Þjóðviljinn - 29.11.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 29.11.1989, Blaðsíða 11
Svava Jakobsdóttir rithöfundur LESANDI VIKUNNAR óeðlilegt hjá sjálfstæðri þjóð. Hvaða eiginleika þinn viltu helst vera laus við? Ég er eftirlátssöm við sjálfa mig og má helst ekki missa neitt. Hvaða eiginleika þinn finnst þér skrítnast að aðrir kunni ekki að meta? Hefurðu orðið vör við að aðrir kunni ekki að meta mig? Hvað borðarðu aldrei? Það er líklega æði margt. Ég borða t.d. aldrei súrt og aldrei sigið. Hvar myndirðu vilja búa ann- ars staðar en á Islandi? Ég vildi gjarnan búa tíma og tíma hvar sem væri á öllum hnett- inum, en vera íslendingur. Hvernig finnst þér þægilegast að ferðast? Á skipi. Flugvélaferðir eru ekki ferðalög, heldur flutningur á mér. Að fá sér Ijóð fyrir svefninn Hvað ertu að gera núna Svava? Ég er að jafna mig eftir ný- lokna vertíð. Það er helst það orð sem mér dettur í hug eftir að hafa staðið í stífri vinnu við að skrifa smásagnasafnið sem nú var að koma út og heitir Undir eldfjalli. Ég er tæplega farin að horfa framan í heiminn enn. Svo hefur síðasta skáldsagan mín Gunnlaðar saga verið tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs, og kemur út á hinum Norðurlandamálunum nú á næsta ári. Ég var rétt að ljúka við að lesa yfir dönsku þýðinguna, sú finnska er tilbúin og unnið er að sænsksri og norskri þýðingu. Hvað varstu að gera fyrir 10 árum? Ég átti eftir fárra daga þing- mennsku, því þá höfðu nýlega verið kosningar og stjórnar- myndun eins og menn muna. Þetta var 3. kjörtímabilið mitt og ég hafði tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á mér í það 4. held- ur gerast atvinnurithöfundur og halda þannig áfram þeim ferli sem ég var byrjuð á. Að vísu varð þetta 3. kjörtímabil mitt styttra en ætlað var í fyrstu en það breytti engu um þessa ákvörðun. Hvað gerirðu helst í frístund- um? Ég flokka ekki tíma minn í vinnustundir og frístundir. Að vera rithöfundur er ekki starf sem ég sinni frá 9 til 5 og á síðan frí. En fyrir utan ritstörfin hef ég mikinn áhuga á landgræðslu og hef 15 hektara austur í Landssveit sem ég er að græða ásamt öðrum úr fjölskyldunni. Segðu mér frá bókinni sem þú ert að lesa núna. Þegar maður er nýbúin að semja sjálfur, les maður ekki, fer ekki í leikhús eða er yfirleitt mikið úti á meðal fólks. Ég hef ekki lesið neina bók að gagni að undanförnu, ég geri varla meira en að narta í bækur þegar ég er sjálf að skrifa. Það er ein bók sem ég ætla að lesa aftur nú bráðlega og sú er eftir Hannes Pétursson: Ur hugskoti. Hannes get ég lesið aftur og aftur. Hann er snillingur á íslenskt mál og fegurra mál er vart að finna. Svo eru þó nokkrar bækur sem hafa verið að koma út núna sem ég hef hug á að lesa. Hvað lestu helst í rúminu á kvöldin? Það er alltaf stafli við rúmið mitt og valið á lestrarefni fer svo- lítið eftir því hvað ég er syfjuð hverju sinni. Stundum er gott að fá sér ljóð fyrir svefninn, en ég er líka eins vís til að vera að lesa einhverjar þungar vísindabækur fyrir svefninn. Hver er uppáhalds barnabókin þín? Ég las mikið sem barn og mikið af því var á enskri tungu af því að við bjuggum í Kanada á þeim árum, en ætli ég haldi ekki mest upp á Dimmalimm hans Muggs. Ég hélt mikið upp á alls konar ævintýri og við systkinin vorum dugleg að setja þau á svið. T.d. Gullbrá og birnina þrjá, Rauðhettu og mörg önnur. Hvers minnistu helst úr Biblí- unni? Biblíuna les ég mjög oft og þekki vel. Ég á ansi bágt með að taka eitt fram yfir annað. Píslar- sagan hefur mér að vísu alltaf þótt mjög áhrifarík og þá nótt Krists í Getsemane. Biblían er