Þjóðviljinn - 29.11.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.11.1989, Blaðsíða 12
—SPURNINGIN„ Hefurðu keypt eitthvað af nýjum íslenskum hljómpiötum? Gunnar Magnússon sjómaður Nei enga ennþá. Ég hef þó áhuga á að kaupa þlötuna með HLH flokknum og einnig plötu með hljómsveit sem heitir Stjórn- in með Siggu Beinteins ef sú sveit kemur með plötu á markað- inn á næstunni. Kristín Hannesdóttir húsmóðir Ég á engan plötuspilara og kaupi þar af leiðandi enga hljómplötu. Ég fylgist þó með því sem gefið er út en ekkert af því hefur þó vakið áhuga hjá mér. Hjördís Kjartansdóttir hjúkrunarfræðinemi Nei. Ég keypti það mikið af er- lendum hljómplötum og þá eink- um spænskar í sumar sem leið. Þó gæti ég hugsað mér að kaupa nýju plötuna með Síðan skein sól en íslenskir geisladiskar eru yfir- leitt alltof dýrir. Bogi Bogason viðskiptafræðinemi Enga keypt ennþá en ætla mér að kaupa plötu með Síðan skein sól og Bubba. Þá kemur einnig til greina að ég kaupi Logadans eftir Lýð Ægisson. Kristján Guömundsson nemi í MH Ég hef enga plötu keypt ennþá og geri ekki ráð fyrir kaupa neina íslenska hljómplötu á næstunni. þJÓÐVILIINN Miðvikudagur 29. nóvember 1989 204. tölublað 54. órgangur SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Þorlákshöfn A grænu mssaljósi Síldarsöltun komin áfullan skrið eftir undirritun samninga viðSovét- menn. Sigmar Björnsson verkstjóri: Unnið ísíld á hverju árisíðan 1947. Vinnubrögðin breyst mikið Eftir að Sovétmenn undirjituðu sfldarsölusamning við Islend- inga á dögunum er síldarsöltun komin á fullan skrið á nýjan leik í Þorlákshöfn. Þjóðviljinn leit inn í Glettingi á laugardag þar sem starfsfólkið var að Ijúka við söltun á síðasta farmi. En það var rétt að endar næðu saman hjá starfsfólkinu í þeim efnum, því seinni part laugardagsins kom Jó- hann Ar 42 til hafnar með 130 tonn og hinn sfldarbáturinn sem leggur upp hjá Glettingi, Höfr- ungur III, var einnig á leið til hafnar með fullfermi. Sigmar Björnsson verkstjóri hjá Glettingi sagði það léttir að Sovétmenn hefðu loksins staðfest síldarsamn- inginn, mál hefðu verið farin að horfa til vandræða hjá Glettingi. Á meðan söltunarstoppið var hafði starfsfólkið ekkert að gera að sögn Sigmars. Þar sem bátarn- ir hefðu ekki verið sendir út til að fiska í bræðslu og of mikil fyrir- höfn og kostnaður hefði fylgt því að útbúa þá á aðrar veiðar. Fyrir stoppið var starfsfólk Glettings búið að salta í 1.200 tunnur og sagðist Sigmar vonast til að næð- ist að salta í 7-8.000 tunnur á vertíðinni og ef til vill meira ef þeir kláruðu kvótann fyrir austan. Nokkrar vonir væru einn- ig bundnar við að fá að salta eitthvað fyrir Pólverja á vertíð- inni. Sigmar er ekki að fara í gegn- um sína fyrstu síldarvertíð. Hann sagðist hafa unnið eitthvað við síld á hverju ári allt frá árinu 1947, bæði fyrir norðan og austan. Sigmar sagðist aðeins vita um einn mann annan sem hefði verið eins mikið við sfldina, Sig- urð kunningja sinn hjá HB á Akranesi. Á þessum tíma hafa vinnubrögðin breyst mikið við sfldarsöltunina, að sögn Sigmars. Áður hefði allt verið unnið í höndum en nú væri allt gert í vél- um. Þá væri minna notað af salti í tunnurnar til Sovétmanna, eða 6 kfló í stað 24 og horfið hefði verið að mestu frá trétunnum yfir í plasttunnur. Verkun sfldarinnar fyrir Finnlandsmarkað og Sví- þjóðarmarkað væri samt svipuð og verið hefði. Breyttum vinnubrögðum fylgir líka breyting sem snýr að Sigmari sjálfum og hann glottir góðlát- lega þegar hann nefnir hana. Hann þarf nefnilega ekki lengur að vera með vakandi arnarauga Bograndi söltunarkonur yfir síld- artunnum eru nánast liöin tíð. Þessi sívalningur er nútíma „sölt- unarkona". yfir kappsömum söltunarkonum sem sumar hverjar vildu gleyma sér í æsingnum þannig að stund- um þurfti að hvolfa úr tunnunum hjá þeim og leggja í þær upp á nýtt. Annars segist Sigmar yfir- leitt hafa verið með mjög gott fólk í vinnu, en það væri í sfldinni eins og annars staðar, að misjafn sauður væri í mörgu fé. Hann hélt að þær breytingar sem aukin tækni hefði í för með sér legðist yfirleitt vel í starfsfólkið, stressið væri minna og vinnuandinn ann- ar. Starfsfólk sem Þjóðviljinn ræddi við sagði síldina sem það var að vinna vera góða, þótt hún mætti vera stærri og Sigmar tók undir það. Enn sem komið væri hefði ekki borist sfld að landi sem slyppi í stærstu flokkana, 3-500 og 2-400, sem færi á Ameríku og Danmörku. „Stóra sfldin að- skilur sig oft frá minni sfldinni á þessum tíma,“ sagði Sigmar og ekki væri útilokað að hún gerði það líka í ár. -hmp Trétunnurnar viðkunnanlegu sjást æ sjaldnar. Hér er verið að ganga Tæknin hefur líka rutt sértil rúms í hausun. Þessar ungu snótirsjáum frá lokun plasttunna á Rússlandsmarkað. Myndir: Reynir. þá deild hjá Glettingi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.