Þjóðviljinn - 29.11.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.11.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Máígagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Öfugmæli úr Alþýðuflokki Mjög áberandi hefur veriö nú um hríö viðleitni smærri og stærri spámanna í Alþýðuflokknum til aö umskrifa á sinn hátt sögu verklýðsflokkanna eöa A-flokkanna - um leið og þeir reyna aö hafa endaskipti á því sem til þessa hefur verið kallaö sjálfstæðisbarátta á íslandi. Enn eitt dæmi um þetta má lesa í spjalli eftir Guðmund Einarsson, fyrrum alþingismann, í Alþýðublaðinu nú á föstu- daginn. Þar fer talsvert fyrir þeim gikkshætti sem höfuðkrat- ar ýmsir beita þegar þeir taka sér úrskurðarvald um það hverjir séu eða séu ekki jafnaðarmenn (en einn af fyrstu ritstjórum Alþýðublaðsins lét þess getið í leiðara fyrir svo- sem 65 árum að jafnaðarmaður væri hvorki meira né minna en íslensk þýðing á orðinu sósíalisti). Guðmundur slær því föstu, að Alþýðubandalagið sé ekki jafnaðarmannaflokkur, einkum vegna þess að „gamla forystan í flokknum hefur margsinnis hafnað þeim meginstraumum frjálslyndis og umburðarlyndis sem einkennir vestræna jafnaðarmenn". Oæja: ef umburðarlyndi á að einkenna jafnaðarmenn, þá er hætt við að núverandi flokkur Guðmundar Einarssonar færi illa út úr prófi. Eða hafa menn gleymt því, að upphaflega varð Alþýðubandalagið til vegna þess að hluti Alþýðuflokks- manna hafði orðið að hrekjast í útlegð undan ofsa hinnar hægrisinnuðu forystu flokksins, sem skorti stórlega bæði frjálslyndi og víðsýni og umburðarlyndi til að þola einhver önnur viðhorf hið næsta sér en þau sem tóku mið af íhalds- samvinnu og köldu stríði? Það er líka ástæða til að spyrja Guðmund Einarsson að því, hvort hann telji að Bandalag jafnaðarmanna hafi á sínum tíma klofnað út úr Alþýðuflokkn- um vegna þess að sá flokkur var svo framúrskarandi að umburðarlyndi? í annan stað hamast Guðmundur Einarsson mjög á þeirri kenningu, að Alþýðubandalagið stundi „heimóttarlega ein- angrunarstefnu, þjóðernisrembing og útlendingahatur" og hafni bæði „alþjóðahyggju jafnaðarmanna og sjálfstæðis- baráttu íslendinga í efnahags- og öryggismálum“. Þarna er einmitt komið að því að hafa endaskipti á hug- tökum. Alþýðubandalagið hefur í stórum dráttum lifað í þeirri íslensku hefð sem mótast af meira en hundrað ára viðleitni til að ná fullu forræði í eigin málum og full yfirráð yfir eigin auðlindum. Þar eftir hefur sá flokkur verið tortryggnari og andófsfyllri en aðrir að því er varðar herstöðvar, miklar erlendar fjárfestingar og samninga við Evrópubandalagið sem gætu skert okkar sjálfsákvörðunarrétt og sett okkur undir yfirþjóðlegt vald með beinum eða dulbúnum hætti. Þetta kýs Guðmundur Einarsson og ýmsir félagar hans aðrir að kalla þjóðrembing og útlendingahatur. Meðan það heitir á víxl „alþjóðahyggja" jafnaðarmanna, eða „sjálfstæðisbar- átta íslendinga" að stunda sem allra hraðasta aðlögun að reglum Evrópubandalagsins um innri markað. Og tekur þó steininn úr þegar herstöðvapólitík sem hér hefur verið rekin er kölluð „sjálfstæðisbarátta íslendinga í öryggismálum"! Guðmundur Einarsson og félagar geta svosem vel verið þeirrar skoðunar, að tími sjálfstæðra þjóðríkja sé liðinn, og að hámarkshagvöxtur muni ekki nást nema