Þjóðviljinn - 05.12.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.12.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Mölturáðstefna Samvinna í stað samkeppni Stefntað helmings niðurskurði langdrœgra kjarnavopna. Bush býður upp á bestukjarasamning. Sameiginlegur uggur um aðþróunin í Austur-Evrópu fari úr böndunum Forsetar Bandaríkjanna og So- vétríkjanna, þeir George Bush og Míkhaíl Gorbatsjov, ræddu margt á ráðstefnu sinni við Möltu um helgina en einbeittu sér eink- um að samböndum ríkja sinna, afvopnun og vígbúnaðareftirliti, viðskiptum, Austur-Evrópu og Mið-Ameríku. Báðir fögnuðu batnandi sam- skiptum stórvelda þeirra er þeir stjórna og komst Bush svo að orði, að nú færi í hönd nýtt tíma- bil samvinnu fremur en sam- keppni þeirra á milli. í sumum umsögnum um ráðstefnuna er komist svo að orði, að með henni hafi formlega verið bundinn endi á kalda stríðið. Forsetarnir urðu sammála um að stefna að því að samningur um helmings niðurskurð langdrægra kjarnavopna í eigu risaveldanna verði frágenginn til undirritunar er þeir hittast næst í júní n.k. Ákveðið hefur verið að sá leiðtogafundur verði í Bandankj- unum. Gorbatsjov stakk upp á því að afvopnun á höfunum yrði tekin inn í viðræðurnar í Vín um niðurskurð hefðbundins vígbún- aðar í Evrópu, en því hafnaði Bush. Að sögn Gorbatsjovs mið- aði þeim eitthvað áleiðis viðvíkj- andi fyrirhuguðum sáttmála um afnám efnavopna. Bush kom fram með tillögur um ráðstafanir til að aðlaga So- vétríkin efnahags- og viðskipta- kerfi Vesturlanda. Bauð hann A ustur-Þýskaland Obreyttir flokksmenn felldu forustu Ríkisflokkur óstarfhœfur í bráð. Honecker gerðurflokksrækur við tólfta mann. Mittag og Tisch handteknir Sósíalíski einingarflokkurinn, ríkisílokkur Austur-Þýskalands frá stofnun þess ríkis, hefur látið af því hlutverki og dregið sig í hlé frá landsmálum í bráðina, eða þangað til þing flokksins, sem kvatt hefur verið til, hefst 15. þ.m. Þetta er að sögn niðurstaða afsagnar gervallrar forustu flokksins á sunnudag. „Það er enginn flokkur lengur,“ sagði erlendur stjórnar- erindreki. „Aðeins umsjónar- menn sem opna póst og raða stól- um fyrir flokksþingið.“ Afsögn flokksforustunnar hefur vakið gífurlega athygli, jafn utanlands sem innan. Svo er að sjá að það sem knúði forustuna til að taka þetta skref hafi fyrst og fremst verið þrýstingur innan flokksins sjálfs. Meðal flokksfélaga er al- mennt litið svo á að flokkurinn sé svo óvinsæll orðinn vegna spill- ingar og valdsmisbeitingar ráða- manna að skipta verði gersam- lega um forustu, til þess að hann eigi einhverja möguleika í frjáls- um kosningum, sem að öllum lík- indum fara fram á næsta ári. Allt stjórnmálaráð flokksins, til skamms tíma eiginleg ríkis- stjórn, sagði af sér á sunnudag og sömuleiðis öll miðnefnd flokks- ins. Þar með lét Egon Krenz af embætti aðalritara flokksins, en þeirri stöðu hefur hann gegnt í sjö vikur aðeins. Hann er áfram for- seti ríkisins, en því embætti fylgja ekki teljandi völd. Líkur eru á að ferli Krenz í stjórnmálum sé senn lokið, því að ljóst er að hann ný- tur lítils trausts meðal almenn- ings. Þar sem ríkisflokkurinn er lamaður eru völdin nú í raun í höndum ríkisstjórnarinnar undir forustu Hans Modrow, forsætis- ráðherra. Hann virðist vera nán- ast sá eini af fyrri ráðamönnum, sem nýtur