Þjóðviljinn - 29.11.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.11.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Tékkóslóvakía Adamec samþykkir af- nám valdaeinokunar Hefur gengið aðflestum kröfum Borgaravettvangs. Hyggstmynda nýja stjórn með hlutdeild fleiri en kommúnista Ladislav Adamec, forsætisráð- herra Tékkóslóvakíu, lýsti í gær yfir fylgi stjórnar sinnar við að valdaeinokun kommúnista- flokksins í stjórnmáium landsins verði afnumin og að mynduð verði ný ríkisstjórn með hlutdeild fleiri flokka en kommúnista. Sagði Marion Galfa, ráðherra án ráðuneytis, að Adamcc myndi 3. n.m. leggja fyrir forseta landsins tillögu um myndun nýrrar stjórn- ar. Ennfremur, sagði Galfa, ætlar stjórnin að leggja fyrir sambands- þingið tillögu þess efnis, að felld verði úr stjórnarskránni greinin um forustuhlutverk kommúnista- flokksins í stjórnmálum. Gaf ráðherrann þetta til kynna eftir tveggja stunda fund forsætisráð- herra með forustumönnum stjórnarandstöðusamtakanna Borgaravettvangs. Svo er að sjá að ríkisstjórnin hafi á fundinum að mestu gengið að kröfum vett- vangsmanna. Fundur þessi var sá þriðji í röðinni, sem Adamec hef- ur haldið með þeim síðustu daga. Talsmenn Borgaravettvangs höfðu lýst því yfir að þeir myndu krefjast afsagnar Adamecs ef hann gengi ekki að kröfum sam- takanna. Borgaravettvangur vill enn- fremur að Valtr Komarek, um- bótasinnaður hagfræðingur sem mikið hefur kveðið að síðustu daga, verði skipaður fyrsti að- stoðarforsætisráðherra. Á mánu- dag hvatti hann til þess að tekin Aoun býður Hrawi byrginn Haft er eftir heimildar- mönnum í Beirút að Michel Aoun, herstjóri kristinna manna þar í borg, muni hafa að engu ákvörðun Eliasar Hrawi, nýkjör- ins forseta landsins, um að svipta hann herstjórn. Lítur Aoun á Hrawi sem lepp Sýrlendinga og tilskipanir hans allar sem ógildar í samræmi við það. Hrawi hefur útnefnt Emile Lahoud ofursta, sem er Maroníti eins og þeir Aoun báðir, til að taka við stjórn alls Líbanonshers. Bændaflokkur Búlgaríu rís upp Áhrifamenn í Bændaflokki Búlgaríu, sem er eini flokkurinn sem leyfður hefur verið í landinu við hlið Kommúnistaflokksins, hafa krafist þess í málgagni hans, að bundinn verði endir á fjögurra áratuga undirgefni flokksins við stjórn kommúnista. í opnu bréfi frá 85 mennta- mönnum er þess krafist að flokk- urinn verði endurreistur sem sjálfstætt pólitískt afl í þjóðfé- laginu. Þeir kveðast ekki vera andkommúnistar en þeir vilji að flokkur þeirra, sem eitt sinn var öflugasti flokkur landsins, „starfi með eðlilegum hætti“,en það hafi hann ekki gert síðan kommúnist- ar brutu hann til hlýðni árið 1947. yrði upp markaðsstefna og fjöl- flokkakerfi. Komarek erforstjóri efnahagsspástofnunar tékkósló- vakíska ríkisins og lagði s.l. ár fram tillögur um að dregið yrði úr miðstýringu efnahagslífs og þungaiðnaður endurskipulagður. Þáverandi forusta taldi að til- lögur hans gengju of langt. Borgaravettvangur, sem stofn- aður var fyrir aðeins rúmri viku sem tengisamtök andstöðuhópa, er þegar orðinn meiriháttar vald- hafi