með þeirri „að- lögun“ að-stórum heildum, sem í raun þýðir að menn verða að gefa það frá sér að móta sjálfstæða stefnu í mörgum málum. En það er ástæðulaust undir því að búa, að þeir kalli slík viðhorf „sjálfstæðisbaráttu", slík öfugmæli eru best rek- in ofan í þau sem slíkt fleipra. KLIPPT OG SKORIÐ BORGFIRÐINGUR Þcir „gömlu1* sigruiu i .. Borgfirðingur er málgagn Ungmennasambands Borgar- fjarðar og Verkalýðsfélags Borg- arness. í forystugrein blaðsins 23. nóv. sl segir m.a.: „Fjármagn sogast til Reykja- víkursvæðisins þar sem það er nýtt til bygginga glæsihalla og veislusala. Ekki skal tíunduð hér arðsemi slíkra bygginga, hún ætti að vera öllum ljós. Fjármagnsfyrirtæki og lána- stofnanir telja þó fé sínu betur borgið í slíkum framkvæmdum en uppbyggingu atvinnureksturs á landsbyggðinni þar sem fáeinir sérvitringar og einstaka hug- sjónamenn berjast vonlausri bar- áttu. Ef þessari þróun verður ekki snúið við, verður ísland orðið að borgríki við Faxaflóa innan tíðar og aðalatvinna landsmanna versl- un og viðskipti með skuldavið- urkenningu sem þeir pranga hver að öðrum í glæsihöllum borgar- innar milli þess sem þeir dreypa á gullnum veigum og skála fyrir þeirri hamingju að vera að end- ingu lausir við vandamál eins og landbúnað, fiskveiðar og allan þennan ófína atvinnurekstur frumstæðs þjóðskipulags." f lokin ritar leiðarahöfundur: „Því miður heyrast jafnvel þær raddir frá einstaka þingkjörnum fulltrúum þjóðarinnar að hverfa skuli til þeirrar stefnu, að opna fyrir innflutning landbúnaðar- vara og láta væntanlega þegna annarra þjóða niðurgreiða ofan í okkur matinn. Þessi viðhorf lýsa reyndar upp- gjöf og ótrú á landið. Snúa þarf vörn í sókn og hefja nýsköpun atvinnutækifæra á landsbyggð- inni. En frumkvæðið verður að koma frá þeim sem þar búa og þeir þurfa að hafa trú á þeim möguleikum sem fyrir hendi eru.“ í viðtali í Borgfirðingi 23. nóv. var Jón Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri íslenska járn- blendifélagsins á Grundartanga spurður hvort gerð hefði verið spá um áhrif jarðganga undir Hvalfjörð á atvinnulíf Vestur- lands. Jón er einn af frum- kvöðlum athugana einkaaðila á þessu verkefni og svarar svo: „Ef göng koma á þessum slóð- um er ekki nokkur vegur að átta sig á hverja eða hversu mikla vaxtarmöguleika það hefur í för með sér því að landafræðin gjör- breytist, og það breytast verð- mæti allra hluta, sem bundnir eru við staðsetningu. Möguleikarnir til ýmiskonar atvinnustarfsemi breytast líka. Eg er alveg viss um að fast- eignir hér mundu hækka í verði. Markaðurinn á Akranesi ef við tökum hann sem dæmi væri þá nær Reykjavík heldur en Selfoss. Það yrði sáralítill munur að búa hér norðan fjarðar eða á Kjalarnesi. Vaxtarmöguleikana sem leiðir af svona tengingu er engin leið að sjá út yfir.“ Borgfirðingur birtir reglulega þáttinn „Mér er efst í huga“, þar sem höfundurinn endar á því að skora á næsta mann. 23. nóvem- ber sagði Sigríður Finnbogadóttir í Borgarnesi m.a.: „Sjálfsagt getum við verið til- tölulega áhyggjulaus vitandi okk- ar unglinga hér í saklausu um- hverfi Borgarbrautar og Eg- ilsgöturúntsins á kvöldin og um helgar, á meðan jafnaldrar þeirra í Reykjavík taka síðasta strætó niður á Hlemm. Megum við búast við að fá þau vandamál sem þar eru eftir nokk- ur ár? Nei, óhugsandi, vonandi ekki. Þurfum við að efla um- ræðuna eða gera okkur meira meðvituð um þetta vandamál. Að sjálfsögðu má ekki líta á ofbeldi sem eðlilegan hlut í okkar samfélagi. Þetta eru sennilega óþarfar áhyggjur, en sem móðir tveggja unglinga og tilvonandi unglings er mér vitanlega umhug- að um þetta mál.