Þjóðviljinn - 05.12.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.12.1989, Blaðsíða 11
BÆKUR I DAG Minningar Guðrúnar Ásmundsdóttur leikkonu Ást og trú, gleði og sorg, hjónaband og tilfínningar. Þetta eru meginþræðirnir í bókinni. „Ég og lífíð“ sem komin er út hjá Vöku Helgafelli. Þetta eru minn- ingar Guðrúnar Ásmundsdóttur leikkonu, sem Inga Huld Hákon- ardóttir hefur skráð. í kynningu Vöku-Helgafells á bókarkápu segir meðal annars: „Þjóðin þekkir Guðrúnu Ás- mundsdóttur af leiksviðinu - full af lífskrafti og tjáningarmætti hefur hún fært okkur margar helstu persónur leikbók- menntanna. En Guðrún hefur miklu meira að færa okkur. Inn- sýn í líf sitt og annarra, fullt af ást og vonbrigðum, sigrum og ósig- rum, trú og efa, gleði og sorg. En lífsorkan og glaðværðin geislar ávallt af Guðrúnu. Inga Huld Hákonardóttir ræðir þessi mál við Guðrúnu. Stundum er hún virkur viðmæl- andi og gefur þannig fjölbreyttari og dýpri sýn í heim Guðrúnar. Brynjólfur Bjarnason hefur orðið Mál og menning hefur gefið út bókina Brynjólfur Bjarnason, pólitísk ævisaga. Að stofni til er bókin viðtöl sem Einar Ólafsson rithöfundur tók við Brynjólf í desember 1987 og vorið 1988, þar sem þeir ræða ýtarlega stjórnmálaferil Brynjólfs, sem var einn af helstu leiðtogum ís- lenskra sósíalista um árabil. Meðal þess sem Brynjólfur ræðir er hinn frægi dómur sem hann fékk í „Guðlastsmálinu" svonefnda fyrir ritdóm um Bréf til Láru, stofnun Kommúnista- flokksins og síðar Sameiningar- flokks alþýðu-sósíalistaflokksins sem varð til við samruna komm- únista og vinstri arms Alþýðu- flokksins. Brynjólfur ræðir setu sína í hinni frægu Nýsköpunar- stjórn sjálfstæðismanna, Alþýðu- flokksmanna og sósíalista, stofn- un Alþýðubandalagsins og af- stöðu sína til þess og gerir grein fyrir lífsafstöðu sinni og heimssýn á skýran og greinargóðan hátt, þar sem meðal annars er vikið að heimspekiritum hans. Einar Ól- afsson hefur ritað inngang þar sem hann rekur pólitíska sögu Brynjólfs og setur í samhengi og í bókarauka eru birtar nokkrar síðustu ritgerðir Brynjólfs um pólitísk efni. Hún er 171 blað- síða. Helgi læknir Ingvarsson Höfundur bókarinnar dr. Guð- rún P. Helgadóttir, fyrrverandi skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík, hefur haft aðgang að fjölda bréfa og heimilda um föður sinn og kynnt sér prentaðar og óprentaðar greinar eftir hann og viðtöl við hann. Guðrún hefur rætt við marga sjúklinga og sam- starfsmenn Helga Ingvarssonar, og hér bregður hún upp skýrri mynd af honum sem heimilis- föður og lækni. Helgi var læknir á Vífilsstöðum í 45 ár. Þar af 29 ár yfirlæknir. Hann var virkur þátttakandi ásamt öðrum í baráttunni gegn hinum mikla vágesti, berkla- veikinni, en þeirra baráttu lauk með sigri um síðir. Brugðið er upp lifandi mynd- um af samskiptum hans við sjúkl- inga og samstarfsmenn, vini og fjölskyldu. Bókin er 380 blaðsíður og prýða hana 70 ljósmyndir. Smásögur Kristínar Ómarsdóttur Út er komin hjá Máli og menn- ingu bókin í ferðalagi hjá þér eftir Kristínu Ómarsdóttur. Bók- in hefur að geyma fimm smá- sögur sem fjalla um ástir, sam- bönd og togstreitu kynjanna í ýmsum tilbrigðum. f þeim helst einfaldleiki í hendur við marg- ræðni, stíll þeirra er ljóðrænn og frumlegur og þær einkennast af undirfurðulegum húmor. Kristín Ómarsdóttir er fædd árið 1962. Hún hefur áður gefið út eina ljóðabók. Einþáttungur eftir hana hlaut verðlaun í leikrit- asamkeppni Þjóðleikhússins í til- efni af lokum kvennaáratugarins og var sýndur árið 1987. í ferðalagi hjá þér er 103 bls. og er bæði gefín út í kilju og inn- bundin. Fyrsta skáldsaga Arnmundar Backman Frjálst framtak hf. hefur gefíð út skáldsöguna Hermann eftir Arnmund Backman. Er þetta jafnframt fyrsta bók höfundar sem er kunnur lögfræðingur í Reykjavík. I bókarkynningu segir m.a.: Hermann er samtímasaga og sögusviðið er fjölbýlishús f Reykjavík. Aðalsöguhetjan er Hermann Karlsson, fórnarlamb neyslusamfélagsins og tekur þátt í lífsgæðakapphlaupinu af lífi og sál í von um að allt bjargist í fram- tíðinni. Samt sem áður er sögu- hetjan að missa tök á málum sín- um og framundan er glórulaust basl. En Hermann vill vera sjálf- stæður og harður í horn að taka og því heldur hann hiklaust áfram. Þrátt fyrir alvarlegan undirtón slær höfundur á létta strengi og er sagan oft í meira lagi brosleg - þá stundum grátbros- leg. Hermann er 224 blaðsíður. Ástandiö- mannlífá hernámsárum Út er komin bókin Ástandið - mannlíf á hernámsárum eftir Bjarna Guðmarsson sagnfræðing og Hrafn Jökulsson blaðamann. Ástandið er lýsing á samskiptum íslendinga við erlent herlið á stríðsárum; dregnar eru upp hin- ar ýmsu myndir sem þessi sam- skipti tóku á sig, ss. Bretavinnu, brask og sprúttsölu, skemmtana- líf og þjóðrembu svo fátt eitt sé nefnt. Fyrst og fremst greinir bókin þó frá ástum íslenskra kvenna og hermanna, umræðum um slík sambönd og opinberum viðbrögðum gegn „ástandinu“. Aragrúi fólks er leiddur til sög- unnar og kennir þar margra grasa; kenningaglaðir ráðherrar, áhyggjufullur landlæknir, stór- huga lögreglumenn, lausmáll bóksali, þjóðhollir fylliraftar, vonsviknir karlmenn, lífsþyrstir dátar og góðhjartaðar drósir. Við samningu bókarinnar studdust höfundar við bækur og blöð, skýrslur og ýmis skjöl. Þá ræddu þeir við fjölda fólks, sem man þessa tíma og verður ekki annað sagt en að sínum augum líti hver á málin. „Ástandið" er mörgum viðkvæmt, en hér er tek- inn sá kostur að segja frá á gam- ansaman og hispurslausan hátt. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda og teikninga, sem margar hverjar hafa ekki birst fyrr. Bókaforlagið Tákn gefur bók- ina út. þJÓÐVILJINN FYRIR 50 ÁRUM Þjóðstjórnarliðið á þingi gerir sig að athlægi. Bitlingaklíkan, sem misboð- ið hefur virðingu þings og þjóðar með fjármálaspillingu og kúgun, sam- þykkir vandlætingaryfirlýsingu gegn Sósíalistaflokknum! P.Ottesen brýtur þingsköp og rænir þingmenn mál- frelsi. 5. desember þriðjudagur. 339. dagurársins. Sól- arupprás í Reykjavík 10.56 - sólarlag 15.41. Viöburðir Þjóðhátíðardagur Tælands. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöavikuna 1.-7. des. er í Apóteki Austurbæjar og BreiðholtsApóteki. Fyrrnef nda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Siðarnef nda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LOGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur............sími 4 12 00 Seltj.nes............sími 1 84 55 Hafnarfj.............slmi 5 11 66 Garðabær.............sími 5 11 66 Slökkvillð og sjúkrabílar: Reykjavík...........sími 1 11 00 Kópavogur............sími 1 11 00 Seltj.nes............sími 1 11 00 Hafnarfj.............sími 5 11 00 Garðabær.............sími 5 11 00 L4EKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er I Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tima- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar I sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin eropin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaf löt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavfk: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. daglega. St. Jósefsspftali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spítalirui: alla daga 15-16og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavfk: alla daga 15-16 og 19.30-20. YMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf I sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagið Álandi 13. Opiðvirkadagafrá kl. 8-17. Siminn er 688620. Kvennaráðgjöfin Hlaövarpanum vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl .20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, simi 21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðn I. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunartræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sfmi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin ’78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari áöðrum tímum. Síminn er 91-28539. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Simi 21260allavirkadagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Oplð hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugaf ólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 4. des. 1989 kl. 9.15. Bandaríkjadollar Sala 62.66000 SJUKRAHUS Sterlingspund 98.19800 Kanadadollar 53.78500 Heimsóknartímar: Landspitalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspftalinn: Dönskkróna Norsk króna 9.09370 9.21610 virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, ogeftirsamkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlæknlngadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar Sænskkróna Finnskt mark Franskurfranki 9.85380 14.96720 10.33060 Belgískurfranki 1.68010 Svissneskurfranki Hollensktgyllini Vesturþýsktmark (tölsk líra 39.37170 31.29320 35.30040 0.04789 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og Austurriskur sch Þortúg. Escudo 5.01180 0.40600 18.30-19.30. Landakotsspítall: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 0 54750 0.43711 Irsktpund 93.03400 KROSSGÁTA ‘Lárétt: 1 hyggja4glað ur6skref7yfirhöfn9 dá 12smáa 14 spil 15 nægilegt16nærri19 Stilla20not21 vegna Lóðrétt:2þvottur3 veiði 4 sæti 5 þreyta 7 flát8daður10kinnar 11göfugur13tæki17 fljótið 18 haf Lausn á síðustu krossgátu Láréttl 1 borg4búta6 eir7masi9espa12 trekk14góa15jóð16 neita19ildi20arga21 akkur Lóðrétt: 2 oka 3 geir 4 brek5táp7magnir8 standa10skjarr11 auðnan 13efi 17eik18 tau Þriðjudagur 5. desember 1989 IþJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.