þarlendis. Verkfallið í fyrra- dag, sem miljónir manna um land allt tóku þátt í, varð stórsigur fyrir samtökin. Þau hafa nú hvatt til þess að fjöldafundum, sem stóðu látlaust í 11 daga, verði hætt. Með þeim aðgerðum hafa stjórnarandstæðingar knúið fram afsögn meira en helmings stjórnmálaráðs kommúnista- flokksins, lausn a.m.k. sjö pólití- skra fanga og frjálslegan fréttafl- utning ríkisfjölmiðla. Aflétt hef- ur og verið tveggja áratuga banni á fjölmörgum kvikmyndum, bókum og leikritum, m.a. verk- um eftir Vaclav Havel, helsta talsmann Borgaravettvangs, og Milan Kundera. Landamæra- verðir hafa hleypt inn í landið, að líkindum án formlegs leyfis yfir- valda, þekktum andófsmönnum sem verið hafa í útlegð í áratug eða lengur, þ. á m. Zdenek Mlyn- ar, helsta ráðgjafa Alexanders Dubcek á Pragvori. Reuter/-dþ. Dubcek, Havel og Adamec á fjöldafundi í Prag á sunnudag, þar sem þeir voru allir meðal ræðumanna. Að þeim hefur kveðið manna mest í sambandi við örlagaríka atburðarás síðustu daga, en óvíst er um hlutverk þeirra f stjórnmálum landsins í framtíðinni. Þýskaland Aætlun um ríkjabandalag Gert ráð fyrir skipun nefndar til að samrœma stefnu ríkisstjórna og náinni samvinnu um efnahags- og umhverfismál Helmut Kohl, sambandskansl- ari Vestur-Þýskalands, lagði í gær fram áætlun, sem fréttamenn kalla djarflega, um bandalag þýsku ríkjanna tveggja. I ræðu á vesturþýska þinginu las Kohl upp áætlun í tíu liðum um hvernig þessi hálfgildings sameining Þýskalands gæti komið til fram- kvæmda. Fréttamenn kalla þetta áþreifanlegustu viðbrögð vestur- þýsku stjórnarinnar hingað til við atburðum í Austur-Evrópu und- anfarið. Kohl kvað fulla endursamein- ingu Þýskalands enn vera mark- mið Bonnstjórnarinnar og að enginn vafi væri á að því takmarki yrði náð um síðir, ef þýskur al- menningur vildi. En viðvíkjandi endursameiningu væri um að ræða erfið vandamál, sem aðeins yrðu leyst innan ramma Evrópu- samstarfs. Hinsvegar ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að nán- ara samstarf en hingað til yrði tekið upp milli þýsku ríkjanna um margvísleg mál. Stjórnir ríkj- anna ættu innan skamms að geta skipað nefnd með heildarstefnu- samræmingu fyrir augum, einnig væri ráð að nefndir skipaðar full- trúum beggja ríkja samræmdu stefnu þeirra í einstökum málum og að samráði væri komið á með þingum ríkjanna. Sérstaka áherslu lagði kanslarinn á nauð- syn náins samráðs ríkjanna um efnahags- og umhverfismál. Skilyrði vesturþýsku stjórnar- innar fyrir því að komið yrði á nánu samráði af þessu tagi væru að Austur-Þjóðverjar tækju upp frjálsar kosningar, aflegðu valda- einokun kommúnistaflokks, drægju úr miðstýrðum áætlun- arbúskap, leyfðu vestrænar fjár- festingar og gæfu einkaframtaki í atvinnulífi aukið svigrúm, sagði Kohl. Hann kvaðst ennfremur vilja hitta austurþýska ráðamenn fyrir jól. Horfandi um öxl til taugaóstyrkra vestrænna banda- manna sinna lýsti kanslarinn yfir áframhaldandi órofa hollustu við Nató og Evrópubandalagið, en hvatti jafnframt síðarnefnda aðil- ann til að taka til