Þjóðviljinn - 05.12.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.12.1989, Blaðsíða 7
BÆKUR Vei, vei hinni föllnu borg Isaac Bashevis Singer Iðrandi syndari. Hjörtur Pálsson þýddi Setberg 1989. Jiddískuhöfundurinn Singer er orðinn fastagestur á íslenskri bókavöku sem vonlegt er: aldrei er karlinn leiðinlegur, og oftast nær fer hann með eitthvað sem skiptir máli. Hjörtur Pálsson hef- ur tekið gamla manninn að sér og kemur þeim vel saman sem fyrr. í þessari sögu hér grípur Singer til ramma sem hann notar einatt í smásögum sínum: einhver gyð- ingur kemur og segir rithöfundin- um sína sögu, í þeirri von náttúr- lega að komast í heimsbók- menntirnar. Sá sem hér hnippir í höfund sinn við Grátmúrinn í Jerúsalem er Joseph Shapiro. Sem ólst upp í Póllandi, slapp naumlega undan nasistum, komst af yfirráðasvæði Stalíns í stríðslok og til Amríku. Par græddi hann vel á fasteignasölu og ánetjaðist lífsháttum velmeg- unar og neyslugleði. En hið innra með sér finnur hann að ekkert er eins og það á að vera. Þegar það blasir við honum, að ágjörn ást- kona hans og framagjörn eigin- kona fara báðar á bak við hann (eins og hann fer á bak við þær) þá er mælir fullur og skekinn. Shapiro lætur hugann reika yfir heiminn og sjá: hann er harla ill- ur. Svo illur að honum finnst ekki um annað að ræða an að láta sig hverfa - stytta sér aldur eða þá leita uppi fullkomna andstæðu við veraldarhyggju þá sem hon- um er orðin hvimleið, hverfa aft- ur til trúar forfeðranna. Shapiro flýr til ísraels og fær þar staðfestingu á því, að Djöfull veraldarhyggjunnar, ágimdar og allra annara lasta, er út um allt. Hann er hvað eftir annað kominn að því að gefast upp á Gyðingun- um bræðrum sínum, sem eru svo önnum kafnir við að verða eins og allir hinir, hvort sem væri í kynlífssukki, fjárglæfrum, póli- tískri hjáguðadýrkun, her- mennsku eða öðru. Að lokum nemur hann staðar við lítinn söfnuð réttrúaðra hassída, en þeir eru sá flokkur manna sem einna lengst kemst í því nú um stundir að stöðva tímann í á- stundun hins eilífa og skeyta því engu hvað þjóðirnar bauka í sínu æði: lamma rageshu gojím. Par finnur hann sitt athvarf, þann frið sem honum dugir - í bili. Þetta er stutt saga og sparsöm og spannar þó mikla sálarstyrj- öld. Singer lýsir því einkar vel, hvernig hin gamla hefð spámann- legrar reiði gegn hinum voldugu, ágjörnu og lastafullu grípur am- rískan bisnessmann á besta aldri og fer hann með stríðan heims - ósómasöng sem engum hlífir,ekki heldur listum og mannvísindum nútímans. Lygi er það allt og hór- dómur og djöfulsins vélabrögð, segir Shapiro: „Hver smávægileg málamiðlun við heiðna menn- ingu samtíðarinnar er vatn á 2 ÁRNi BERGMANN myllu vonskunnar, blessun lögð yfir heim manndrápa, hórdóms og hjáguðadýrkunar“. Og við ef- umst aldrei um að saga hans getur vel verið sönn og meira en það. Ekki síst þegar við kynnust því, hve erfitt það reynist að skilja við „heimshyggjuna“, hve lævís sá djöfull er sem að sálarstríðs- manninum hvíslar: „Ef ástandið er alls staðar eins, þá er það að- eins merki þess að slíkur sé gangur sögunnar eða ætlun Guðs“. Þetta er nútímasaga sem er um leið ævaforn - til dæmis í því, að trú vex af athöfn: maðurinn getur unnið sér til trúar með því að haga sér eins og trúuðum manni sæmir áður en hann öðlast trúna. Sjálfur er Isaac Bashevis Singer ekki að mæla með þeirri leið sem söguhetja hans kýs sér út úr ógöngum heimsins (og getur þess sérstaklega í eftirmála). En hann brýnir okkur lesendur á því með áleitnum hætti, að við getum hve- nær sem er búist við því að sá sem í dag dansar með í henni versu hafi á morgun snúið við henni baki og leitað sér staðfestu ein- hverstaðar til hliðar við hvunn- dagsheiminn þar sem eilífðin er ekkert að flýta sér. Arni Bcrgmann Isaac Bashevis Singer. Ung var ég Jóni gefin Jónína Michaelsdóttir Eins manns kona. Minningar Tove Engilberts Forlagið 1989 Jónína Michaelsdóttir hefur fært í letur frásögn