Þjóðviljinn - 05.12.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.12.1989, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 5. desember 1989 208. tölublað 54. árgangur Loðna Sjómönnum sagt upp Sjávarútvegsráðuneytið: Veiðibannifrestað ítvo tilþrjá sólarhringa. Búið að segja upp áhöfnum þriggja loðnuveiðiskipa á Eskifirði alls 44 manns. Óskar Vigfússon: Sjómenn slegnir ördeyðunni á miðunum og framtíðarhorfum. Aðalsteinn Jónsson: Nóg af loðnu en sjórinn er of heitur Sjávarútvegsráðherra frestaði áður ákveðnu loðnuveiði- banni þegar fréttist um loðnu- veiði inn á fund sjómanna á Akur- eyri í fyrrakvöld. Engin veiði hef- ur þó verið á miðunum frá því út af Kolbeinsey það sem af er en getur hafa breyst í nótt sem leið ef eitthvað af loðnu er þar að hafa. Þegar er byrjað að segja undir- sem yfirmönnum upp störfum á loðnuveiðiskipum og reið Aðal- steinn Jónsson (AUi ríki) á Eski- firði fyrstur á vaðið á sunnudag þegar áhafnir þriggja skipa hans alls 44 manns fengu sín uppsagn- arbréf. Að sögn Jóns B. Jónassonar skrifstofustjóra í sjávarútvegs- ráðuneytinu fer það eftir aðstæð- um hversu lengi gildistöku veiði- bannsins verður frestað en þó bjóst hann við að gefnir yrðu tveir til þrír sólarhringar áður en endanleg ákvörðun verður tekin þar um. Ástæður þess að sjávar- útvegsráðherra ákvað að aftur- kalla útgefin leyfi til loðnuveiða á laugardaginn voru fyrst og fremst þær að í nýafstöðnum loðnu- leitarleiðangri rannsóknaskipa Hafrannsóknastofnunar mældist veiðanleg loðna aðeins um 50 - 60 þúsund tonn úr stofni sem búist var við að væri um 1,5 miljón tonna. Þá vóg einnig þungt í mati ráðuneytisins og Hafrannsókna- stofnunar að mikið er af smá- loðnu á miðunum. Eins og gefur að skilja eru loðnusjómenn afar slegnir yfir ördeyðunni á miðunum og ef ekki rætist úr er fyrirsjáanlegt að margur þeirra á erfitt framundan sem og útgerðir skipanna sem varla hafa fengið krónu í kassann frá því skipin héldu úr höfn fyrr í Miðbœrinn Skálmöldin í borcjairáð „Þessi hrina ofbeldis- og lík- amsárása sem tröllriðið hefur miðbæ borgarinnar að undan- förnu með þeim afleiðingum að venjulegt fólk er hætt að þora þangað um helgar er auðvitað með öllu óþolandi og borginni til skammar. Ég mun taka þetta mál uppi á fundi borgarráðs í dag og bera þar fram tillögur til úrbóta,“ sagði Sigurjón Pétursson borg- arfulltrúi. Svo rammt hefur kveðið að skálmöldinni í miðbæ borgarinn- ar undanfarnar helgar að lögregl- an treystir sér ekki orðið sökum fámennis að halda þar uppi fyrir- byggjandi forvörnum og eftirliti. Um helgina var mikið um lík- amsmeiðingar í borginni og þurfti fjöldi manns að sækja slysa- deildina til að fá gert að sárum og var ungur maður m.a. í lífshættu um tíma vegna höfuðhöggs. -grh Það urðu fagnaðarfundir á ritstjórn Þjóðviljans í gær, þegar þeir hittust í fyrsta sinn síðan í gagnfræðaskóla æskufélagarnir og bekkjarbræðurnir Páll Skúlason heimspekingur og prófessor og Jóhann Már Jóhanns- son, bóndi og söngvari. Báðir eru að gefa út verk í annað sinn, Páll kemur nú með greinasafnið Pælingar II, en Jóhann Már með hljómplötuna Ef væri ég söngvari. Báðir segja það einkenna verk sín að þeir þekki lesendur og hlustendur sína ágætlega og miði innihald verka sinna við það. Að sjálfsögðu skiptust þeir á verkum. Bóndinn er með heimspekiritið og heimspekingurinn með Ijóðasöngvana. - ÓHT. Mynd: Kristinn haust og í byrjun vetrar. Óskar Vigfússon formaður Sjómanna- sambands íslands sagði sína menn mjög uggandi yfir stöðu mála og að þeir héldu dauðahaldi í þá von að loðnan væri undir ís- num norðvestur út af Vestfjörð- um. Það er það svæði sem skip Hafrannsóknar gátu ekki rannsakað sökum hafíss. Kristján Ragnarsson formaður Landssambands íslenskra út- gerðarmanna sagði í gær að ef engin loðna fyndist von bráðar