af- skaplega fjölbreytileg og varla hægt að bera hluta af henni sam- an. Þeir eru hver með sínu sniði. Segðu mér af ferðum þínum í leik- og kvikmyndahús í vetur. Það er fátt af þeim að frétta, en það fer að líða að því að ég fari að leggja stund á menningarlífið. Ég myndi aldrei álasa nokkrum leikara fyrir að lesa ekki bækurn- ar mínar á meðan hann eða hún er að leika. Ég fer ekki sjálf í leikhús á meðan ég er að skrifa. En ég hlakka til að fara í nýja Borgarleikhúsið. Og svo er ég reyndar búin að sjá Pelle sigur- vegara. Fylgistu með einhverjum ákveðnum dagskrárliðum í út- varpi og sjónvarpi? Já, líklega er það arfur frá því að ég bjó úti á landi, ég fylgist nefnilega alltaf með veðurfrétt- um. Bæði veðurhorfum og svo hvernig veðrið hefur verið um land allt, og í höfuðborgunum í kringum okkur. Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn? Nei, en ég hef kosið þann flokk sem ég taldi vera til vinstri og verkalýðssinnaðan. Ertu ánægð með frammistöðu þess flokks sem þú kaust í síðustu kosningum? Að sumu leyti og sumu leyti ekki. Ég vil eindregið hvetja þann flokk til að lækka verðlag á matvælum í landinu. Verð á nauðsynjavörum er orðið ósið- lega hátt. Eru til hugrakkir stjórnmála- menn og konur? Ég veit það ekki. Ætli allir sem hefja stjórnmálabaráttu sýni ekki visst hugrekki með því. Svo er annað mál hvernig það endist. Viltu nafngreina þá? Nei. Er landið okkar varið land cða hernumið? Það er hersetið land sem er Hvert langar þig helst til að ferðast? Þakka þér fyrir, ég myndi þiggja hvað sem væri, allt frá Grænlandi til Afríku. Hvaða bresti landans áttu erf- iðast með að þola? Ég held að það sem háir okkur mest sé skortur á sjálfsþekkingu. Sá skortur gerir okkur sem þjóð bæði óörugg og ósjálfstæð. Svo leiðist mér líka hvað þjóðin er úthaldslaus við að knýja fram betri kjör handa þeim sem þurfa þess með. í þriðja lagi leiðist mér oft hvað hún er treg að viður- kenna þá sem sýna frumkvæði og færa fram eitthvað nýtt, á hvaða sviði sem r. Það er eins og það sé tilhneiging að halda slíku fólki niðri. Islendingar eru ekki nógu örlátir hver í annars garð. En hvaða kosti íslendinga metur þú mest? Ég held að íslendingar séu ein- staklega ósérhlífnir og atorku- samir. Ætli við eigum ekki dug- legustu sjómenn í heimi, ég væri ekki hissa á því. Og ennþá er til í íslendingum þessi dýrmæta til- hneiging til að geta bjargað mál- um sjálfir. Þeir gefast ekki upp þótt í óefni sé komið. Líklega kunnum við að búa í landinu okk- ar en ekki að stjórna því. Og ísland framtíðarinnar? Tískumálið og áhugamálið mitt: Að okkur takist að klæða landið skógi, og séum ekki að mata haf og vind á landinu okkar. Svo vil ég vitanlega sjá hér her- laust, vopnalaust og kjarnorku- vopnalaust ísland. Og að ísland verði land án einstæðinga, við erum ekki svo mörg að það sé ómögulegt. Er ísland á leið ■ þessa átt? Líst þér þannig á? Augu okkar verða að opnast áður en það er orðið of seint. Er Þjóðviljinn málgagn þessa framtíðarlands? Hann verður að breytast mikið. Það þarf að leggja mun meiri áherslu á að fjalla um mál- efni alþýðunnar, það er ekki gert í dag. Ég vil geta lesið um hvaða málum þingmenn og borgarfull- trúar Alþýðubandalagsins eru að sinna hverju sinni, það get ég ekki gert í dag. Fyrst til er fólk sem getur skrifað heila síðu um eina dægurlagasöngkonu þá hlýtur að vera til fólk sem getur skrifað um íslensk stjórnmál á pólitískan hátt. Hef ég gleymt einhverri spurn- ingu? Já, þú átt eftir að spyrja mig hvort ég sé í kór. Ertu í kór, Svava? Nei. Guðrún I DAG þlÓÐVILJINN FYRIR 50 ÁRUM Dagsbrún fylkir til einhuga bar- áttu fyrir hagsmunum verkalýðs- ins. Krafaverkamannaerminnst 700-800 manns í hitaveitu og at- vinnubótum og 900-1050 manns fyrirjól. Fullkomins samninga- frelsis krafist, ríkislögreglu mót- mælt. Samþykktáfjölmennum fundi Dagsbrúnar í Iðnó þar sem ríkti fullkomin stéttarleg eining. 