“ Pistli sínum lýkur Sigríður á þennan hátt: „Að lokum þetta: Hjálpum börnunum að finna til ábyrgðar- kenndar, virðum einstaklingseðl- ið og lítum ávallt á þau sem jafn- ingja. Þau eru framtíðin. A fjallabæ einum vestur á Mýr- um bjó ég fyrstu búskaparárin mín sem hafa reynst mér ó - gleymanleg í minningunni.Hreint út sagt yndislegur tími. Því langar mig að spyrja unga húsmóður þar í sveit sem einnig kemur úr Reykjavík: Hvað er þér efst í huga, Ragn- heiður Guðnadóttir, Þverholt- um, Álftaneshreppi?" t-: ‘ æ . ®, „Bæjarins besta“ er „óháð vik- ublað á Vestfjörðum" gefið út á ísafirði. „Hákur“ ritar þar í eins konar leiðara22. nóv. undirfyrir- sögninni „Umbrot í Alþýðu- bandalagi“: „Ætla má að íslenska þjóðin hafi fylst spennt með landsfundi Alþýðubandalagsins um síðustu helgi. Svavar Gestsson menntamálaráðherra hafði talað í véfréttastíl um tengsl sín við marxisma. Hjörleifur Guttorms- son hafði af öðru tilefni lýst því yfir að skipting Þýskalands í tvennt, austur og vestur, hefðu verið mistök á sínum tíma. Sá tónn hafði aldrei heyrst hjá hon- um meðan hann var við nám í Austur-Þýskalandi fyrir rúmum 30 árum. En batnandi mönnum er best að lifa. Steingrímur Sig- fússon hafði hins vegar hljótt um sig þar til hann fór í framboð gegn varaþingmanni sínum og varafor- manni Alþýðubandalagsins og hafði sigur við lítinn fögnuð kvenna og stuðningsmanna Ölafs Ragnars Grímssonar.“ Loks segir „Hákur“: „En það er víðar en í Austur- Evrópu sem allt hefur umturnast. Alþýðubandalagið verður brátt vart þekkjanlegt sem vinstri flokkur með sama áframhaldi. Engu skal spáð um Sjálfstæðis- flokkinn. Varla tekur hann nokk- urn tíma sæti Alþýðubandalags- ins, nema ef vera skyldi að hann yrði fremstur stjórnmálaflokk- anna, sem baráttuafl íslensks þjóðernis. Hið eina sem stendur eftir hjá allaböllum að Ioknum landsfundi er andstaðan við her- inn, en hún er veik og skiptir von- andi engu með breytingum austan járntjalds. Auk þess beinist hún aðallega gegn „vara - flugvelli“. Það vakti athygli að launamál- in fengu ekki afgreiðslu í sam- ræmi við óskir verkalýðsarmsins í flokknum. „Hvflíkir tímar, hví- líkir siðir!““ Bæjarins besta birtir frétt um að meðan á smíði togarans Júlí- usar Geirmundssonar stóð í Stettin í Póllandi hafi horfið þar sendingar af búnaði frá ísafirði að verðmæti 5 milljónir króna. Engar sannanir eru fyrir þjófn- aði, en síðan bendir blaðið á eftir- farandi staðreynd: „Áður en skipið hélt í sína fyrstu veiðiferð voru starfsmenn Pólsins önnum kafnir við að ganga frá ýmsum tengingum og tækniatriðum um borð sem ekki hafði verið lokið við og mun or- sökin fyrir því vera sú að tækni- þekking Pólverja í Póllandi er einfaldlega ekki eins mikil og „Pólverja" á ísafirði.