almennra vinsælda. Til þess að stjórna flokknum til bráð- abirgða og undirbúa flokksþingið hefur verið útvalinn starfshópur umbótasinna og flokkssvæðis- stjóra. Þar í hópi eru Markus Wolf, fyrrum yfirmaður njósna- þjónustunnar með allmerkilegan Eitt meshi rána Noregssögu Þrír grímuklæddir ræningjar óku í gær vörubfl á sérbyggðan bfl í þjónustu stærsta banka Noregs, Christiania Bank og Kreditkasse, og komust undan með um sex miljónir norskra króna. Rán þetta, sem átti sér stað í Osló, er að sögn lögreglu eitt þeirra mestu í sögu Noregs. Krenz (t.h., hór með Manfred Gerlach, leiðtoga austurþýskra frjálsdemókrata, er Volkskammer samþykkti að fella ákvæðið um forustu Sósíalíska einingarflokksins úr stjórnarskrá) - verður honum rutt frá á hæla Honecker? feril að baki og Wolfgang Berg- hofer, borgarstjóri í Dresden. Á flokksþinginu á að kjósa flokknum nýja miðnefnd og ræða breytingar á stefnu hans og regl- um. Eru spár mjög mismunandi um það, hvort þeirri forustu tak- ist að koma flokknum á laggimar á ný eður ei. Austurþýskir fjöl- miðlar eru dag eftir dag fullir af harðri gagnrýni gegn fyrri vald- höfum fyrir spillingu og mis- beitingu valds. Hafa þeir Gunter Mittag, fyrrum efnahagsmála- stjóri, og Harry Tisch, áður for- seti alþýðusambands, verið bom- ir ákærum af því tagi og hand- teknir. Um helgina gerðist það einnig að rekinn var úr flokknum Erich Honecker, leiðtogi hans og ríkisins til skamms tíma, við tól- fta mann. Meðal þeirra em Erich Mielke, fyirum öryggismálaráð- herra, Willi Stoph, fyrmm for- sætisráðherra, Horst Sinder- mann fyrrverandi þingforseti og áðurnefndur Harry Tisch. Em þeir sakaðir um óstjóm og mis- ferli. Reuter/-dþ. Borgara- vettvangur gegn Adamec Yfir 250,000 manns vom í gær- kvöldi á fjöldafundi í Prag á veg- um stjórnarandstöðusamtakanna Borgaravettvangs. Ræðumenn gagnrýndu harðlega Ladislav Adamec, forsætisráðherra, en Borgaravettvangur er óánægður með ríkisstjórn þá er hann mynd- aði á sunnudag. í henni eru að vísu fimm af 21 ráðherra óháðir kommúnistaflokknum, en Borg- aravettvangur telur að flokkur- inn hafi eigi að síður tögl og hagldir í stjórninni og krefst þess að í hana séu teknir sérfræðingar, sem samtökin bera traust til. Lík- ur eru á að til allsherjarverkfalls komi n.k. mánudag ef ekki verð- ur gengið að kröfum þessum. Fyrsti hjarta-, lifur- og nýrnaflutningur Nýtt hjarta, lifur og nýra voru sett í Cindy Martin, 26 ára gamla konu, á Oldungaháskólasjúkra- húsi í Pittsburgh, Pennsylvaníu, í fyrradag. Aðgerðin, sem tók 21 klukkustund, tókst vel. Talið er að þetta sé í fyrsta sinn, sem líf- færi þessi þrjú swéu í einu grædd í sömu manneskjuna. Hernaðar- bandalög sögð nauðsyn Leiðtogar Natóríkja, sem komu saman í Brussel til að hlýða skýrslu Bush Bandaríkjaforseta um fund þeirra Gorbatsjovs, lýstu því yfir í gær að nauðsynlegt væri að Atlantshafsbandalagið og Varsjárbandalagið yrðu áfram til, þar eð þau væru trygging fyrir stöðugleika í Evrópu. Kvað Bush Gorbatsjov vera Natóleiðtogum sammála um þetta, en sagði hann hafa lagt til að bandalögin breyttu að nokkru um viðfangs- efni og sinntu stjórnmálum meira en þau hefðu gert hingað til. Mun þar vera átt við að komið verði á samráði með bandalögunum. Sovétríkin fordæma 1968-innrás Varsjárbandalagið fordæmdi í gær innrás sína 