29. nóvember miðvikudagur. 333. dagur ársins. Konráðsmessa. Sólarupprás í Reykjavíkkl. 10.40-sólarlag kl. 15.52. Viðburöir Kommúnistaflokkur íslands stofnaður. Þjóðhátíðardagur Júgóslavíu og Albaníu. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúða vikuna 24.-30. nóv. er í Lyfjabúðinni Iðunni og GarðsApóteki. Fyrrnefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur 4 12 00 Seltj.nes 1 84 55 Hafnarfj 5 11 66 Garðabær sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík sími 1 11 00 Kópavogur sími 1 11 00 Seltj.nes sími 1 11 00 Hafnarfj 5 11 00 Garðabær sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavfk, Sel- tjarnarnes og Kópavog er i Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir i sima 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar i sím- svara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- iækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsímivaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt læknas. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10B. Alladaga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstígopinalladaga 15-16og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspftali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spitalinn:alladaga 15-16 og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavfk: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrirung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf i sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 8-17. Siminner 688620. ' Kvennaráðgjötin Hlaövarpanum vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, simsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarf ræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, simi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Simsvari á öðrum tímum. Siminn er 91-28539. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Simi 21260 alla virka daga kl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Oplð hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 28. nóv. 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar............. 62.82000 Sterlingspund................ 98.12800 Kanadadollar................. 53.84200 Dönskkróna.................... 9.00970 Norsk króna................ 9.17080 Sænskkróna.................... 9.80180 Finnsktmark.................. 14.86860 Franskurfranki............... 10.24630 Belgískur franki........... 1.66590 Svissneskurfranki............ 39.05380 Hollenskt gyllirti........... 31.00610 Vesturþýsktmark.............. 34.97190 (tölsk líra................... 0.04740 Austurriskursch............... 4.96700 Porlúg. Escudo................ 0.40110 Spánskur peseti............... 0.54450 Japansktyen................... 0.43696 (rsktpund.................... 92.29200 KROSSGÁTA Lárétt: 1 ragn4borð6 guði7skjót9lok12 trufla 14 henda 15 hár 16 lykt 19glyrna20 seðla21 úrgangsefnið Lóðrétt: 2 umdæmi 3 hreina4lagardýr5ó- sínki 7 lakastan 8 fá- tækling 10 kaupið 11 gjöld 13 eins 17 tíndi 18 angur Lausnásiðustu krossgátu Lárétt: 1 gröf4sótt6 ætt7skúr9lsak12 raman 14arg 15æða 16 alger 19 dóni 20 gild 21 gnægð Lóðrétt: 2 rík 3 færa 4 stía 5 stía 7 skadda 10 snæriðH kladdi 13 mág17lin18egg Miðvikudagur 29. nóvember 1989 jÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.