“ Dagur á Akureyri er eina dag- blaðið sem út kemur utan Reykjavíkur. Þar ritar BB í leiðara 25. nóv. sl.: „Vegna mikils framboðs heilbrigðrar afþreyingar fyrir unglinga á Akureyri, hafa bæjar- búar ekki þurft að hafa þungar áhyggjur af hinum óskilgreindu unlingavandamálum, enn sem komið er. Vissulega er áfengis- neysla meðal akureyrskra ung- linga ekki óþekkt fyrirbrigði. Fíkniefnaneysla meðal þeirra er þó sem betur fer vart til staðar enn sem komið er. Hins vegar er full ástæða fyrir foreldra og alla þá, sem málið varðar, að vera á varðbergi gagnvart þeim vágesti. En staðreyndin er sú að mikill meirihluti ungmenna á Akureyri sem annars staðar á landinu, er það sem með réttu má nefna heilbrigða æsku. Það eru tiltölu- lega fáir einstaklingar, sem setja svartan blett á hópinn með drykkjulátum og óspektum. Sú mynd sem sumir fjölmiðlar hafa leitast við að draga upp af æsku þessa lands er einfaldlega röng. Það kom vel í ljós í þeirri kynningu sem staðið hefur yfir í félagsmiðstöðvunum á Akureyri. Að ósekju hefðu þó fleiri foreldr- ar og forráðamenn barna og ung- linga mlatt kynna sér það af eigin raun.“ | Austurland Bæjare^ómannemhlutinn brast ÍH Austurland er málgagn Ál- þýðubandalagsins þar eystra. í forystugrein 23. nóvember ritar Einar Már Sigurðsson: „Flokkur framtíðar Um síðustu helgi hélt Alþýðu- bandalagið sinn níunda lands- fund, fund sem vakti mikla at- hygli fjölmiðla. Eins og oft áður var sú mynd sem fjölmiðlar drógu upp önnur en raunveruleikinn, ekki vegna þess að rangt hafi ver- ið frá sagt heldur vegna þess að áherslur fjölmiðla vilja oft taka mið af því sem talið er að fólk vilji heyra.“ I lok forystugreinarinnar segir: „Sú lýsing hefur verið gefin á fundinum að fyrir hluta flokks- manna hafi seinnihlutinn verið áfall. Undir þessa lýsingu er um margt hægt að taka og rétt að benda á að oft verður uppskeran í anda sáningar, þess vegna upp- skáru þeir sem undirbúið höfðu atlögu að varaformanni nýjan varaformann,en þeir sem voru undirbúning málefnalega upp- skáru nýjar áherslur í samþykkt- um fundarins. Það er sérstaídega áberandi að þær áherslur sem for- maður flokksins lagði í sinni stefnuræðu í upphafi landsfund- rins endurspeglast í samþykktum fundarins. Allt tal fjölmiðla um klofning flokksins mun að sjálfsögðu ekki rætast þó ekki væri nema vegna þess að fortíðin getur aldrei sigr- að framtíðina og síður getur for- tíðin lifað án framtíðar." ÓHT þJÓÐVIUINN Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími: 681333 Kvöldsími: 681348 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. FramkvœmdastjórhHallurPállJónsson. Rltstjórar: Árni Bergmann, ólafur H. Torfason. Fróttaatjóri: SiguröurÁ. Friöþjófsson. Aörir blaðamenn: DagurÞorleifsson, ElíasMar(pr.),Guðmundur Rúnar Heiöarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), LiljaGunnarsdóttir, ólafurGíslason.ÞorfinnurOmarsson (íþr). ÞrösturHaraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. ^ n Auglýsingar: Guömunda Kristinsdóttiý, Svanheiöur Ingi- v mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. \ Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guörún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Báröardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Símfax:68 19 35 Auglýsingar: Síöumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóöviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Áskr iftarverð á mánuði: 1000 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.