1968 í Tékkósló- vakíu, að sögn austurevrópskra heimildamanna. Var fordæming- in innifalin í yfirlýsingu, sem gef- in var út í lok leiðtogafundar bandalagsins í Moskvu. Skýrði Gorbatsjov forseti Sovétríkjanna leiðtogum annarra Varsjárband- alagsríkja þar frá viðræðum þeirra Bush Bandaríkjaforseta við Möltu. Þetta er í fyrsta sinn sem Sovétríkin fordæma téða innrás formlega. Endursamein- ingar krafist Yfir 200,000 manns voru í gær á hefðbundnum mánudagskvölds- útifundi á Karl Marxtorgi í Leipzig. Bar mest á kröfum um að Þýskaland yrði endursamein- að, Sósíalíski einingarflokkurinn leystur upp og endir bundinn á spillingu. Sovétríkjunum fyrir Bandaríkj- anna hönd upp á bestukjara- samning um viðskipti,að því til- skildu að Sovétmenn afléttu öllum hömlum á útflutningi fólks. Bush lofaði og að stuðla að því að Sovétríkin fengju aukaað- ild að Alþjóðlega viðskipta- og tollabandalaginu (GATT). Örlagaþrunginn gangur mála í Austur-Evrópu hélt áfram á full- um hraða í Austur-Þýskalandi og Tékkóslóvakíu yfir helgina og kom fram að hvorugur leiðtoga er laus við áhyggjur út af því. Báðir lýstu því yfir að þeir óskuðu þess að breytingar þessar yrðu ekki svo hraðar og bylting- arkenndar að enginn fengi við neitt ráðið, enda gæti slíkt grafið undan stöðugleika Evrópu sem heildar. Bush kvað þeim viðmælendum hafa miðað í átt til samkomulags um Mið-Ameríku. Hann kvað uppreisnarmönnum í Salvador enn berast vopn erlendis frá, en sagðist ekki rengja þá fullyrðingu Gorbatsjovs að Sovétmenn væru hættir að senda vopn til þess heimshluta. Fundirnir fóru fram af fullri vinsemd, en til þess er tekið að þeir hafi ekki verið neitt viðlíka hjartanlegir og áður er Reagan var viðmælandi Gorbatsjovs af Bandaríkjanna hálfu. Mun ástæðan vera sú að þeir Bush og Reagan eru harla ólíkar per- sónur. Á hverjum fundi nú var komið beint að efninu og haldið sér við það. Reuter/-dþ. Franskar aukakosningar Mikið fylgi Þjóðfylkingar Þjóðfylkingin franska, hægri- sinnaður óánægjuflokkur sem beitir sér hvað mest gegn inn- flutningi fólks frá þriðja heimin- um og sköttum, fékk í aukakosn- ingum á sunnudag 61 af hundraði atkvæða í Dreux, vestur af París, og kom þar með manni á þing. I aukakosningum sama dag í kjör- dæmi í Marseille fékk flokkurinn 47 af hundraði atkvæða, en þar vann frambjóðandi Lýðræðis- sambandsins, sem yfirleitt er kall- að miðjusinnað, með 53 af hundraði atkvæða. Konur voru í framboði fyrir Þjóðfylkinguna í báðum kjör- dæmum. Urslitin benda til að flokkur þessi hafi nú byr í seglin með mesta móti og telja flestir aðalástæðuna vera fjaðrafok það er upphófst fyrir tveimur mánuð- um út af skuplum, sem íslamskar skólastúlkur vilja hafa á höfðinu í tímum. Margir innfæddir líta á þann höfuðbúnað sem trúará- róður öðrum þræði, og svoleiðis er bannað í frönskum skólum. Hefur þetta vakið athygli á mörgu öðru í sambandi við út- lendinga frá þriðja heiminum, fjölda þeirra í landinu, aðlög- unarerfiðleika, íslamska bók- stafstrú yfirleitt o.fl. - Þjóðfylk- ingin þurrkaðist út af þingi í síð- ustu almennu þingkosningum, semframfóruíjúnís.l. ár, ogolli nokkru um það nýtt kosningafyr- irkomulag sem er smærri stjórnmálaflokkum í óhag. Reuter/-dþ. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 5. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.