Þjóðviljinn - 29.11.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.11.1989, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Vel samkeppnisfærar við eriendar Samanburður á tilboðum íslenskra skipasmíðastöðva og erlendra á viðgerðum og breytingum íslenskra skipa á árunum 1986-1988 erþeim innlendu íhag. Þá virðistframleiðni innlendra togara vera meiri en þeirra sem smíðaðir hafa verið erlendis Skipasmíðar uðum innanlands en aðeins 13,9 . erlendis. tonn hjá þeim sem smíðaðir voru Síðan er það spurning hvort erlendis. Þá var aflaverðmæti á þorskurinn þekkir sína eða hvort úthaldsdag að meðaltali 507 þús- skýringanna sé að leita í betri und krónur hjá þeim íslensku en skipum, fuilkomnara vinnslu- 427 þúsund hjá skipum byggðum kerfi, betri búnaði, betri aðbún- Virðisaukadeilan Legið yf ir lausnum Stjórnarflokkarnir stefna að sameiginlegri niðurstöðufyrir lok vik- unnar Það hvílir á forsætisráðherra að samræma sjónarmið innan ríkisstjórn- arinnar í virðisaukamálinu. Það er kannski táknrænt að á Alþingi í gær leit Steingrímur í blað sem heitir „Frost“. Mynd: Kristinn egar íslensku tilboðin eru bor- in saman við þau erlendu kemur í Ijós að 36% íslensku til- boðanna lenda í lægsta verðflokki en 33% hinna erlendu, 39% ís- lensku tilboðanna lenda í mið- flokknum en 33% þeirra erlendu. í hæsta verðflokki lenda hins veg- ar aðeins rúmlega 25% innlendu tilboðanna en 34% hinna er- lendu. Þetta eru niðurstöður 52 al- þjóðlegra útboða íslenskra út- gerðarfyrirtækja á viðgerðum og breytingum á árunum 1986 til 1988, en tilboðin eru flokkuð í þrjá verðflokka, lægsta verð, miðjuverð og hæsta verð. Þessar upplýsingar koma fram í nýjum kynningarbæklingi um skipa- smíðastöðvar á íslandi sem Félag dráttarbrauta og skipasmiðja hefur nýlega gefið út í samvinnu við iðnaðarráðuneytið. Af þess- um samanburði er dregin sú á- lyktun í bæklingnum að íslenskar skipasmíðastöðvar séu vel sam- keppnishæfar við erlendar í verk- efnum sem þessum. Þá er einnig bent á að þegar erlent tilboð er tekið í stað inn- lends bætast við stórir kostnaðar- liðir hjá viðkomandi útgerð ss. sigling skipsins, laun áhafnar, flugfargjöld, uppihaldskostnaður og stóraukinn eftirlits- og úttekt- arkostnaður að viðbættum ýms- um lagfæringum á skipinu þegar heim er komið. Svo virðist sem samanburður á framleiðni skipa sem smíðuð hafa verið innanlands og þeirra sem smíðuð hafa verið erlendis sé þeim sfðari í óhag. Samkvæmt því veiddu ísfisktogarar smíðaðir innanlands um 4.600 tonn að meðaitali árið 1988 en þeir sem smíðaðir voru erlendis aðeins um 3.500 tonn. Aflaverðmæti þeirra íslensku var að meðaltali um 130 miljónir króna en þeirra erlendu 107 miljónir. Afli á úthaldsdag var 18,2 tonn hjá togurum smíð- Ríkisstjórnin ræddi á fundi sín- um í gær þær deilur sem komnar eru upp á milli stjórnar- flokkanna um virðisaukaskatt- inn. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði allar hlið- ar málsins hafa verið skoðaðar og meðal annars hefði verið farið yfir útreikninga á því hvernig tveggja þrepa virðisaukaskattur kæmi út. Forsætisráðherra sagði ljóst að það myndi taka sinn tíma að komast að niðurstöðu í málinu. Á fundinum í gær hefði ekki skýrst hvort Alþýðuflokksmenn væru reiðubúnir að standa að því með hinum stjórnarflokkunum að virðisaukaskattur tæki gildi um áramót með þeim hætti sem áður var samkomulag um. Steingrím- ur sagði ekki óeðlilegt að Al- þýðuflokksmenn vildu skoða vandlega hvernig tveggja þrepa virðisauki kæmi út, þar sem þeir væru svo eindregið fylgjandi þeirri leið að hafa aðeins eitt þrep. Að sögn forsætisráðherra er lögð áhersla á það innan ríkis- stjórnarinnar að málið verði af- greitt í vikunni. Þegar hann var spurður hvort hann hefði áhyggj- ur af því að það myndi ef til vill ekki takast, svaraði hann: „Þetta hefur nú yfirleitt tekist.“ Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra er sá ráðherra sem málið hvílir kannski þyngst á. Það er hann sem mælir fyrir skattafrumvörpum ríkisstjórnar- aði áhafnar og betri vinnuað- stöðu, þannig að áhafnir íslensku skipanna komist yfir að vinna meiri afla en áhafnir erlendu skipanna. -grh innar. Flann vildi ekki tjá sig um gang mála í gær. Utanríkisráð- herra heldur utan á fimmtudag í EFTA-erindum og er ekki vænt- anlegur til baka fyrr en 19. des- ember. -hmp Alþingi Má Stefán spyrja? Alþingismenn greiða atkvœði um það hvort Stefán Valgeirsson megi bera uppfyrir- spurníþinginu. Guð- rún Helgadóttir: Tel þessafyrirspurn vafa- sama Guðrún Helgadóttir forseti sameinaðs Alþingis hefur ákveðið að fram skuli fara atkvæða- greiðsla í þinginu um það hvort Stefán Valgeirsson, þingmaður Samtaka um jafnrétti og félags- hyggju, fái að bera upp fyrir- spurn til dómsmálaráðherra á Al- þingi, um málarekstur ríkisins gegn Magnúsi Thoroddsen. Guð- rún segist telja fyrirspurnina vafasama vegna þess að hún varði viðkvæmt einkamál sem nýflutt sé í Hæstarétti og sé nú í dómi og hún teldi vafasamt að Alþingi ætti að taka til umræðu slíkt mál á því - stigi málsins. I fyrirspurninni sem er í tveimur liðum, spyr Stefán hvað valdi því að mál Magnúsar Thor- oddsens hafi ekki verið rannsakað að hætti opinberra mála, eins og boðið sé í 2. máls- grein 11. greinar laga númer 38 frá 1954. En þessi lög eru um rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkis- ins. Stefán segir fullt tilefni virð- ast til að taka málið upp með þessum hætti ef marka megi kvartanir lögmanns Magnúsar. Þá spyr Stefán hvað valdi því að aðeins sé höfðað mál á hendur Magnúsi Thoroddsen vegna áf- engiskaupa hans, einum hand- hafa forsetavalds, en ekkert gert í áfengiskaupum annarra sem þó virtust sambærileg að verulegu leyti. -hmp Nýtt þorp er risið við skólann á Bifröst og telur háskólasamfélagið þar alls um 180 manns. Nemendur eru nú 90 og meðalaldur 28 ára. Um lokubúnað bílastæða Byggingarnefnd Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu frá Gunn- ari Gunnarssyni fulltrúa Alþýðu- bandalagsjns í byggingarnefnd varðandi lokubúnað bílastæða. Nefndin samþykkir að fela bygg- ingafulltrúa að rita öllum þeim sem sett hafa upp rafdrifinn loku- búnað til þess að takmarka að- gang bifreiða að bílastæðum við húseignir sínar og tilkynna þeim að þeir þurfi að sækja um leyfi fyrir slíkum útbúnaði til nefndar- innar. Samanber grein 3.1.1. í byggingarreglugerðinni. Afgreiðslutími verslana Samkvæmt reglugerð um af- greiðslutíma verslana í Reykja- vík og ákvæði kjarasamninga verslunarfólks er heimilt að hafa verslanir opnar á laugardögum í desembermánuði sem hér segir: Laugardaginn 2. desember til kl. 16,9. des.tilkl. 18,16. des. tilkl. 