Tove Engil- berts af uppvaxtarárum hennar í góðborgarafjölskyldu í Dan- mörku, kynnum hennar af Jóni KirtWWI Tove og Jón Engilberts Engilberts, basli þeirra og sigrum í lífi og list í Danmörku og hér heima. Og af söknuði þegar genginn er dýrmætur förunautur,' sem var sinni konu óendanlega mikils virði eins og ráða má af bókarheitinu sjálfu: Eins manns kona. Viðtalsbækur eru flestar eins og tímaritsviðtal sem hefur vaxið mjög á lengdina og þessi bók hér er engin undantekning. Og hún gengur með kosti slíkra bóka og galla í nokkuð svo hefðbundnum hlutföllum. Gallarnir eru þeir helstir að skýrslan gerist nokkuð svo fyrir- ferðarmikil í textanum, upprifjun eða upptalning á smáu og stóru án sérstakrar úrvinnslu, án þess að skrásetjari eða söguhetjan leggi sig fram um að rýna í tímann með áleitnum hætti, leggja út af honum ef svo mætti segja. Af sömu ætt eru þau vandræði að maður er nefndur til sögu án þess að fá að sanna sig með áþreifan- legum hætti. Það er, svo dæmi sé tekið, synd að segja, að einhver maður (t.d. leikarinn Ebbe Rode) hafi verið dásamlega skemmtilegur en sanna ekki slíka staðhæfingu með dæmum. Kostir viðtalsins eru tengdir til- svörum og uppákomum sem gefa minningum lit með línu (og tengj- ast ekki síst samskiptum við aðra listamenn) en fyrst og fremst eru þeir fólgnir í því að lesarinn hefur átt þægilega stund með ágætri og hlýlegri manneskju eins og Tove er Engilberts. Kjarni máls í henn- ar bók eru góðar ástir sem með þeim Jóni tókust og dröbbuðust ekki niður þótt sitthvað í móti blési. Lesandinn getur spurt sig að því, hvort öll sú sambúð sé ekki orðin fullslétt og felld í upp- rifjuninni, en hann getur aldrei vitað neitt með vissu um svarið. Tilfinningafortíð okkar er ekki vísindaleg staðreynd í tilverunni heldur prívateign sem við getum breytt mikið, ekki síst eftir því frá hvaða hlið við kjósum að láta ljósið falla á hana. Margt hefur breyst síðan þau Jón og Tove voru kærustupar í Kaupmannahöfn. Tove var líka í myndlistarnámi en Jón sagði henni að hætta því, hún meinti ekkert með þessu dútli. Hvað á hún þá að gera? spurði faðir Tove. Fara á húsmæðraskóla, sagði listamaðurinn, bóheminn, dulspekingurinn og komminn Jón Engilberts. Og það gerði hún. Arni Bergmann Vinningstölur laugardaginn 2. des. ’89 Egypska nóbelsskáldið á íslensku Bókaútgáfan Setberg hefur gefið út skáldsöguna: Blindgata í Kaíró eftir egypska nóbels- skáldið Nagíb Mahfúz í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar. Þetta er sennilega þekktasta skáldverk höfundar. Sagan var fyrst gefin út árið 1947 og hefur margsinnis verið endurprentuð og þýdd á margar tungur. Sagan er fyrst og fremst mannlífsmynd og hópsaga. Hún gerist í blindgötu í einu af elstu hverfum Kaíróborgar meðan á seinni heimsstyrjöldinni stendur. Við sögu kemur fjölmennur og sundurleitur hópur fólks og lengi vel er óljóst hver aðalsöguhetjan er. Þegar fram í sækir verður ljóst að ein af lykilpersónum sögunnar er Hamída, skapmikil og einþykk stúlka sem elur með sér stórfeng- lega drauma um auð og völd. Sagan er afar litskrúðug og fjörleg, full af skörpum andstæð- um, leikandi kímni, kaldhæðinni ádeilu, viðkvæmni og hörku, sorg og gleði. Egypski höfundurinn Nagíb Mahfúz sem sæmdur var bók- menntaverðlaunum Nóbels árið 1988 er einn kunnasti og áhrifa- mesti höfundur sem ritað hefur á arabíska tungu. Þýðandinn, Sig- urður A. Magnússon er þjóð- kunnur höfundur nálega þrjátíu bóka. Hann hefur líka þýtt á ann- an tug bóka úr dönsku, ensku, grísku og þýsku. Bókin er 265 blaðsíður. I NagíbMahfúz 1KAIRÓ rlt HlAinBÓKMENNlAVERDLAtFÍ NÓBELS l!BS VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5aí5 2 6.185.503 /Lm 4 af 5'Ý1:';a^ 10 119.243 3. 4 af 5 332 6.195 4. 3af 5 11.238 427 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 20.418.802 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Þriðjudagur 5. desember 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.