væri ekki um annað að ræða fyrir útgerðarmenn en að segja áhöfnum skipanna upp störfum með samningsbundnum fyrir- vara. Hann er mun styttri en landverkafólk á að venjast eða frá einni viku og upp í þrjár sem fer eftir því hversu lengi sjómað- urinn hefur verið við störf. Þó útlitið á loðnumiðunum sé ljótt og þeir svartsýnustu telji að loðnustofninn sé hruninn vill Hafrannsóknastofnun ekki taka svo djúpt í árina enn sem komið er og í dag heldur Bjarni Sæmundson af stað á nýjan leik í loðnuleit. Dr. Jakob Jakobsson forstjóri stofnunarinnar staðfesti að vart hefði verið við loðnu við Austur-Grænland sem virðist hafa hrakist af íslandsmiðum og þangað með straumum. Hversu mikið af stofninum hefði hrakið þangað er ekki vitað því engar mælingar hafa þar verið gerðar. „Það er engin spurning um það í mínum huga að ástæða þess að engin loðna veiðist né mælist er sú að sjórinn er of heitur en ekki að hún sé horfin. Það er nóg af loðnu í sjónum en þegar svo er ástatt með skilyrðin í sjónum splundra torfurnar sér og þá kem- ur hún ekki fram á fiskileitartækj- um skipanna. Það sem við þurf- um í dag er norðanþræsingur með miklum kuldum í stað þessarar hitabylgju sem hér hefur verið. Þá þjappar hún sig saman í tofur og verður veiðanleg,“ sagði Aðal- steinn Jónsson útgerðarmaðui á Eskifirði. -grh Leiðtogafundur NATO Kalda stríðinu lokið Helmingsfœkkun langdrœgra kjarnorkuflauga og stórfelldfœkkun hefðbundins herafla íEvrópu íaugsýn enNATOfráhverftafvopnun í höfunum. JónBaldvinHannibalsson:LeiðtogarNATO hafaáhyggjur af að Gorbatsjov muni mistakast á efnahagssviðinu uppúr í í Möl Það sem stendur skýrslu Bush um Möltu- fundinn er sú yfirlýsing að tíma- bili átaka í samskiptum stórveld- anna sé nú lokið og að Bandaríkin þurfi nú að finna leiðir til þess að veita Gorbatsjov virka aðstoð, sagði Jón Baidvin Hannibalsson í samtali við Þjóðviljann í gær. -Jafnframt er nú handsalað samkomulag í höfn um helmings- fækkun langdrægra kjarnorku- vopna og fyrirsjáanleg sú róttæka stefnubreyting í Evrópu, að ríki þar takmarki varnir sínar við það sem telst nægjanlegar sjálfsvarn- ir, en ekki getu til skyndiárásar, eins og verið hefur. Þetta þýðir í raun gjörbreytingu á allri vígvæð- ingu í álfunni og stórfelldan niðurskurð. Steingrímur Hermannsson vakti máls á því á leiðtogafundin- um, að Bush hefði tekið neikvætt í hugmyndir Gorbatsjovs um tak- mörkun vígbúnaðar í höfunum og ítrekaði þá skoðun íslenskra stjórnvalda, að nauðsynlegt væri að taka þetta mál á dagskrá. Þessi ræða Steingríms vakti að sögn Jóns Baldvins ekki sérstök við- brögð, en af einkasamtölum mætti ráða að mál þetta mætti nú auknums skilningi, einkum hjá Norðmönnum og Kanada. Jón Baldvin sagði það merki- lega reynslu að sitja leiðtogafund NATO, þar sem menn hefðu ekki meiri áhyggjur af öðru en að leiðtoga Sovétríkjanna myndi mistakast í áformum sínum. En á fundinum voru lagðar fram skýrslur sem staðfestu hið slæma efnahagsástand Sovétríkjanna: það efnahagskerfi sem var er nú hætt að virka, og Gorbatsjov hef- ur ekki tekist að koma með neitt í staðinn. Það er hins vegar athyglisvert, og sýnir okkur stærð Gorbat- sjovs, að nú þegar hugmynda- fræði Lenínismans er endanlega hrunin og nýlenduveldi Sovét- ríkjanna sömuleiðis, og efnahag- ur þeirra í rúst, þá hefur þessi maður engu að síður með frum- kvæði sínu á alþjóðavettvangi haft meiri áhrif en nokkur fyrir- rennari hans frá því að Stalín leið. Þótt NATO-ríkin hafi samþykkt allvíðtækar ráðstafanir til þess að rétta við fjárhag Ungverja, Pól- verja og A-Þjóðverja, þá er fjár- hagsvandi Sovétrikjanna svo stór í sniðum að mönnum hefur í raun fallist hendur til þessa, sagði Jón Baldvin Hannibalsson í Briissel í gær. - Sjá nánar um Möltu-fundinn á bls. 6 -ólg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.