22, 23. des. til kl. 23 og laugar- daginn 30. desember til klukkan 16. Fimmtu haskóla- tonleikar í dag miðvikudaginn 29. nóv- ember verða haldnir fimmtu há- skólatónleikar í Norræna húsinu og hefjast þeir klukkan 12.30. Flytjendur verða Ólöf Kolbrún Ólöf Kolbrún Harðardóttir Harðardóttir, sópran, Sigurður I. Snorrason klarinetta, Óskar Ing- ólfsson bassethorn og Kjartan Óskarsson bassaklarinetta. Á efnisskránni verður barokktón- list: svíta fyrir þrjú chalumeau eftir Jóhann Christian Graupner og sálmaforleikir eftir J. S. Bach útsettir af Harrison Birtwistle. Athygli er vakin á að efnisskráin er breytt frá þeirri sem áður var auglýst. Námstefna Blaða- mannafélagsins í dag miðvikudagsmorgun og næstu tvo morgna frá kl. 9-12 stendur Blaðamannafélag fs- lands í samvinnu við mennta- málaráðuneytið að námstefnu um menntamál, menningu og málrækt og er hún haldin þessa morgna að Borgartúni 6. Þessi morguntími er sérstaklega valinn til að tryggja sem flestum mögu- leika á að sækja námstefnuna, en með hliðsjón af fyrri reynslu hef- ur morguntíminn reynst mjög heppilegur. Endurgreiðsla á söluskatti Þeir viðskiptamenn vátryg- gingafélaga sem greitt hafa sölu- skatt af iðgjöldum vátrygginga sem gilda yfir á næsta ár eiga von á að fá þann hluta söluskattsins endurgreiddan á næstunni. Vá- tryggingafélögunum var falið að annast þessar endurgreiðslur til vátryggingataka fyrir hönd ríkis- sjóðs og skulu þær fara fram fyrir 15. desember og munu félögin senda viðkomandi ávísanir í pósti. Teiknimyndin Oliver og félagar í dag klukkan 15 verður haldin sérstök boðssýning á teiknimynd- inni Óliver og félagar fyrir börn af nokkrum barnaheimilum borgarinnar í Bíóhöllinni. Teiknimyndin er byggð á sögunni um Óliver Twist eftir Charles. Dickens og verður myndin frum- sýnd um alla Evrópu um þessi jól. Á sýningunni mun Bjössi bolla skemmta krökkunum og mun verksmiðjan Vífilfell bjóða öllum upp á gos á sýningunni. Samvinnu- háskólinn verður sjálfseignar- stofnun Á næstunni verður Samvinnu- háskólinn á Bifröst gerður að sjálfseignarstofnun. Ýmis skipul- agsatriði í því sambandi og einnig vegna breytingar skólans í sér- skóla á háskólastigi árið 1988 verða formlega ákvörðuð um leið. Þá var skipulagsskrá Sam- vinnuháskólans nýlega samþykkt í stjórn Sambands íslenskra sam- vinnufélaga og í skólanefnd. Með skipulagsskránni er nafni skólans breytt í Samvinnuháskólann í samræmi við þá miklu um- Siðvæðing skatt- heimtunnar Stjórn Smáfyrirtækja innan Verslunarráðs Islands lýsir yfir fullum stuðningi við áform um gildistöku virðisaukaskattsins um næstu áramót. Jafnframt harmar stjórnin ábyrgðarlausar kröfur sem birst hafa á liðnum vikum um breytingu sem varð á stofnuninni í fyrra er skólinn varð sérskóli á háskólastigi með viðurkenningu menntamálaráðuneytisins og er þessi nafnbreyting í samræmi við það sem áður hefur gerst í öðrum sambærilegum fræðslustofnun- um í landinu. Samkvæmt skipu- lagsskránni verður Samvinnuhá- skólinn að sjálfseignarstofnun en hann hefur hingað til verið í eigu SÍS. Gert er ráð fyrir að skólinn muni leigja fasteignirnar á Bif- röst en þær eru sameign Sam- bandsins, Olíufélagsins og Vá- tryggingafélags íslands. Hins vegar mun sjálfseignarstofnunin væntanlega eignast skólalóðina í samræmi við ákvæði í gjafabréfi jarðeigenda Hreðavatns. enn eina frestun á þessu réttlætis- máli. f ályktun stjórnar SIVÍ um skattamál segir að upptaka virð- isaukaskattsins sé siðvæðing í ís- lenskri skattheimtu þar sem nú- verandi kerfi mismuni fyrirtækj- um og hvetji til skattsvika. Smáf- yrirtæki hafi sérstaklega mátt þola óréttláta skattheimtu í núg- ildandi söluskattskerfi. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN MiSvikudagur 29. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.