athugunar að samþykkja aukaaðild Austur-Þý- skalands. „Það nær engri átt að austurmörk bandalagsins verði um alla framtíð við Saxelfi; það Kohl - hefur þótt seinlátur í viðbrögðum ( sambandi við atburði í Austur-Evrópu. verður að standa austrinu opið,“ sagði Kohl. Kohl hefur undanfarið sætt gagnrýni heimafyrir fyrir seinlæti í viðbrögðum gagnvart atburðum í Austur-Evrópu. Sagt hefur ver- ið að Mitterrand Frakklandsfor- seti, sem boðað hefur opinbera heimsókn sína til Austur- Berlínar 20. des. sé að stela af honum senunni þar, austurþýskt kröfugöngufólk hefur undanfarið krafist sameiningar þýsku ríkj- anna og á hið sama leggur áherslu Lýðveldisflokkurinn vestur- þýski, sem þegar hefur reynst kristilegum demókrötum skeinu- hættur. - í ræðunni benti Kohl á að ríkjabandalög væru snar þátt- ur þýskrar sögu og gat í því sam- bandi Þýska sambandsins og fyrra þýska keisaradæmisins, sem lengi var lauslegt ríkjabandalag í raun, þótt að formi til væri það ríki. Reuter/-dþ. Sovétríkin Fjalla-Karabakh aftur undir stjóm Azera Mikil reiði meðal Armena yfir samþykkt Æðsta ráðsins Æðsta ráðið sovéska hefur á lokuðum fundi samþykkt nýja skipan mála í hinu umdeilda héraði, Fjalla-Karabakh, sem mun að því er best verður séð færa þetta armenska hérað aftur á vald Azera. Haft er eftir blaðamönnum að ályktunin, sem samþykkt var af miklum meirihluta fulltrúa í Æðsta Ráðinu hafi vakið mikla reiði fulltrúa Armeníu og Kara- bakh og hafi þeir gengið af fundi í mótmælaskyni. Meira en 120 manns hafa látið lífið í róstum í héraðinu sem stað- ið hafa í tvö ár. En Fjalla- Karabakh er, eins og kunnugt er, hérað umlukt landi Azera, en að mestu leyti byggt Armenum. Ekki er með ölluljóst hvernig héraðinu verður stjórnað, en haft er eftir sovéskum blaðamönnum að búið sé að leysa upp sérstaka stjórnarnefnd sem hafði verið skipuð frá Moskvu til að fara með mál þessa svæðis til bráðabirgða. Ný nefnd hafi tekið við sem sé að mestu ábyrg fyrir stjórn Azerbæ- dsjans. Armenar, bæði í Fjalla- Karabakh og í Armeníu sjálfri, telja að með ofangreindri ráð- stöfun Æðsta ráðsins sé í raun látið undan kröfum svonefndrar Þjóðfylkingar Azera, sem hefur ekki viljað fallast á neinar breytingar á stöðu hérðsins um- deilda. En þessi grasrótar- samtök, sem óspart kynda undir aldagömlu hatri milli múslímskra Azera og kristinna Armena, hafa haldið Karabakh í einangrun mánuðum saman. í ágúst leið tókst þeim meira að segja að stöðva vöruflutninga með járn- brautum til Armeníu, og skipti þá mestu að olía barst ekki til lands- ins lengur. Um skeið kom til mik- ils skorts á ýmsum matvælum í Armeníu fyrir bragðið. Sovétstjórnin hefur verið eins og milli steins og sleggju í þessum málum og hvatt til sátta. En hún hefur ekki viljað taka undir kröf- ur Armena um landamæra- breytingar sem færa mundu Kar- abakh undir stjórn Armeníu - mest af ótta við fordæmi sem gæti spillt sambúð annarra lýðvelda þar sem landamæri og búseta þjóða eða þjóðabrota fara ekki saman. -áb/Reuter 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.