjudags-
kvöld á Borginni. Frábcert
takifæri til að heyra hófundana
lesa sjálfa. Allir velkomnir -
aðgangur ókeyþis.
og menmng